Vísir - 13.09.1978, Qupperneq 7
VISIR Miðvikudagur 13. september 1978
t
Umsjón Guðmundur Pétursson
Tekur Hussein þátt
í fundinum í Camp
David?
Embættismenn
Carters forseta i Camp
David segja, að Egyptar
og ísraelar á fundi
þeirra Carters, Sadats
og Begins hafi sýnt
hreyfanleika og vilja til
málamiðlunar i við-
ræðunum til þessa, en
óvist hvort það dugi til
þess að leysa friðarum-
leitanirnar úr þeirri
sjálfheldu sem þær voru
komnar i.
Fundurinn i Camp David hefur
nú staðið i tiu daga og ekki hefur
frést að aöilar séu neitt nær sam-
komulagi, en þegar hann hófst.
Erilsamt var hjá fundar-
mönnum i gær, og þykir það
benda til þess aö byrjað sé aö
fjalla um nýjar tillögur, sem
Bandarikin og Israel standi
saman að. Kvisast hefur, aö
Carter hafi kynnt þær tillögur
fyrir Sadat á mánudagsmorgun.
1 gær átti Sadat simtal viö
Hussein Jórdaniukonung, sem
staddur er i London. En Hussein
konungur hefur áður látið eftir
sér hafa, að hann mundi tilleiðan-
legur til þess að taka þátt i
fundinum, ef Israel gæfi til
Slikir skyrtubolir seljast um
þessar mundir eins og heitar
lummur vegna fundarins i
Camp David.
kynna, að það mundi vilja skila
aftur vesturbakka Jórdan.
Ennþó bardagar í Nicaragua
Þjóðvarðlið Nicaragua á
enn í hörðum bardögum
við uppreisnarmenn í f jór-
um meiriháttar borgum
landsins/ hvað sem líður
yfirlýsingu Anastasio
Somoza/ forseta um að
bældur hefði verið niður
allur órói í landinu.
011 umferö til og frá borgunum
Masaya, Chindandega, Leon og
Ésteli er hindruð af þjóðvaröliðinu
Þyrlur hersins fluttu 30 særða
hermenn og 100 sára óbreytta
borgara frá Masaya i gær, þegar
yfirvöld Jeyfðu i fyrsta sinn
sjúkraliðum Rauða krossins að
fara inn i borgina, eftir að hafa
synjaö um leyfi til sliks i þrjá
daga.
Talsmenn þjóövaröliðsins
segja, að hermennirnir hafi borg-
irnar á sinu valdi, þótt ennþá sé
barist.
Bandariskur flugmaður, sem
slapp út úr Masaya i gær, segir,
aö þar sé ljótt um að litast. Likin
liggi eins og hráviöi óhirt á götun-
um. Flugmaðurinn sagðist hafa
orðið vitni að þvi, þegar varö-
flokkur hermanna kom að særðri
konu, sem kveinaði undan sárum
sinum og kvaöst vilja deyja. Einn
hermaðurinn lyfti byssu sinni og
bar. enda á þjáningar hennar.
í morgun mátti sjá rey'k
leggja frá byggingum i Masaya,
þar sem haröast hefur verið bar-
ist. Þar rikja nú herlög.
Yfirvöld Nicaragua sögðu i
gær, að þjóövaröliöið heföi út-
rýmt flokki 50 skæruliöa, sem
reynt höfðu að laumast yfir
landamærin frá Costa Rica.
Hvatti Somoza forseti Costa Rica
til aö auösýna meiri aðgát viö
landmærin. Sagði hann, aö her-
menn hans heföu ekki farið yfir
landamærin. — Yfirvöld Costa
Rica halda þvi hinsvegar fram,
að herþotur frá Nicaragua hafi
rofiö lofthelgi Costa Rica til þess
að ráðast á ökutæki, sem var á
ferö á þjóðvegi.
Handtaka
œttmenni
Steve
Bikos
öryggislögregla
Suður-Afriku handtók í
gær Kaya Biko bróður
Steve Bikos, sem lést
fyrir ári af völdum
höfuðmeiðsla er hann
hlaut i gæslu
lögreglunnar.
Segir i fréttum frá Jóhannesar-
borg, aö Kaya Biko sé meðal fjór-
tán ættmenna og vina Steve sem
hnepptir hafa verið i varðhald
siðustu daga. — Af hálfu öryggis-
lögreglunnar er varist allra frétta
af handtökunum.
