Vísir - 22.09.1978, Blaðsíða 6
Keflavik — Grindavík
- Njarðvik
— Gullbringusýsla
Laust er starf á skrifstofu embættisins i
Keflavik frá og með 1. nóvember n.k.
Laun skv. kjarasamningum B.S.R.B. nú
launaflokkur B 9.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist undirrituð-
um fyrir 10. október 1978.
Bœjarfógetinn í Keflavík, Grindavik
og Njarðvik.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu,
19. september 1978
Fró Sjúkrasamlagi
Hafnarfjarðor
Þar sem Eirikur Björnsson læknir hefur
hætt störfum, þurfa þeir sem höfðu hann
að heimilislækni að koma með skirteini
sin i skrifstofu samlagsins og velja sér
annan lækni.
Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar
I n(|^ m I m
'jjjh
VISIR
BLAÐBURÐAR-
BGRN ÓSKAST
Bergstaðastræti Skúlagata
Þingholtsstræti Skúlatún
Hallveigarstigur Borgartún
Rauðárholt
Háteigsvegur
Þverholt
Meðalholt ,
Orðsending
til bifreiðaeigenda
Ljósastillingar á vegum F.í.B. verða að
Borgarholtsbraut 69, Kópavogi (Vélvagn
hf) næstkomandi laugardag og sunnudag
kl. 10-19 báða dagana. 60% afsláttur til
félagsmanna gegn framvisun félagsskir-
teinis.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 98., 101. og 103. tbl. Lögbirtingablaös
1977 á Disardal v/Suöurlandsbraut, þingl. eign Ingólfs
Jónssonar fer fram eftir kröfu Ara tsberg hdl. á eigninni
sjálfri mánudag 25. september 1978 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem augiýst var f 98., 101 og 103. tbl. Lögbirtingablaös 1977
á hluta i Skipasundi 56, þingl. eign Kára Einarssonar fer
fram eftir kröfu Iönaöarbanka tslands h.f. og Jóns
Magnússonar hdl. á eigninni sjálfri máhudag 25. septem-
ber 1978 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Föstudagur 22. september 1978
VÍSIR
Filipseyingar eru
byrjaðir að telja i
buddunni sinni, eftir
þvi sem heims-
meistaraeinvigið
dregst meira á langinn
og kostnaðurinn vex.
Eftir tiu vikna mara-
þoneinvigi eru þeir
famir að spyrja hverjir
aðra, hvort allar
þessar sálarkvalir og
fyrirhöfn séu svo
mikils virði.
Florencio Campomanes,
aðalskipuleggjandi Filipps-
eyinga að einviginu og vara-
forseti Alþjóöaskáksam-
bandsins (FIDE), er oröinn
langþreyttur á þeirri refskák,
sem tefld hefur veriö utan viö
einvigisboröiö, en hann neitar
samt aö láta uppi, hvaö
einvigiskostnaöurinn nemur
orðiö miklu. — Menn ætla þó, aö
hann sé naumast undir tveimur
milljónum Bandarikjadala.
Einn af virtari dálkahöf-
undum Manila-blaöanna,
Ernesto Granada,hefur skrifaö,
að rikisstjórnin búi sig undir aö
þurfa aö styrkja skáksamband
Filipseyja vegna einvigishalds-
ins um að minnsta kosti tvær
milljónir Bandarikjadala til
1' & .
Filipseyingum
óar einvígis-
kostnaðurinn
þess aö halda einviginu gang-
andi, uns annar hvor — heims-
meistarinn, Anatoly Karpov,
eöa áskorandinn, Viktor
Korchnoj — fer meö sigur af
hólmi.
Karpov hefur, þegar þetta er
skrifaö, tveggja vinninga for-
ystu, fjóra vinninga til þess aö
ná tilskildum sex. Af þessum
tuttugu og fjörum skákum hafa
átján oröið jafntefli.
Eftir þvi sem Granada skrif-
aöi, en hann viðraöi þá skoöun
sina, aö einvjgiö heföi veriö
dregiö niöur i pólitiskt svaö, þá
finnst Filipseyingum oröiö sem
stjórnin hafi veriö dregin á'
asnaeyrunum. —■ „Hvaö fær
rikissjóöur i staöinn?” spyr
hann. „Nokkrar blaöafyrir-
sagnir um einvigiö, en nær
ekkert skrifaö um Filipseyjar.
— Nær hefði veriö aö verja
þessufé til þess aö halda næstu
heimsmeistarakeppni i körfu-
bolta hér. Þaö heföu þá aö
minnsta kosti komiö hingaö
fjöldi liöa frá ýmsum löndum
heims. — Eða þá verja fénu til
aö efla Iþróttastarfsemi æsku-
lýösins”.
