Vísir - 14.09.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 14.09.1978, Blaðsíða 2
2 í Reykjavik: Hver er heilbrigðisráð- herra núverandi rikis- stjórnar? Sigurður Sófusson lagerstjóri I Glæsibæ: „Ég held að þaö sé Ragnar Arnalds.” Guðrún Kristjánsdóttir, húsmóðir meö meiru: „Já. Hver var þaö nú aftur? Er þaö ekki Alþýöuflokks- maöurinn hann Magnús H. Magnússon?” Rut Skúladóttir, vinnur I Glæsi- bæ: „Ég hef ekki minnstu hug- mynd um þaö. Ég hef ekkert vit á pólitik.” Hallgrimur Marinósson, húsa- smiöur: „Oooooh, oooh, oh. Ég veit þaö varla. Ég hef mjög litinn áhuga á þessari rikisstjórn. Ætli ég skjóti ekki á Kjartan Jóhanns- son. Emilia Svavarsdóttir, vinnur I Glæsibæ: „Hver var nú heil- brigöisráöherra i fyrrverandi rikisstjórn? Já, þaö var Matthias Bjarnason. Biddu nú viö. Jú, ég held aö þaö sé Ragnar Arnalds.” Viðmiðunarverðið er óbreytt: Fimmtudagur 14. september 1978 VISIR Inneign freðfisk- deildar 200 millj. Engar greiðslur verða úr freðfiskdeild í september Viðm iðunarverð freðfisk- deildar Veröjöfnunarsjóðs hefur verið ákveðið óbreytt frá því sem verið hefur og koma því engar greiðslur úr sjóðnum vegna útflutnings á freiðfisk I september aö þvi er Kjartan Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra sagði i samtali við Visi. Kjartan sagöi aö skuldbind- ingar freöfiskdeildar fyrir út- flutning i júli og ágúst eftir aö sjóðurinn tæmdist næmi um 839 milljónum króna. Aætlaöar tekjur freöfiskdeildar af gengis- munarhagnaöi væru um 1000-1100 milljónir þannig aö þegar búiö væri aö standa viö skuldbindingar fyrir júli-ágúst væri inneign freöfiskdeildar um 200-300 milljónir. Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra Kjartan sagðist ekkert geta sagt um hvernig rekstrarstaða frystihúsanna yröi eftir þessa „Þaðsem gert hefur verið er ekki varanlegt eða fullnægj- andi”, sagði Hjalti Einarsson frainkvæmdastjóri hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna I morgun þegar Visir spurði um afstööu hans til stöðu frystihús- anna eftir að viðmiðunarverð hefur verið ákveðið. „Fiskursem framleiddur er i dag fer ekki út fyrr en eftir tvo eða þrjá mánuöi, þannig aö tekjur koma ekki fyrr en þá. Eina sem frystihúsin fá eru hærri lán, ef þau fá það þá. Viö búumst við þvi, en þaö er ekki alveg ákveðið. En 1. október kemur nýtt fiskverð og 1. desember ný visitala. betta er bara skammtimalausn nema þaðyrðuverðhækkanir erlendis, þaö gæti tafiö fyrir næstu gengisfellingu. Þaö eru miklar birgðir af fiski i landinu og helmingur af gengishagnaðin- um fer i veröjöfnunarsjóð, en þaö verður notað upp á næstu mánuðum. Ef ekkert annaö veröur gert veröur komið upp samskonar vandamál í lok árs: ins”. ákvörðun þar sem hann heföi ekki ennþá fengið töluleg gögn þarum. Hinsvegar benti hann á „Viðmiðunarverö er ákveöiö þannig að hvorki veröur greitt úr verðjöfnunarsjóði eöa I hann og hefur þvi sjóöurinn engin áhrif á rekstur frystihúsanna”, sagði Arni Benediktsson hjá Sambandi islenskra samvinnu- félaga. Nokkuð vantar upp á aö að viðmiöunarverðiö heföi verið ákveöið samhljóöa i stjórn Verðjöfnunarsjóðs i gær.en þar á fiskvinnslan 2 fulltrúa. frystihúsin séu hallalaus og þar meöer enginn grundvöllur fyrir hækkun fiskverðs 1. október nema til komi nýjar ráðstafan- ir. Þaöer útilokaö aö reka fyrir- tæki nema hægt sé að reka þaö hallalaust. Allir möguleikar til skuldasöfnunar eru nú úr sög- unni og nú getur ekkert gengiö nema menn hafi fyrir öllum kostnaði”. —J.M. —Ks „Samskonar vanda- mól í lok ársins" — segir Hjalti Einarsson, framkvœmdastjóri SH FLOKKSLÍK GEGN LÍFGJAFA SÍNUM Þeir, sem kusu Alþýöuflokk- inn I siöustu kosningum af