Vísir - 18.08.1978, Side 9
9
Hvar fá ungling-
arnir vínið?
SRS Kópavogi skrifar:
Um verslunarmannahelgina
lá leiö mln og fjölskyldu minnar
um Laugarvatn. Astandiö þar
var hreinlega ólýsanlegt. Ctúr-
drukknir unglingar svifu þarna
um og ég giska á aö aldurinn á
mörgum þeirra hafi veriö á bil-
inu 12-14 ára. Viö neyddumst til
aö hjálpa þarna ungum pilti
sem sagöist vera 12 ára. Hann
var i gjörsamlega ófæru ástandi
til aö bera hönd fyrir höfuö sér.
Ekki sást til eins einasta lög-
regluþjóns á öllu svæöinu sem
var þakiö tjöldum og öskrandi
lýö. Þessiheimsókn min á svæö-
iö vakti mig til umhugsunar um
þaö hvort foreldrar geri sér al-
mennt grein fyrir þvi hvaö börn
þeirra séu aö gera. Onnur
spurning og sú sem ég vil eigin-
lega hér meö koma á framfæri
erþessi: „Hvernig stendurá þvi
aöunglingar innan viö f ermingu
viröast hafa nóg af vini á milli
handanna?” Er hugsanlegt aö
foreldrar gefi börnum sinum vin
fyrir slikar helgar eöa láta
krakkarnir einhvern kaupa
fyrir sig? Þá þykir mér sem
komiö sé aö löggæsluaöilum
þessa lands. Ég held aö þaö sé
oröiötfmabærtaölögreglan hafi
menn á vakt fyrir utan áfengis-
útsölurnar til aö koma i veg
fyrir aö unglingar geti beöiö fólk
aö kaupa fyrir sig.
Hér á Islandi er engum þyrmt
sem gerist sekur um afbrot sem
lögin viöurkenna, en þegar hins
vegar er komiö aö ólöglegri
áfengissölu viröist eftirtekt lög-
reglunnar eitthvaö sljórri. Ég
vil skora á lögregluna aö taka
þetta mál til gaumgæfilegrar
athugunar. Abyrgö þeirra sem
útvega óþroskuöum unglingum
áfengi veröur seint gerö upp. En
svo mikiö er vist og þaö er staö-
reynd aö unglingar sem venjast
á hvers kyns ólifnaö jafnvel
fyrir fermingu koma tæpast til
meöaötaka út eölilegan þroska.
Þriöji möguleikinn i sam-
bandi viö áfengi unglinga held
ég aö hljóti aö vera heima-
bruggun. Hins vegar er mér
nokkur spurn hvort unglingur
geti ástundaö slikt i heimahús-
um án þess aö foreldrar veröi
varir viö.
Egskora á ykkur foreldra aö
fara aö hafa augun hjá ykkur i
sambandi viö börn ykkar
þannig aökoma megi i veg fyrir
ævarandi vesöld þeirra.
Láta unglingar fullorðna kaupa vín fyrir sig í ríkinu spyr einn lesandi blaðsins
Guðs heilagi andi er sannarlega
lifandi nálœgur öllum
JG skrifar:
Prestar I Reykjavik,
ég ætla aö gerast svo áræöin
aö senda ykkur smá-skammar-
bréf. Er ykkur þaö ekki ljóst aö
þorri landsmanna lifir i andleg-
um sljóleika og kæruleysi? Eöa
nægir ykkur þaö kannski aö
stuöla aö frelsum nokkurra
sálna á margra mánaöa fresti?
Þaö er til háborinnar skamm-
ar aö ekki skuli enn búiö aö
reisa kirkju I Breiöholtinu. Sú
kirkja þarf ekki endilega aö
vera stærri og betri en
Hallgrimskirkjan. Heldur er
það nauösynlegt aö þar fari
fram kristileg starfsemi.
Kæru prestar, þaö þarf aö Ut-
skýra. tJtskýra bibliuna, bók
bókanna. Það þarf aö Utskýra
frásögur hennar, sem segja frá
þvi HVAÐ GERÐIST og útskýra
með tilliti til visindanna
HVERNIG ÞAÐ GERÐIST.
En munið það, aö þiö starfiö
ekki i eigin krafti heldur meö
handleiöslu Guös anda. Einnig
þarfnast almenningur útskýr-
inga á kirkjulegri þjónustu.
Hvaö það er eiginlega sem fer
þar fram.
Viö eigum heimtingu á þvi aö
fá leiöbeiningu og kennslu i
þessum efnum. Ogþaðerhægt á
margvislegan máta. Til dæmis
meö almennum bibliulestrum
(deilt niöur i aldurshópa) sem
áður eru auglýstir I bak og fyrir
i fjölmiölum.
Þiö sem kristilegir leiötogar
þessarar kristnu þjóðar eigiö
heimtingu á þvi aö eitthvert
dagblaöanna eftirláti ykkur
hálfa til eina siöu daglega.
Þar mætti kenna margra
grasa. Til dæmis mætti lands-
mönnum verða gefinn kostur á
þvi aö spyrja. Spurningar sem
lúta trúmálum krefjast ætiö
svars. Og svörin veröa aö vera
stuttorö og gagnorö. Einnig
mætti hafa stuttar fréttagreinar
sem lúta aö nýjustu viöburöum
— kristilegs eölis — úti i hinum
stóra heimi. Og að sjálfsögöu á
landsmönnum aö veröa gefinn
kostur á þvi aö vitna. Vitna um
handleiöslu Guös, sem varö
augljós á hinu eöa þessu augna-
blikinu. Jarövegurinn er vissu-
lega undirbúinn.
