Tíminn - 04.09.1969, Blaðsíða 9
PIMMTUDAGUR 4. september 1969.
TÍMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. .íón Helgason og Indrið)
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar- Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstjómarskrifstofur l Eddu-
húsinu, simar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 —
Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur
simi 18300, Áskriftargjald kr 150,00 á mánuði. tnnanlands —
í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.í.
Jákvæð stefna
Það ástand kreppu og atvinnuleysis, sem nú blasir
framundan, sannar ótvírætt, að hér þarf að koma til
sögu mikil stefnubreyting, sem miðar að því að hleypa
nýju fjöri í atvinnulífið, jafnhliða aukinni ráðdeild og
hagsýni. Því þykir rétt að rifja hér upp ályktun mið-
stjórnar Framsóknarflokksins, sem haldin var síðastl.
vor. Fyrst er þar rætt um þær ráðstafanir, sem gera
þurfi strax, en síðar um það, sem meira snertir fram-
tíðina. Það, sem flokkurinn taldi, að gera bæri strax,
var m. a. þetta:
1. íslenzkum atvinnuvegum verði tryggður rekstrar-
grundvöllur meS gjörbreyttri stefnu á sviði þjóðmála.
Breyta beri lausaskuldum atvinnuveganna í föst lán
og framkvæma skuldaskil í vissum tilvikum, lækka
vexti af stofn- og rekstrarlánum og auka rekstrar-
fjármagn.
2. Leggja verður áherzlu á sparnað, ekki aðeins á veg-
um einstaklinga og fyrirtækja, heldur einnig á veg-
um ríkisins og opinberra stofnana.
3. Erlendar lántökur þjóðarinnar takmarkist við arðvæn-
legar framkvæmdir.
4. Tekjuöflun ríkissjóðs verði endurskipulögð í því skyni
að beinir skattar komi réttlátar niður. Óbeinir skatt-
ar leggist meira á óþarfa eyðslu en nú er.
5. Ríkisvaldið hafi markvissa forustu um eflingu og end-
urnýjun atvinnulífs um land allt, í samstarfi við sam-
tök launþega og atvinnurekenda, og sveitarfélög m. a.
til að koma í veg fyrir atvinnuleysi.
6. Óþörf fjárfesting og gjaldeyriseyðsla verði nú þegar
stöðvuð og fjármagninu beint í þjóðhagslega mikil-
vægar framkvæmdir með opinberri hagstjórn.
7. Á meðan ástand og horfur í íslenzku efnahagslífi er
eins og það er nú og öllum er orðið ljóst, telur
miðstjórnin ekki koma til greina að tengjast Frí-
verzlunarbandalagi Evrópu eða öðrum hliðstæðum
samtökum.
Varðandi framtíðarverkefnin leggur miðstjórnin meg-
ináherzlu á endurskoðun og breytingar á fræðslukerf-
inu í samræmi við breyttar aðstæður og kröfur, á aukna
fjölbrejdni íslenzkra atvinnuvega, á skipulega stjóm
fjárfestingarmála og gjaldeyrismála, á framkvæmd
skipulegra landshlutaáætlana til að tryggja nýtingu
landsgæða og aukið byggðajafnvægi, og á aukið sam-
starf samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar.
Hér er í stuttu máli dregin upp mynd nýrrar jákvæðr-
ar stefnu, gerólíkri þeirri, sem nú er fylgt. Það er slík
stefna, sem þarf að leysa ríkjandi óstjórn og vanstjórn
af hólmi, ef þjóðin á að sigrast á atvinnuleysinu og land-
flóttanum, sem eykst með hverjum degi.
Leiðin til sigurs
Forustumenn stjómarflokkanna era orðnir kvíðafull-
ir og óttast dóm þjóðarinnar vegna ráðleysis síns og ó-
stjórnar. Þeir vita, að óðum fjölgar þeim, sem snúa við
þeim baki. Bersýnilega binda þeir von sína helzt við
eitt. Það er aukna sundrangu meðal andstæðinga þeirra,
að nýir flokkar eða flokksbrot verði til þess að dreifa
kröftunum og verði þannig vatn á myllu óstjórnarinnar.
Stjórnarandstæðingar mega ekki láta þann óvina-
fagnað henda að dreifa kröftum sínum til stuðnings
óstjórninni. Nú gildir það meira en nokkru sinni fyrr
að sameina kraftana og efla fjölmennasta og áhrifa-
mesta fiokk stjómarandstöðunnar Framsóknarflokkinn.
Samvinna, en ekki sundrung er leiðin til sigurs. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Libyu er
aðvörun fyrir Israelsmenn
Landvinningastefna þeirra fylkir Aröbum saman
FYRIR rúmum 10 árum,
hefði það ekki vakið mikla
athygli, þótt stjórnarbylting
hefði verið gerð í Libyu. Nú
hefur það hinsvegar vakið
mikla athygli, að óþekktir her
foringjar gerðu þar stjórnar-
byltingu siðastl. mánudag og
steyptu Idris konungi úr
stóli, en hann dvaldist í Tyrk
landi sér til heilubótar.
Ástæðan er sú, að Libya hef
ur á einum áratug breytzt úr
einu fátækasta í eitt rikasta
land veraldar. Þessu veldur
hin mikla olía, sem hefur
fundizt þar. Aðeins eitt ríki
í heimi, Venezueia, hefur meiri
tekjur af olíuvinnslu. Tekjur
Libyu, þ. e. a. s. ríkisins eins,
af olíuvinnslu nam um 460
millj. sterlingspunda á síðastl.