þvi aö þeir voru aö kjósa Vilmund Gylfason, mega nú horfa upp á þaö, aö kosningum og stjórnar- samningum loknum, að Alþýöu- flokkurinn hefur ekkert meö Vilmund Gylfason aö gera, þarf ekki aö hlusta á tillögur hans, og telur sig ekki þurfa aö taka mið af sjónarmiðum hans i einu eöa neinu. Máski stafar þetta af þvi að menn á borö við Benedikt Gröndal, utanrikisráðherra, og Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra, telja aö þeir hafi per se slíkt fjöldafylgi, aö fólk úr öllum flokkum hafi hlaupið til og kosið þá allt i einu , haldið ómótstæðilegri löngun til aö endurlifga Alþýöuflokkinn. Hegöun Alþýöuf lokksins aö kosningum loknum bendir alls ekki til þess, aö forustan i þeim flokki sé fær um aö vega eöa meta forsendur fyrir einstæöum kosningasigri. Framkoma þeirra viö Vilmund ber þess ótvirætt vitni aö „gamla likiö”, þ.e. gamli flokkskjarninn, sem stóö á pólitiskum rústum fyrir kosningarnar, ætli sér þá dul aö risa upp frá dauöum til fram- búöar á viðhorfum og verkum manna og kjósenda, sem héldu aö þeir væru aö skilja gamla Alþýöuflokkinn aö baki. Leynd og Ijós andstaða innan þing- flokksins gegn Vilmundi á eftir aö færa kjósendum heim sann- inn um, aö „likið” er tilbúið aö deyja upp á nýtt. Yfirleitt fer pólitiskur vel- farnaður flokka nokkuöeftir þvi hve forustuliðið er gott aö hlusta eftir röddum og viöhorfum al- mennings. Og kosningar eru oft- ar en hitt stefnuvisir um þaö, hverjum beri aö fela ábyrgöina og hverja fólkiö vill. Nú má segja um forustu Alþýöuflokks- ins, aö hún mun hafa verið oröin afvön þvi aö hlusta eöa heyra raddir, slikt var fylgisfátækið. Á sama tima og ætla má aö Sjál fstæöisflokkur og Fram- sóknarflokkur séu i óöaönn aö gera sér grein fyrir kosninga- ósigrum, hamast Alþýöuflokk- urinn við aö breyta kosninga- sigri í tap. Þaö dettur nefnilega engum manni í hug aö kjósa Alþýöuflokkinn i næstu kosning- um. Kjörmanni almennings hef- ur verið visaö á dyr einum tvisvar sinnum meö skömmu millibili, en traustir flokksjálk- ar með gamla lUifölvann verið settir i allar trúnaöarstööur. Vel má vera aö Alþýðuflokk- urinn geti keypt sér friö I stjórnarsamstarfi viö Alþýðu- bandalagog Framsókn meö þvi að sparka einu sinni á dag I Vilmund Gylfason. En þaö veröur þá aðeins þann tima sem stjórna rsani starfið stendur, enda mun Alþýöuflokkurinn ekki veröa til stórræöanna aö því loknu. Alþýöubandalagiö má minnast þess, aö þaö var Vilmundur sem kom I veg fyrir aö þaö fengi yfir tuttugu þing- menn kjörna — fyrst og fremst. Og Framsókn kemst ekki á næstunni yfir þaö, aö Vilmundur skyldi veröa til þess að sýna al- menningi óþveginn þvott flokks- ins á snúrum út um allan bæ, og jafnvel um Suðurnes lika. Kröf- um þessara aöila sinnir nú Alþýöuf lokkurinn öllu ööru fremur þá daga sem hann hefur fengið sitt siðasta tækifæri til aö risa upp frá dauöum. Þeir komu sem sigurvegarar úr kosningum til aö játast undir og góökenna áratuga gamlar lausnir um niöurgreiöslur og skattheimtu, sem Alþýöubandalagiö er eitt fært um aö verja á opinberum vettvangi á meöan Fljótamaöur hlær og kratinn þegir. Hin ömurlega sveifla gegn Vilmundi innan þingflokks Alþýöuflokksins kemur kannski ekki svo mjög á óvart. Flokkur- inn gekk til kosninga undir mynd af rauðri rós i steyttum , hnefa. Nær hefði verið og sannieikanum samkvæmara, að ganga til kosninga undir mynd af liki með rauðri rós milli krosslagöra handa. Þá heföi verið meira samræmi i eftir- leiknum, þegar likiö reis upp viö dogg og át rósina, sem frá upphafi var tákn um lifsmark flokksins. Til þess eins reis Alþýöuflokkurinn upp frá dauö- um. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.