Vísir - 01.09.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 01.09.1978, Blaðsíða 7
VISIR Föstudagur 1. september 1978 c Umsjón Guðmundur Pétursson / D Þingmaður grunaður um niósnir Það er búist við þvi að þingið i Bonn muni svipta einn þingmann- inn þinghelgi, svo að lögreglan geti leitað i skrifstofum hans i rann- sókn hennar vegna nýs njósnamáls. Það hefur ekki verið opinber- lega greint frá þvi hver þessi þingmaður muni vera, sem grunaöur er um njósnir i þágu kommúnistarikis, en ýmsir fjöl- miðlar i V-Þýskalandi telja sig hafa það eftir áreiðanlegum heimildum innan dómsmálaráðu- neytisins að um sé að ræða dr. Uwe Holtz sósialdemókrata. Hinn 34áradr. Holtz kom fram i sjónvarpi i gærkvöldi og neitaði þvi eindregið að hann væri á nokkurn hátt flæktur i njósnir. Þessi nýja njósnaeftirgrennsl- an i Bonn fylgir i kjölfariö á dularfullu hvarfi rúmensks em- bættismanns i Köln fyrir mánuði. Siðar kom i ljós að Ion Pacepa, frá Rúmeniu hafði horfið til Bandarikjanna á náðir banda- risku leyniþjónustunnar en hann er sagður hafa starfað lengi á hennar vegum. Pacepa er sagður hafa verið mjög háttsettur i rúm- ensku leyniþjónustunni. Hefur kvisast að Pacepa hafi sagt til nokkurra njósnara kommúnista i háttsettum stöðum i V-Þýska- landi. Mál þetta er talið geta reynst sósialdemókrötum erfitt i skauti. Einkanlega i kosningunum sem framundan eru i Hessen og Bæjararlandi i október. Götubardagar i Nicaragua Þjóövarðliði Nica- ragua hefur ekki tekist að yfirbuga unga stjórnarandstæðinga, sem þrátt fyrir nokk- urra klukkustunda harða götubardaga við þjóðvarðliðið hafa enn á valdi sinu stóran hluta borgarinnar Matagalpa i norðurhluta landsins. Hinir ungu uppreisnarmenn erú léttvopnaðir, en leyniskyttur þeirra héldu um 100 varðliðum föstum i næstu götum við her- skála þeirra. Margir þessara pilta eru á táningaaldri. Bardagarnir i Matagalpa byrj- uðu i gær og á fyrstu klukku- stundunum hafði einn borgari lát- ið lifið, en þrettán manns — þar af sex þjóðvarðliðar — særst. Siöustu fimm daga hafa verið ýfingar i borginni samfara alls- herjarverkfallinu. Þjóövarðliðiö taldi sig þó geta með einu öflugu áhlaupi rutt burt götuvigum og komið á friði. Stræti borgarinnar voru auð i gær, þegar þjóðvarð- liðið hóf aögerðir sinar, og er talið að milli 30 þús. og 45 þúsund manns hafi flúið borgina. En uppreisnarmenn, sem taka undir þær kröfur verkfallsmanna, að Somoza viki úr forsetaemb- ætti, leyndust hér og þar i borg- inni, taldir um 400 undir vopnum. Alls telur Rauða krossinn, að 21 hafi fallið i þessum átökum og á annað hundrað manns særst. Uppreisnarmenn segjast aldrei munu gefast upp, heldur berjast til siðasta manns. fækka i herliði sinu, sem jafn- framt heyrir til herafla NATO. Tyrkir hafa i dag 450 þúsund manns undir vopnum. Strand eða...? Myndin hér er eitt af handa- verkum Snowdon lávarðar, fyrr- um eiginmanns Margrétar prin- sessu. Þrátt fyrir skilnaðinn hefur breska konungsfjölskylda „Tony frænda” i nokkrum met- um, og hann er jafnan kvaddur til þegar þörf er á ljósmyndara. Það gerðu þau lika Anna prinsessa og maöur hennar Mark Phillips þeg- ar Anna var 28 ára á dögunum, og tók lávarðurinn þessa mynd af þeim og syninum Peter við það tækifæri. • Tyrkir hóta fœkkun Tyrklandstjórn hefur varið við þvi, að gildi vopnasölubann Bandarikjanna á Tryklandi áfram, neyöist Tyrkir til þess að Túrismi í Kína Yfirvöld Kina hafa opnað fleiri en 100 bæi og söguslóðir, auk mik- ilvægra iðjuvera, til umferðar og skoðunar fyrir ferðamenn. Ferðamannastraumurinn hefur aukist til Kina, og á fyrri helm- ingi þessa árs hafa komið þangað 300.000 erlendir túristar. Fundu birgða- stöð hryðju- verkamanna Griska lögreglan fann i vikunni miklar birgðir vopna og sprengi- efnis i einni útborg Aþenu. Leikur grunur á þvi, að arabiskir hryðju- verkamenn hafi komið sér upp birgðastöð þessari. SAS vill fljúga til Ástralíu SAS hefur sótt um leyfi til ástralskra yfirvalda fyrir áætl- unarferðum til Astraliu. Ellefu önnur flugfélög hafa sótt um slik leyfi. Þar á meðal hið sovéska Aeroflot og Laker Airways, breska flugfélagið með lágu far- gjöldin. Aeroflot hefur farið fram á að taka upp áætlunarferðir milli Sydney og Moskvu fyrir Ólympiu- leikana i Moskvu sumarið 1980. Mál flugrœningjans til athugunar Austur-þýskur þjónn, sem rændi pólskri far- þegaflugvél og knúði til lendingar i V-Berlin, verður sennilega fram- seldur vestur-þýskum yfirvöldum. Hann hefur veriö i haldi hjá bandariskum hernaöaryfirvöld- hluta Berlinar. Sennilegt þykir, að bandarískur herdómstóll taki ákvörðun um, hvort þjónninn, Tiede, skuli framseldur Pélverjum eða ekki. Þykir ekki liklegt, að svo veröi gert. 63 farþegar voru i pólsku vél- inni, þegar Tiede rændi henni. Niu þeirra hafa nú leitað hælis sem pólitiskir flóttamenn i V- Þýskalandi. A SAMLOKUR Brauðbær LANGLOKUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.