ári. En því til viðbótar, hefur
olíuvinnslan skapað mikla at-
vinnu og stuðlað að stórhækk
uðu kaupgjaldi. A síðastl. ári
voru þjóðartekjurnar mun
hærri á mann í Líbyu en í
nokkru öðru landi Afríku.
Það var fyrst fyrir átta ár-
um, sem olíuvinnsJa hófst í
Libyu. Síðan hefur hver stór-
fundurinn rekið annan. Um
46 olíufélög hafa nú leyfi til
olíuleitar og olíuvinnslu þar,
en Es®o hefur mestu og beztu
leyfin, að því talið er. Út-
flutningur á olíu nemur 300
milljóna barrels daglega. Því
er spáð, að innan skamms tíma
verði Libya mesta olíufram-
leiðsluland heimsins.
FYRIR SIÐARI heimsstyrj-
öldina var Lidya ítölsk nýlenda.
Mussolini þótti hún svo lítils'
virði, að hann varð að leggja
Ethiopíu undir Italíu til við-
bótar. Þá var litið á Libyu sem
stórfelda eyðimörk, þegar und
an voru skilin litU landssvæði
kringum borgirnar Tripoli og
Benghasi. Alis nær Libya yfir
680 þús. fermflna land-
svæði, en það er mest allt eyði
mörk, eins og áður segir. En
nú er þessi eyðimörk víða að
byggjast upp í kringum olíu-
liindirnar, ei1 hafa fundizt þar
á víð og dreif. I kjölfar þess
hefur fólkinu fjölgað, en í árs
lok 1966 voru þeir áætlaðir 1,7
millj. en munu nú vera farnir
að nálgast tvær milljónir.
Líbya komst undir yfirráð
Breta eftir síðari heimsstyrj-
öldina, en síðar fór hún
undir gæzluverndarstjórn Sam
einuðu þjóðanna. Hún varð
fyrsta gæzluverndarsvæðið,
sem hlaut sjálfstæði. Það var
samþykkt á allsherjarþingi S.
þ. 1949, að Libya skyldi verða
sjálfstæð, og kom það form-
lega til framkvæmda 2. janúar
1952. Áður hafði verið gengið
frá stjórnarskrá landsins, en
samkvæmt henni varð Libya
konungdæmi. Fyrsti konungur
landsins var valinn fursti, sem
var jafnframt leiðtogi helztu
trúardeildar Múhameðstrúar-
manna, og hlaut hann nafnið
Idris I. Hann hefur farið með
Idris konungur.
völd síðan. Stjórn hans hefur
raunverulega verið einræðis-
stjórn, þótt þing hafi starfað
að nafni tji Stjórnmálaflpkkar
hafa t. d. ékki verið íeyfðir í
landinu. Idris hefur notið vin-
sælda og hefur ekki ver-
ið gerð tilraun fyrr en nú til
að steypa honum úr stóli.
Astæðan e» m, a. talinn sú,
að hann ,er orðinn aldraður, 79
ára gámall, og hefur verið
heilsuveill um skeið. "Líklegt
hefur vérið talið, að byltingar
menn vildu bíða þangað til
ríkisarfinn, Hassan prins, tæki
við, en hann er frændi kon-
ungs og héfur þótt laus í rás-
inni og ekki vænlegur til for-
ustu.
Idris konungur hefur þótt
íhaldssamur, en þó hafa orðið
ýmsar merkár framfarir í
stjórnartíð hans. Flestir lands
menn eru nú læsir og skrif-
andi, en voru það ekki áður.
Að ráði konungs hafa um 70%
af olíutekjum ríkisins runnið
beint til opinberra fram-
kvæmda og hafa þær því orðið
verulegar seinustu árin.
Idris hefur haft góða sam-
vinnu við vestræn ríki og leyft
bæði Bretum og Bandaríkja-
mönnum að hafa allmiklar
herstöðvar. Eftir júnistyrjöld
ina 1967 milli Arabarikjanna
og Israels, taldi konungur sig
þó tilneyddan til að segja her
stoðvasamningnum upp og vísa
'hinum- brezku og bandarísku
Jierjum úr landi, en lítið hefur
þö orðið úr framkvæmdum í
þeim efnum.
Það mun hafa átt sinn þátt
í því, að Idris samdi við Breta
og Bandaríkjamenn um her-
stöðvar, að Rússar lögðu veru
]ega áherzlu á það eftir síðari
heimsstyrjöldina, að þeir
fengju að fára með gæzluvernd
arstjórn í Libyu í umboði
Sameinúðu þjóðanna í stað
Breta. A það var ekki fallizt.
ENN er ekki nægilega vitað
um stefnu þeirra herforingja,
sem hafa tekið völdin í Libyu.
Af yfirlýsingum þeirra virðist
þó helzt mega ráða, að þeir
séu Baathistar, lílct og stjórn
end'ur Sýrliandis og íraks. Þeir
segiast stefna að sósíalisma inn
anlands og hlutleysi út á við.
Jafnframt hafa þeir þó til-
kynnt, að þeir muni halda alla
gerða samninga við önnur ríki,
vestræn sem önnur. Það þykir
líklegt, að þeir muni taka upp
virkari aðgerðir gegn Israels-
mönnum en Idris konungur.
Byltingin í Libyu er því líkleg
til að styrkja samheldni Araba
gegn ísrael, enda fylgir ísra
elsstjórn stefnu, sem hlýtur að
stuðla að því. i>. Þ.