Vísir - 11.08.1978, Síða 8
8
FRÁ FREEPORTKLÚBBNUM
Stjórn SÁÁ hefur boðið klúbbfélögum og
mökum þeirra að heimsækja Sogn i ölfusi,
næstkomandi Laugardag kl. 14. kl. 2
Kaffiveitingar. Leiðin að Sogni er fyrsti
afleggjarinn til vinstri þegar ölfusborgum
sleppir, þá er Sogn stórt gulrautt hús upp
við fjallsrót.
Mœtum öli
Stjórn Freeportklúbbsins
' ........ ...........................
Fró A-A samtökunum
Egilsstaðadeild A-A samtakanna gengst
fyrir kynningarfundum á Austurlandi.
Fundur verður i safnaðarheimilinu á
Seyðisfirði föstudaginn 11. ágúst kl. 9. e.h.
og i Valaskjálf á Egilsstöðum laugardag-
inn 12. ágúst kl. 2 e.h.
Formælendur á fundunum eru úr Reykja-
vik og eru fundirnir opnir öllum sem fræð-
ast vilja um áfengisvandamálið.
Egilsstaðadeild AA samtakanna
blaöburóarfólk
óskast!
Kópavogur Aust. 3
Álfhólsvegur 71-97
Digranesvegur 74-117
Vighólastigur
VÍSIR
Afgreiðslan: Stakkholti 2-4 Simi 8661F
Skólastjóra og kennara
vantar við grunnskólann ó Bildudal.
Nónari upplýsingar veita Hannes
Friðriksson i sima 2144, og Jakob
Kristinsson í síma 2128 Bíldudal
Seltjarnarnes
afleysingar
frá 10/8-21/8
Tjarnarból
Sörlaskjól
Selbraut
VISIR
Vantar umboðsmann
í Hveragerði
Upplýsingar i síma 86611
VISIR
Umferðin á
Matterhorn
eins og á
Lœkjartorgi
þar sem eru dag hvern yfir
sumarhelgar um eitt hundraö
manns uppi i fjalli. Ég held aö
metiö sé eitt hundraö og þrjátlu
i einuuppi I fjalli. Þetta er eins
og umferöin á Lækjartorgi.”
Hann skýrir lít, hvernig fyrsti
hópurinn getur velt um steinum
undan fótum sinum og hrundiö
óviljandi af staö skriöu yfir
næsta hóp á eftir. Umferöin er
oröin slik, aö á leiöinni hefur
veriö hróflaö upp útikamar (i
um 3,000 metra hæö), rétt eins
og hlúö er aö feröalöngum á
vinsælustu tjaldstööum hér á
Islandi.
„En lélegur útbúnaöur er
versta vandamáliö. Þaö er ekki
lengra en til siöustu viku aö
Reyndir jöklafarar á ferö
Hverja sumarhelgi, þegar
fjallgöngugarpar drifa aö
allstaöar Ur heiminum, mynd-
ast ámóta örtröö I hliöum
svissnesku Alpanna og á aöal-
vegunum fyrir neöan. — Þaö er
ekki fátitt, aö myndist biöraöir
fjallgöngumanna einhversstaö-
ará miöri leiö, þar sem beöiö er
eftir þvi aö komast upp á
tiltekna syllu, klett eöa jafnvel
sjálfan tindinn.
Sumar eftir sumar er þaö
þannig, og lætur þessi fólks-
straumur það ekki aftra sér, aö
margur snýr ekki aftur Ur þess-
um feröum. Þegar hitinn eykst
og bræöir vetrarsnjóinn, mynd-
ast snjóskriöurnar og taka þær
árlega drjúgan toll af þessu
feröafólki.
Þetta sumar hefur veriö
sérlega örlagarikt. Um þrjátiu
fjallgöngumenn hafa týnt lífi i
svissnesku ölpunum, og þab
hefur frétst, aö þeir muni ekki
færri í frönsku Ólpunum.
Þessa siöustu viku hafa
björgunarsveitir veriö á þönum
i hliöum Alpafjalla (frönsku,
itölsku og svissnesku) I leit ab
fólki, sem varö úti i hvassviöri
Slikur stormur er óvenjulegur
aö sumarlagi, enda létu margir
hann koma sér á óvart. Afleiö-
ingarnar uröu þær, aö tuttugu
ogfimm hafa veriö taldir af, og
einhverra fleiri er saknaö enn.
Jafnvel þrautreyndir
fjallgarpar uröu þessu óveöri aö
bráö. Þeirra á meöal var elsti
og frægasti fjallamaöur Sviss-
lendinga, Jean Juge (sjötugur
oröinn aö aldri) frá Genf. Lik
hans fannst i fyrradag rétt fyrir
neöan þokuvafinn tindinn á
Matterhorn (4,478 metra hátt).
Hann haföi örmagnast.
