Vísir - 18.08.1978, Qupperneq 3
3
VISIH Föstudagur
18. ágúst 1978
Heiöarbær, fegursta gata Reykjavfkur 1978
Heiðarbœr í Árbœn-
um fegursta gatan
Heiöarbær i Arbæjarhverfi
hefur veriö valin fegursta gata
borgarinnar 1978 af Umhverfis-
málaráöi. Veröur merki
Umhverfismálaráös sett upp
viö götuna og fær hún aö halda
þvi næstu 10 árin ef áfram helst
sá hreinleiki og þaö laufskrúö
sem nú setur svip sinn á um-
hverfiö.
Hús ársins var valið norska
sendiráöið við Fjólugötu 17 og
segir i áliti dómnefndar, að öll
efnismeðferð i húsi og lóð sé
vönduð og smekkleg og húsið
falli velaðgömluog grónu um-
hverfi sinu. Arkitekt hússins er
Ulrik Artursson.
Þá hefur Gróðrarstöðin Mörk
við Stjörnugróf 8 hlotið viður-
kenningu þá, sem veitt er fyrir-
tækjum fyrir snyrtimennsku og
smekkvisi og taldi dómnefnd
fyrirtækið i algjörum sérflokki
hvað það snerti.
A þessu ári eru 10 ár frá þvl að
fyrsta gatan var valin fegursta
gata ársins en það var Safa-
mýri.
Þar er nú sem fyrr rlkjandi
sama snyrtimennskan og veriö
hefur, en samkvæmt reglum
Umhverfismálaráðs heldur
hver gata viðurkenningarskyld-
inum aðeins I 10 ár svo nú verð-
ur skjöldurinn við Safamýrina
tekinn niður. Gatan hefur nú
jafna möguleika og aðrar götur
á að vinna skjöldinn aftur við
siðari úthlutanir.
—ÓM.
Gróörarstööin Mörk hlaut fyrirtækjaviöurkenninguna. Myndin er af
eigendum Markar, hjónunum Mörthu C. Björnsson og Pétri N. óla-
syni, i sinu fagra umhverfi.
Norska sendiráöiö: Hús ársins 1978
Útimessa
Útimessa verður i trjálundin-
um I Glerárhverfi á Akureyri á
sunnudaginn kl. 14. Kirkjukór
Lögmannshliðarkirkju syngur
undir stjórn Askels Jónssonar
og prestarnir þjóna báðir við
messuna.
á Akureyri
Á ásnum ofanvert við trjá-
lundinn hefur Lögmannshliðar-
söfnuður óskað eftir aö fá nýja
kirkju.
Að messu lokinni verða veit-
ingar á boðstólnum.
—KP.
Þyrlukaup Landhelgisgœslunnar:
TVÆR ÞÝSKAR 10A
EINA BANDARÍSKA
Þetta er mynd af MBB Bo 105 þyrlu á flugi.
Landhelgisgæslan hefur
tryggt sér sæti i afgreiösluröö
meö þyrlu af geröinni Sikorsky,
eins og Vlsir hefur greint frá.
Þyrlan sem hér um ræöir er
geysilega stór eöa 12 manna auk
flugmanns. Ekki munu allir
sammála um þaö hvort slik
þyrla hentar viö okkar
aöstæöur. En þess má geta aö
þyrlur Landhelgisgæslunnar
hafa einnig þjónaö Slysa-
varnarfélagi lslands og hefur
þaö félag keypt þyrlur meö
Landhelgisgæslunni.
Þyrlur eru mjög dýr tæki og
eins og kom fram i blaöinu i gær
var áætlað verð Sikorsky þyrl-
unnar i árslok 1976 um 250
milljónir króna. Slik þyrla þarf
þvi aðveramörgum kostum bú-
in sérstaklega með tilliti til þess
tviþætta hlutverks sem hún
myndi gegna hérlendis.
Athyglin hefur beinst aö þvi
hvort aðrar þyrlur, en
Sikorskygerð kæmu til greina.
Athyglin hefur meöal annars
beinst að þyrlutegund sem
mjög mikið er notuð I Olpunum.
Þetta er þýsk framleiösla og
heitir Messerschmitt-Bölkow-
Blohm skammstafað MBB Bo
105. Hafa slikar þyrlur mikið
verið notaðar bæði af lögreglu i
löndum sem liggja að Alpafjöll-
um og eins til björgunarleið-
angra.
Þyrlur af þessari gerð eru 5
manna og myndu tvær slikar aö
öllum likindum kosta svipaöa
upphæð og ein þyrla af Sikorsky
S76 gerð. Það þykir mikill
kostur við þessar vélar aö þær
eru opnaðar aö aftan þannig aö
unnt er að flytja slasaða beint
inn i sjúkrabil.
Þyrla af Sikorskygerð mun
tóm vega um 2200 kiló en af
MBB gerð um 1200 kiló.
Sikorskyþyrlan kemst i 10
þúsund feta hæö en MBB i 17
þúsund feta hæð.
Flugþol Sikorsky eru 4
klukkustundir og 10 minútur en
MBB 3 klukkustundir og 55
minútur. Hámarkshraöi MBB
er 270 km á klukkustund en
Sikorsky 290 kilómetrar.
Sams konar vélar eru I
báðum þyrlunum en þær eru af
Alisongerö, en þær hafa báðar
tvær vélar.
Afgreiðslufrestur á Sikorsky
þyrlunni er 3 ár, en 6 mánuðir af
MBB Bo þyrlunni. BA.
CD
Tiglriigýwiiifyar
á hver jum degi
Sýningin er opin 11.-20. ÁGÚST
Virka daga ki. 14 - 23,
kl. 10-23 laugardaga og sunnudaga.
Landbúnaðarsýningin 1978
væri ekki fullkomin án
sérstakrar tískusýningar, sem
sýndi nýjustu tísku — unna úr
íslenskum ullarvörum.
Auk tískusýninganna verður
sérstök dagsskrá á hverjum degi,
meðýmsum atriðum bæði til
fræðslu og skemmtunar.
Sérstök barnagæsla fyrir yngstu börnin.
Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978