Vísir - 01.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 01.09.1978, Blaðsíða 10
10 Kiistudagur 1. september 197H VISIR Otgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davifi Gufimundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritst jórnarf ulltrúí: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblafii: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdótlir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónssor Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Páls dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón öskar Haf steinsson, MagnúsOlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Símar 86811 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholtí 2—4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 Ifnur Askriftargjald er kr. 2000 á mánufii innanlands. Verfi i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Pólitík á brauðfótum Tveggja mánaða stjórnarmyndunarrefskák er nú lokið. Þá almennu ályktun má draga af málalyktum, að ólafur Jóhannesson hafi sýnt, að hann er sterki maðurinn í stjórnmálaforystunni í dag.Bæði Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn koma illa út úr þessu uppgjöri, þótt með ólíkum hætti sé. En þó að Ólafur Jóhannesson hafi styrkt pólitiska stöðu sjálfs sín eins og sakir standa hefur hann gert það með þvi að mynda slæma ríkisstjórn. Málefna- samningur stjórnarflokkanna gefur enga von um úr- bætur í ef nahagsmálum. Þvert á móti virðist stef nt að frekari ringlureið. Og ef mark er takandi á því, sem sett hefur verið á blað, má búast við aukinni ríkis- forsjá og miðstýringu. Þessi stjórnarmyndun markar þau þáttaskil í islenskum stjórnmálum, að Sjálfstæðisf lokknum hef- ur verið skákað úr allri valdaaðstöðu. í fyrsta skipti situr hann hvorki að völdum í ríkisstjórn né borgar- stjórn Reykjavíkur. Við Sjálfstæðisf lokknum blasa að þessu leyti ný viðhorf um leið og hann stríðir við al- varleg forystuvandamál. Sjálfstæðisf lokkurinn er kominn í þessa aðstöðu eft- irósigur í tvennum kosningum. Alþýðuf lokkurinn er á hinn bóginn kominn í úlfakreppu eftir einn mesta kosningasigur, sem um getur. Ólafur Jóhannesson og Lúðvik Jósepsson hafa hagnýtt sér fremur veika for- ystu í Alþýðuf lokknum til þess að gera kosningasigur flokksins að engu. Athyglisvert er, að þeir sem áttu mestan þátt í sókn Alþýðuflokksins hafa hvergi komið nærri þessari stjórnarmyndun. Forystumenn flokksins hafa kyngt frjálslyndri og um margt ágætri efnahagsstefnu flokksins. Þeir hafa kyngt dómsmálagagnrýninni og Benedikt Gröndal verður að sætta sig við að varnar- og öryggismálin séu að nokkru leyti tekin úr utanríkis- ráðuneytinu og falin sérstakri þingflokkanefnd. Málefnaleg niðurlæging Alþýðuf lokksins er slík, að ekki kemur á óvart að flokksstjórnin skyldi klofna í atkvæðagreiðslu um þátttöku í stjórninni. Þessi klofn- ingur getur á hinn bóginn orðið Alþýðuflokknum til framdráttar þegar fram í sækir. Þóað Ijóst sé, að þeir . sem öðrum fremur dróu fylgið að Alþýðuflokknum ráði ekki ferðinni, getur sjálfstæður málflutningur þeirra komið i veg fyrir að það hverfi allt á einni nóttu. Alþýðubandalagið hefur óneitanlega fengið mjög sterka valdaaðstöðu í þessari nýju rikisstjórn. Það hef ur náð góðri fótfestu gagnvart Alþýðuf lokknum og ætti ekki að þurfa að óttast f rekari uppgang hans. En valdaaðstaðan er keypt því verði, að Alþýðubandalag- ið verður að sporðrenna kosningaslagorðunum um kauprán og kenningunni um f rjálsan samningsrétt að- ila vinnumarkaðarins. Pólitík þessarar