Vísir - 26.08.1978, Blaðsíða 10
10
/■
Utgefandi: Reykjaprenth/l
Framkvæmdarstjori: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Olafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: v
Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Öli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens'
Alexandersson. Útlit og hönnun: Jónöskar Hafsteinsson, Magnúsölafsson.
Laugardagur 26. ágúst 1978
VISIR
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjalderkr. 2000 á mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 100 eintakiö. ,
Niun meiri olía
en menn héldu?
Vísindamenn hjá BP, Shell, Esso og hvað þau nú
öll heita öll stóru olíufélögin, eru þess fullvissir að
eftir hundrað ár eða svo, verði olían áfram helsti
orkugjafinn. Verðið kann velað vera margfalt á við
það sem nú er og menn verða einnig með áhyggjur
yf ir því að nú fari olían að hverfa, en samt mun hún
áfram gegna þessu hlutverki sinu.
bað sem liggur aö baki þess-
ari bjargföstu trú oliusér-
fræðinganna er -þaö sem á er-
lendu máli er nefnt „synthetic
crude” og byggir á vinnslu á
oliu úr steini og sandi. En taliö
er að mikið magn oliu sé að
finna i slikum efnasamsetning-
um.
Hráefniö sem menn eru að
velta fyrir sér er sérstakur
steinn, einskonar slipisteinn
sem finnst á mörgum stöðum
hér á jarðriki, ákaflega oliurik-
ur. Einnig svonefndur tjöru-
sandur.
En af þeim löndum þar sem
þessi efni er að finna má til
dæmis nefna Colorado, Utah og
Alaskai Bandarikjunum, og
einnig i Sovétrikjunum. Tjöru-
sandur finnst á stórum svæðum
i Alberta i Canada og einnig i
Venezuela.
bað má eiginlega segja að
oliuiðnaðurinn hafi hafist á þvi
að framleiða úr slikum hráefn-
um. Arið 1859 voru ein 53 fyrir-
tæki sem fengust við að „full-
vinna oliu úr steini” eins og
sagði i auglýsingunum. úr
steininum var unnið bensin sem
var ódýrara en lýsið sem notað
hafði veriö i lampa og annaö
slikt fram til þess tima.
Svo komu oliuborarnir sem
vitaskuld slógu i gegn á skömm-
um tima enda auðveldara að
dæla oliunni upp á jöröina og
vinna úr henni heldur en aö
bauka þetta með steinana. En
allt tekur sinn enda og sennilega
mun „oliusteinn” þessi eiga
sinn „renæssance” innan tiöar.
bað sama gildir raunar um
tjörusandinn.
Og nú eru semsagt stóru oliu-
félögin á fullu við rannsóknir á
þvi hvernig hagkvæmast sé að
vinna úr þessu hráefni. bessi fé-
lög eru að minnsta kosti þess
fullviss aö enn sé til olia sem
hægtsé að vinna úr slikum efna-
sambaöndum á handhæagan
máta.
bess sjást raunar merki þvi
kanadiskt fyrirtæki sem stóru
oliufélögin standa á bak við,
hefur fengið leyfi til að koma sér
upp fyrirtæki og verksmiðju til
að vinna oliu úr tjörusandi i
Athabasca i Kanada.
baö er þvi öngu likara en
menn klóri sig útúr þeim orku-
vandamálum sem menn voru
farnir að hafa stórar áhyggjur
af. Menn finna alténd alltaf nýj-
ar leiðir segja þeir jákvæöu.
Tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna koma
hingað tii lands á hverju sumri og njóta hér ým-
issa forréttinda ef borið er saman við innlenda
kvikmyndagerðarmenn.
ÍSLENSK OG ÚTLSND K VIKMYNDA6SRD
má segja að landslagið þjóni einhverjum landkynn-
ingartilgangi. En þvi miður eru dæmi um að sumar
hinna svokölluðu landkynningarkvikmynda hafi ver-
ið afleitar kynningarmyndir fyrir landið, enda I flest-
um tilvikum ekkert eftiriit með þvi hvernig efnið hef-
ur verið unnið eða framreitt fyrir erlenda áhorfend-
ur.
Margir útlendu kvikmyndagerðarmannanna koma
hingað að eigin frumkvæði, en á undanförnum árum
hafa verið taisverð brögð að þvi að innlendir aðiiar
hafi ráðið útlenda kvikmyndara tii þess aö vinna hér
að gerð ýmissa heimildarmynda.
1 slikum tilvikum væru hæg heimatökin og eölilegt
að innlendir kvikmyndagerðarmenn væru fengnir til
starfa, enda hafa margir þeirra sýnt að þeir eru fylli-
lega hæfir til að vinna sllk verkefni.
£iff hér on annað þar
Aætlað er að margir tugir útlendinga, sem starfa
við hina ýmsu þætti kvikmyndagerðar, hafi dvalist
hér á landi við störf i sumar.
