Vísir - 18.08.1978, Blaðsíða 2
Þorsteinn Bergsson:
Já, ég kann vel aö meta þær. Það
yrði mér sár missir ef þær tækju
upp á þvi aö hverfa með öllu.
v----------:>
Vísir spyr
í Reykjavík
Hefur þú gaman af
kongulóm?
Herdis Arnardóttir:
Ég er dauðhrædd við þær, og mér
finnst þær mjög ógeðslegar.
Sigriður Birnir:
Mér er nú svo sem ekkert vel við
þær en ég leyfi þeim að vera þeg-
ar ég sé þær. Jú, það kemur stöku
sinnum fyrir að ég drep þær.
Jónlna Arnardóttir:
Ég er alveg sklthrædd viö þær
enda hefur kðnguló einu sinni bit-
iö mig i puttann.
Lilja Grétarsdóttir:
Mér finnst þær bæði skemmtileg-
ar og sætar. Ég gæti vel hugsað
mér að hafaköngulærsem gælu-
dýr, en þvi miður hef ég ekki aö-
stööu til þess.
Föstudagur 18. ágiist 1978
VISIR
— er enn einn möguleiki
í Grikklandsferðinni,
sem er nœsti vinningur
i Ferðagetraun Vísis
Grikkland, eitt sólrikasta land Farþegum er boöiö upp á ljúf-
veraldar, hefur upp á margt að
bjóöa. Ferðamenn sem þangað
leggja leið slna geta skoöaö ein-
ar merkustu fornminjar sög-
unnar. En Grikkland býður
einnig ferðamönnum upp á ný-
tisku þægindi og þar getur hver
og einn fundið eitthvaö við sitt
hæfi, hvort sem áhuginn beinist
aö fornri frægð landsins, iþrótt-
um skemmtunum, eða góðum
mat.
Það er Ctsýn sem skipuleggur
Grikklandsferð þá sem Visir
býður upp á i ferðagetraun
sinni. Ctsýnar farþegar dveljast
i Vouliegmeni, sem er einn feg-
ursti staður Appoliostrandar-
innar á Attikuskaganum. Þaðan
eru aöeins 20 kilómetrar til
Aþenu og boöiö er upp á ferðir
tiifrægra borga eins og Korintu,
Mýkenu og Navplions.
Sigling um
Eyjahafið
Vinningshafinn i ferðaget-
rauninni getur einnig tekið sér
far með glæsilegu skipi um
Eyjahaf. Þetta er dagsferð og
komið er við i eyjunum Hýdru,
Póros og Eginu.
fenga rétti um borö á skipinu og
þar er einnig hægt aö kaupa toll-
frjálsan varning.
Lagt er upp frá hafnarborg-
inni Pireus aö morgni dags og
stefnan tekin á Hýdru. Hún er
ein kunnasta listamannaný-
lenda Grikklands. Frá hafi litur
eyjan úr eins og stór gróðurlaus
klettur, en þegar skipið nálgast
sést þorpið og skinandi hvit hús
þess. Mörg húsanna eru stór og
glæsileg. Eyjan var heimkynni
margra, hér fyrr á öldum sem
þurftu á felustað að halda. Þeir
urðu að stunda sjósókn og urðu
með timanum bestu sjómenn
Grikklands. Þeir söfnuðu mikl-
um auöi og eru stórhýsin á
Hýdru frá þeim tima. Upp úr
1800 var ibúatala eyjarinnar um
16 þúsund manns, en er nú um
2800. Nú koma listamenn og rit-
höfundar þangaö til að njóta
kyrrðarinnar þar og hinnar sér-
kennilegu fegurðar sem eyjan
hefur upp á aö bjóða. Þar er nú
listaskóli frá gullöld eyjar-
innar. í höfninni liggja margar
listisnekkjur og i grennd við
höfnina er mikiö af verslunum.
Frá Hýrdu er siglt til eyjar-
innar Póros og er nafnið dregið
af sundi sem liggur milli lands
og eyjar. Sundið er svo þröngt
Frá hafnarborginni Píreus. Þaðan er lagt upp í sigl-
inguna um Eyjahafið.
að svo virðist sem hægt sé að
teygja hendina yfir á Pelops-
skagann. Skammt frá höfninni
er staður sem var helgaður
Póseidon sjávarguöinum.
Þá er haldið til eyjarinnar
Aighina. Hún var áður fyrr eyja
gyöjunnar Afróditu og einnig
má þar sjá rústir af hofi gyðj-
unnar Aphaiu. A eyjunni er safn
þar sem er að finna aldagamla
muni frá timumm Hellena. Eyj-
an er gróðursæl og húsin eru þar
i liflegum litum, en kirkjur eru
allar hvitar með bláum þökum.
—KP.
BLAÐAMENNSKAN FÆR UÐSAUKA
Astæða er til að fagna þvi þeg-
ar islensk blaðamennska verð-
ur fyrir ávinningum, og blað-
stjórar skiija að þeir eiga aðeins
um tvennt aö velja —að skrifa
eða dey ja. Að visu standa nú tvö
blöð eftir án sérstakrar tilraun-
ar til nýrrar lifsbaráttu I heimi
útvarps og sjónvarps, en það
eru Þjóðviljinn og Alþýðubiaðið.
