Vísir - 11.08.1978, Síða 7

Vísir - 11.08.1978, Síða 7
7 ENGINN ER ANNARS BRÓÐIR í LEIK Launþegi skrifar: Meöan launþegar berjast harövitugri varnarbaráttu til aö tryggja lágmarkslaun fyrir vinnu sina berast fréttir af svimandi háum launagreiöslum til sjómanna. Hvaöa vit er i þvi aö hafa sik- an launamun. A einum togaran- um fyrir vestan var hásetahlut- urinn i júlimánuöi 1,7-1.8 millj- ónir. Maöur fúlsar nú ekki viö sliku. Þaö er sagt aö frystihúsin geti ekki borgaö okkur hærra kaup þvi kostnaöur viö rekstur- inn sé svo mikill. Einn stærsti kostnaðarliöurinn er hráefni og inn i þvi er hluti af launum sjó- manna. Þessi rosalaun sjó- manna veröa þvi til þess aö ekki er hægt að borga verkamönnum i landi þau laun sem þeim ber. Og svo er verið aö tala um samstöðu vinnandi stétta. Þarna sannast aö enginn er annars bróðir i leik. Þaö er munur á viöhorfum til Jóns og séra Jóns. Venjulegt snobb kommanno?: ## KJARTAN OG RAGNAR HLUPU I FANGIÐ Á GEIR" Sigurður H. Sigurösson skrifar: Eins og kunnugt er harðneitaði Alþýöubandalagið að ræða „ný- sköpunarstjórn” er formaöur Al- þýðuflokksins fór fram á þaö, þ.e. viöræður hinna tveggja kosninga- sigurvegara viö Sjálfstæöisflokk- inn. En um leið og Geir Hallgrims- son fer fram á viðræður viö Al- þýöubandalagið um undirbúning að hugsanlegri þjóðstjórn hlaupa þeir Ragnar Arnalds og Kjartan Ólafsson i fangið á Geir i forsætis- ráöuneytinu. Eitt með öðru sýna þessi reik- ulu viöbrögö Alþýðubandalagsins raunverulegan áhuga þeirra á vinstri stefnu eöa kannski sé þarna um að ræða venjulegt snobb þeirra kommanna? Sem sagt þeir vilja heldur ræöa þessi mál viö forsætisráðherra en venjulegan alþingismann. Þarna sést e.t.v. munurinn á viöhorfum þeirra til Jóns og séra Jóns. Núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæöisflokkur og Framsókn- arflokkur, hafa talið sig leggja áherslu á sparnaö og ráðdeild. Gott dæmi um þá stefnu þeirra I framkvæmd er sú ráöagerö þeirra að búa til nýtt embætti handa Magnúsi Torfa Ólafssyni með þvi að hafa forstjóra Menn- ingarsjóðs tvo i staö eins áöur. — Þarna geta menn, ef af veröur,séö alvöru þessara flokka i fram- kvæmd. „Nýjan" en ekki „hlýjan" í lesendabréfi Rannveigar Þóröardóttur I Visi s.I. föstudag um Upp- tökuheimili rikisins i Kópavogi misritaöist eitt orö. Sagt var „hlýj- an” um einangrunarstaö heimilisins en þaö átti aö vera „nýjan”. Hlutaöeigandi eru beönir veiviröingar á þessum mistökum. SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölskyldu- Ijósmyndir AUSrURSrRÆTI 6 SfMI 12644 Húsbyggjendur ylurinn er Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplast h/f Borgamesi simi93 7370 kvöld og hd9«nlmi 93-7355 ' Skallinn, -þaó er staóurinn Ótal tegundir af ís. Gamaldags ís, shake og banana-split. Mjólkurís meó súkkulaöi og hnetum. Ummm.... Gamaldags ís

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.