Vísir - 13.09.1978, Qupperneq 10
10
Miðvikudagur 13. september 1978 VISER
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjdri: Daviö Guftmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón meft helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blafta-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Ellas Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrín Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens
Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Öskar Haf steinsson, Magnús Ölafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 Ifnur
Askriftargjald er kr. 2000
á mánuöi innanlands.
Verö i lausasölu kr. 100
eintakið.
Prentun Blaftaprent h/f.
Er bókunin úrslitaatriði
eða efndirnar?
Margar ríkisstjórnir hafa gripið til þess ráðs í erf ið-
um efnahagsþrautum að stíga dans í kringum vísitöl-
una. Núverandi stjórn er ekki að troða nýjar slóðir í
þeim efnum. En einmittfyrir þær sakir þykjast menn
sjá nokkurn veginn fyrir, hvernig f ramvindan verður.
Dansinn i kringum vísitöluna hefur að vísu verið
stiginn með ýmsum hætti. En hann er í þvi fólginn
fyrst og fremst að nota vísitöluna til þess að búa til
falskar verðlækkanir. Ríkisstjórnin segist t.d. hafa
lækkað mjólkuraf urðir. Hið rétta er hins vegar að þær
hækkuðu verulega i verði.
I stað þess að borga kaupmanninum gjalda menn
skattheimtumönnum ríkissjóðs mjólkurpeningana.
Þeir senda þá til ríkisféhirðis, sem seinna sendir þá
Framleiðsluráði landbúnaðarins, er loks kemur þeim
til vinnslufyrirtækjanna. En kjarni málsins er sá, að
mjólkin hækkaði en lækkaði ekki, þó að færri krónur
fari yfir búðarborðið.
Það er með öðrum orðum hægt að lækka vísitöluna
með því að auka niðurgreiðslur. Bein skattheimta
hefur á hinn bóginn ekki áhrif á vísitöluna. Þá miklu
hækkun, sem nú varð á landbúnaðarafurðum þarf
ekki að bæta i kaupgjaldi af því að hún er ekki borguð
yfir búðarborðið heldur til skattheimtumanna ríkis-
sjóðs.
Verkalýðshreyfingin hefur alla jafnan sætt sig við
þennan dans í kringum vísitöluna. Raunveruleg lífs-
kjör haf a ekki í langan tíma komið henni við. Forystu-
menn verkalýðsfélaganna hafa heldur kosið fleiri
verðlausar krónur en færri með verðgildi. Vísitölu-
dansinn hefur því sjaldnast valdið þeim áhyggjum.
En núætti f lestum að vera Ijóst, að litlu máli skiptir
fyrir almenn lífskjör, hvort menn borga neysluvör-
urnar hjá kaupmanninum, gjaldheimtustjóra eða
sýslumönnum. Vörurnar kosta það sama. Eini munur-
inn er sá, að niðurgreiðslukerfið er dýrara.
Spurning er því hvort menn ættu ekki í eitt skipti
f yrir öll að viðurkenna staðreyndir og takmarka veru-
lega kauphækkanir með vísitölu. Það er miklu heiðar-
legra að ganga hreint til verks og breyta vísitölunni,
heldur en að stíga endalaust dansinn í kringum hana,
enda sýnir reynslan að sú aðferð dugir skammt.
Alþýðuflokkurinn gerði það að úrslitaatriði varð-
andi þátttöku í núverandi ríkisstjórn að vísitölukerfið
yrði endurskoðað fyrir 1. desember n.k. Ráðherrar
flokksins hafa á hinn bóginn ekki viljað svara því,
hvortefndir á þessu fyrirheiti verði látnar ráða úrslit-
um um áf ramhaldandi setu í stjórninni. Af því mætti
ráða, að bókunin skipti meira máli en efnislegar ef nd-
ir hennar.
Framsóknarf lokkurinn hef ur einnig lýst áhuga á að
endurskoða vísitölukerfið og formaður þess flokks
hefur í hreinskilni viðurkennt að markmiðið með
slíkri endurskoðun geti ekki verið annað en að tak-
marka sjálfvirkar launahækkanir. Þetta er góðra-
gjaldaverð afstaða. Og vissulega færi vel á því, ef
þessari ríkisstjórn tækist að taka á sjálfu vandamál-
inu í stað þess að stíga dans í kringum það.
Fyrstu aðgerðir stjórnarinnar benda ekki til þess að
svo verði. Raunverulegur áhugi þessara tveggja
stjórnarf lokka á kerf isbreytingu á þessu sviði kemur í
Ijós, þegar á það reynir, hvort Alþýðuf lokkurinn lætur
bókunina eina duga eða hvort efndir hennar verða
einnig úrslitaatriði fyrir áframhaldandi stjórnarsam-
starfi. ,
Hvaða gildi hefur
vinnustaðurinn?
Beggja hagur leiðarljós.
Viðleitni tii að brúa bil milli
striðandi höpa er virðingarverð
og að efla samhug og samkennd
aðila vinnumarkaðarins, hvort
sem það er gert með auknu at-
vinnulýðræði eða samningum
um kaup og kjör. Kjara-
samningar eru oft reknir meira
af kappi en forsjá og allir sem
hlut eiga að máli skaðast á
þeim. Kjarasamningar eru viö-
skipti þar sem annar selur
kunnáttu sina, tima og orku en
hinn kaupir við umsömdu verði
— launatöxtum — og eins og i
öðrum viðskiptum verður
beggja hagur að vera leiðarljós-
ið.