Kaya var hafður i haldi I nokkr-
ar klukkustundir i desember i
fyrra þegar stóö yfir rannsóknin á
dauða Steve bróöur hans i
fangelsinu. Eins og menn muna
komst rétturinn að þeirri niður-
stöðu að enga sök væri að finna á
dauða hans hjá fangavörðunum.
— 1 augum umheimsins var það
eitthvert versta réttarhneyksli
siöari ára.
Meðal annarra sem handteknir
hafa verið að undanförnu — i
greinilegum ótta við að eins árs
dánarafmæli Steve kynni að
hrinda af staö mótmælaöldu —
eru systir Steves og eiginmaöur
hennar.
30 milliónir
fyrir barðinu
ó flóðunum
Stórfljótin Ganges og
Jumuna hafa flætt yfir
bakka sina og brotið
niður stiflugarða i Ind-
landi. Eru nú hundruð
þorpa i Norður-Indlandi
umlukin vatni, en ibúar
margra þeirra hafa
orðið að yfirgefa þau.
Þúsundir hafa þannig neyðst til
þess að yfirgefa heimili sin vegna
flóðanna og kveður sérlega
rammt að þvi I austurhlutum Utt-
ar Pradesh og Bihar.
Alþjóða-rauðikrossinn ætlar að
rúmar 30 milljónir manna hafi
orðið fyrir barðinu á flóðunum á
einn eða annan máta.
Her Indlands hefur aðstoðað
fólk við að komast burt af flóða-
svæðunum, en samt er óttast, að
hundruð hafi drukknaö.
Þessi mynd var tekin af slys-
inu á kappakstursbrautinni
að Monza, þegar ökuþórinn
Ronnie Petterson frá Sviþjóð
hlaut þau meiðsli.sem drógu
hann til bana. — Rannsókn
stendur nú yfir á tildrögum
slyssins, en ökuþórar i
heimsmeistarakeppninni
segja brautina of hættulega
til keppni.
Marina Oswald
ANDVANA FÆDÐ
RÍKISSTJÓRN
Allar horfur þykja á
þvi, að utanflokkastjórn
Portúgals, sem setið
hefur i hálfan mánuð
endist ekki miklu lengur
úr þessu. — Er að henni
veist jafnt af hægri sem
vinstri flokkum á þingi.
Alfredo Nobre da Costa, for-
sætisráðherra, og fulltrúi hans
hafaneitaðaðleggja árar Ibátog
segja, aö nýja stjórnin muni biða
dóms þingsins.
Það þykir þó fyrirsjáanlegt
hver hann verður. Fyrir þinginu
liggur til afgreiðslu frumvarp um
sparnaðarráðstafanir rikisstjórn-
arinnar i efnahagsmálum, en
jafnframt liggja fyrir þrjár frá-
visunartillögur, sem búist er við,
að stjórnarandstæðingar samein-
ist um. Jafngildir þaö eðlilega
falli stjórnarinnar, ef hún fær
ekki komið mikilvægustu frum-
vörpum sinum i gegnum þingið.
Leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar, ihaldsflokksins, sósialista
og kommúnista, hafa allir lokiö
upp einum munni um, að þessi
rikisstjórn sé andvana fædd.
ber vitni vegna
morðsins á JFK
Marina Oswald
Porter, ekkja Lee
Harvey Oswald, manns-
ins, sem talinn er hafa
ráðið John F. Kennedy
forseta af dögum, ber
opinberlega vitni i dag i
fyrsta sinn i fimmtán
ára rannsókn þessa
dularfulla morðmáls.
Vitnisburöur hennar verður
upphafið á köfun i lif Oswalds
vegna rannsóknar fulltrúadeildar
Bandarikjaþings á morði Kenn-
edys. — Ekki er búist viö þvi, að
Marina geti varpaö nýju ljósi á
málið.
A sinum tima bar Marina vitni
fyrir Warren-nefndinni, og hélt
þvi þá fram, að Oswald heföi
verið einförul sál, sem óhugsandi
væri, aö heföi staöiö i samsæri
með öðrum.
1 nýlega útkominni bók
„Marina og Lee’ eftir Priscilla
Johnson McMillan. hefur höfund-
ur eftir Marinu, að hún geti enn
þann dag i dag ekki skilið, hvaö
hafi komið Oswald til þess aö
drýgja ódæðiö.