Vísir - 11.09.1978, Page 13
vtsih Mánudagur 11. september 1978
13
A LEIÐ I SKOLANN
vægt.
sem flest börn geta hjólaö I umferö. aö komast I skólann.
hugift þvf kunnáttu barnsins öOru hverju.
þarf aö kenna þvi umgengni og skýra þær leiöinni þarf aö útskýra í hverju hættan er
hættur sem fylgja stórum bilum.
fólgin.
Iljálpiö barninu aö finna öruggustu
leiöina til og frá skóla.
„TIÐNI SLYSA EYKST
Á ÞESSUM ÁRSTÍMA
— segir
Sigurður
Ágústsson
fulltrúi hjó
Umferðarrúði
,,Það er alveg greinilegt aö
tiöni slysa i umferðinni eykst á
þessum árstima” sagöi
Siguröur Agústsson fulltrúi hjá
umferðarráöi í samtali viö
Visi.
,,Ber þar margt til. Börnin
eru að koma úr sveitinni,
unglingarnir aö hætta aö vinna
og fara i skólann, oft eftir nýjum
umferöarleiöum. Auk þess fer
aö skyggja á þessum árstima og
haustrigningin hefur sitt að
segja. Einnig er meiri asi á
fólki. Þaö virðist allir þurfa aö
flýta sér meira á þessum árs-
tima en endranær. Fólk er ein -
hvernveginn eirðarlausara.
Annars hefyr slysum á börn-
um fækkað i Reykjavik undan-
farin ár, en aftur fjölgað úti á
landi. Hygg ég aö það eigi sér
eðlilegar orsakir, Bilum hefur
fjölgaðog aksturssk.ilyrði mjög
batnaö með betri vegum. Eins
er byggðin i þorpunum oft
þannig að þaö er ein löng gata
eftir endilöngu plássinu sem
börnin þurfa gjarnan aö ganga
eftir tö að komast á áfangastaö
Þaðber talsvertá barnaslysum
á stööum eins og Keflavik,
Húsavik og lsafirði.
Einhvern veginn viröist um-
feröarmenningin vera orðin
þroSkaðri i Reykjavik. Þaö er
tö dæmis mjög Iitið um slys á
börnum i Breiðholti. 1 umferðarf-
skólanum sem viö erum með,
erum viö meö spjöld frá öllum'
ungum skólabörnum ogþar sé
ég að þaö eru fleiri börn i Breið-
holti, en öllum hinum póst-
svæðunum til samans, þannig
að ég er satt aö segja mjög
undrandi yfir þvi hvaö slys
veröa þar sjaldan á börnum.
Við verðum áþreifanlega
varir viö aö viðleitni tU uppeldis
i umferöamálum ber árangur.
Þaö heyrir til dæmis orðið til
undantekninga aö sjá börn I
framsæti á bUum. A hverju
hausti sendum við spjald meö á-
bendingum um hættur i umferð-
inni, og hvernig sé hægt að
varast þær, til foreldra þeirra
barna sem faraí skóla i fyrsta
sinn. i gær þegar ég ók eftir
Kleppsveginum sá ég unga konu
meö þetta spjald i höndum vera
aö leiöbeina ungu barni, þannig
að þetta ber árangur.
Næsta mál sem viö munum
leggja áherslu á , er þegar barn
fer inn i bifreið og út úr henni..
Þaðvill brenna viö að foreldrar
leyfi börnum sinum aö fara út
úr bifreiöinni þótt þeir sjálfir
sitji cnn undir stýri . Eins fá
börnin oft að hlaupa á undan
foreldrum sinum aö bifreiöinni
þegar haldið er af staö.Þetta
veldur oft slysum, sérstaklega
fyrir framan barnaheimili og
verslanir, og ég vil brýna alveg
sérstaklega fyrir fólki aö hafa
þetta i huga” sagöi Siguröur aö
lokum.
JM
DlLon
ileíkhús
London er sannarlega lííleg borg.
Leikhússtarfsemi í miklum blóma,
nýjustu kvikmyndimar í hverju bíói,
konsertar fæmstu listamanna og
hvaö eina. Þaö leiðist engum í London.
London — ein flölmargra
staða í áætlunarflugi okkar.
flugfélac LOFTLEIDIR
/SLANDS
(I