Vísir - 01.09.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 01.09.1978, Blaðsíða 4
Föstudagur 1. september 1978 Hreinn fór létt með að komast í úrslit! Kinar Magnússun. Óvist er hvort liann leikur handknattleik i vetur. Einor hœtlir handknottleik A-Þýskáland gull silfur brons 3 Sovétrikin 4 7 italia 1 0 V-Þýskaland 2 0 1 Finnland 1 0 0 Bretland 0 2 1 Tékkóslóvakía 0 1 1 Sviþjóð 0 1 1 Rúmenia 1 0 Noregur 0 0 1 Pólland 0 0 1 Hreinn Halldórsson tryggði sér rétt til áframhaldandi þatttöku i kúluvarpinu i Tékkóslóvakiu. — Hann þurfti aðeins að kasta einu sinni til þess að nú lúgmarkinu Hreinn Halldórsson fórlétt meö að komast áfram i kúluvarps- keppni Evrópukeppninnar i frjálsum iþróttum, sem fram fcr þessa dagana i Prag i Tékkósló- vakiu. Undankeppni kúluvarpsins fór fram f gærmorgun, og Hreinn þu rfti ekki nema eitt kast til að tryggja sér rétt til áframhaldandi þátttöku kastaði 19.76 metra en lágmarkið var 19.50. Vilmundur Vilhjálmsson hljóp i gær í undanrásum 200 metra hlaupsins, og var 7. og siðastur i sinum riðli með timann 21.80 sek. Bestum tima i hlaupinu náöi Ital- inn Pietro Mannea, sem hljóp á 20.40 sek. Það var mikill gullstraumur til A-Þjóðverja á leikunum i gær. Hann byrjaði með þvi aö Marita Koch sigraði i 400 metra hlaupi kvenna, hljóp á 48.94 sek., sem er að sjálfsögöu heimsmet, þar sem engin kona hefur áöur hlaupið vegalengdina undir 49 sdí. A-Þjóðverjinn Olav Bayer kom öllum á övart er hann sigraði i 800 metra hlaupinu, en þar höfðu menn veðjað á Bretana Steve Ovett og Sebastian Coe, en þegar stutt var eftir i markið skaust Bayer framúr þeim og sigraði. Hann fékk timann 1.43.80 min. Ovett var á 1.44.10 mi'n og Coe á 1.44.80, svo að naumt var það. Þriðju gullverðlaunin sem A-Þýskaland hlaut i gær sá Eve- lin Jahlum aðkoma i höfn, er hún sigraði i kringlukasti. Hún kast- aði 66.98 metra og hafði yfirburði, þviað sú sem kom næst, Margitte Droese frá A-Þýskalandi, var með 64,04 metra. Italska stúlkan sýndi heimin- um, að það var engin tilviljun aö hún setti heimsmet i hástökki á dögunum. Hún jafnaði heimsmet- ið i gær er hún stökk 2.01 metra, og hirti þar með gullverðlaunin. Sumir höfðu spáð Rosemarie Ackermann frá A-Þýskalandi 1. sætinu, en hún stökk „aðeins” 1.99 metra og varð i 2. sæti. Harald Schmid frá V-Þýska- landi sigraði örugglega i 400 metra grindahlaupi. Hann fékk timann 48,51 sek. og var vel á undan næsta manni, sem var Dmitrij Stukalov frá Sovetríkjun- um (49,72 sek.). Og auövitað leið ekki dagurinn án þess að Sovétmenn næðu sér i eitthvað af gulli. Tatjana Providochina sigraði i 800 metra hlaupi kvenna á 1.50.80 min. eftir landa sinum Nadexda Musta, sem fékk sama tima. Og Soya Riegel sá til þess að Sovétrikin fengu öll verðlaunin fyrir þetta hlaup, varð þriðja á 1.56.60 min. Oghið ótrúlega gerðist. Bretinn Daley Thompson, sem allir spáðu sigri i tugþrautinni, varð aö láta i minni pokann fyrir Sovétmannin- um Alexander Grebenyuk, en Bretinn haföi góða forustu eftir fýrri daginn. En það nægði ekki gegn þeim sovéska sem hlaut 