Vísir - 18.08.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 18.08.1978, Blaðsíða 11
VTSIR Föstudagur 18. ágúst 1978 11 útflutning á íslensku ullarbandi: „RíKSTRARSTÖÐVUN FYRR íN SilNNA" — segir Þorsteinn Ragnarsson, framkvœmdastjóri Skagaprjóns smiðjum eins og Alafossi sem framleiddu fyrir prjónaverk- smiðjur, en of litið verið hugsaö um uppbyggingu til að fullvinna framleiösluna, svaraöi Pétur: „Það er siður en svo , frekar hefur þetta verið á hinn veginn. Ef ekki er hægt að framleiða bandið á samkeppnisfæru verðiþá verkar þaö á fataiðnáð- inn. Höfuð vandamálið er annars eölis. Það er efnahags- ástandiö almennt i landinu. Það er furðulegt aö nilna eru frystihiisin að stöðvast hvert af öðru á sama tima og fiskverð er i toppi erlendis. Miðaö við þaö er mesta furða að fataiðnaðurinn skuli ekki vera lagstur niður fyrir löngu. Þaösýnir þó hvað þessi iðnaður hefur eflst á undanförnum árum”. —HL „Þaö er fyrirsjáanlegt að þetta hlýtur að valda rekstrar- stöðvun fyrr en seinna”, sagði Þorsteinn Ragnarsson, sem rekur prjónastofuna Skaga- prjón á Akranesi. En svo sem Vlsir hefur skýrt frá að undan- förnu hefur samkeppni mjög harðnað á erlendum mörkuðum gagnvart Islenskum prjóna- vörum, þá ekki sist vegna er- lendra eftirllkinga sem nd er farið að framleiða úr islensku bandi. Þorsteinn sagði að hans verk- smiðja væri að þvl leyti ver sett en aðrar prjónastofur að fram- leiða eingöngu dr þvl bandi sem flutt er út tii láglaunasvæða. Þetta efni er mun grófara en aðrir eru með og er flutt I miklum mæli til Danmerkur. Þar er framleitt úr þvl á Jót- landi svo tugum tonna skiptir á hverju ári. Og sami eigandi sem á þá verksmiðju á Jótlandi á einnig verksmiðju I Puerto Rico og fiytur þangað þetta sama band frá Alafossi, að sögn Þor- steins. „Það sem nýlega hefur slðan komið upp er það að farið er að flytja þetta band til Kóreu. Þar hefur verið framleitt úr þvi á Japansmarkað og eyðilagt þann markað sem búið var að koma upp þar,” sagöi Þorsteinn. „Röng fjárfesting er orsök vandans” Þá sagöi Þorsteinn aö aöalor- sök vandans væri röng fjárfest- ing. Stefnan hafi veriö sú að fjármagna gifurlega mikil véla- kaup Gefjunar og Alafoss. „Þessar vélar kostuöu tugi milljóna og til þess að þær fái markað fyrir framleiðslu sina verður aö flytja bandið dt vegna þess að hér hefur verið látiö hjá liöa aö byggja upp verksmiöj- urnar sem fullvinna bandiö”, sagði Þorsteinn. ,,Það hefur algerlega setiö á hakanum og afleiðingin er sd aö gifurleg offramleiösla verður á bandi sem flytja verður á er- lenda markaði”. Þá er annað atriði varöandi þetta mál sem Þorsteinn taldi alvarlegt. Það er eins og Þor- steinn orðaði það „aö hér er ekki þaðframboöá ull sem þarf iallaþessa bandframleiðslu og þvi verður aö blanda islensku ullina aömiklumhlutameðullt.d. frá Nýja-Sjálandi. Þá er veriö aö grafa undan eiginleikum ullarvoðarinnar sem framleidd er hér og hún kannski ekki Islensk nema að 40% hluta. Þannig fer þessi sérstaka islenska áferð fyrir bi”. Þorsteinn sagöi aö þegar Skagaprjón væri búið aö fram- leiöa upp I þá samninga sem i gildi væru, yröi verksmiöjan verkefnalaus. „Viö erum alls ekki samkeppnisfærir viö lág- launalöndin, ekki einu sinni viö lönd eins og Danmörku”, sagöi Þorsteinn. Aö lokum sagöi Þorsteinn: „Nú er spurningin hvað hægt er aö gera fyrst búiö er að fjárfesta svona I þessum vélum. Þá er það fyrst og fremst hvort borgi sig þjóöhagslega betur að láta þessar litlu verksmiðjur detta á hausinn, eða að rikið dragi saman framleiðslu sina eins og á Alafossi. Þá yrði hugsanlega hallarekstur á þeirri