Vísir - 18.08.1978, Síða 5

Vísir - 18.08.1978, Síða 5
Nokkrir vefnaöarkennarar vift eitt verkanna á sýningunni, en þaö unnu þær i sameiningu eftir teikningu nemenda. A myndinni eru frá vinstri Aslaug Sverrisdóttir, Guöriin Jónasdóttir, Þorgeröur Ragnarsdóttir, Sigurlaug Jóhannesdóttir, Elinbjört Jónsdóttir, Svanborg Sæmunds- dóttir og Steinunn Pálsdóttir. Mynd SHE „Vefnaðar- kennsla þarf ekki að vera dýrí framkvœmd" „Tilgangur okkar meö þessari sýningu er aö vekja athygli skóla- yfirvalda og almennings á vefn- aöi sem æskilegri námsgrein i öllum bekkjum grunnskólans” sagöi Sigurlaug Jóhannesdóttir vefnaöarkennari, þegar viö rædd- um viö hana aö Kjarvalsstööum. Þar opnar Félag islenskra vefn- aöarkennara vefnaöarsýningu á morgun klukkan tvö. Sýnd veröa verkefni, sem sum eru unnin af börnum, önnur af vefnaðarkennurum i félaginu. - Sigurlaug sagði, að vefnaöarnám væri á margan hátt i fullu sam- ræmi við helstu markmið skóla- starfsins. „Vefnaður stuðlar að alhliða þroska einstaklingsins með viðfangsefnum, sem vekja umhugsunn og gefa nemendum tækifæri til sjálfstæðrar sköpunar” sagði hún. Sá sem vefur, fær i hendur þræði og skilar fullunnu verkefni, sem óhjákvæmilega reynir á frum- kvæði, hugmyndaflug og sköp- unarhæfileika hans.” „Flestum verður fyrst fyrir að tengja vefnað við stóra og fyrir- ferðarmikla vefstóla, og telja að þeirra sé þörf fyrir hvers konar vefnað”hélt Sigurlaug áfram. „Þetta eroftsagtviðokkurþegar við erum að reyna að hvetja til þess að vefnaðarkennsla verði tekin upp i öllum deildum grunn- skólans, i stað þess að hafa hana aðeins i yngstu og elstu bekkjum. En það byggist bara á algjörum misskilningi. Hægt er að vefá margskonar voðir i fábrotnum áhöldum sem hvorki krefjast mikilla útgjalda ná stórra sala”. Rímur, vðdvokor og þjóð- lög í Norrœno húsinu Kélag einsöngvara gengst fyrir söngvöku I Norræna hús- inu i kvöld klukkan niu. Þar munu kvæðamennirnir Njáll Sigurðsson og Magnús Jóhannsson úr kvæðamanna- félaginu Iðunni kveða rimur. Þá syngur Olafur Magnússon frá Mosfelli nokkur Vikivakalög. Elisabet Erlingsdóttir söngkona syngur islensk þjóðlög i útsetn- ingu Fjölnis Stefánssonar, auk laga eftir Karl O. Runólfsson. Agnes Löwe leikur með á pianó. Ingveldur Hjaltested söngkona kemur einnig, fram á söngvök- unni og syngur hún meðal ann- ars lög eftir Sigfús Einarsson og Sigvalda Kaldalóns. Jónina Gisladóttir pianóleikari spilar bæði með Ingveldi og ólafi. Skýringar á efni laganna verða gefnar á ensku og þýsku, þvi aö söngvakan er fyrst og fremst ætluð útlendingum, enda þótt Islendingar séu auövitaö meira en velkomnir. Aö sögn Elisabetar Erlingsdóttur hefur aðsókn að þessum söngvökum félagsins verið góð undanfariö. —AHO Elisabet Erlingsdóttir söngkona og Agnes Löve pianóleikari æfa fyrir söngvökuna. MyndSHE ** - .£■ :: A Ekki beinlínis útsala - en mikill afsláttur af fargjöldum og margir afsláttarmöguleikar. Ofið með pappaspjöldum Verkefni á sýningunni, sem ofin eru af vefnaðarkennurum, eru fyrst og fremst ætluð sem hug- myndir að verkefnum, sem hægt væri að leggja fyrir nemendur i hinum ýmsu bekkjum grunnskól- ans. Notuð voru margs konar - áhöld viö gerð þeirra, allt frá pappaspjaldi að stignum vefstól- um, til þess að gefa hugmyndir um notkunarmöguleika þeirra. Megnið af vefnaöi á sýningunni, sem unninn er af börnum er árangur úr tilraunakennslu, sem efnt var til á siöastliðnum vetri i Breiöholtsskóla og Hliðaskóla. 1 Breiöholtsskóla stunduðu bæði drengir og stúlkur I sjöunda og áttunda bekk vefnaðarnám hálf- an veturinn. I Hliðarskóla var gefinn kostur á vefnaði sem val- grein I áttunda bekk. Ellnbjört Jónsdóttir sá um til- raunakennsluna i Breiöholts- skóla.Hún sagði að árangurinn af kennslunni hefði oröið miklu betri en hún átti von á. „Krakkarnir voru mjög opnir I litameðferð, ekki sist strákarnir” sagði Ellnbjört. „Þau fengu alveg að ráða myndefninu sjálf, og verkin eru mörg hver listilega gerð. Ég er viss um að þarna er á ferðinni margt listamannsefniö.” Helstu afsláttarfargjöld: Almenn sérfargjöld: 8-21 dags fargjöld með sérstökum unglingaafslætti til viðbótar fyrir aldurinn 12 - 22ja ára - sérstökum hóp- afslætti ef 10 fara saman - og nú einnig með sérstökum fjölskylduafslætti til viðbótar. Fjölskylduafslátturinn gildir til allra Norðurlandanna, Bretlands og Luxem- borgar, en „almenn sérfargjöld’’ gilda annars allt árið til nær 60 staða í Evrópu. Afsláttur samkvæmt „almennum sérfargjöld- um“ getur orðið allt að 40%. Fjölskyldufargjöld: 30 daga fargjöld sem gilda alltáriðtil Norðurlandannaog Bretlands. Þegar fjölskyldan notar þessi fargjöld borgar einn úr fjölskyldunni fullt fargjald (venjulegt fargjald) en allir hinir aðeins hálft. Þótt við sláum mikið af fargjöldunum - þá sláum við ekkert af þeim kröfum sem við gerum til sjálfra okkar um fullkomna þjónustu. Áætl- unarstöðum fjölgar stöðugt og tíðni ferða eykst. Við fljúgum til fjölmargra staða í Evrópu og Bandaríkjunum á hverjum einasta degi. Þú ákveður hvert þú ætlar og hvenær - við finnum hagkvæmasta fargjaldið fyrir þig og þína. ^íLsAC * —AHO

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.