Vísir


Vísir - 13.09.1978, Qupperneq 4

Vísir - 13.09.1978, Qupperneq 4
Breiðholt - Sementsverksmiðjan - RAFHA Dómstólarnir lítt veitt vondri trú vernd segir lögmaður RAFHA Miövikudagur 13. september 1978 visœ Framkvœmdastjóri Verslunarróðs: Sakor verðlagsstjóra um blekkingar og raka- lausar fullyrðingar „Ég fer í dag og greiöi fyrstu greiösluna uppi þessar 13,5 milljónir. Þaö er hinsvegar rétt aö taka þaö fram i sambandi viö þessi tryggingarbréf aö ekki er um aö ræöa veö fyrir tiitekinni skuld meö ákveönum gjalddög- um. Þarna er um aö ræöa trygg- ingu fyrir ótilgreindum viöskipta- skuldum, eins og þær kunna aö vera á hverjum tima, upp aö ákveönu hámarki.” sagöi Jón Finnsson lögmaöur RAFHA er borin voru undir hann ummæli lögmanns Sementsverksmiöjunn- ar. Lögmaöurinn hélt því fram i Visi i gær aö þaö væri alrangt hjá forráöamönnum KAFllA aö veösetning heföi átt sér staö á húseign fy rirtækisins aö lláaleitisbraut 68, eftir aö Breiöholt h/f seldi RAFHA eign- ina. Og þegar væri búiö aö úr- skuröa um uppboö vegna 13,5 milljónanna. „Allsherjarveöiö þýöir þaö að skuldin getur verið allt frá 0 krón- um upp að 51 milljón króna. Tryggingarbréfin eruupp á 42,5 milljónir króna og 8,5 milljónir. í slikum tilvikum er þaö á valdi veöhafans, Sementsverksmiöj- unnar, hvort skuld stofnast og krafa verður til. Það atriði, hvort lögmæt skilyrði séu fyrir hendi til aö veöréttur stofnist fyrir slikri skuld, verður þá aö meta eftir þvi hvernig ástatt var á þeim tima þegar skuldin var stofnuð.” Aðspuröur sagöi Jón allar kröf- ur Sementsverksmiðjunnar i Háaleitisbrautinni, að undan- skildum 13,5 milljónum, vegna skuldar sem Sementsverksmiöj- an stofnar til við Breiðholt h/f vera komnar til eftir að Breiöholt h/f selur RAFHA. Að visu hefði aðeins einu sinni veriö gefið út veðbréf. „Sementsverksmiðjunni var kunnugt um söluna og af- salinu hafði verið þinglýst. Auk þess var Sementsverksmiöjunni sérstaklega tilkynnt að Breiðholt h/f væri ekki lengur heimilt aö nota eignina sem tryggingu fyrir viðskiptum, sem færu fram eftir afsalsdag. Þrátt fyrir þessa vitn- eskju og þaö að Breiðholt setti ekki aðrar tryggingar i staðinn fyrir Háaleitisbrautina hélt Sementsverksmiöjan áfram viðskiptum við Breiðholt. -1 Ef Sementsverksmiöjan taldi að það væri ekki óhætt að halda áfram viöskiptum viö Breiðholt án tryggingar, þá átti hún að stöðva viöskiptin við fyrirtækið uns tryggingar væru settar. Þaö er af þessum ástæðum sem ég byggi það að þessi siöari skuldasöfnun sé á ábyrgö og áhættu Sementsverksmiðjunnar. Forráöamenn verksmiðjunnar vissu aö eignin hafði skipt um eig- anda, og fyrri eigandi hann hafði ekki eftir þaö heimild til að nota eignina sem tryggingu eöa bak- tryggingu fyrir viðskiptin. Forráðamenn Sementverksmiöj- unnar voru ekki i góðri tru, eins og sagt er á lagamáli. Dómstólar hafa litla tilhneig- ingu til aö veita vondri trú vernd.” —BA Postulíns- hundur með trefil „Við vorum að leika okkur saman eitt kvöldiö, og þá föttuðum við, að viö höfðum ekkert merkilegt að gera og ákváðum að halda hluta- veltu”, sögöu þrjár stelpur, sem komu niður á Visi um daginn með afrakstur hluta- veltu, sem þær héldu til styrktar lömuðum og fötluð- um. Stelpurnar heita Katrin Heiðar, Auöur Eggertsdóttir og Edda Jónsdóttir. Hluta- veltan var haldin á Berg- staöastrætinu, og söfnuðust hvorki meira né minna en 24 þúsund krónur. Fénu hefur nú veriö komið i hendur réttra aöila. Stelpurnar sögöust aldrei hafa haldiö hlutaveltu áður. „Við gengum i hús, og báðum fólk að gefa okkur hluti. Einhver gaf okkur trefil og postulins- hund, og þeir voru líklega flottastir. Svo settum við upp iniða fyrir utan heimili einnar okkar, og þegar fólk sá miöann kom það við og keypti”. —AHO Þorvarður Eliasson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs sakaði Georg Ólafsson verðlags- stjóra um blekkingar og raka- lausar fullyrðingar um innkaups- verö innflytjenda hér á