Vísir - 11.08.1978, Síða 2
2
Bæjarstjórnin stefnir aö
þvi að laða fleiri sýningar
og opinbera viðburði til
Selfoss. Hvað finnst þér
um þá stefnu?
Sunna Sturludóttir, vinnur i
Vinnuskólanum, Selfossi: Ja, nú
veitég ekki. Jú annars, ég held að
þaö sé ágætt, og það væri gaman
aö taka þátt i þvi.
Guömundur Pálsson, vinnur I
Vinnuskólanum, Selfossi: Mér
list vel á þetta, þaö er ágætt aö fá
fleiri ferðamenn inn i bæinn.
Sirrý Björnsdóttir vinnur i
Fossncsti, Selfossi: Ég held að
þetta sé ágætis stefna, það er
jákvætt að laða hingað fleiri
ferðamenn.
Siguröur Guömundsson, húsa-
smiöur, Selfossi: Mér list mjög
vel á þessa þróun, og tel það gott
að fá hingað fleiri feröamenrv.
Þór Magnússon, i sumarfrii: Mér
list vel á það, ef hægt er að laða
hingað fleira fólk: þaö er gaman
aö þvi.
Föstudagur 11. áeúst 1978
VÍSIK
HVAÐ
BORCA
MIR í
SKATTA?
Tíu leikarar
borga samtals
16,6 milljónir
Hér birtist enn á ný skatt-
ar ýmissa hópa í þjóð-
félaginu. Að þessu sinni
urðu leikarar fyrir valinu
og voru valdir 10 af
handahófi af þeim fjöl-
mörgu sem í hugann
komu.
Sem sjá má á með-
fylgjandi töflu er Helga
Skúlasyni gert að greiða
hæst opinber gjöld af
Bessi 2.175.060 Rúrik 961.621
Tekjus.: Eignask.: Útsvar: Samt. gjöld:
Gunnar Eyjólfsson Gilsárstekk 6 769.842 143.323 596.600 1.818.996
Bessi Bjarnason Skriöustekk 16 1.143.744 85.630 600.800 2.175.060
FIosi Ólafsson Tjarnargötu 40 382.891 0 517.400 1.116.291
Róbert Arnfinnsson Hofgeröi 8 882.679 0 570.400 1.742.098
Arni Tryggvason Bólstaðarhllð 60 629.169 0 402.500 1.170.212
Steindór Hjörleifsson Alfheimum 40 782.285 0 571.400 1.640.727
Helgi Skúlason Suöurgötu 31 1.143.663 13.905 692.200 2.255.998
Jón Sigurbjörnsson Njaröargötu 7 1.039.350 23.205 715.200 2.212.441
Rúrik Haraldsson Bakka, Seltjarnarnesi 345.036 0 345.400 961.621
Ævar R. Kvaran Æsufelli 6 844.986 0 469.500 1.512.043
þeim leikurum sem í úr-
takinu lentu en Jón Sigur-
björnsson og Bessi
Bjarnason fylgja þar fast
á eftir. Samtals var lagt á
þá 16.6 millj.
( heildartölunni eru
samtals álögð gjöld á ár-
inu 1978 að skyldusparn-
aði meðtöldum og barna-
bætur hafa ekki verið
dregnar frá. —KS
SUMARVEGIR OG FERÐAHASAR
Bláir eru dalir þinir, byggöin
min i norörinu, sagöi Hannes
Pétursson, og þaö má segja meö
sanni aö sá er liturinn á döium
tslands um þessar mundir.
Yfirleitt er okkur ekkert kær-
komnara en gott sumar, og nú
stendur yfir eitt af þeim betri.
Samt virðist eins og dregiö hafi
töluvert úr umferö um
svonefnda „mestu ferðainanna-
helgi ársins”, sem nú er nýiiðin.
A móti kemur, aö feröamanna-
þunginn viröist jafn og þéttur
alla daga vikunnar, og veröur
þá verslunarmannahelgin engin
undantekning, nema i næsta
nágrenni Keykjanesskagans og
hins gamla Seltjarnarness.
Ung stúika, sem afgreiddi hjá
Esso i Hornafirði alla versl-
una rmannahelgina, hélt þvi
fram, að rangt væri að kenna
helgina viö verslunarmenn.