starfsemi en prjónaiðnaöurinn út um landið fengi þá aftur betri stööu. Þarna var aö minu mati ráö- ist i ótimabæra fjárfestingu i vélum sem átti ekki aö eiga sér stað fyrr en búið var að þróa upp þennan iðnaö sem fullvinnur úr þessu bandi svo ekki kæmi til aö hann yrði fluttur úr landi”. —HL Dagur Lóðvíks Jósepssonar milli mála að allt þetta fólk vildi breyta heiminum og bæta hann, og ástundaði að lifa agasömu pólitisku llfi. Héðinn Valdimars- son var kjörinn formaður hins nýja flokks, en formaður flokks- stjórnar og miðstjórnar var Brynjólfur Bjarnason. Sigfús varð aftur á móti einn af ritstjór- um Þjóðviljans með þeim Sigurði Guðmundssyni og Einari Olgeirs- syni. Þótt nýjum liðsmönnum væri þannig fagnað meö vegtyll- um i forustunni voru hlutföllinn þó einn á móti tveimur hvað em- bættin snerti. Hinn fimmta apríl 19S6 gekk svo Hannibal Valdimarsson til liðs við Sameiningarflokkinn, en þá var stefnt að kosningum og vinstri stjórn undir forsæti Her- manns Jónassonar. Hannibal kom úr röðum Alþýðuflokksins eins og fyrri liðsauki og nú var tekið upp nafnið Alþýðubandalag. Það fer að veröa merkast við vinstri stjórnina 1956 að þá varð Lúðvik Jósepsson ráðherra i fyrsta sinn. Þá var Iandhelgin einnig færð út I tólf mílur og var þaö mál sótt af sliku bráðræði, að forsætisráðherrann varð að setja sjávarútvegsráðherranum afar- kosti. Samt höfðust nú tólf mil- urnar og allar útfærslur slðan. Myndi líklega kosta blóðs- útheilingar annars staðar Þetta er rakið hér vegna þess að lokið er nær fimmtiu ára þrautagöngu baráttu og ein- angrunar I islenzkum stjórnmál- um þrátt fyrir setu i þremur rikisstjórnum. Lýðræðisþjóð- félag, sem tekur andstæðinga sina i ríkisstjórnir, getur ekki tal- izt sjálfu sér samkvæmt nema það heimili einnig þessum sömu andstæðingum sinum tilraun til stjórnarmyndunar. Aftur á móti hafa önnur lýðræðisþjóðfélög beitt öllum ráðum til að hindra þátttöku stjórnmálaafla á borð við Alþýðubandalagið I rikis- stjórnum og munu ekki á næstunni fela þeim stjórnar- myndanir. En við erum svo langt úti i hafinu að sjálfsagt verður ekki héraðsbrestur þótt við verðum fyrst þjóða til að fram- kvæma það sem að öllum likind- um mundi kosta blóðsúthellingar annars staðar. Við erum nú einu sinni svo sérstök á alla grein, að dagur Lúðviks Jósep$sonar, hinn 16. ágúst 1978, verður aðeins fréttnæmur á Vesturlöndum vegna „prinsipsins”. Þegar stjórnarmyndunarvið- ræður hófust, að loknum þing- kosningum, mátti heyra á mál- gagni Alþýðubandalagsins að það taldi að fela hefði átt formanni bandalagsins tilraun til stjórnar- myndunar I stað Benedikts Gröndals. Þessa sjónarmiðs gætti a.m.k. i tvigang i málgagninu. Þegar slitnaði upp úr þeim við- ræðum hófust hinar hrikalegustu ákærur Alþýöubandalagsins á hendur Alþýðuflokki fyrir að hafa svikið. Aftur á móti var ljóst að Albýðubandalagið hafði gert svo órimilegar kröfur um tilfærslu fjármuna að ekki varð að þvi gengið. t áróðursstriðinu sem fylgdi varð Alþýðubandalagið undir. Allar götur siðan var sýnt að Alþýðubandalagiö varð að fá annað tækifæri til vinstri stjórnar viðræðna, þó ekki væri til annars en geta breytt um tón, enda kalla þeir nú tillögurnar um fjármuna- tilfærsluna aðeins frumgerð sem sett hafi verið fram til að falla frá þeim að mestu. Undirritaður hefur alltaf haft mikið álit á Lúðvik Jósepssyni Neðanmóls f ' 111 v Liðin eru 47 ár frá fyrstu kosningunum, sem Komm- únistaflokkur tslands tók þátt I með þeim árangri að 1165 atkvæði fengust. Nú eru þingmenn orðnir fjórtán og nafn samtakanna er Alþýðu- bandalag. Evrópukommún- isminn