landi á fundi í verðlagsnefnd siðastliðinn laugardag. Þorvarður lét gera bókun um þetta á fundinum og fer hún hér á eftir. Þess er aö geta aö Georg Ólafsson verðlagsstjóri er nú á þingi Norrænna verðlagsstjóra i Finnlandi og þvf ekki hægt í bili aö fá viöbrögö hans viö bókun Þorvaldar. Hann gerði ekki beina athuga- semd við hana á fundinum en áskildi sér rétt til aö fjalla um málið þegar hann kæmi aftur heim frá Finnlandi. Bókun Þorvarðar er svohljóð- andi: „Þann 23. ágúst sl. birti verð- lagsstjóri tölur sem hann segir vera niðurstööur könnunar verð- lagsstjóra allra Noröurlandanna á innkaupsveröi innflytjenda. Tölur þessar eiga að sögn verö- lagsstjóra að sýna innkaup ts- lendinga séu að meðaltali 21%-27% óhagkvæmari en inn- kaup hinna Norðurlandaþjóð- anna. Tilkynning verðlagsstjóra hefur siöan verið notuö til marg- háttaðra árása á islenska verslunarstétt sem er vænd um þjófnaðjgjaldeyrissvik, skattsvik og hvgrskonar óþjóölega starfs- semi. Allur þessi áburöur er rök- studdur með greinargerð verð- lagsstjóra enda er hún þannig gerð að hægt er að túlka niður- stöður hennar meö hverjum þeim hætti sem lunderni manna gefur löngun til. Verðlagsstjóri gefur i skyn i áðurnefndri tilkynningu aö tölur þær sem hann birtir séu einnig gerðar opinberar á hinum Norðurlöndunum meö sama hætti. Hér beitir verölagsstjóri blekk- ingum, þar sem ekkert hinna Norðurlandanna hefur enn tekið afstööu til þess hvort könnunin sé marktæk og hafa ekkert birt um tilvist hennar. Ekki við rök að styðjast Það liggur ljóst fyrir að verö- lagsstjóri hefur birt tölur sem hann sjálfur túlkar á þann veg að þær gefa tilefni til viötækra og al- varlegra árása á islenska verslunarstétt. Jafnframt hefur verðlagsstjóri komið i veg fýrir að samtök verslunarinnar gætu svaraö árás þessari með þvi að neita þeim um allar upplýsingar varöandi umrædda könnun sem gætu orðiö þeim aö gagni og gert þeim kleift að upplýsa málið. Þrátt fyrir þetta liggja nú fyrir nægar upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum til þess að full- yrða að staðhæfing verðlags- stjóra um að innkaup tslendinga séu að meðaltali 21-27% óhag- kvæmari en innkaup hinna Noröurlandaþjóðanna, hefur ekki við rök að styðjast. Ekki veröur hjá þvi komist aö vita verölagsstjóra fyrir þessa framkomu og krefjast þess að viðskiptaráöherra fyrirskipi hon- um að veita fulltrúum verðlags- nefndar og samtökum verslunar- innarallar þærupplýsingar varð- andi umrædda verðkönnun, sem þeir fara fram á og telja nauösyn- legar. I framhaldi af ofansögöu er ekkiúr vegiaðbenda áaðSviþjóð sem er sögö hafa besta innkaups- verðið er eina Norðurlandaþjóðin sem hefur engan verðlagsstjóra. Ennfremur má benda á aö Island hefur valdamesta verðlagsstjór- ann, viðtækustu verðlagshöftin og ver að tiltölu meiru fjármagni til verölagseftirlits en nokkurt hinna Norðurlandanna.” Fyrsto réttir i Miðfirði: Gerið \ reyfarakaup ' V A UTSOLU- MARKAÐUR k í Iðnaðarhúsinu ^ •* ■■ ii • VINNUFATABUÐIN opnaði útsölumarkað í Iðnaðarhúsinu í morgun. Mikið úrval af: Gallabuxum Flauelsbuxum Kuldaúlpum við Hallveigarstíg -1 % % % % * * Vinnuskyrtum Peysum ósamt miklu úrvali af öðrum fatnaði Stórlœkkað verð — Aðeins í nokkra daga VINNUFATABÚÐIN í Iðnaðorhúsinu * * * * Fœrra féaf fjalli Réttað var i Miðfjarðarrétt. Fyrstu réttir á landinu voru i gær og fyrradag og er það um viku fyrr en venjulegt er. í réttina komu um 20 þúsund fjár og er það færra en smalast hefur i fyrstu leitum hingað til. í fyrra voru um 25 þúsund fjár i réttinni. í dag verður svo stóðrétt i Miðfjarðarrétt, en stóði er heldur farið að fækka þar um slóðir að sögn. Viðdælingar fóru á fjall i fyrradag og eru væntanlegir með safnið til byggða eftir helgina. Réttarball var i Ásbyrgi, félagsheimili Miðfirðinga að Laugar- bakka, en réttarballið á Hvammstanga verður laugardagskvöldið. —SHÞ, Hvammstanga/- KS

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.