Tíminn - 06.09.1969, Síða 7

Tíminn - 06.09.1969, Síða 7
fiAUGARDAGUR 6. septembcr 1969. TIMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulitrúí ritstjóraar- Tómas Karlsson Auelýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason RitstjórnarskrifstofUT 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrlfstofuT sími 18300 Áskriftargjald kr 160.00 á mánuðl. Innanlands. — í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hi. Ohæf reglugerð um lánamál bænda Á seinasta þingi voru sett lög um breytingu á lausa- Æuldum bænda í föst lán. Framsóknarmenn gagnrýndu ýmis atriði þeirra laga, en samkvæmt þeim var landbún- aðarráðherra veitt mikið vald til að ákveða, hvemig framkvæmd þessa máls yrði háttað. Af fenginni reynslu, báru Framsóknarmenn takmarkað traust til ráðherrans, og því miður hefur reynslan orðið 1 samræmi við það. Á nýloknum aðalfundi Stéttarsambands bænda bar reglugerðina, sem ráðherra hefur sett, mjög á góma, og var hún harðlega gagnrýnd. Fundurinn samþykkti einróma eftirfarandi ályktun um hana: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1969 mótmælir eindregið reglugerð við lög um breytingu á lausaskuld- um bænda í föst lán, þar sem með ákvæðum hennar eru þessi lög gerð allt of óhagstæð fyrir bændur og úti- loka fjölda bænda algerlega frá að geta hagnýtt sér þau. Þess vegna skorar fundurinn á landbúnaðarráð- herra að breyta þessari reglugerð m. a. þannig, að vaxtaprósenta lánanna verði færð til samræmis við vexti af lánum húsbyggjenda í Breiðholtshverfi í Reykjavik skv. bráðabirgðalögum frá s. 1. vori. En þótt slík lagfæring fáist, geta lánin ekki bjargað þeim bændum, sem lent hafa 1 mestum efnahagserfið- leikum s. 1. ár. Þess vegna skorar fundurinn á landbún- aðarráðherra að gera ráðstafanir í samráði við stjórn Stéttarsambands bænda til dæmis með frestun afborg- ana fastra lána og lengingu lánstíma, til þess að koma í veg fyrir, að þeir verði að hætta búskap, sem Ieiddi til, að fjöldi jarða færi í eyði.“ Samkvæmt reglugerðinni er veðdeild Búnaðarbanka íslands heimilað að gefa út nýjan flokk bankavaxtabréfa, og skulu bankabréf þessi eingöngu afhent til greiðslu á lausaskuldum bænda vegna framkvæmda. sem þeir hafa ráðizt í á árunum 1961—1968. Bændur verða að sanna, að tilteknar lausaskuldir, er þeir vilja fá breytt, séu vegna tiltekinna framkvæmda. Þeir taka síðan lán- ið gegn skuldabréfi til 20 ára og fá lánsfjárhæðina greidda í áðumefndum bankavaxtabréfum Sala þeirra er hins vegar engan veginn að fullu tryggð, og því ekki vissa fyrir, að bændur fái handbært fé til þess að greiða lausaSkuldimar. Þá er lánstíminn aðeins 20 ár, og bænd- ur verða að setja fasteignaveð fyrir skuldinni, og verð- ur það að vera innan takmarka 75% af matsverði veðs- ins. Ársvextir em 9%, sem em hinir sömu og gildandi lausaskuldavextir, svo að þar léttir ekki á, og síðan verða bændur að borga í peningum til bankans úr eigin buddu lántökugjöld, stimpilgjöld og þinglestur. Vegna ákvæða um veð og eðli lausaskuldanna er auð- séð, að fjöldi bænda, fyrst og fremst þeir, sem þurfa á hjálpinni að halda, geta alls ekki notfært sér hana, og því taldi fundurinn óhjákvæmilegt að gera sérstakar ráð- stafanir þeim til hjálpar eins og komið er. Fundurinn benti eðlilega á það undarlega ósamræmi, sem er á þessari hjálparlausn ríkisstjórnarinnar og hjálp þeirri, sem húsbyggie^dum í Breiðholtshverfi var veitt með bráðábirgðalogum í vor. Vextir af hjálparlánum Breiðholtsbúa eru aðeins 5% eða 5.5%. í því formi, sem reglugerðin er nú. verður hún að teljast bæði ranglát og óhæf, og getur landbúnaðarráð- herra ekki annað rétt gert en breyta henni til samræm- is við framangreindar óskir Stéttarsambandsfundarins. Þ.