Vísir - 26.08.1978, Blaðsíða 26
Laugardagur 26. ágúst 1978 VISIB
Glœpur án hliðstœðu
Nasistar ruddust inn í Pólland fyrsta september
1939. Munurinn var mikill á hernaðartækni og bún-
aði innrásarliös nasistanna og þess varnarliðs sem
brjóta þurfti á bak aftur. Það er þess vegna aðdá-
unarlegt hversu djarflega Pólverjar vörðu hvern
metra lands áöur en þeir urðu að gefast upp fyrir
of uref linu.
Þaö var gegn Pólverjum sem leifturstríð nasist-
anna þýsku var fyrst notað með árangri í styrjöld. I
miðjum þessum sama septembermánuði 1939
réðust Rússar inn i Pólland að austanverðu. Pól-
verjar máttu sin lítils milli þessara tveggja hern-
aðarvelda og það var af þeim ástæðum sem Rússar
og Þjóðverjar undirrituðu með sér Ribbentrop-
Molotov samninginn sem kvaö á um helmingaskipti
Póllands/ milli þessara tveggja risa.
Rússar hófu þegar kerfisbundið að brjóta niður
alla hugsanlega mótsöðu gegn yfirráðum sínum og
völdu þá leió að útrýma þeim aðilum sem höfðu
möguleika til að vera í forystu i andspyrnu gegn
þeim/ hernaðarlega eða hugmyndfræðilega.
Þess vegna voru hundruð þúsunda Pólverja flutt-
ar yfir landamærin til Sovétríkjanna nauðungar-
flutningum. Meðal þeirra sem aldrei spurðist til
eftir þá flutninga/ voru um 15 þúsund einstaklingar
sem starfað höfðu í lögreglu og her landsins.
Fangabuðirnar þrjár
Þessum 15 þúsundum var
skipt niður i þrennt og voru i
hverjum þriðjung 4-6 þúsund
einstaklingar. Þeir voru fluttir
til þriggja sérstakra fangabúða
i Kozielsk, Starobielsk og
Ostashkov. Allir voru staðirnir
fyrrverandi klaustur á einangr-
uðum stöðum og ógjörningur
var að flýja frá þeim.
Með þessum aðgerðum sinum
brutu Rússar ekki einasta
samninga sem þeir höfðu gert
við Pólland heldur og Genfar-
sáttmálann um meðferð fanga
og aðbúnað i fangelsum. Aðbún-
aðurinn var miöaður við það að
fangarnir þraukuðu frá degi til
dags.
1 október 1939 hófust yfir-
heyrslur samtimis i öllum
þremur fangabúðunum. Þær
stóðu yfir fram i mars 1940 og
allan þann tima létu Rússar það
i veðri vaka að föngunum yrði
sleppt innantiðar.Fölskum orð-
rómi þar um var komið af stað
öðru hvoru og fangarnir meö
öðrum aöferðum brotnir sálar-
Þýtt og endursagt: Hreinn Loftsson
lega niður svo sem unnt var.
Aldrei grunaði nokkurn þeirra
hvaða örlög þeim voru ætluð.
Bráðlega var 400 föngum
sleppt. Þeir gátu oröið Rússum
brúklegir á öðrum stöðum.
„Hreinsun” búðanna hófst i
mars 1940,og siðan i mai það ár
hefur ekkert spurst til þeirra
14.500 striðsfanga sem eftir voru
i búðunum þrem.
Ómögulegt er að segja til um
það hvað varð um þá 4000 fanga
sem voru i Starobielsk, þá 6500
sem voru i Ostashkov, en örlög
þeirra 4500 sem voru i Kozielsk-
búðunum eru kunn.
Fangarnir i Kozielsk voru
teknir daglega i 300 manna hóp-
um og skotnir til bana i Katyn-
skógi nálægt Smolensk. Þar
fundust lik þeirra öll með tölu i
þar til gerðri gröf. Þegar graf-
irnar voru fullar var moldað
yfir þær og trjám plantað. Hjá
likunum fundust persónulegir
munir sem sönnuöu hverjir þar
lágu grafnir.
Glæpurinn kemst upp
A þessum tima höfðu Rússar
og Þjóðverjar gert samning
með sér, svo sem fyrr segir, og
þess vegna flaug Rússum ekki i
hug að nokkur myndi nokkurn
tima komast að þvi hvar Pól-
verjarnir voru grafnir. Þess
vegna og einnig til að fjarlægja
önnur ummerki þessara manna
voru persónulegar eigur þeirra
grafnar með þeim.
En i þessu efni förlaðist
rússnesku slátrurunum. 22. júni
árið 1941 réðust Þjóðverjar inn i
Rússland. Þjóðverjar voru i
baráttuhug fyrstu vikur striðs-
ins enda hafði þeim vegnaö vel
vestar i álfunni. Leifturstrið
þeirra hafði heppnast og þeim
varö vel ágengt áleiðis til
Moskvu, áöur en aftur hallaði
undan fæti. Eitt þeirra svæða
sem Þjóðverjar náðu undir sig,
var Katyn-skógur.
Katyn var ákaflega likur öðr-
um skógum, ekkert gaf visbend-
ingu um það að þar væru falin
leyndarmál. En hernámsliðið
heyrði orðróminn þegar það
blandaðist ibúum nærliggjandi
svæða. Þannig fengu Þjóðverj-
arnir að heyra sögur af pólskum
liðsforingjum myrtum og gröfn-
um i Katyn-skógi á stað þar sem
heitir Kozy Gory. A sinn
nákvæma þýska máta fannst
þeim loks að þetta yrði aö
kanna. Þeir fóru að grafa.
Alþjoðleg nefnd kannaöi
staðinn
Þrettánda april 1943 fóru sið-
an að berast þær fréttir frá
Þjóðverjum að fundist hefðu
þúsundir lika pólskra liösfor-
ingja sem allir höfðu verið
skotnir i hnakkann, margir með
hendur bundnar aftur fyrir bak.
Sumir með stungusár eftir
byssustingi.
Þessi hroðalegu tiðindi voru
gerö heyrinkunn i miðri
styrjöldinni og þeim var mætt
með vantrú og gagnrýni.
Göbbels hafði sagt margt ósatt
um sina daga og mönnum
fannst lykta af fréttunum frá
Katyn. En Þjóðverjar svöruðu
þessari gagnrýni með þvi að
bjóða alþjóðlegri nefnd Rauða
krossins að rannsaka grafirnar.
Það boð var stutt af útlaga-
stjórninni pólsku i London.
En hvernig brugðust Rússar
við þessu boði? Fyrst reyndu
þeir að þvo hendur sinar af
verkinu með þvi að segja að
Þjóðverjar hefðu þarna fundið
gamlar sögulegar grafir. Þá
reyndu þeir að ásaka Pólverja
fyrir að aðstoða nasistana
þýsku i áróðurstriöi þeirra gegn
Sovétrikjunum. Þvi skáru þeir á
öll pólitisk tengsl við Pólverja,
slitu stjórnmálasambandinu
eins og það er vist kallað.
Loks neittu þeir neitunarvaldi
sinu i Rauða krossinum gegn
þvi að slik rannsókn færi fram.
Þegar það lá ljóst fyrir buðu
Þjóðverjar nokkrum þekktum
læknum að skoða grafirnar og
hlaut nefndin nafnið Alþjóða
læknisfræðinefndin. 1 nefndinni
Leiðin til Kozy Gory < „Geitarhæöar”) i Katyn-skógi þar sem
glæpurinn var framinn.