Sjálf heföi hún slaöiö við bensin-
afgreiðslu frá þvi á laugardags-
morgni og fram á mánudags-
kvöld, og heföi þvi ekki fundið
fyrir þvi, að þetta væri hennar
hclgi sérstakiega. Mikiö réttara
væriaðkalla þetta feröamanna-
helgina, ætti yfirleitt aö gefa
henni nokkurt nafn svo litt
breytt sem hún væri frá öðrum
helgum sumarsins. En þaö væri
sýniiega kominn tími tii aö
verslunarmenn fengju sér
einhvern annan tlma til aö frij-
ast, enda væri stór hluti þeirra
aldrei bundnari en einmitt á
hinum lögskipaða fridegi.'
Viö getum meö vissum hætti
veriö sammála hinum unga og
fjörlega benslnafgreiösiumanni
i Hornafiröi. Nú er ár og dagur
siöan kaupmenn og afgreiöslu-
fólk I Reykjavik lagöi á hesta
sina og hélt upp bakarabrekk-
una ,,ud I det blaa”, og endaöi
kannski langa og stranga reisu
á Kolviöarhóli á sveittum og
móöum hestum. Viö erum oröin
þjóö á hjóium og nemum ekki
staöar fyrr en I fjörrum
landshornum, sé á annaö borö
haldiö I feröalag. Svo er fyrir aö
þakka stööugt batnandi vegum,
að leiöir eru orðnar sæmilega
greiðar ciginlega hvert á land
sem er að sumrinu og fer þetta
ástand batnandi ár frá ári. En
eitthvað hefði nú verið sagt I
gamla daga, ef stjórnvöld hefðu
fariö aö leggja tööuskatt á
hestafóöriö, af þvi fólk notaöi
hesta til ferðalaga. Viö tökum
hinsvegar þegjandi viö
innheimtu bensinskattsins og
keyrum jafnt og þétt virka daga
sem helga, og verslunarmanna-
fridaga sem jóladaga.
Já„vegirnir eru I merkilega
góðu ástandi, þótt ekki sé komiö
á þá slitlag nema rúmlega aust-
ur aö Þjórsárbrú og svo i þétt-
býlisstööum sem þjóövegurinn
austur liggur um. Menn komu
þetta á hundraö og tuttugu
kflómetra hraöa I sönnu versl-
unarmannaskapi og vildu fara
fram úr. Þaö er auövitaö skylt
að verða við þeirri ósk, þótt
hægja verði á sér niður I sjötlu
til að verða viö beiöninni. Um
stund er maður svo I skæru-
hernaði undir dynjandi skothrlö
frá afturhjólum þess, sem fór
raunar I þetta feröalag aöeins til
að vera á hundrað og tuttugu.
En þótt náunginn brjóti öll lög
og hagi sér eins og hálfviti, gæt-
ir hann þess aö fara aö einum
fyrirmælum. Hann keyrir meö
fullum ljósum I átján stiga hita
og sterku sólskini. Hafiö Ijósin á
segja þeir, sem alltaf eru aö
barna fyrir manni feröalagið I
útvarpinu.
Vegageröin hefur bætt vegina
mikiö og hún vinnur I kyrrþey.
Eiginlega er hún eina starfandi
leyniþjónustan I landinu. Viö er-
um stundum aö skammast yfir
aö ekkert sé gert I gerö varan-
legra vega, og aldrei inuni
koma aö þvl aö viö getum ekiö
hringinn á malbiki. En þetta er
mikið styttra undan en menn
halda, þökk sé leyniþjónustunni.
A Ieiðinni til Egilsstaða er búiö
að undirbyggja stærstan hluta
leiðarinnar, séu firöirnir farnir,
sem er eitthvaö lengri leiö en
um Skriödal. Þaö er auðséö aö
leyniþjónustan ætlar að beina
umferöinni um firðina en ekki
að fjallabaki og er það skiljan-
legt. Og takist siðan skemmri
skirnin i vegageröinni eins og
tilraunir þær sem nú standa yfir
gefa vonir um, þarf isingin ekki
að vaxa mönnum mjög i augum,
en hún er versti ókosturinn viö
malbikiö. Og liklega veröur
leyniþjónustan búin aö leggja
varanlegan veg á öllum aöal-
leiðum áöur en stjórnmálamenn
hafa komist að niöurstööu uin
hvort gerö varanlegra vega eigi
að byrja á Vestfjörðum eöa i
Landmannalaugum.
Svarthöföi