Tíminn - 19.09.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.09.1969, Blaðsíða 6
6 „1 úflöndiim er ekíkert skjól, eilífur stormibeijandi.“ Þessar ljóðlínur komu mér í hug þegar ég var að bræða með mér þennan formála að viðtali við Sigurð Hafstað sendi ráðsstarflsmanna hér í París, sem þá var á förum tl Moskvu. Okkur í þessum fámenna hópi íslenzkra námsmanna í París þyikir við brottför hans fokið í mörg skjol fyrir okkur. Það er ekki aðeins, að hann hefur á allan hátt lagt sig í líma við að greiða götu oikkar varðandi nám og aðstöðu, heldur hefur heimiili hans og frú Ragnheiðar konu hans verið okbar heimili í vissum skilningi, vin í þedrri auðn, sem hin ríka og fagra Par ísarborg virðist stundum, þegar maður er fjarri átthögum, ætt- imgjum og öðru, sem manni er skylt. Á þeirra heimili höfum við leitað, þegar þráin eftir hlýjum heimd'lsanda hefur gert vart við sig. Þar er ailtaf rými fyrir nokkra tii viðbótar, þótt margt sé þar fyrir, 7 fjölskyldumeð- limir og 8, þegar með er talinn hedmiiskötturinn Pangúr Ban, góðvinur okkar eins og öll hin. Ekkert er amazt við þvi, þó að gestir séu þaulsetnir, enda þótt langur og strangur vinnudagur sé framundan hjá hjónunum báðum. Þau eru alltaf jafn eitil hress og skemmtileg í samræð- um, fylgjast með öttlu, sem efst er á baugi hér og heima, og Sigurður kryddar gjarnan mál sitt með tilvitnunum í sögur og ljóð og brýnir fyrir okkur unga fólkinu að duga sem bezt landi okkar og þjóð, án þess að hafa í frammi fortölur né prédikandr. Það var því ©kki að ófyrir- synju, að stúdentafélagið okkar hélt þeim hjónurn kveðjuhóf fyrir stteömmu og gerði þau að heiðursfélögum. Heiðursskjalið, sem þeim var afhent, var að ivísu engin fálkaorða, aðeins Mtill þakklætisvottur fyrir attlt, sem þau hafa gert fyrir ok'kur. Og við þetta tækfæri þótti mér ebki úr vegd að spjalla ögn við þau og leyfa lesendum Tim- ans að sttcyggnast örlítið inn í hinn annasama heim sendiráðs starfsmannsins og húsfreyju hans. Ég spyr Sigurð fyrst, hvenær hann hafi byrjað störf sín vdð utanríki sþjó nust u n a og hvaða tildrög hafi legið til þess að hann valdi sér þessa braut. — Ég veit það ekki fyrir vist, það er svo óralangt síðan þetta gerðist og „Old men for- get“. Ég hóf störf mín í utan ríkisþjónustunni árið 1944. Þá hafði ég nýlokið lögfræðiprófi og allar götur voru greiðar, en ástæðan til þess að ég vaidi þessa braut hefur ef til vill verið vöntun mín á ímyndunar aíii. Annars mætti segja, bætti Sigurður við og brosti í kamp inn, að ég hafi hlaupið apríl inn TÍMINN FÖSTUDAGUR 19. september 1969. ( ÚTLÖNDUM ER EKKERT SKJÖL í þetta starf, því það var á fyrsta degi í aprílmánuði sem ég hóf starf mitt fyrir 25 árum í þessu einkennilega húsi váð Læfcjartorg, sem á sínum tíma var byggt sem tukthús og af þvílíkum stórhug og fram- sýni, að segja má að það full- nægi enn þann dag í dag til- gangi sínum í vissum skilnimgi. En úr því þú viEt að ég reki starfsferil minn í stórum dráttum, þá er það fljótgert: Ég var fyrst iy2 ár heima í ráðu neytinu, var síðan tæp tvö ár í Stokkhóimi, og þaðan fór- um við til Rússlands, þar vor- um við í háift fjórða ár. Það an lá leiðin til Stokkhólms aft ur, því næst til íslands og í það skiptið dvöldum við heima í 9 ár. Þá tóku við 5 ár í Nore-gi og síðan tæp fjögur ár hér í Paris. — Og