Vísir - 11.09.1978, Page 10

Vísir - 11.09.1978, Page 10
10 Milmiri.iKur II. scpteniber 1!I7hITISIR VÍSIR utgelandi: Reykjaprent h/( Framkvæmdastjóri: Davlfi Guömundsson Ritstjórar: Þorstoinn Pálsson ábm. ólalur Ragnarsson Ritstjórnarlulltrúi: " Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra (rétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blafia- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Ellas Snæland Jónssor Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónlna Mikaelsdóttir, Katrln Páls dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlitog hönnun: JónOskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuöi innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Verfi I lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakiö. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 slmi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Slöumúla 14 slmi 86611 7 linur Gamli vísitöludansinn Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar, sem nú hafa verið ákveðnar með bráðabirgðalögum einkennast af gömlum efnahagsdönsum, sem árum saman hafa verið stignir i kringum visitöluna. Hún er sá ás, sem ef nahags- lifið hefur öðru fremur snúist um og stjórnmálamenn- irnir hafa sjaldnast komist út úr þeim hring. Gengi krónunnar varð að skrá með hliðsjón af því falli, sem löngu var orðið. Stjórnarflokkarnir þrír hafa lengi reynt að loka augunum fyrir nauðsyn þess að skrá gengi krónunnar í samræmi við raunverulegt verð hennar. Það var fyrst, þegar allsherjar atvinnuleysi blasti við, að þeir beygðu sig fyrir staðreyndum. A hinn bóginn er Ijóst, að gengisfellingin er hvergi nærri i samræmi við raunverulegt fall krónunnar. Að þvi er varðar Verðjöfnunarsjóð f iskiðnaðarins er vafasamt að gengisfellingin geri meinaen brúa það bil, sem þegar hef ur myndast milli tekna og gjalda. Hún dugar ekki til þess að standa undir hækkun fiskverðs um næstu mán- aðamót. Og því fer f jarri að hún hafi einhverju breytt i þá veru, að Verðjöfnunarsjóður verði raunverulegur verðjöfnunarsjóður í stað þess að vera verðbólgu- styrktarsjóður. Verðbólguvandann á að lækna með gamalkunnum að- ferðum, sem byggjast á grímudansi i kringum vísitöl- una. Verðbótatakmörk þau, sem fyrri ríkisstjórn setti eru rýmkuð. Á móti koma aðgerðir, sem miða að því að ekki komi til frekari launahækkana vegna verðbótavísi- tölu. Til þess þarf að afnema söluskatt af matvælum og auka niðurgreiðslur. Þessar aðgerðir mælast í vísitölu og hafa áhrif til lækkunar. En það verður að borga brúsann. Þá er leitað venju samkvæmt í tekjustofna, sem falla utan við vísi- töluútreikninginn. Sú búbót, sem almennur borgari fær með lækkun söluskatts og auknum niðurgreiðslum kost- ar vitaskuld peninga. Þeir eru teknir úr hinum vasa borgarans með hærri sköttum (sem ekki eru í vísitölu) og hærra vörugjaldi á neysluvörur (sem ekki eru í visi- tölu). Síðan á að grípa til gömlu pennastriksaðferðarinnar og banna verðhækkanir, sem þegar eru orðnar í raun og veru. Með þessu er aðeins verið að fela af leiðingar verð- bólgunnar í stað þess að höggva að rótum hennar. Visir gagnrýndi fyrri ríkisstjórn margsinnis fyrir feluleik af þessu tagi og nú er Ijóst að honum á að halda áfram. Og hann verður því enn gagnrýnisefni. Þessar aðgerðir breyta