Hin blöðin hafa bjargast sæmi-
iega, þótt dagamunur kunni að
vera á áferð þeirra og efnis-
meðflutningi — og nú siöast
Tíminn, sem hefur fyrir atbeina
Odds Ólafssonar og Jóns Sig-
urðssonar aftur tekið tii við að
iifa.
Þegar litið er yfir blaða-
mannastéttina i dag skiptist for-
ustulið hennar i tvo hópa. Ann-
ars vegarersá hópur, sem vann
á Tímanum og tók þar út nokk-
urn þroska, en hinn hópurinn
vann á Morgunblaðinu. Þetta
lið, sem dreifst hefur töluvert á
hin blöðin, hefur með vissum
hætti valdið byltingu í blaða-
heiminum þegar hann hefur
fengið að ráöa. öðru máli gegn-
ir um Alþýöublaöiö og Þjóövilj-
ann, og valda þar auövitaö um
margt aðrar aðstæður er koma
blaöamennskunni ekki við.
Alþýöublaöið hefur hvað eftir
annað gert tiiraunir, og það
kostnaðarsamar, til að komast
á vettvang hvaö útbreiðsiu
snertir, en hefur ekki haft þann
veg i þeim efnum, sem vonir
stóðu tU. Nú hafa ráöamenn
biaðsins ákveöiö að fara sér
hægt um sinn og gera þaö fyrst
og fremst pólitiskt. Þetta getur
hentað Alþýðuflokknum ágæt-
lega aö svo mikiu leyti sem
einhver les blaðið. Aftur á mótiá
Alþýöublaöiö alltaf til leik, sem
hefur raunar gefist þvi vel einu
einni áður, og hanner að ráða til
þess mann á borð við Gisla Ast-
þórsson sem á sinum tíma
breytti þvi i grundvailaratrið-
um og gerði það áhugavert I
augum almennings. Að visu er
sá maður vandfundinn og til-
rauniri þessa átt hafa ekki tek-
ist. Auk þess sjá nú Alþýöu-
flokksmenn að þeir eiga erindi i
pólitik að nýju og vilja kannski
ekki laust láta sem stendur.
Þjóðviljinn hefur aidrei látið
undan nýjum þörfum um hlut-
iaust blaö, mun talið að útgáa
hans væri gagnsiitii væri hún
ekki pólitisk. Nýverið mun jafn-
vel hafa veriö ákveðið að gera
iþróttafréttirnar pólitiskar.
Engu að siður er hann um
margt ágætt pólitiskt blað, og
þar vinna menn, sem hafa feng-
ið góða þjálfun i blaðamennsku.
Nokkur breyting varð á Þjóð-
viljanum viðkomu Einars Karls
Haraldssonar (Timinn) þangað
i átt til frjáislegri umræðu, þótt
umræðan vegna höfunda sinna
hljóti nánast alltaf að vera i
skötuifki. Og dispútasian er svo
sem i góðu lagi — um keisarans
skegg.
Dagblaðið hefur sýnt að alltaf
er þörf fyrir blað, sem er reiðu-
búið að iáta móðan mála — og
hikar ekki við að hiaupa undir
drep — sbr. fjögur þúsund
metra hlaupritstjórans nýverið.
Hvernig það komst til lifs er
nokkurt ævintýri og sýnir svo
ekki verður um villst, að hvergi
annars staðar veltur jafn mikið
á einstaklingum og i blaða-
mennsku. Jónas Kristjánsson
hóf biaöamennsku á Timanum
og var þar fréttástjóri á góðum
tima. Og þá er vert að geta
Halls Simonarsonar, sem er
einhver besti iþróttafrétta-
maður landsins og hefur verið
það í áratugi. Hann var f fjölda
ára á Timanum. Biaðið hefur
lika mikinn styrk af Atla Stein-
arssyni, sem kom þangað frá
Morgunblaðinu.
Þá hefur Visir risið mjög vel
undir þeirri hörðu samkeppni,
sem rikt hefur milli siðdegis-
blaðanna. Blaðið hefur haldið
hlut sinum og riflega það á
þröngum markaði, sem hefur
annað tveggja valdið samdrætti
hjá öðrum blöðum eða lagt þau
alveg flöt, eins og Alþýöublaðið.
Þorsteinn Pálsson ritstjóri
kemur frá Morgunblaðinu,
Ólafur Ragnarsson, ritstjóri frá
sjónvarpinu. En frá Timanum
hafa komið Elias Snæland Jóns-
son, Gunnar Salvarsson og
Gunnar Andrésson.
Það er um margt eðlilegt að
Morgunblaðið og Timinn skuli
fyrst og fremst hafa alið upp þá
stétt blaðamanna, sem nú ráða
ferðinni með ágætum árangri.
Og nú, þcgar Timinn er aftur að
hverfa i hóp alvörublaða, hefur
blaðamennskunni bætst sá liðs-
auki að segja má að byltingin
hafi tekist. Hún hófst raunar
fyrir áratugum I orðaræðum
einstakra blaðamanna, sem
ekki var hlustað nema tak-
markað á. En rökræður þeirra
viröast hafa setst að á réttum
stööum. Og segja má um bylt-
inguna i blaðamennskunni, eins
og Jón Þórláksson sagði, að hún
er lögleg fyrst hún tókst.
Svarthöföi.