nú ertu á förum aftur till Rússlands, og senniiega er þar margt breytt. Hvernig þótti ykbur aðkoman þar svona sbömmu eftir stríðslokin? —Við komum frá Stokk- hóimi og við'bnigðin voru að sjálfsögðu mikii. Svíar lifðu við attlsnægtir þrátt fyrir styrj- aildarárin, en Rússland var sund urftt-akandi land eins og allir vita. Þar hafði hvert manns- barn orðið að kenna á hörm- ungum styrjaldarinnar í ríkari mæli en í nokkru öðru landi. Vissulega var að'koman dapur- leg, enda ekki við öðru að búast á þeim táma. En þó fólk ið virtisit þreytt og þungbúið Rætt við Sigurð Hafstað, sendiráðsmann við fyrstu sýn, reyndist það fólk sem við kynntumst ánægjulegt, ving-jarnlegt og charmerandi og eigum við þvi, margar góðar minningar frá þessum árum og nofckra ágæta vini. — Hver var sendiherra ts- iands í Rússlandi á þessum ár- um? — Það var Pétur Benedikts- son. Hann hafið aðsetur í París og ég sá han-n aldrei þessi tæpu fjö-gur ár, sem ég var fulltrúi hans, því miður. Ég var sem sa-gt einn fuUtrúi ísl-ands í Moskvu á þessum árum. — Er ykkur efcki eitt öðru fremur minnisstætt frá þessari dvöl yfekar í Rússlandi? — Ég veit ebki fyrir víst hvað nefna skal, en það er margs að minnast frá þessum tínss. Ég man t. d. haustið 1948. Ég kom aftur tii Moskvu úr no-kkra daga ferð morguninn, sem frétt hafði borizt um að s-korizt hafði í odda út af Berl ín — upphaf kalda stríðsins. Mér var þá ókunnugt u-m þá frétt, en á stuttri leið minni frá járnbrautarstöð til hótels- ins, þar sem ég átti þá heima, varð ég þess var, án þess að gefa mig á tal við fólk, að ein hverj-ir háskalegir hiutir hefðu gerzt. Það var auðséð á upplitd og svip fólksins, sem ég mætti á þessari stuttu leið niður Gorkígötu, að eitthvað hættu- legt var á seiði. Mér fannst oft á þessum árum að voveiflegir atburðir í aiþjóðamáium hefðu meiri áhrif á hug og daglegt líf fólks í Rússlan-di en á fólk í öðrum löndum, veraldarsaga nú tíimans væri ríkari þáttur í da-g legu lífi einstablin-ga þar en annars staðar. Ég gæti rifjað margt annað upp en til þess verður ebki tími nú. En nú grípur frá Ragnheið- ur fram í og segir brosandi: „Það sem mér er minnisstæðast frá þessum árum er dagurinn 7. nóvember 1947, því meðan Sigurður var ásamt öðrum full trúum erlendra rí-kja og rúss- nesku stórmenni að halda upp á 30 ára afmæli októberbylting arinnnar á Rauðatorginu fædd- ist obkur dóttir. Það þótti mik itt kurteisi af fulltrúum frá auðvaldsrí'ki að minnast bylt- ingarinnar á þennan hátt, og hlaut barnið við fæðingu tvö nöfn, sem voru notuð jöfnum höndum, ýmist Októberína eða SteUa, en það er stytt rúss- neskt gæiunafn fró þeim tíma. Mörgum árum seinna var hún tekin í kristinna manna tölu og hlaut þá nafnið Ingibjörg.“ — Nú er svo, eins og þú veizt óefað, að fram hefur komið attl mifeil gagnrýni á utanríkisþjón- ustu okkar. En þó hef ég rekið mig á, að þeir sem hæst tala u-m þessi mál, hafa litla hug- mynd um hvert sé í rauninni verksvið sendiráða og váta lítið sem ekkert um utanríkismál. Kannski þú segir mér í fáum drátt-um hver eru aðalverkefni sendiráðsins í París? — Verkefni sendiráðs íslands í París eru í stórum dráttum þau sörnu verkefni annarra ís- lenzkra sendiráða. Sendiherra íslands í Frakklandi er jafn- framt sendiherra lands síns í Luxemburg og Júgóslavíu. Meg inverkefni sendiráðsins