er kominn til sögunn- ar og blaðamenn halda þvi fram að enginn sæmilega upplýstur maður telji að kommúnistar fyrirfinnist I flokknum. Við þannig að- stæður er runninn upp stór dagur I lifi þessa barnabarns Kommúnistaflokksins gamla — dagur Lúöviks Jósepsson- ar, segir Indriöi G. Þor- steinsson, rithöfundur, i neð- anmálsgrein sinni. sem stjórnmálamanni, einkum fyrir klókindi hans i daglegu brasi. En það er efamál, hvort honum hefur dottið i hug að beita Verkamannasambandinu fyrir sig til að knýja fram nýjar vinstri viðræður. Alveg er eins og þar hafi komiö til einskonar Túngötu stjórn, og fyrirmæli hennar hafi byggzt á þeirri staöreynd, að Al- þýðuflokkurinn er of hræddur viö Alþýðubandalagið til að þora að neita að hlusta þegar slík boö berast. Engu að siður notaði Lúö- vik tækifærið, gekk fyrir forseta, og óskaði eindregið eftir því að Alþýðubandalaginu yrði heimilað að endurtaka leikinn um vinstri stjórn. Þar sem enginn annar var nú eftir i slikar tilraunir en Ólafur Jóhannesson, var erfitt að neita ákveðnum óskum formanns Al- þýöubandalagsins. Dagur Lúö- viks Jósepssonar var að morgni. Fordæmi aöeins austan íárntjaids Takist Lúðvik Jósepssyni stjórnarmyndun veröur einungis að leita fordæma austur fyrir járntjald. Þar hefur það aldrei gerzt, eftir að vissum öflum hefur verið stýrt til forræðis um stjórnir landa eftir löglegum og lýðræðis- legum leiðum, að þurft hafi að endurtaka leikinn, eins og er þó siður i lýðræðislöndum. Forustu- mönnum annarra flokka hefur verið haldið viö með blekkingum, unz þeir annað tveggja settust I helgan stein eða hurfu út um glugga. t Búlgariu situr sam- steypustjorn og hefur setið lengi. Hana skipa kommúnistar og „Framsóknarmenn”, og virðist allt vera i sátt og samlyndi. Af kosningum i Búlgariu fara engar sögur. Þar og annars staöar er lagt mikið upp úr þvi að ýmsir áhrifalausir smáflokkar gefist ekki upp og hætti störfum. Þeim er jafnvel neitað um að deyja, æski þeir þess. Svo voldugt getur lýöræöið verið i austantjalds- löndunum. Nú má vel vera að upplýstir Is- lendingar telji litla ástæöu til að óttast, þótt fyrrverandi barna- kennari af Noröfirði verði for- sætisráöherra. Satt er þaö, að Lúðvik er ekki liklegur til óhæfu- verka, og stór hluti af fylgjendum Alþýðubandalagsins er svona ámóta lýöræðissinnaður og hver annar. En margt er á huldu um Alþýðubandalagið. Saga þess nær aftur til ársins 1930, og við- bæturnar siðan hafa veriö valda- litlir menn, sem hafa fyrst og fremst þjónað þvi hlutverki að auðvelda umsvifin i gagnrýnu, lýöræðislegu samfélagi. Frá upp- hafi hefur þar mest boriö á Sig- fúsi Sigurhjartarsyni, Héðni Valdimarssyni, Hannibal Valdi- marssyni og Ólafi Ragnari Grimssyni. Enginn þeirra var eða er aö leita að nýju ópiumi fyrir fólkið. En auðvitað verður Al- þýðubandalagið ekki eitt um hugsanlega stjórnarmyndun. Nú munu þeir bjóða allt, og þeir eru margir, bæði I Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum sem þiggja ráðherrastóla. Þaö yrði ekki stuggaö við þeim með varnarliösmálum og gengisfell- ing væri svo gott sem bókuö. Það sem ekki fékkst fram I viðræöum við Benedikt Gröndal liggur nú á lausu. Efnahag og launamálum yrði bjargað i bili með nýjum viö- skiptasamböndum og alltaf mætti bjóða upp á hið búlgarska frant- hald. Þá getur lika verið vel þess virði að gæta aö áhrifunum, sem þetta hefði á öðrum Vesturlönd- um. Dagur Lúöviks Jósepssonar gæti haft niikla þýðingu þar, enda enn i fullu gildi þau orð Krústsjoffs að betra sé að vera rauður en dauöur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.