ríkisstjórnar stendur á brauðfót- um. Einn af þingmönnum Alþýðuf lokksins, Vilmund- ur Gylfason, hefur réttilega sagt, að efnahagsstefna nýju rikisstjórnarinnar sé tómt bull. önnur stef nuatr- iði eru of óákveðin til þess að þau verði tekin f ullkom- lega alvarlega, en þau stef na ótvírætt í miðstýringar- átt. Þó að rikisstjórnin sé þannig málefnalega veik verður ekki framhjá því litið, að i henni sitja ýmsir sterkir einstaklingar, margir nýgræðingar á þingi eigi að síður. Aðeins skipun Steingríms Hermannssonar í stöðu dómsmálaráðherra getur talist siðferðilega ámælisverð. Stjórnin getur að öllu óbreyttu orðið lang- lif sætti forysta Alþýðuflokksins sig við að vera í pólitískri bóndabeygju. , Vinnubrogð sem eru eng- um til sœmdor l’uu gefa mér tæpast tilefni tii andsvara reiöiorb Garöars llannessonar simstöövarstjóra i Ifverageröi og varaþingmanns ef ekki heföu veriö lokaorö hans i simtali hans viö blaöamann Vlsis er birtist I dálknum „Lesendur hafa oröiö” þann 28. ágúst sl. Eins og sæmir glúrnum stjórn- málamanni vikur varaþing- maöurinn og einn forustumanna KIS aöeins til sannleikanum er hann sendir mér tóninn svo hann hæfi betur til sóknar en orö min gáfu tilefni til. Gerir hann mér upp þá skoöun aö ég sjái ofsjónum yfir þeim kjarabótum, sem slma- menn náöu fram meö samkomu- lagi viö fjármálaráöherra tveim- ur dögum fyrir alþingiskosning- ar, þ.e. 23. júni sl. Sérstaklega telur hann mér til vansa illan hug til kvenna og kjarabaráttu þeirra. Til aö staöfesta aö hann fer þar meö rangt mál vil ég leyfa mér aö itreka fyrri orö min er ég viöhaföi viö blaöamann Vísis þegar hann af ótilgreindum ástæöum leitaöi álits mins á kjarasamningum simamanna og frá haföi veriö greint meö tilvitnun i grein i Simamannablaöinu daginn áöur. Ég undirstrikaöi þaö sérstaklega viö blaöamanninn aö mér væru ekkert öfundarefni þær kjara- bætur, sem FtS heföi náö sam- komulagi um fyrir félagsmenn sina. Eg get itrekaö þaö nú aö ég gleöst yfir þeirri kjarabót, sem FlS-menn náöu meö þessum samningum. Ég samgleöst þeim jafnt vegna þeirra kjarabóta, sem simaveröir fengu sem og simstöðvarstjórar. Ég læt mig þaö einu gilda hvort um er að ræöa karla eöa konur sem kjara- bótanna njóta. Menn mega telja mér þaö til ámælis ef þeir vilja. Vinnubrögðin ekki til sæmdar Hinu get ég ekki leynt aö ég tel þau vinnubrögö sem viöhöfö voru og menn hæla sér af ekki þeim er að stóðu til neinnar sæmdar. Ég lit svo á aö kjarasamninga sem og aðra samninga eigiaögera á þann hátt aö þeir sem til þess eru kjörnir eigi um þá aö fjalla. A þeim vettvangi sem til þess er ætlaður. Ég tel þaö viröingarleysi við störf þeirra félaga innan stéttarsamtaka, sem margir hverjir leggja á sig ómælda vinnu, erfiöi og jafnvel baka sér umtalsverð óþægindi án annarrar umbunar en að fá félagslega út- rás, að gera samninga að skúma- skotsmakki tveggjá manna tveimur dögum fyrir kosningar, til að kaupa sér vinsældir fyrir al- mannafé. Lái mér hver sem vill. Þrátt fyrir allt var þetta ekki tilefni þess að ég svaraði blaða- manni Visis eins og ég geröi (en blaöamaöurinn hafði rétt eftir i öllum meginatriöum) aö hér væri um að ræöa „Pólitiskt siðleysi”, og hann geröi að fyrirsögn grein- ar sinnar. Tilefniö er, aö ég tel aö fjármálaráöherra hafi meö þess- um gjörningi beitt i þessu tilviki valdi, sem hann haföi á liönu hausti afsalaö sér til Kjaranefnd- ar. Um valdþurrð hafi verið aö ræöa. Ákvæði laga Meö lögunum um kjara- samninga BSRB nr. 29/1976 er svo kveðið á aö náist ekki sam- komulag um rööun skuli