Vísir - 26.08.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 26.08.1978, Blaðsíða 17
VISIR Laugardagur 26. ágúst 1978 17 tilkomu barnsins, en ég hef veriö svo heppin að hann hefur verið i sömu pössun frá 6 mánaða aldri. Ég taldi mig hafa meiri mögu- leika á þvi að sinna honum með •þessu starfi en mörgu öðru. Ég gat verið með honum fyrstu mán- uðina fram undir kvöldmat. Það verður hins vegar að játast, að hljómlistarfólk hefur takmark- aða möguleika á að lifa eðlilegu heimilislifi. Makinn er ef til vill að koma heim úr vinnunni þegar hljómsveitarmeðlimurinn er að leggja af stað heiman frá sér. Ég er ekki viss um, aö það sé svo mikið betra þegar báðir makar eru i hljómsveitum. Það rikir þá aö visu meiri skilningur á þvi hvað hvor aöilinn er að gera. A hinn bóginn tel ég, að það sé ó- æskilegt að hjón eða sambýlisfólk séu saman alla daga og allar næt- ur. Ég tel sjálf, að þýðing heimilis- ins og fjölskyldunnar verði seint oflofuð. Ég er sjálf ein af 6 syst kinum. Ég vil helst eiga mörg börn, þar sem aðeins 1 eða 2 eru gerist litið, en það er lif og fjör þar sem stór systkinahópur er saman kominn. Raunverulega dreymir mig um að geta sest i helgan stein og átt min börn og hugsað um þau”. baumar allt sjálf Þuriður er ákaflega mikið gefin fyrir hvers kyns handavinnu og málar auk þess dálitið. „Þær eru orönar nokkuð háar fúlgurnar sem ég hef sparað mér i gegnum árin meö þvi að sauma sem næst öll min föt sjálf. Þetta starfsins vegna en á móti kemur, að ég hef séð margt sem aðrir upplifa aldrei. Það sem ég hef lát- ið vera að gera vinnst vonandi timi til að fást við þótt siöar verði. Aöalatriðiö i lifinu er að fólk hafi góða heilsu. Ég held að þetta renni upp fyrir mönnum einhvern tima ævinnar. Sjálf komst ég aö raun um þetta eftir að ég haföi fengið barnsfarasótt. Þá rann ýmistlegt upp fyrir mér um lifið og tilgang þess”. Er ætlunin að leggja sönginn til hliðar? „Starfið er orðið hluti af mér. Ég býst ekki við aö ég gæti hætt svona i einum hvelli, en vildi hins vegar gjarna draga úr þessu þannig, að ég þyrfti ekki að syngja á hverju kvöldi. I vetur ætla ég alla vega að draga mig i hlé”. Um framtiðina sagöi Þuriður að hún gældi mest við einn draum, og það væri, að koma út stórri sólóplötu. „Þetta er nú enn- þá i kollinum á mér. Ég hef sungið inn á fjórar stór- ar plötur um ævina, en engin þeirra hefur verið sólóplata. Þá ! komu einnig út tvær litlar plötur með hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar er Þuriður söng með hljómsveitinni. Um tónlistaráhuga sinn sagði hún, að það kæmi sjálfsagt mörg- um á óvart hvað hún hlustaði litið á tónlist. „Ég á auðvitaö mina uppáhaldssöngvara. Það eru margar söngkonur sem ég ber geysilega virðingu fyrir. Ég vil nefna eina, Cleo Laine. Sú kona „Ég hlusta ekki mjög mikiö á tónlist miðað við starf mitt.” er hár útgjaldaliður hjá flestum söngkonum, en ég spara mér ekki aðeins með þessu heldur hef ég einnig mikla ánægju af sauma- skap. Ég er lika i saumaklúbb með stelpum sem voru með sér i gagn- fræðaskóla. Ég hafði orðið áhyggjur af þvi hvað tengsl min við annað fólk voru að minnka. Það kom i ljós, að fleiri höfðu á- hyggjur af þessu og við tókum okkur til 8 stelpur. Annars er það merkilegt hvað fólk hugsar. Það gefur sér að maöur sé eitthvað merkilegur með sig, fyrir það eitt, að starfið krefst þess, að maður komi fram fyrir fólk. Ég er oröin ákaflega ómann- glögg með árunum. Raunar man ég miklu betur eftir andlitum fólks, sem ég þekkti áöur en ég byrjaði i söngnum, en þeirra, sem ber ef til vill fyrir augu á dans- gólfinu kvöld eftir kvöld. Það kemur mér hins vegar allt- af jafnmikið á óvart þegar fólk þekkir andlit mitt eða nafnið. Dagsdaglega kýs ég að vera bara ein af fjöldanum, sem enginn þekkir. „Ein af húsmæðrunum i Breiðholtinu”.” Sé ekki eftir neinu Þuriður kvaöst ekki vera ein af beim, sem væri aö sýta það sem liðið væri. Hún sæi ekki eftir neinu af þvi sem gerst hefði. „011 vinna er þrosk- andi. Ég hef orðið að sleppa ýmsu notar rödd sina eins og hljóðfæri. Ég dáist að tækni hennar án þess að það hvarflaði nokkurn tima að mér að reyna að stæla hana. Sú tónlist sem ég nýt best að hlusta á, er létt og melodisk. Ég dauðadæmi ekki neina tegund tónlistar nema helst' elektróniska sem ég hef ekki lært að meta. Þungan jass kann ég heldur ekki að meta”. Það var kominn timi til að kveðja söngkonuna og gefa henni smátima með syninum. Morgun- inn eftir ætlaði hún að leggja upp i ferð norður i land. „Við förum með Sumargleði til Hriseyjar, en þangað kom ég fyrst i fyrra og hafði mjög gaman af að skemmta eyjaskeggjum. Þessar ferðir út á land eru mjög skemmtilegar, þótt þær geti verið mjög erfiðar. Stemmningin þar er alltaf dálitið öðruvisi en i Reykjavik og ég tel aö það sé bráðnauðsynlegt fyrir hljóm- sveitir hér sunnanlands, að losna útafveitingahúsunum endrum og eins. Minir uppáhaldsáheyrendur er fólk úti á landi og ég vil ekki taka neinn einstakan stað út úr. Mér finnst fólkið þar hlusta vel eftir þvi sem við höfum fram að færa. Sú tilfinning gripur mig hins veg- ar stundum i Reykjavik, að fólk veiti meiri athygli þeim fötum, sem ég er i, en þvi, hvernig ég syng!” —BA— rttl): >>auotuunirmu‘ cru fomurtr bmtoria ___SauganegilS ER VERÐBOLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? - NEI EKKI FYRIR OKKUR SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU Austurstrœti 7 Sími 10966

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.