Enginn þessara aðila hefur sótt um leyfi til þess að
starfa hér, þótt lög kveði á um aö til allrar vinnu út-
lendinga i landinu þurfi leyfi.
Er Visir kannaði þessi mál fyrir skömmu kom i ljós
að enginn þcirra hafði haft samband við þau ráðú-
neyti, sem þessi mál heyra undir, né heidur nokkur
fulitrúi stjórnvalda eða útiendingaeftirlits haft af-
skipti af störfum útlendinganna hér.
Ef Islenskir kvikmyndagerðarmenn færu til heima-
landa þessa fólks þyrftu þeir ieyfi til starfa. 1 mörg-
um tilvikum yrði einnig gert að skilyrði aö innlendir
menn önnuðust ákveðna verkþætti kvikmynda-
gerðarinnar, og nýtt yröu tæki heimamanna við verk-
ið eftir þvi sem kostur væri.
Forréttindi útlendinga
Augljóst er að hér stefnir i algjört óefni, ef ekki
verður komið fastri skipan á þessi mál.
bað ætti að vera sjálfsagöur hlutur að út-
lendingarnir, sem sumir hverjir dveljast hér nokkra
mánuði, sæki um leyfi til þess að stunda atvinnu sina
hér, og opinberir aðilar hafi samráð viö Félag kvik-
myndagerðarmanna um leyfisveitingu. begar þvf
veröur við komið þarf að skapa innlendum tækni-
mönnum vinnu við útlendu verkefnin og nýta þann
tækjakost, sem hérlendis er til, þegar tök eru á.
bað er auðvitað ófært, að erlendir kvikmynda-
gerðarmenn njóti hér forréttinda umfram innlenda
starfsbræður þeirra, eins og til dæmis varðandi inn-
flutning á tækjum og filmum. Á þessu þarf að verða
breyting. Annars gæti svo farið að Islensku kvik-
myndagerðarmennirnir sæu sér þann kost vænstan,
að gerast erlendir rikisborgarar og koma svo hingað
til lands til þess að vinna að kvikmyndaverkefnum
sinum á sama grundveili og „aörir” útlendingar.
Kvikmyndagerð er tiltölulega ung at-
vinnugrein hér á landi og virðist eiga held-
ur erfitt uppdráttar.
Þótt íslendingar haf i á sínum tíma verið
framarlega í flokki þeirra þjóða sem
lögðu rækt við ritað mál og stunduðu
merkileg bókmenntastörf, hafa þeir ein-
hverra hluta vegna orðið einna síðastir
vestrænna menningarþjóða til þess að átta
sig á gildi kvikmyndagerðar og þýðingu
myndmáls í fjölmiðlunarþjóðfélagi nú-
tímans.
Ástæða er til að ætla, að augu opinberra
ráðamanna séu að opnast fyrir þýðingu
innlendrar kvikmyndagerðar, og væntan-
legur kvikmyndasjóður og kvikmynda-
saf n glæða vonir kvikmyndagerðarmanna
um að bráðum komi betri tíð. En engu að
síður er mikið starf óunnið áður en jarð-
vegurinn hefur verið undirbúinn nægilega
vel til þess að við sjáum blóm í haga.
Heimamenn og hinir
Vaxtarskilyrði kvikmyndagerðarinnar hériendis
eru aö mörgu leyti slæm. Innlendum kvikmynda-
geröarmönnum er til dæmis gert erfitt um vik að
stund atvinnu sina með þvi að lagðir eru veruiegir
tollar á kvikmyndatæki og kvikmyndafilmur, sem
þeir kaupa til landsins.
A sama tima fá útlendir kvikmyndagerðarmenn að
fara hér inn i landið með tæki sin og filmur án þess að
greiöa nein slik gjöld.
Útlendingarnir hafa auk þess notiö sérstakrar vel-
vildar og fyrirgreiöslu ýmissa innlendra aðila, sem
ósparir eru á að veita þeim þjónustu sina fyrir litiö
eða ekkert. Feröalög eru gjarnan greidd fyrir er-
lendu kvikmyndageröarmennina, hótelkostnaður
þeirra, laun leiðsögumanna, bilakostnaöur og fleira I
þeim dúr.
Margir þeirra aðila, sem þarna koma við sögu bera
þvi við, að sjálfsagt sé aö styöja þessa menn og
greiða fyrir þeim, þar sem sá kostnaöur skili sér I
landkynningu þeirri, er felist I kvikmyndunum.
i sumum tilvikum er það rétt, en alls ekki alltaf.
Landkynning
Erlendu kvikmyndirnar eru ekki allar heimildar-
myndir um land og þjóð. Fleiri og fleiri erlendir kvik-
myndastjórar stefna hingaö liöi sinu til stórverkefna
vegna þess að þeir telja tsland ódýra leikmynd, og þá