Vísir - 13.09.1978, Síða 8

Vísir - 13.09.1978, Síða 8
fólk Karen Bhck og IGt Carson Rétt eftir að tökum á kvikmyndinni ,,Nash- ville" lauk á árinu 1975, barði blaðamaður nokk- ur að dyrum Karenar Black, sem fór með eitt hlutverkið i myndinni, og bað um viðtal. Eftir fimm klukkustunda við- tal, vildi þessi sami blaðamaður eiga stefnumót við viðmæl- anda sinn. En Karen sagði nei. Klukkan þrjú þá um nóttina hringdi siminn í hótelherbergi blaðamannsins. Karen var í simanum og sagði: „Ég ætla ekki að sofa hjá þér en mig langar til að hitta þig aftur." Blaðamaðurinn, Kit Carson, sem nú er rit- höfundur er jafnframt eiginmaður Karenar í dag. Þau giftu sig ekki löngu eftir viðtalið og sex og hálfum mánuði eftir brúðkaupið fæddist þeim sonur, Hunter sem nú er að verða þriggja ára. Karen tók sér 18 mánaða frí til þess að sinna syninum, en er nú ein afkastamesta leik- kona i L.A. Hún er 36 ára og á að baki 25 kvik- myndir,allar frá siðustu 10 árum. Kann ekki við sig á hvíta Henry Fonda hefur ekki enn getað sætt sig við að horfa á sjálfan sig á hvita tjaldinu. Reyndar kveðst hann ekki þola það. ,,Ég þoli ekki að heyra í sjálfum mér" segir hann, „og ég er ekkert hrifinn af þvi hvernig ég lít út," Fonda sem orðinn er 73ja ára gamall á að minnsta kosti 90 kvikmyndir að baki, en hefur ekki séð nema 15 af þeim. Þar á meðal „The Grapes of Wrath", „The Ox-Bow Incident" og „Twelve Angry Men". Það er reyndar móðir Marlon Brando sem á heiðurinn tjaldinu af því að hafa komið Fonda út i leiklist. Það var í fæðingarbæ Fonda, Omaha. Með garðyrkjudellu... Stjörnurnar i Holly- wood eru greinilega með garðyrkjudellu. Við sögðum frá Peter Strauss hér í „Fólki" um daginn og birtum mynd af honum i hjól- börum í garðinum sín- um. Nú er það Sally Kellerman, sem margir muna sjálfsagt úr t.d. MASH. Sally segist hreinlega vera vitlaus í blóm. „Hvar sem ég er verð ég að hafa útsýni og blóm", segir hún. Og það hefur hún heima hjá sér i Kaliforníu. Inni er allt fullt af blómum i öllum herbergjum og ekki verður víst annað sagt en að garðurinn sé skrautlegur. Hún vaknar oft klukkan sjö á morgnana til þess að bregða sér út í garð. „Ringo Starr, veifar til mín þegar hann gengur framhjá og ég vonast alltaf eftir bíl, fullum af túristum sem benda á mig og horfa á mig i garðinum." Sally hefur að sjálfsögðu garð- yrkjumann sem kemur í garðinn einu sinni i mánuði, og þegar hún bregður sér í burtu fær hún vini sina til að vökva fyrir sig. Það má svo fylgja með, að Sally er 40 ára gömul. i Umsjón: Edda Andrésdóttir _„örvæntingaróp þeirra hljóma í eyrum mér” snökti maöurinn. „Þaö var hræöilegt”. „Furöulegt”, sagöi Tarsan. „Viö förum strax á morgun aö leita fílsins”. Miðvikudagur 13. september 1978 VÍSIR . pao er best aö ! einhver af i þessum fjall-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.