ágrein- ingi visað til Kjaranefndar. Orö- rétt segir skv. 31. gr. nefndra laga. „Kjaranefnd sker til fullnaðar úr ágreiningi aöila um þessi atriöi: 1. Rööun manna og starfsheita I launaflokka og önnur atriöi I sér- kjarasamningi sbr. 2. mgr. 7. gr. og 2. ingr. 16. gr. 2. Deilum sem rlsa kunna á samningstlmabilinu um skipan manna i launaflokka og önnur kjaraatriöi sem um er fjallaö I sérkjarasamningum.” Þó hér sé aöeins vitnaö til einn- ar greinar laganna um kjara- samninga BSRB ætti þaö að vera óllum læsum ljóst, aö lögin eru tvimælalaust hvaö þaö snertir, aö sérkjarasamningar taka fyrst og 'remst til rööunar starfa og ein- staklinga i launaflokki. Þaö er þvi skoöun min, aö sé málum visaö til Kjaranefndar eins og geröist s.l. haust meö sérkjarasamninga aöildarfélaga BSRB, séu þeir á ábyrgö Kjaranefndar til loka samningstimabilsins, hvort sem mönnum likar þaö betur eöa ver. Ég leyfi mér aö fullyröa — aö hiö háa Alþingi hafi ekki ætlaö sér viö gerö nefndra laga aö fela Hæsta- rétti aö skipa þrjá valda menn i Kjaranefnd til þeirra verka einna aö vera skóþurrkur fjármálaráö- herra á hverjum tima. Þ.e. aö hann gæti notaö Kjaranefnd til hinna verri verka en sjálfur grip- ið inn i verkin eftir geöþótta, ef ætla mætti aö þau væru likleg til atkvæöaveiöa. Niðurrifsstarf Aö lokum hvaö Kjaranefnd og hlutverk hennar snertir vil ég aö- eins benda Garöari á vegna full- yröinga hans um samninga SFR, aö öll erindi varöandi rööun félagsmanna Starfsmannafélags rikisstofnana (SFR) hafa á samningstimabilinu veriö unnin i fullu samræmi viö úrskurö Kjaranefndar og i tilfellum er beinlinis unniö aö lausn slikra mála fyrir milligöngu hennar viö fjármálaráöuneytið. Viröing og traust rikisstarfs- manna fyrir Kjaranefnd hlýtur að mótast af störfum hennar. Ef þeir eða forustumenn þeirra velja sér aðrar leiöir en lögin gera ráö fyrir tel ég þaö vera niöurrifsstarf og til litillækkunar þess merka áfanga kjarabaráttur opinberra starfsmanna, sem aukinn samningsréttur BSRB er en hann r v ......... Það er min skoðun aö sé málum vísaö til Kjara- nefndar eins og gertást sl. haust meö sérkjara- samninga aöildarfélaga BSRB séu þeir á ábyrgð Kjaranefndar til loka samningatfmabilsins hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.Ég leyfi mér að full- yrða að hið háa Alþingi hafi ekki ætlað sér viö gerö nefndra laga aö fela Hæsta- rétti aö skipa þrjá valda inenn í Kjaranefnd til þeirra verka einna aö vera skó- þurrkur fjármálaráöherra á hverjum tima segir Gunnar Gunnarsson framkvæmda- stjóri Starfsmannafélags rikisstofnana I grein sinni um samningamál sima- manna og lesendabréf Garöars Hannessonar sim- stöðvarstjóra sem birtist í Visi á mánudaginn. '-------------Y------------- fékkst aðeins fyrir skelegga og samhenta forustu þeirra sem að þvi máli unnu. Þaö þarf tæpast aö vekja at- hygli Garðars á þvi, aö eitthvað hefur farið úrskeiöis i mál- flutningi FtS og ekki siöur i vörn fjármálaráöherra ef þaö hefur verið ætlun hans aö hækka meiri- hluta félagsmanna FIS fyrir milligöngu Kjaranefndar (ég ef- ast ekki um kröfur forustumanna FIS), ef skýrleiksmenn þeir sem skipa Kjaranefnd af hálfu Hæsta- réttar, skildu málflutninginn svo að hann gæfi tæpast tilefni til breytinga. Þrátt fyrir aö svo hafi fariö eru ekki nokkur vankvæöi á þvi hvorki meö visun i lög né framkvæmd þeirra að koma á framfæri leiðréttingum á siðari stigum. Dæmi eru um aö Kjara- nefnd hefur tekiö til endurskoðun- ar og endurúrskuröar öll mál eins af aöildarfélögum BSRB auk fjölda mála einstaklinga og hópa, sem