Jesús segir: Hefjiö upp augu
yöar og litiö á akrana, þeir eru
þegar hvitir til uppskeru. Hver
sem uppsker fær laun og safnar
ávexti til eilifs lifs, til þess aö
bæði sá sem sáir og sá sem upp-
sker geti glaðst sameiginlega.
(Jóh. 4:35).
Aö lokum biö ég þig kæri les-
andi, næst þegar þú átt smá-
stund, aö lesa meö athygli hvaö
þessi maður Jesús segir i
Jóhannesarguðspjalli, þvi þaö
er virkilega þess viröi. Þaö er
boðskapur Guös heilags
anda....
Einhvem veginn hefur
tröllið SÍS orðið til
Þuriður Jónsdóttir
skrifar blaðinu:
Saga Þuríðar Jónsdóttur er
ekkert meint simtal eöa gervi-*
saga. Dyljgur samvinnumanns
i Timanum 29. júll sl. um sögu
þessa eru tæpast svaraverðar.
Þó langar mig til þess að vita
hvernig samvinnumaður veit
um vaxtarlag frænku minnar
sem hann bendir ykkur Visis-
mönnum á að sé hálf-ólánlegt.
Samvinnumenn ættu ekki aö
vera að krunka I ólánlegt kven-
fólk, það getur skapað erfið-
leika.
Já, saga min um kápukaup
konu i kaupfélaginu er sönn, þvi
miður kæri samvinnumaöur, og
get ég sannað þaö og sýnt og
sagt fleiri sögur.
Vinkona min var t.d. i vanda
vegna skóhlifarkaupa á son sinn
sem er bæklaður og notar sér-
smiðaða skó og skóhlifar feng-
ust ekki i kaupfélaginu. Ekki er
þetta ástand i minni heima-
byggð, þvi þar er nú fátt um fólk
og kaupfélagiö sem faöir minn
lagði inn i forðum löngu fariö á
hausinn. í heimabyggð minni
má ganga bæ frá bæ og koma aö
auðum hyrnjandi húsum. Hvert
fór allt fólkiö? Er eitthvaö svip-
að umhorfs á ritstjórnarskrif-
stofu Timans þar sem slikur
pödduskitur sem skrif þin, sam-
vinnumaður, eru send sveita-
fólki i önn sumarsins? Þaö er
líka undarlegt að okkur borgar-
búum sé I alvöru illa viö sveita-
fólkiö. Biöum viö ekki i rööum
hvert vor til þess aö koma börn-
um okkar i sveit til sumardval-
ar?
Ég er ein þeirra lánsömu sem
kem börnum minum i sveit og
ég veit aö fólk dreifbýlisins á
skilið betri þjónustu en þaö nýt-
ur viöa nú. Og einhvern veginn
hefur trölliö S.Í.S. oröiö til.
Nouðungaruppboð
til slita á sameign á hluta I húsinu nr. 26 viö Mávahllð
(fiskbúö) þingl. eign Hálfdáns Viborg og db. Hermlnu
Gisladóttur, fer fram eftir kröfu Hálfdáns Viborg á eign-
inni sjáifri mánudag 21. ágúst 1978, kl. 15.00.
Uppboöshaldarinn f Reykjavfk
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 94., 97. og 100. tbi. Lögbirtingablaös 1977
á hiuta á Krummahólum 6, talin eign db. Gisla Marinós-
sonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans og
Inga R. Helgasnar hri. á eigninni sjálfri mánudag 21.
ágúst 1978 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk
tTilboð
Tilboð óskast í eftirtaldar
bifreiðar í tjónsástandi:
Alfa Sud árg. ’78
Cherokee árg. ’74
Gaz árg. ’75
Citroen DS árg. ’71
VW 1300 árg. ’73 og VW1303 árg. ’71
VW 1200 árg. ’73
Hornet árg. ’70
B.M.W. árg. ’69
Fiat 850 árg. ’71
Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut
26, Hafnarfirði, laugardaginn 19. ágúst
n.k. kl. 13-17.
Tilboðum skal skila til aðalskrifstofu
Laugavegi 103, Reykjavík,
fyrir kl. 17 mánudaginn 21. ágúst n.k.
Brunabótafélag íslands
Lögtaks-
úrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjald-
föllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins
1978 álögðum i Hafnarfirði, Garðakaup-
stað og Kjósarsýslu, en þau eru: tekju-
skattur, eignaskattur, kirkjugjald, slysa-
tryggingagjald v/heimilisstarfa, iðnaðar-
gjald, slysatryggingagjald atvinnurek-
enda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971, lifeyris-
tryggingagjald skv. 25. gr.sömu laga, at-
vinnuleysistryggingagjald, almennur og
sérstakur launaskattur, kirkjugarðsgjald,
iðnlánasjóðsgjald og sjúkratrygginga-
gjald. Ennfremur fyrir aðflutningsgjaldi,
skipaskoðunargjaldi, lestargjaldi og vita-
gjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bif-
reiða og slysatryggingagjaldi ökumanna
1978, vélaeftirlitsgjaldi, áföllnum og
ógreiddum skemmtanaskatti og miða-
gjaldi.söluskatti af skemmtunum, vöru-
gjaldi af innl. framl. sbr. 1. 65/1975, gjöld-
um af innlendum tollvörutegundum,
skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sölu-
skatti, sem i eindaga er fallinn, svo og fyr-
ir viðbótar og aukaálagningum söluskatts
vegna fyrri timabila.
Verða lögtök látin fara fram án frekari
fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð
rikissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu
úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki
verið gerð.
Bœjarfógetinn í Hafnarfirði
og Garðakaupstað
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu
17. ágúst 1978