er að stuðla að og greiða fyrir aukn- um samskiptum við þessi lönd í viðskipta-, og menningarle-gu- og stjórnmálattegu tiiliti. Þess-u samfara er allmikil almenn upp lýsingastarfsemi um íslend- Sendiráðið svarar ótai fyrir- spyrnum, sem berast frá þess um löndum varðandi ísland og eins greiðir það fyrir erindu-m frá íslandi sem þessi lönd va-rða, og raunar mikliu fleiri. Þá þarf sendiráðið oft að igireiffia göt-u íslendinga, sem hér eru á ferff í viðskipta- og öðr- um erin-dum. í Frakklandi eru nú um það bil 30 íslenzkir náms menn og leita þeir stundum til sendiráðsins ef þeir þurfa á fyrirgreiðslu þess að halda. Margt fleira mætti telja til. Eins og þú veizt er sendiherra íslands hér einnóg fuUtrúi ís- lands hjá þremur alþjóðastofn- unum, Efnahagsstofnuninni, Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna (UN- ESCO) og Evrópuráði. Þátt- taba ísllands í þessari milli- ríkjasamvinnu er vissuttega mjö'g gagnleg, en kostar að sjálfsögðu bæði fé og fyrir- höfn. Ég held að það sé rétt sem þú segir, að þeir sem mest gagnrýna utanríkisþjónustu okk ar og skipan þeirra mála, hafa ekki kynnt sér þau mál eins vel og s-kyldi. Sumir stjórn- málamenn ok'kar virðast álíta þetta vinsælt umræðuefni, sér staklega fyrir kosningar, og á seinni tímum er af eðttilegum ástæðum mibið talað um sparn að og þá hefur oft verið látið í það skína, að það fé, sem notað er í þágu þescarar starfsemi sé sumpart gagnsiaust bruðl. Bg hef samt ekki orðið var við það, að fram á þetta hafi verið sýnt með neinum gildum röfeum. En vegna þessarar málafærslu er efcki ósennilegt að almenminigur állíti að kostn- aðurinn við ultanrfdsþjónustu'na sé óheyrilega mikill. Hins veg ar ættu allir stjórnmáttamenn að vita hiver hamn er. En hann mun mema ca. 1% af út- gjöldum ríkisins sfcv. fjárlög- um. — Væri ekttd hyggilegi-a að hafa sendiráðin dreifðari og hafa markaðsmál okkar að þeirra höfuðmarikmiði? — 'ísttand hefur nú sendi- ráð í 8 löndum. Reynsttan hef- ur sýnt að þau hafa öU mjög nauðsynlegum verkefnum að gegna og ekki sízt á sviði við- skipta- og m'arkiaðsmála. Hitt er svo allt annað mál hvort ekki væri full þörf á því að íslenzk sendiráð verði sett upp í fleiri löndum, þar sem við hefðum sérstakra hagsmuna að gæta. En eims og sakir standa virðast ekki vera miklar horf- ur á því að það komi til fram bvæmda í bráð. — Er ekki alltaf talsvert mik ið um veizluhöld í „diplómat- íinu“? — Jú, tattsvert, en hjá þeim verður ekki komizt ef maður ætlar sér að halda eðlilegu sam bandi og kynnum við starfs- bræður sína og þá embættis menn landsins, sem sendiráðið þarf að hafa samskipti við. En vafalaust mundu margir heldur kjósa að loknum vinnu- degi að verja tómstundum sín- um til annars en standa upp á enda í cocktaittboðum, en hinu er ekki að neita, að þar gefst manni oft tækifæri til að hitta að máli og kynnast persónulega fólki, sem nauðsynlegt er vegna starfsins að hafa samband við. — Ég hef það fyrir satt, að eftir komu þína hingað til Par- ísar hafi aðstaða íslenzkra stúd- enta, einkum i húsnæðiscnál- um, farið stórbatnandi. — Það er rétt að sendiráðið hefur á undanförnum árum stuðlað að þvi að bæta hús- næðis- og námsaðstöðu ís- lenzkra stúdenta hér, sem áð- ur var hvergi nærri góð. ís- Framnaia a 12. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.