Vísir - 13.09.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 13.09.1978, Blaðsíða 24
1978 Ragnar Arnalds um ráðuneyt- isveislur: ,,Dýrara að veifa kaffí en áfengi” „Ég held að það sé ekki neinn minnsti vafi á að venju- leg hanastélsboð munu vera miklu ódýrari en kaffiveit- ingar”, sagði Ragnar Arnalds mennta- og samgöngu- ráðherra I samtali við Vfsi i morgun, þegar hann var inntur eftir kostnaðarhliðinni á þvf aö veita vin og svo hins vegar kaffi I veislum Ragnar sagði að það væri veriö að skoða þetta mál frá ýmsum hliðum, m.a. kostnaðarhliðina. „Ég er forstöðumaður fyrir tvö ráðuneyti og annar fyrir- rennari minn veitti vin i veislum en hinn ekki. Það er hætt við að það verði ákaflega erfitt að hafa eina reglu i samgönguráðuneyti og aðra reglu I mennta- ráðuneyta. málaráðuneyti”, sagði Ragnar, þegar hann var spuröur hvort hann ætiaði að fara aö siðum fyrrver- andi menntamálaráðherra og veita ekki vin i veislum. „Xfirleitt held ég að óhjákvæmilegt sé að rikis- stjórnin hafi eina reglu i þessum efnum”, sagði Ragnar Arnalds. —KP Á ofsahraða við skólana Sjötíu teknir í Kópavogi ffyrir off hraðan akstur Lögreglan i Kópavogi hefur verið með radarmælingar siðustu daga og hefur fcngið allverulega að finna fyrir þvi, að ökumenn virða ekki reglur um hámarkshraöa. Sjötfu. bilar voru til dæmis stöövaðir einn daginn á tæp- um þremur klukkustundum fyrir of hraðan akstur. Menn aka á upp undir 90 km hraða, en að sögn lög- reglumanna hefur þó eng- inn verið tekinn á yfir 90 km hraða þessa dagana. En sé einhver gripinn á slikum hraða, er hann sviptur ökuskirteini. Meðal annars hefur öku- hraðinn verið mældur við skóla, þar sem mikið af börnum er á ferðinni, og reyndust menn þar gjarnan aka á 80 km hraða og jafn- vel þar yfir. Vill lögreglan minna ökumenn á að gæta hófs i þessum efnum, sér- staklega með tilliti til þess, hve hættulegur timi er nú i umferðinni. Skólar eru að byrja og börn mörg hver algjörlega óvön umferö- inni. —EA Afurðalón til frystihúsa: „Hcekka mjög fljótlega" • segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri ,,Ég býst viö því að afurðalánin hækki mjög fljótlega eftir að við erum búnir að fá útsöluverð sölusamtakanna", sagði Jó- hannes Nordal seðlabankastjóri við Vísi í morgun. „Þetta veröur allra næstu daga”, sagöi Jó- hannes. Seðlabankinn sér um rekstrarlán til frysti- húsa út á birgðir. Lánin taka mið af markaðsverði freðfisks og hækka þvi til samræmis við breytinguna á gengi islensku krónunn- ar. Það hefur komið fyrir að hækkun afurðalána hefur dregist, en forsvars- menn fiskvinnslunnar telja að rekstrarstaða frystihúsa batni ekki fyrr en afurða- lánin hafa hækkað til jafns við hækkað afuröaverð. —KS Lœgstlaunuðu ríkisstarffsmenn Við gljóffur Sauðárffoss Þennan glæsilega foss hafa fáir Islendingar augum litið, enda er hann ekki i alfaraleið. Hann er i Sauðá, sem rennur norðaustur frá Vatnajökli, og tók GVA myndina þar i vikunni. „Engin ókvörðun um vaxfa- hœkkun" „Það er verið að meta áhrif efnahagsaðgerðanna f verðlagsmálum og engin ákvörðun því verið tekin enn þá”, sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri við Visi i morgun, er hann var spurður hvort verð- bótaþáttur vaxta hækkaði frá 1. september. Jóhannes var spurður að þvi hvort einhver ákvörðun hefði verið tekin um hvort vextir yrðu ekki hækkaðir til samræmis við hækkun verðbótaþáttarins eins og gert var 1. júni s.l. Sagði hann að engar ákvarðanir hefðu verið teknar i málinu yfirleitt og væri þetta allt i athugun. —KS fengu ofgreitt 1. september „Tekið aftur V. október” • segir Tómas Árnason ffjórmálaróðherra „Þaö er ætlunin að gera launin upp í lok septem- bermánaöar. Ef ein- hverjir hafa fengið greitt of mikið verður tekið af þeim um þessi mánaða- mót,” sagði Tómas Arna- son fjármálaráðherra er hann var i morgun inntur eftir launamálum rikis- starfsmanna, sem nánar fjallar um i forsiðufrétt. „Inni i þessu eru miklar niðurfærslur bæði á mat- vörunum og land- búnaðarvörunum. Lögö er áhersla á að úrslita- þýðingu hafi kaupmáttur launanna. Þess ber að gæta að fyrstu tiu dagar septembermánaðar verða óbreyttir.” „Skýringin á þeirri stöðu sem komin er upp i launamálunum er sú, að gengið var frá öllum ráð- stöfunum á mjög stuttum tima. Samtimis fór fram vinna á þessu i fleiri þátt- um. Kaupgjaldsvisitalan var reiknuð út hjá kaup- lagsnefnd, siðan var unn- ið að þessum málum i ráðuneytunum. Menn sáu ekki myndina alveg ljósa þegar þetta var að gerast. Heildarhugsunin var sú að lægstlaunaða fólkið myndi njóta þess mest að matvörur eru greiddar svona mikið niður.” Aöspurður sagði Tómas að ekki hefði verið stefnt að þvi að þeir lægstlaun- uðu lækkuðu i launum.” Stefnan er þveröfug, sú aö fólkiö með lægstu launin komi betur út úr þessu en aðrir. Það þarf að kaupa þessar- nauðsynjavörur. Niður- greiðslan kemur þvi bet- ur til góða en öðrum.” Tómas sagði að laun fólks samkvæmt hinum nýju ákvæðum hefðu ekki blasað við upp á krónu en menn hefðu hins vegar gert sér grein fyrir þvi, hvaða áhrif þetta hefði á kaupmáttinn. —BA— „Hefur dottið i hug að gefa Borgarspítalann"ff „Okkur hefur iðulega dottið I hug aö gefa ríkinu Borgarspitalann til að létta rekstarbyrðinni af borginni. Hallinn af rekstri hans og annarra sjúkrastofnana er fyrstu 6 mánuði ársins 406 millj- ónir króna” sögöu þeir Kristján Benediktsson, Björgvin Guðmundsson og Sigurjón Pétursson á fundi i gær, þegar kynnt var úttekt Ólafs Nilssonar endurskoðanda á fjár- hagsstöðu borgarinnar 30. júni. Þar kemur fram aö fjárhagsstaða borgarinn- ar er mjög erfið. „Ég held að greiðslustaðan hafi að- eins einu sinni orðið svip- uð eða jafnvel verri og það var 1974, en sá var munurinn, aö þá var auð- veldara að fá aðstoð hjá bönkunum”, sagði Kristján Benediktsson. Sjá bls.ll. —B.A. SMÁAUGLÝSINCASIMINN ER 86611 Smáauglýsingamóttaka alla virka daga frá 9-22. iLaugardaga frá 9-14 og sunnudaga frá 18-22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.