Sumarsólin var seint á ferö i
Olpunum þetta áriö, og þegar
hún loks fór aö skina, biöu
þúsundir Alpafjallagarpa tæki-
færis aö nota sér góöviöriö.
Síöasti vetur haföi veriö sér-
deilis snjóþungur og skriöuhætt-
an þvi meiri en nokkru sinni.
Enda voru þaö engin smá
snjóflóö, sem fylgdu i kjölfar
leysinganna. Snjóskriöurnar
voru stærri en elstu menn
mundu eftir aö hafa séö falla.
Leiösögumenn i Alpafjöllum
telja, aö mörg fórnardýra fjall-
anna I sumar hafi ekki haftnæg-
an vara á sér vegna skriðuhætt-
unnar. Sumir gamalreyndustu
leiösögumennirnir, sem þekkja
Alpana betur en vasana á sér,
hafa lagt orö i belg meö björg-
unarsveitarmönnum, sem
liggja útlendum fjallgöngu-
mönnum þungt á hálsi fyrir
fyrirhyggjuleysi. Segja þeir, aö
obbi þessa fólks flani aö feigö-
inni lélega útbúiö og án nokk-
urrar viröingarfyrir hættunum,
sem felast i hrikalegum fjöllun-
Mannmargt í svissnesku
ölpunum um helgar svo
að horfir til vandrœða
Vel útbúnir fjallgöngumenn utan I þverhniptum Isvegg. Takiö eftir
mannbroddunum á fótum þeirra. Tveir enskir piitar höföu ekki
fyrir þvi aö taka þennan sjálfsagöa útbúnaö meö sér upp á Matter-
horn I svissnesku ölpunum og voru þar enda hætt komnir I siðustu
viku.
um.
„Vestur-Þjóöverjar og Jap-
anir eru venjulegast verstir I
þessum hópum,” sagöi einn
IeiösögúmaÖur frá skiöahótél-
inu i Zermatt í viötali viö frétta-
mann Reuters á dögunum. „En
þaö eru góöir fjallagarpar frá
hverju landi, og þaö eru lika
slæmir. Viö fáum hingaö marga
frá Genf og Zurich lika, sem
viröast aldrei hafa augum litiö
fjall á ævi sinni fyrr.”
Leiösögumennirnir reyna aö
hafa vit fyrir mörgum. —
„Þegar viö sjáum einhvern
augljósan viövaning, eöa
einhvern illa búinn, og þeir eru
jú æöi margir, þá reynum viö
ýmist aö telja þá af þvi aö fara,
eöa neitum aö fara meö þeim.
En aödráttarafl Alpanna er of
sterkt og upp fara þeir. Venju-
lega lendir þaö á okkur aö bera
þá niöur limlesta eöa dauöa,”
sagöi leiösögumaöurinn frá
Zermatt.
Beat Perren, er for-
stööumaöur flugbjörgunar-
sveitar Zermatt, sem er til reiðu
nótt sem nýtan dag til aö aö-
stoöa fjallgöngumenn i vand-
ræöum. Hann telur reynsluleysi
og lélegan útbúnaö eiga mesta
sök á slysum I ölpunum, og eins
aöof margir eru á ferli I hliöun-
um I einu.
„Litum bara á Matterhorn,
leita- aö einu dæmi um slikt
fyrirhyggjuleysi. Þá uröum viö
aö fara upp á Matterhorn til aö
sækja tvo enska pilta. Ég ætlaöi
ekki aö trúa þeim, þegar þeir
sögöust ekki hafa meö sér neina
mannbrodda,” sagöi Perren.
Perren er 49 ára, kvæntur og
tveggja barna faðir, en einn
þessara þrautreyndu fjalla-
garpa, sem vikulega leggja lif
sitt I hættu til þess aö sækja
fjallgöngumenn úr sjálfheldu
eöa einhverjum öörum nauöum,
stundum lffs, stundum liöna.
„Þaö skiptir ekki máli, hvort
viö teljum, aö heimska þeirra
hafi leitt þá út i ógöngurnar.
Mannslif er mannslif, og viö för-
um upp eftir þeim samt,” sagöi
Perren.
Til þess aö bjarga til dæmis
ensku piltunum i slðustu viku,
vörpuöu Perren og félagar hans
sér út úr þyrlu um niödimma
hánótt um áttatiu metrum fyrir
neöan úndinn. Þar var nætur-
frost. Þeir urðu aö klifa þaö sem
eftir var leiöar i myrkrinu til
piltanna, sem héngu i köðlum
sinum, festum á syllu, og höföu
hangið þannig i lausu lofti i
nokkrar klukkustundir.
„Þeir voru svo sannarlega
glaöir aö sjá okkur,” sagöi
Perren, „viö svo sannarlega
fegnir aö komast heilir meö þá
heim og sjá þar á bak þeim.”