Þ. GREIN ÚR AFTENPOSTEN, OSLÖ: Er hermaður sekur, ef hann á þátt í dauða saklauss fólks? Umdeilt mál þýzka biskupsins Matthiasar Defreggers Um nokkurt skeið hefur mál þýzka biskupsins Matthi- as Defreggers mjög borið á góma og valdið miklum deil- um í V.-Þýzkalandi og vfðar Mál þetta er þannig til kom ið, að það var nýlega upplýst, að hann hefði sem liðsforingi á stríðsárunum orðið að framkvæma fyrirskipun um að láta taka 17 saklausa menn af lifi sem hefndarað- gerð vegna þess að ekki hafði tekizt að finna skæruliða, er höfðu orðið þýzkum hermönn um að bana. Defregger segist hafa framkvæmt þetta nauð- ugur og eftir að hafa reynt að fá breytt ákvörðun yfir- manna sinna. Hann og þeir, sem tala máli hans, benda á, að svipað hafi fjöldi her manna orðið að gera á stríðs árunum í herjum allra stríðs aðila, t. d. flugmenn, sem vörpuðu sprengjum á borgir með þeim afleiðingum, að hundruð óbreyttra borgara fórust og það jafnt konur og börn sem vígfærir karl- menn. Mjög hefur verið Ieitað eftir úrskurði páfastólsins um þetta mál, en talsmaður hans hefur nýlega birt yfir- lýsingu, þar sem segir, að páfastóllinn muni ekki hafa nein afskipti af þessu máli, en jafnframt er farið viður- kenningarorðum um störf Defreggers á síðarj árum og talið að hann hafi bætt fyrir brot sín, ef um slíkt hafi verið að ræða, með iðrun, yfirbót og réttu líferni. Grein sú, sem hér fer ú eftir birtist nýlega í danska blaðinu Aftenposten: DIETRICH RAHN opinber ákærandi í Frankfurt sagði frá þvi fyrir skömrnu, að hin nýja athugun á þeim atburði, er þýzkur herflokfcur drap 17 ítali í þorpinu Filetto di Camparda árið 1944, hafi ekki leitt í ljós neitt, sem geri nauðsynlegt að taka upp að nýju ákaeru á hendur Matthias Defregger aðstoðarbistoupi í Munchen. Þetta þarf þó ekki að tákna að Defreggier-mál'ið sé ú-r sög- unni, en margir hafa nefnt mesta kirkjulega hneyksli á þessari öld. Komist ítölsk yfir völd að þeirri niðurstöðu við athugainir sámar, að Defregger biskup, sem nú er orðinn 53 ára, hafi skipað fyrir um fjöldaaftökur á sinni tíð, munu þau krefjast þess, að þvi að sagt er, að hann verði fram- seldur ítölum. Jafnframt kem ur fram 1 fréttaskeytum, að leiðtogar kaþólsku kirkjunnar séu ekki á einu máii um stöðu þessa umdeilda kirkjuhöfð- ingja hjá kaþólsku kirkjunni í framtíðinni. TIL þess mun ekki hafa verið ætlazt, að þessi ágrein- ingur yrði kunngerður almenn Defregger biskup ingi. Misskilningur er sagður hafa valdið því, að fréttastofa kaþólskra í Vestur-Þýzkalandi sagði fró því, að ýmsir leið- andi menn innan stjórnar kaþólsku kirkjunnar í Róm hafi borið fram kröfur um, að Detregiger segði biskupsstöðu sinni lausri. Það er sögð „sann gjarnasta" lausn deilunnar, sem reis þegar kunnugt varð að biskupinn hefði, ásamt fleir um borið ábyrgð á aftökum saklausra ItaJa á stríðsárunum, að hann drægi sig í hlé sem kirkjuhöfðingi. Defregger var kapteinn á stríðsárunum og réði yfir flokfci í 114. herfylki í þýzka hernum. Sumir samherjar Páls páfa VI. eru einnig sagðir