Þvierlýst I skrifum Granada,
aö fleiri dálkahöfundar hafi
oröiö til þess aö taka undir meö
honum. Einn þeirra, Jesús
Bigornia, haföi eftir einum ftr-
vigismanna skáklþróttarinnar á
Filipseyjum, aö réttast heföi
veriö aö stööva einvigiö núna,
áöur en kostnaöurinn yröi meiri.
Aö hans tillögu átti aö bjóöa
hvorum keppandanum um sig
100.000 dollara, og lýsa þvi yfir,
aö einvigiö væri dgilt. (Sam-
kvæmt samningum á sigur-
vegarinn aö fá 350.000 þúsund
dollara, en hinn 150.000 þúsund
dollara I sinn hlut.)
„Þeim skákaðdáendum fer
fjölgandi, sem finnst einvigiö
milli þeirra Karpovs og
Korchnojs hafi breyst yfir i
bjánalegt og jafnvel
heimskulegt sjónarspil,”
skrifaði Bigornia.
„Þetta kostar oröiö Filips-
eyinga milljónir pesos, og ekki
séöfyrir endann ennþá. Jafnvel
áköfustu skákunnendur eru
farnir aö fá ógeö á hegöan deilu-
aðilanna. Menn vilja, aö skop-
leiknum verði hætt,” bætti
Bigornia við.
Með I kostnaði af skák-
einvíginu er þó ekki talin marg-
milljón dollara ráðstefnuhöllin,
þar sem einvigiö fer fram. Hún
var i byggingu, en hraðaö var
frágangi hennar til þess aö hún
gæti hýst einvigið. En hótel- og
fæöiskostnaöur fyrir báða kepp-
endur og aöstoöarmenn þeirra
fer vaxandi.
Fyrir einvígiö haföi Campom-
anes lagt til, aö tekna yröi aflaö
meö auglýsingum. Ein hug-
myndin gekk út á, að gos-
drykkjaframleiðandi fengi aö
hafa merki sitt á skákborðinu.
Þessu var þó strax hafnaö. —
Breska BBC afþakkaöi einka-
réttinn á gerö sjónvarpsþátta
um einvigiö, vegna þess aö þaö
þótti of dýrt. Ekki hefur frést,
hvort einhver hafi keypt eöa
hvaöa veröi þá, en sjónvarps-
fréttir af einviginu eru mjög
takmarkaöar.
Heimamönnum hefur gramist
mjög hinn eilifi kritur einvigis-
garpanna. Fyrst varö ágrein-
ingur um, hvort Krochnoj, sem
er landflótta Rússi en keppir á
vegum svissneska skák-
sambandsins, gæti keppt undir
fána Sviss. Þaö leiddi til þess aö
engir fánar eru haföir viö ein-
vlgisborðiö. Þá kom spurningin
um, hvort leynilegar orö-
sendingar væru faldar I litnum á
jógúrtinu, sem heimsmeist-
arinn fékk sentaö skákboröinu.
Tekiö var f yrir jógúrtsendingar.
Næst lét Korchnoj sálfræöinginn
Valdimir Zoukhar Ur fylgdarliöi
Karpovs fara i taugarnar á sér,
þar sem Zoukhar sat á fremstu
röð áhorfendabekkjanna. Til
þess aö Korchnoj losnaði undan
áhrifum af stingandi augnaráöi
sálfræöingsins, var Zoukhar
fluttur aftar i áhorfendasalinn.
En Korchnoj varö I staöinn aö
hætta aö nota gleraugu, þvi aö
Karpov lét endurskin þeirra
fara i taugarnar á sér. Sovét-
menn mótmæltu veru tveggja
bandariskra Ananda
Marga-jóga á einvlgisstaönum.
Meö þvi aö jógarnir báöir liggja
undir ákæru fyrir llkamsárás
meö hnifum, samþykktu liös-
menn Korchnojs, aö þeir færu
ekki inn I salinn. Korchnoj not-
færir sér samt áfram hugeiðslu-
stundir jóganna, og segir hann
(til nokkurrar skapraunar fyrir
sovéska hópinn), aö þaö hjálpi
sér til aö slaka á milli einvlgis-
skákanna.
„Meö þessu er ljóst, aö heims-
meistaraeinvígið er ekki lengur
sú heiðarlega keppni tveggja
einstaklinga viö skákboröiö,
eins og þaö einu sinni var,”
sagði einn Filipseyjaskák-
maöur. „Þetta er oröið eintóm
vitleysa”.
Hann mælir fyrir munn
margra skákmanna.