engu um þá verðbólguringul- reið, sem hér hefur ríkt undangengin ár. Á hinn bóginn er athyglisverðari sú samþykkt, sem ráðherrar Alþýðu- flokksins hafa knúið fram í stjórninni og felur i sér, að vísitölukerf ið verði tekiðtil endurskoðunar. Á þessu stigi verður ekki séð, hvort þessi ákvörðun leiðir til einhverra breytinga, en hún gæti gert það. Sannleikurinn er sá að það er rétt, sem núverandi við- skiptaráðherra sagði fyrir rúmum f jórum árum, að vísi- tölukerfið hefur ráðið miklu um það, að hér hef ur verið meiri verðbólga en i öðrum vestrænum löndum. Þessi orð voru sögð þegar fyrri vinstri stjórn stóð f rammi f yr- ir því að banna verðbætur til þess að hemje verðbólguna. Síðan hefur vísitölutakmörkun aðeins verið af hinu illa. Fróðlegt verður því að sjá, hvað þessi endurskoðun hef ur í för með sér. En þeirri spurningu er enn ósvarað rétt eins og vandi höfuðatvinnuveganna hefur aðeins verið leystur til eins mánaðar og e.t.v. ekki svo lengi. Dansarar fó ekki starf hér heima — segir Einar Sveinn Þórðarson sem stundar nóm við ballettskóla New York Gty Ballet Einar Sveinn ásamt heimilishundinum Káti. Vfsismynd GVA. ,,Ég hef ekki gert þaö upp viö mig ennþá hvort ég legg dans- inn fyrir mig, en áöur en ég tek ákvöröun er gott aö kynna sér þetta vel”, sagöi Einar Sveinn Þóröarson, en hann leggur stund á bailettnám v;ö School of American Ballet sem er i nán- um tengslum viö New York City Baliet í New York i Bandarikju- num, þar sem Helgi Tómasson starfar. ,,Þaö eru mikil tengsl á milli skólans og ballettsins. Margir dansarar i honum hafa stundaö nám i skólanum ”, sagöi Einar. Hann hefur í hyggju aö dvelja I New York fram aö jólum og sjá svo til hvort áframhald veröur á náminu. Byrjaði i barnaleik- ritum. ,,Ég byrjaöi á þvi aö leika i barnaleikritum i Þjóð- leikhúsinu, þegar ég var sjö ára. Ég var meö t.d. i Feröinni til tunglsins, Kardimommubæ og einnig var ég meö i nokkrum öðrum leikritum. Mér fannst gaman að vera með i sýningum, og smám saman fékk ég áhuga á ballett. Ég hafði mjög gaman að öllum iþróttum. Fótbolti, handbolti og skiöi voru jafn hátt skrifuð hjá mér, en ég hætti i þessum iþróttum þegar ég var 14 ára og lagöi siðan áherslu á ballettinn. Helgi Tómasson aðstoðaði við að fá inn- göngu. ,,Ég var með i sýningunni á Hnotubrjótnum , þar sem Helgi Tómasson dansaöi. Hann frétti aö mig langaði til aö komast út i ballettnám og bauöst til aö að- stoða mig við að fá inngöngu i skólann i New York. Ég hafði upphaflega hugsaö mér aö fara til Kaupmannahafnar, en hætti við þegar þessi möguleiki var fyrir hendi.”, sagði Einar. Einar var i fyrsta bekk i Menntaskólanum i Reykjavik I fyrravetur og er 16 ára gamall. ,,Ég hef hugsað mér að halda áfram námi úti, þvi ég vil halda þeim möguleika opnum að geta byrjað aftur hér. Ég er alls ekki ákveðinn ennþá og stefni aö þvi að klára menntaskóla. Dansarar fá ekki starf hér heima . „Ef ég tek þá ákvörðun að snúa mér að dansinum, þá þýöir þaö að ég verð að búa erlendis. Hér eru fáar sýningar á hverju ári og mikil vinna að halda sér i þjálfun. Erlendis eru fleiri tæki- færi fyrir dansara, en samkeppnin er einnig mikil, svo að maður verður að leggja mikið á sig ef maður á ekki aö fara halloka ”, sagði Einar Sveinn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.