óánægðir með að Julius Döfner kardínáli og erfibiskup í Miinchen, skuli hafa áikveðið að leggja málið undir dóm kirkjustjórnarinnar I Róm. Þeir eru sagðir líta svo á, að þetta mál hefði átt að leysa áður og stjórn kirjunn ar hefði átt að vera laus við þann vanda að taka afstöðu til þess. HINIR örlagaþrungnu atburð ir í Filetto di Camparda á ítalíu einn fagran júnidag 1944 voru þessir: Þýzki herinn var á undan- haldi á Norður-ítalíu, enda höfðu hersveitir bandamanna gengið á land á ftalírj, end'a komnar til Rómar fyrir tveim ur dögum. Skæruhernaður var í fiillum gangi og skæiuiiða- sveit ein, sem stödd var tíu mílum fyrir nor.ðan Róm, þurfti á loftskeytamanni að halda. Vitað var, að loftskeyta maður bjó í Filetto, og því var haldið þangað, en þar var Defregger staddur með sveit sina. Skæruliðarnir gerðu árás á þorpið og drápu fjóra þýzka hermenn. Boelsen fylkisstjóri, sem nú er látinn, var yfirmað ur Defreggers. Hann gaf þegar í stað út skipun um. að allir karlmenn i þorpinu skyldu af ’ífi .eknú 1 hefndarskyni fyrú dráp hinna þýzku hermanna. Defregger segist tvisvar hafa borið fram andmæli gegn þeim aðförum „af mannúðarástæð- um“, en að síðustu lagt fyrir Paul Ehlert undirmann sinn að framkvæma skipunina. De- fregger neitar einnig að hafa verið viðstaddur þegar aftakan fór fram. TIMARITIÐ Der Spiegel birti fregnina uim þenn.an þátt Defreggers. Þar war einnig fiá því skýrt, að Bandamenn hafi ekki skráð aftökurnar i Filetto í skjöi sín að styrjöldinni lok f inni. Robert M. W Kempner, einn af bandarísbu ákærendun um við réttarhöldin í Nurn- berg, lét svo um mælt við blaðamann frá Der Spiegel, að herdómstólar Bandamanna árið 1945 bafj venjlega dæmt þá til dauða, sem sekir voru um svipaða glæpi. Defregger biskup hefir sjálf ur játað, að hann hafi átt hlut að aftöku ítalanna 17 Hann lýsti þvi eigi að síður yfir i sjónvarpsviðtali í byrjun ágúst að bann teldi sig ekki sekan, hvorki lagalega né siðferði- lega. Hann kveðst hafa gert það eitt, sem hann var neyddur tiQ að gera, en játaði jafnframt að minninein um aftökurnar í Filetto 1944 hvíldi þungt á herðum sér, og „enginn skrifta faðir né yfirvöld geta létt þeirri byrði af herðum mér“. Sá einn, sem verið hefði ábyrg ur yfirmaður í her og borið ábyrgð á þeim hermönnum, er honum var truaó fyrir við jafn erfiðar hernaðaraðstæður og þarna ríktu. gæti gert sér rétta og rökstudda grein fyrir þvi, sem þarna gerðist. DEFREGGER biskup réðist harkalega á blöðin og sérstak lega á Der Spiegel í þessu sjónvarpsviðtali. Kvað hann þau hafa hafið heiftarlega árás á sig persónulega. Hann fullyrti einnig. að hin raun ■ verulega ástæða árásarinnar væri vonin um að geta svert kaþólsku kirkjuna i augum al- mennings. Dietrich Rahn saksóknari lét svo um mælt i tilkvnn'ngu um málið. að aftökur eins og þ .r sem fram fóru í Filetto, „væru viðurkenndar aðferðir í styrj- öld" Mál þetta heyrði því undir ákvæði um „manndráp af gáleysi". og væri þvi fyrnt samkvæmt refsilöggjöf Vestur Þýzkalands. Spurmngin. sem bæði ka- þólskir menn og aðrir velta fyr ir sér • þessu sambandi. er mikiliu tremr.ii siðferðislegs en taigategs eðlis. Spurningin er sem sé, hvort hinni kaþólsku kirkju sé hollt að hafa mann með for tíð Defresser l s’nni hiónustu. Rökræðurnar mrða' æðstu manna kirkjunnar sanna þetta einmitt. J

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.