Varðandi atvinnulýðræði, þar
sem starfsmenn öðlast ihlutun
um stjórnun eða hlutdeild i at-
vinnufyrirtækjunum, er þaö aö
segja að varla er nokkur svo
skyni skroppinn að hann skilji
ekki, að það eitt fyrirtæki er vel
rekið sem skilar arði. Hagnaði
sem að hluta gengur til þeirra
sem starfa við fyrirtækið og að
hluta aftur inn i reksturinn hon-
um til eflingar, uppbyggingar
og endurbóta. Rekstur fyrir-
tækja, sem veltast ár frá ári án
þess aö ná að mynda eigið fé,
sjálfum sér til uppihalds er eins
vonlaus og að elta eigið skott.
Þjóðardraugurinn
Hægara er um að tala en i að
komast á landi, þar sem fólkið
slæst árum saman við þjóöar-
drauginn án þess að koma hon-
um á kné. Verðbólguviman sem
viö Islendingar vöðum i er alls-
herjar blekking og ef einhvern-
tima veröur upp staöið hafa all-
ir tapað. Við þykjumst öll vera
andvig verðbólgunni en hugsum
Vilji til að ráðast að rótum
meinsemdarinnar samfara
pólitisku hugrekki til að fram-
fylgja svo óþægilegum aðgerð-
um. Ef ekki er efnahagslegt
sjálfstæði verður ekkert annað
sjálfstæði, mælti framherji i
sjálfstæðisbaráttu tslendinga,
þegar hann brýndi þjóð sina til
dáða á öldinni sem leið. Sann-
leikur sem er i fullu gildi,
hvort heldur þjóð á i hlut eða
einstaklingur.
Erlendar lántökur til fram-
kvæmda sem eru verðmæta-
myndandi eru jákvæðar og
sjálfsagðar en lántökur erlendis
til að standa straum af innlendri
neyslu eða til að greiða niður
aðrar skuldir er fjármálapólitik
sem fær ekki staðist til lengdar.
Hver og einn getur sannprófað
það með þvi að yfirfæra fyrir-
bærið á sinar einkaaðstæður.
Skuldasöfnun umfram eöli-
lega umsetningarmöguleika
innanlands er varhugaverð,
skapar þenslu á vinnu-
markaðinum, er verðbólgu-
hvetjandi og getur leitt til þess,
að við einn góðan veðurdag
missum tökin á eigin tilveru
sem sjálfstæð þjóð.
Hagfræði Egypta
Islendingar eru matvæla-
framleiðendur og matvæli eru
viðkvæm verslunarvara, háð
verðsveiflum sem stafa af of-
vexti eitt árið eða uppskeru-
bresti það næsta, góðri vertið
eða gæftaleysi. Okkur er öðrum
fremur nauðsynlegt að halda i
heiðri hagfræði Egyptanna
fornu, sem kristallaðist i ráðn-
ingu á draumi Faraós um feitu
kýrnar og mögru. Að taka skuli
frá i góðæri og geyma til harð-
æris er i fullu gildi á öllum tim-
um.
Hér á landi hefur það verið
gert með sjóðamyndun og er
verðjöfnunarsjóður fisk-
iðnaðarins af þeim toga spunn-
inn. En nú er hann tómur þrátt
fyrir góðar gæftir og mikla veiði
á þessu ári — svo mikla veiði að
fólk i frystihúsunum kveinkar
sér undan vinnuálaginu og spyr
hvort ekki megi stokka upp
vinnutilhögunina og taka upp
vaktavinnu þannig aö einhvern-
tima komi óþreyttur hópur til
starfa.
Af annarlegum ástæðum
söfnuðust upp óseldár vöru-
birgðir i landinurþað sem átti aö
geyma til harðærisins hefur
verið notaö i góðærinu. Það
hlýtur að vera feigur maður
sem ekki vill snúa þessu við —
sá er augljóslega tilbúinn aö
stiga fram af brúninni.
Björg Einarsdóttir 1
skrifar: í raun og
veru er efnahagslegt
sjálfstœði þjóðarinnar
að veði ef ekki
myndast almennur
vilji til þess að leggja
á sig stundaróþœgindi
fyrir velferð til
lengri tima.
okkur flest gott til glóðarinnar i
laumi aö ná einhverju út fyrir
okkur „privat”.
I raun og veru er efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar að veði ef
ekki myndast almennur vilji til
að leggja á sig stundaróþægindi
fyrir velferð til lengri tima —
Viða er það svo að fólk skynjar ekki gildi handtaka sinna á vinnu-
stað í samhengi við heildina. Starfsmaður við færiband, vélar,pökk-
un og snyrtingu i frystihúsi eða flutninga nær ekki að tengja dagleg
handtök sin við útkomuna þegar framleiðsluvaran er komin full-
unnin til neytenda. Og hann á einnig erfitt með að setja markaðsöfl-
un og verðsveiflur erlendis inn i ramma daglegs Hfs i sjávarþorpi.
Spurningunni: Hvaða-giidi hef ég fyrir vinnustaðinn og hvaða giidi
hefur vinnustaðurinn fyrir mig — er oftast ósvarað eða hálfsvarað.
Og spurningar sem ekki fæst svar við bjóða heim getgátum eða
imynduðum úrlausnum i stað vissu.
Starfsmaðurính og fyrirtækið sem starfaö er við eru hagsmuna-
heild og launþeginn og atvinnurekandinn tveir aðilar að sama
máli. Hagur annars er hagur hins og markmiö beggja,þegar sprett
er niður i neðsta saumfar,er að komast af.
Það er óvandaður leikur, sem iðulega verður vart á vettvangi
þjóðmála að mynda eða viðhalda gjá milli þessara aðila sem e.iga
mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta. Sá leikur þjónar tilgangi
annarra afla og fjarlægra þeim annasama starfsvettvangi þar sem
leiöir launþegans og atvinnurekandans liggja saman. Hópar láta
utanaðkomandi aðila afflytja sig hvern við annan og blása upp það
sem sundrar i stað þess að efla það sem sameinar.