Vísir - 22.09.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 22.09.1978, Blaðsíða 23
VISIR Föstudagur 22. september 1978 27 BENEDIKT FARINN VESTUR Benedikt Gröndal, utanrikis- ráðherra, hélt vestur um haf sið- degis á þriðjudag til þess að sækja 33. allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna, sem hófst nú i vik- unni, og mun hann sitja þingið til 2. október n.k. Ráðherra mun taka þátt i hinni almennu umræðu þingsins og er ráðgert að hann flytji ræðu sina n.k. þriöjudag 26. þ.m. t för með ráðherranum er Höröur Helgason, skrifstofustjöri utanrikisráöuneytisins. „Allir ríkisstarfs- menn fá kjarabœtur" þótt sumir þurfl að endurgreiða hluta septemberlaunanna ,,AUir opinberir stárfemenn fá kjarabætur með nvju lögunum ”, segir i yfirlýsingu frá Bandalagi starfsmanna rikis og bæja. Þar er gerð grein fyrir áhrifum bráöabirgðalaganna á lög opinberra starfsmanna miðað við ágústlaun að við- bættum 3% kauphækkuninni um siðustu mánaöamót og verð- bótaviðaukanum. Þar kemureinnig fram að þar sem greitt hafi veriö fyrirfram til margra opinberra starfs- manna fyrir septembermánuð samkvæmt gömlu lögunum, sem voru i gildi 1. september, muni sumir þeirra þurfa að greiða aftur einhverja upphæð en aðrir fái viðbótargreislu. „Starfsmenn i 10. launaflokki og þar fyrir ofan eiga inni við lokauppgjör kaup fyrir september þvi að visitalan, sem þeir fá greidda niður, er lægri en kauphækkun þeirra reynist miðað við nýju lögin. 1 neðstu launaflokkunum voru hins vegar greiddar áður meö verðbótaviðaukanum hærri visitölubætur, eöa allt upp i 8%, og getur þar þvi komið til endurgreiðslu um næstu mán- aðamót”, segir BSRB. Eins og Vfsir hefur skýrt frá áður er hér um misjafnlega háar upphæðir að ræöa eftir launaflokkum. 1 fimmta launa- flokki mun endurgreiöslan t.d. nema um 4.800 krónum, en i þeim flokki eru 380 rikisstarfs- menn. t flokkunum þar fyrir neðan eru um 270 starfcmenn, sem þurfa aö endurgreiöa nokkru meira, en endurgreiðsla i 6.-9. launaflokki er minni en 4.800 krónur. —ESJ. ; v: wm A,, i 1 | o § s Visir boðar áskrifendum sínum enn mikinn fögnuð sem er Útsýnarferð, fyrirtvo, til Florida, í ferðagetrauninni góðu. Hún verður dregin út 25. september. Skotsilfur verður nóg þvi Visir er öðlingur og borgar gjaldeyrinn líka. Ströndin á MIAMIBEACH á enga sína lika i heiminum, sólin ómæld og sjórinn raunverulega volgur. En Florida er meira en sól og strönd þvi segja má að Florida- skaginn sé samnefnari alls þess makalausasta sem ferðamaður getur vænst að sjá á lifsleiðinni og tækifæri til skoðunarferða eru ótæmandi. Það er að finna, til að mynda, víðfrægasta sædýrasafn veraldar, MIAMI SÆDÝRASAFNIÐ^ LJÓNA SAFAFtl SVÆÐIÐ en þar eru Ijón og önnur frumskógardýr i sinu náttúrulega umhverfi. Að ógleymdum mesta skemmtigarði \ heims, DISNEY WORLD. Skammt þaðan er íj KENNEDYHÖFÐI, y' stökkpallur mannsins inn i geimöldina. Hótel, matur og viðurgerningur ' allur er eins og hann þekkist bestur. Með áskrift að Visi átt þú möguleika á stórkostlegri ævintýraferð i ábót á sjálfan aðalávinninginn, Visi. SÍMINN er 86611. Fcrðagetraun V ÍOIÐ Nýir áskrifendur geta líka verið með! Dregið 25. september. ileiöar HITI Stundum eru tslendingar snöggir að taka við sér ekki sist þeir sem dansa I gegnum lifiö. „Saturday Night Fever”- dansar fara nú eins og eldur I sinu um heiminn og báliö hefur borist hingaö upp á noröurhjara. Heiöar Astvaldsson dans- kennari er búinn aö hleypa laugardagshita i vetrardag- skrána hjá sér og er ætlunin aö hafa sérhóp fyrir hvern aldursflokk þeirra sem vilja læra þessi nýju spor allt niöur aö tólf ára. Má þvl búast viö mögnuöum sveiflum á dansgólfum lands- ins I vetur. ????? Ef maður er fæddur I Tyrk- landi elst upp á tslandi, flytur til Bandarikjanna og deyr svo I London hvaö er hann þá? Dauöur. VOPNAGNÝR Það er oröiö vinsælt hobbl hér á landi aö reyna aö kúga stjórnvöld til hlýðni. Grunn- , skólakennarar eiga nú I launa- deilu viö sitt ráöuneyti og hafa gripiö til þess bragös aö neita aö taka kennaranema I æfingakennslu. Útvarpiö var með stutt viö- tai viö talsmann grunnskóla- kennara á mánudaginn og spuröi hann hversvegna þeir notuöu kennaranema sem vopn i þessari baráttu. Ekki vildi talsmaöurinn fallast á aö kennaranemar væru notaöir sem vopn. Hon- um varð þó dálitill fótaskortur á tungunni siöar I viötalinu. Hann sagöi eitthvaö á þá leiö að þeir heföu lagt áherslu á aö styöja viö bakiö á Kennarahá- skólanum enda menntun kennaranema mikilvæg. Þessvegna heföi þaö þótt gott vopn aö fara þessa leiðina. • Gottóðá Þjóöviljinn er ákaflega reiður viö alla þá sem ekki vilja hllta þeim ráöstöfunum sem nýja vinstri stjórnin réttir aö þeim. Nýi viöskipta- ráðherrann hefur gefiö yfir- lýsingar um aö menn veröi aö sjálfsögöu aö hlýöa lögum, og Þjóðviljinn tekur vel undir þaö og skammar alla sem hugsa eitthvaö annaö. Ef til ólöglegra aögeröa kemur eru Þjóöviljinn og Al- þýöubandalagiö I heild aö fá uppskeruna af eigin útsæöi. Allt sföasta kjörtimabil var verkalýöshrey fingin hvött ákaflega tii aö vera sem óþörfust og ólöglegar verk- fallsaögerðir voru þá sjálf- sagöar og eölilcgar. Þetta smitaöi auövitaö út frá sér og nú þykir sjálfsagt aö© fara I stræk ef mönnum mis-# likar eitthvaö. Alþýöubanda-# lagið vakti þarna upp ófreskju® sem getur orðiö þvi sjá Ifu- erfiö. —ÓTÍ:'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.