8340 stig, Thompson fékk 8289. gk-. Verðlaun á EM: í Þýskakmdi ilías setti met í tugþrautinni Einn besti handknattleiksmað- ur landsins, Einar Magnússon, sem undanfarin ár hefurdvalið i Þýskalandi og leikið þar nteð frægum félöguin, er væntanlegur heim aftur nú einhvern næstu daga. Læknar i Vestur-Þýskalandi, sem hann hefur verið sendur til af núverandi félagi sinu, Hannover, hafa tilkynnt honum, að hann verði að hvila sig frá handknatt- leiknum um sinn a.m.k. eða alveg hætta að leika hann. Astæðaner þrálát meiðsli i hné, en við þau hefur Einar átt að striða undanfarna mánuöi. Hefur hann ekki fengið sig góðan, þrátt fýrir alla hugsanlega meðferð færustu lækna, sem félag hans hefur sent hann til. Sögðu læknarnir, að ef hann hvildi sig ekki frá handknatt- leiknum i nokkurn tima, ætti hann á hættu að eiga lengi í þessum meiðslum. Þessa dagana er Einar að ganga frá samningi sinum við Hannover, en forráðamenn fé- lagsins hafa reynst Einari vel i þessumáli,ogviljaallt gera til að hann nái sér aftur sem fyrst.... -klp- Hann Elias Sveinsson, tug- þrautarkappi úr KR, fór svo sannarlega ekki erindisleysu á Evrópumótið I frjálsum íþróttum i Prag. Að vísu vann hann ekki til verðlauna á mótinu, enda hafði enginn reiknað meðþvi. En hann gcrði sér hinsvegar litið fyrir og setti íslandsmet, hlaut 7317 stig og bætti eldra metið sem hann átti sjálfur um 89 stig. Menn voru ekki allir sammála, þegar ákveðið var að senda Elias utan, en hann hefur nú sýnt það að hann átti erindi, enda ungur maður á uppleið. Þvi miður var ekki getið um einstaka árangra hans í fréttaskeytum Reuters af mótinu i gær, en við munum bæta úr þvi á morguneða eftir helgina. Eftir fyrri dag keppninnar var Elias i 21. sæti af 24 keppendum, en hann hafnaöi endanlega i 19. sæti af þeim 21 keppenda sem lauk keppni. gk-. Björgvin jofn- aði vallarmelið Það réð enginn neitt við Björgvin Þorsteinsson G.A. i Glass-export golfkeppn inni, sem lauk á Nesvellinum i gær. Björgvin var i miklum ham og lék I gær á 34 + 32 eða samtals 66 höggum, sem er jafnt vallar- metinu á Nesinu. Og það mun- aöi ekki nema hársbreidd á sið- ustu holu að Björgvin setti niður langt pútt, og heföi það tekist, hefði hann sett nýtt met. Sveinn Sigurbergsson GK veitti Björgvin harða keppni lengst af, en svo fór að hann varö að gefa eftir. Sveinn lék 18 holurnar á 139 höggum eða einu höggi undir pari, en Björgvin var á 135 samtals. 1 þriðja sæti varð Ragnar Ólafeson GR á 148 höggum, og næstir komu þeir Sigurður PéturssonGR á 149, Geir Svans- son GR á 150, Páll Ketilsson GS á 153, Óskar Sæmundsson GR og Magnús Halldórsson GK, b^ðir á 154 höggum. gk—. Kapparnir með kristallinn eftir að Glass-Export golfkeppninni lauk i gær. Frá vinstri er Ragn- ar ólafsson, sem varð þriöji, Sveinn Sigurbergsson, sem varö i 2. sæti, og siðan Björgvin Þor- steinsson, sem sigraöi oger full- hlaðinn kristalli. Með þeim á myndinni er Mflan Kerber frá tékkneska sendiráöinu, sem af- henti verðlaunin. Visimynd Einar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.