til hennar hafa leitað. Endurskoði lokaorð sin i Visi Meö visun til þess aö á sinum tima vorum viö Garöar skoöana- bræöur, vil ég beina þeim tilmæl- um til hans, aö hann i fullri vin- semd taki til endurskoöunar loka- orö sin sem i raun eru tilefni þess- arar langloku minnar, en Garöar lætur hafa eftir sér i Vlsi aö undirritaöan skuli reka úr starfi fyrir ummæli sin. Eöa svo notuö séu hans óbreyttu orö. „Ég tel aö slika starfsmenn eigi ekki aö ráöa og séu þeir þegar fyrir eigi aö láta þá hætta.” tslenska þjóbin hefur fylgst með þvi i skelfingu hvernig al- menn mannréttindi eins og skoöana- og málfrelsi hafa verið fótum troöin um viöa veröld. Hvernig einstaklingar hafa veriö barðir, skotnir, hengdir, fangelsaöir eöa vistaðir á hælum fyrir þá sök eina að hafa skoöun og tjá sig um hana. tslenska stjórnarskráin tryggir okkur i orði full mannréttindi og viö teljum það svo sjálfsagt, aö þaö hefur tæpast hvarflaö aö manni aö ihuga, hvort svo væri i raun. En þegar einn varaþing- manna þjóöarinnar talar eins og úr kalkaöri gröf og kréfst þess opinberlega að einstaklingi sé vikiö úr starfi fyrir þaö eitt aö tjá . sig opinberlega, aöspuröur, um málefni sem honum stendur nær er þá ekki ástæöa til þess aö vakna? Sú spurning hlýtur að verða áleitin á hvaöa leib erum viö? Er þaö kannski reyndin aö mati manna eins og Garöars, aö þaö sé eðlilegt, að hér sé fólk, sem ekki eigi aö njóta fullra mann- réttinda hvaö varðar embættis- gengi og tjáningarfrelsi? Okkur bæri þá kanski aö lita okkur nær áður en við verðum bú- in aö ganga okkur upp aö hnjám eöa hrópa okkur hás yfir morðum og mannréttindaskeröingu i Chile og Tékkóslóvakiu. Eru það kannski gömlu sam- tryggingarlögmálin sem Garðar vill leiða til hásætis innan verka- lýöshreyfingarinnar og kollega- leg sjónarmið skuli ráöa þvi aö gagnrýni á störf eða athafnir starfsfélaga skuli aldrei rædd á opinberum vettvangi eins og læknar, lögfræðingar og fleiri stéttir hafa legið undir ámæli fyrir hjá meginþorra þjóöarinn- ar? Tjáningarfrelsi ekki sjálfsagt? I fjórtán ár starfaði ég sem opinber starfsmaður og naut þess sem kallaö var æviráðning sem nú heyrir sögunni til meö dómi Hæstaréttar og er ein meginfor- senda þess að viö fengum rýmkaðan samningsrétt. Meban ég naut þessara réttinda fannst mér lftið til þeirra koma eins og mér fannst um ákvæbi stjórnar- skrárinnar um mannréttindi þar til Garðar ýtti við mér. t þessi fjórtán ár starfaði ég undir stjórn þeirra manna, sem gjarnan eru kallaðir, af „frjálslyndum” mönnum eins og mér og Garöari, harðir ihaldsmenn eða jafnvel svarta ihald og það ekki i neinu sérstöku viröingarskyni. Tilefni þess að ég minnist þess er aö þrátt fyrir aö öllum væru ljósar skoöanir minar og mikiö bæri þar i milli og þessara fyrri húsbænda varð ég þess aldrei var, að reynt væri aö leggja hömlur á tjáninga- frelsi mitt eöa gera mér þaö á einhvern hátt erfitt að láta þær i ljósi , heldur var á þaö litið sem sjálfsagöan borgaralegan rétt minn. Ég fæ þvi þess vegna tæpast meö orðum lýst hve vonbrigði min eru mikil er sú nöturlega staðreynd blasir viö, aö þaö virðist einlæg skoðun einstakra manna, að ekkert sé óeölilegt viö aö lýsa þvi opinberlega yfir, aö skoöanafrelsi skuli einkaeign til- tekins hóps og orð stjórnarskrár- innar dauður bókstafur. Æöstu stööur þjóöfélagsins skuli aöeins ætlaðar tilteknum útvöldum ein- staklingum. Hvenær vaknar kraf- an um armbindi fyrir þá sem ekki eiga né mega hafa skoöun né njóta fullra mannréttinda?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.