Vísir - 14.09.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 14.09.1978, Blaðsíða 23
vism Fim mtudagur 14. september 1978 litla franska • • TROLLIÐ Höfum fengið 1979 árgerðina af þessum eftirsóttu og margreyndu SIMCA 1100. SIMCA 1100 sendibíllinn er lipurt og þolmikið atvinnutæki, sem hefur marg- sannað ágæti sitt á íslandi, enda er hann í eigu fjölmargra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Við getum boðiðtværgerðiraf sendibílnum og eina pick-up gerð. Hafið samband við okkur strax í dag og tryggið ykkur bíl. Sölumenn Chrysler-sal sími 83330 eða 03454 ð Vökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 Sniðill hf., Óseyri 8 Akureyri. Sími 22255. Verð á loðnu, síld, spcerlingi og kolmunna ákveðið: Fulltrúar kaupenda mótmœla loðnuverði Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið nýtt verð á loðnu, síld, spærlingi og kolmunna. Eftirfarandi lágmarksverð var ákveðið á sild i stærðarflokk A (33 sm og stærri) 93 kr. B (30 sm — 33 sm) 65 kr. C (27 sm-30 sm) 49 kr. og D (undir 27 sm) 37 kr á hvert kiló. Veröið var ákveðið af odda- manni og fulltrúa seljenda og er uppsegjanlegt með viku fyrir- vara. Kilóið af kolmunna var ákveð- ið 14,70 kr og á spærlingi 14,20 kr Verðið er miðaö við 7% fituinni- hald og 19% fitufritt þurrefni. Verð á loðnu til bræðslu frá 1. september til 31. desember 1978 var ákveöið 16,50 kr á kiló. Miðað er við 16% fitu og 15% fitufritt þurrefni. Þaö breytist um 95 aura tilhækkunareða lækkunar við 1% frávik frá viðmiðun hvortveggja á fitu og þurrefni. Fulltrúar kaupenda mótmæltu þessari verðákvörðun og telja ef slik málsmeðferöendurtaki sig sé ástæðulaust fyrir verksmiðjurnar að eiga fulltrúa i Verðlagsráöi. Fyrstí tvíhliða samningurinn um tollamál ,,Aðstoö sú sem í samningnum felst er tvenns konar, annars veg- ar aðstoö við framkvæmd toila- laga almennt, þ.e. álagningu tolia og annarra inn- og útfiutnings- gjalda, oghins vegar aöstoð til að koma i veg fyrir, rannsaka og upplýsa brot á tolllöggjöfinni”, segir i tilkynningu frá utanrikis- ráðuneytinu um að þeir Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri og Raimund Hergt, sendiherra hafi skipst á fullgildingarskjölum af hálfu islands og Sambandslýð- veldisins Þýskalands. Þetta er vegna samnings milli landanna um gagnkvæma aðstoð i tolla málum. Samningurinn tekur formlega gildi 11. október n.k., og munu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi. Þetta er fyrsti tvihliða samn- ingurinn um tollamál sem island gerir. —BA • • LANDSMALAFELAGIÐ VORÐUR EFNIR TIL ALMENNS STJÓRNMÁLAFUNDAR UM: w EFNAHAGSURRÆÐI VINSTRI STJÓRNARINNAR ## ## Höklar Fríkirkjunnar: Getur þú hjálpað? 150 þúsund krónum heitið fyrir upplýsingar Fundurinn verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 14. september kl. 20:30. MÁLSHEFJENDUR: Matthias Á. Mathiesen, alþingismaöur. Guðmundur H. Garðarsson, form. Verslunarmannafél. Reykjavikur. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur. Fundarstjóri: Ólafur B. Thors, borgarf ulltrúi. Fundurinn er öllum opinn. Sjálfstæðisfólk fjölmennið — Mætum stundvíslega. STJÓRN VARÐAR StjórnFrikirkjusafnaðarins hefur ekki gefiö upp alla von um aö höklarnir þrir, sem teknir voru í kirkju safnaðarins, komi í leitirn- ar. Stjórnin hefur þvi ákveöið að gefa hverjum þeim,er getur gefið upplýsingar, sem leitt geta til þess að höklarnir komi i leitirnar kr. 150.000. Farið veröur með allar upplýs- ingar sem trúnaðarmál milli safnaðarstjórnarinnar og þess, sem upplýsingar gefur. Unnt er að hringja i sima Frikirkjunnar 14579 milli 16 og 18 alla daga. Einnig er hægt að hringja i sima 34247 eða 82680. Dagur dýranna Dagur dýranna, hinn árlegi fjáröflunarda gur Sambands dýraverndunarfélaga tslands, veröur 17. september n.k. I ávarpi, sem sambandiö hefur sent fjölmiölum kemur m.a. fram, að það telji knýjandi nauö- syn á að endurskoða gildandi lög um dýravernd, þar sem núver- andi lög séu um margt ófullnægj- andi. T.d. séu refsi- og sektar- ákvæði ekki íneinu samræmi við núverandi verðgildi krónunnar. Brynast af öllu sé þó aö löggæslu- yfirvöld og almenningur hlíti lög- unum. Tœkninni ógnað „Óvæntir hlutir geta gerst þessum tæknivædda heimi Um það er gott dæmi frá Englandi,” segir I frétt I Degi á Akureyri. „Samkvæmt ættbókum fjölgaði stærsta hesti I heimi, Shire-hestinum svonefnda, um aðeins 4 hest- og 15 merfolöld árið 1950. Nú eru um 400 merfolöld sett á vetur á hverju ári og tala Shire-hesta I Englandi er nú um 17000 Þessi rammefldi hestur er miklum mun ódýrari I rekstn en dráttarvél og hann endist helmingi lengur. Enskir dráttavélasalar eru að sögn farnir að ókyrrast,” segir blaðið ennfremur. Nýja kjörorðið Mestan hluta þessa árs hef- ur eitt kjörorð öðrum fremur glumið f eyrum landsmanna. >aöerkrafan: „Samningana i gildi”. Nú, eftir ráöstafanir ríkis- stjórnarinnar I efnahagsmál- um, hefur heyrst að nýtt slag- orð sé tekið við af hinu fyrra. >aö er: „Skattana I gildi”. .......... Ósammála : • Mikið hefur veriö rætt ogo ritað undanfarið um lögmætia þeirrar ákvörðunar rikis-O stjórnarinnar, að leggja aö® nýju á hluta af gjaldendum Í tekju- og eignaskatt. \ L a g a p r ó f e s s o r a r v i ðj' Háskólann hafa eðlilega verið^ þar til kallaðir að lýsa álitio i sinu á lögmæti eða ólögmætiO þessarar afturvirkni laganna.C, Athygli hefur vakið, að® lagaprófessorarnir hafa i® r þessu efni verið á öndveröum i meiði. ' Sigurður Lindal, prófessor,@ lýsti þvf i Visi i gær, að hann@ teldi liklegra að þessi aftur-# virkni væri lögleg. Jónatan Þórmundsson.O prófessor, sagöi hins vegar I® viðtali við ríkisfjölmiðlana og' siðar i Morgunblaðinu, að hann ætti fremur von á þvi aðg, dómur um gildi nýju skatt-o lagningarákvæðanna myndi# falla skattþegnum i vil. Hvað á svo almenningur að® halda fyrst helstu lagasér-* fræðingum landsins ber ekki saman? Sigurður Jónatan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.