Vísir - 22.09.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 22.09.1978, Blaðsíða 12
( Þeir verða með! „Við verðum með í landsleikn- um gegn Austur-Þýskalandi, ef við verðum valdir”, sögðu leik- menn Vals er við ræddum við þá i Nijmegen igær, en um það hefur verið rætt og ritað heima á tslandi, að þeir yrðu ekki með I leiknum gegn A-Þýskalandi i byrjun október. „Við leikum siðari leik okkar i Evrópukeppninni við Magdeburg i Austur-Þýskalandi, en förum þaðan yfir til ttaliu og veröum þar fram að landsleiknum, en þarna á milli eru nokkrir dagar”, sögðu þcir. Ekki er vitað hvort atvinnu- mennirnir i hópnum, þeir Jó- hannes og Asgeir, verða meö þar, en heldur er þaö talið óliklegt. Sama máli gegnir um íslensku leikmennina í Sviþjóð. Þó er talið frekar Ifklegt að þeir fái aö fara, og þá einnig Teitur Þórðarson — það er að segja ef hann fær náö fyrir augum landsliðsnefndar- innar.... ... gk/—klp— # HM í BLAKI: Japanir topuðu Hcimsmeistarar Póllands i blaki karla áttu ekki f neinum vandræðum með Venesúela i heimsmeistarakeppninni á italiu i gærkvöldi. Þeir sigruðu 3:0... eða 15:4, 15:7 og 15:4. Tékkar, sem eru í sárum eftir hið óvænta tap gegn Suðue Kóreumönnum i fyrradag, náðu sér á strik i gærkvöldi með þvi að sigra landsliö Bandarikjanna 3:0... 15:5, 125:10 og 15:12. Frakk- ar sigruðu Túnis með álika inun ogsama gerðu Austur-Þjóðverjar i leiknum við Kanadamenn. Þau úrslit, sem einna mest komu á óvart i gær, var sigur Kina yfir Belgiu, 3:1... eða 15:10, 15:6, 11:15 og 15:9. Leikur kvöldsins var viðureign Kiibu og Japan, en henni lauk með sigri Kúbu 3:1 .... eða 11:15, 16:14, 15:7 og 15:12. Þau ungu standa i stór- rœðum Okkar unga og efnilega frjáls- iþróttafólk var iðið við kolann á Unglingameistaramóti Reykja- vikur, sem lauk nú fyrir helgina. Þar var vel mætt og hart barist i mörgum greinum. Arangur var einnig góður á ýmsum sviðum og ein þrjú íslandsmet voru sett. Jóna Björk Grétarsdóttir, Ar- manni, sem er aöeins 12 ára, setti telpnamet I langstökki — stökk 4,96 metra, en gamla metið var 4,84 metrar, Þá jafnaði hún sitt eigiö metf 60 metra hlaupi, er hún hljóp á 8,2 sek. Anton Karl Gregory, Armanni, bætti tslandsmet stráka I 200 metra hlaupi.erhannkom i mark á 29,2 sek.Gamla metiö var 29,7 sek. Þá bætti Þórður Þórðarson, Leikni, strákametiö Ihástökki um tvo sentimetra, er hann fór yfir 1.51 sm. Þessir rösku sveinar eru báöir 12 ára gamlir. —klp Föstudagur 22. september 1978 VISIR j Skúli Óskarsson er án efa einn vinsælasti iþróttamaður okkar íslend- inga. Er það ekki aðeins afrekum hans að þakka, heldur og skcmmti- legri framkomu, sem iþróttaunnendur kunna vel að meta. Vonandi tekst honum vel upp á NM I Finnlandi um helgina, en þá fáum við örugglegaað sjá hann, fjall-hressan” eins og á þessari mynd, við heimkomuna.... KEMUR HANN HEIM MEÐ GULL FRA FINNLANDI? Skúli óskarsson á góða möguleika á þvi að sigra i smum þyngdar- flokki á Norðurlanda- mótinu i kraftlyftingum, sem fram fer i Borgaa i Finnlandi. Skúli á Norðurlandametið i hnébeygju og samanlögðum árangri ...(hnébeygju, bekk- pressu og réttstöðulyftu)... og ef honum tekst vel upp á mótinu, á hann að koma heim aftur með Norðurlandameistaratitilinn i 75 kg flokknum. Alls taka fjórir islenskir krafta- karlar þátt i þessu Norðurlanda- móti og á Skúli mesta möguleika af þeim á að hljóta íitil, en aldrei er að vita hvað hinir gera, þegar i keppnina ér komið, og getur hóp- urinn komið heim þessvegna hlaðinn verðlaunum. Auk Skúla keppa þessir á mót- inu: Sverrir Hjaltason, sem kepp- ir i 82,5 kg flokki, Helgi Jónsson, sem verður i 100 kg flokknum og Það verður mikiö um að vera I Laugardalshöllinni og f fþrótta- húsi Hagaskólans nú um helgina. Þá hefjast þar Reykjavikurmótin i handknattleik og körfuknattleik karla — meistaraflokkar — og verður leikin heii umferöhjá báð- lögregluþjónninn sterki úr Vest- mannaeyjum, óskar Sigurpáls- son, sem mun keppa i 110 kg um, það er að segja, öll liðin fá leik. Bæði i handknattleiknum og körfuknattleiknum hafa veriö gerðar breytingar á fyrirkomu- lagi mótanna, bæði til að auð- velda þau i framkvæmd, gera þau meira spennandi og til að laða að áhorfendur, en um þá mun hand- knattleikurinn og körfuknattleik- urinn keppa i vetur. Körfuknattleikurinn sótti veru- lega á í fyrra með komu erlendra leikmanna.enásamatima missti handknattleikurinn sina bestu menn til útlanda, og við þaö minnkaöi áhuginn meðal almenn- ings á leikjunum. 1 handknattleiknum verður lið- unum skipt i tvo riðla I Reykjavikurmótinu og komast tvö lið úr hvörum riðli i úrslita- keppnina. Fyrsti leikur mótsins veður i Höllinni á morgun kl. 15.30 og leika Valur-Vikingur—(örugg- lega hörkuleikur) og siðan Armann-Fram. A sunnudag kl. 14.00 heldur mótið áfram meö leikjum á milli ÍR-Þróttar, Fylkis-Vals og Leiknis-KR. flokknum. Farastjóri hópsins verður Ólafur Sigurgeirsson. Þeir f körfuboltanum leika tvær umferðir um helgina og hefst keppnin hjá þeim i Hagaskólan- um kl. 14.00 á morgun með leik Armanns-Fram. Siðan leika KR-IR og loks ÍS-Valur. A sunnu- dag hefst mótið kl. 13.30 með leik Armanns-KR og strax á eftir leika ÍR-IS, en siðasti leikur helg- arinnar verður á milli Fram og Vals. Þeiri körfuboltanum leika tvær umferöir um helgina og hefst keppnin hjá þeim i Hagaskólan- um kl. 14.00 á morgun með leik Armanns-Fram. Siðan leika KR-IR og loks IS-Valur. A sunnu- dag hefst mótiö kl. 13.30 með leik Armanns-KR og strax á eftir leika IR-IS, en siðasti leikur helg- arinnar verður á milli Fram og Vals. Körfuboltamennirnir, en þar er nú Bandarikjamaður í hverju liöi hér I Reykjavik, ætla að ljúka sinu móti þann 8. október, en Reykjavikurmótinu i handknatt- leik á að ljúka fimmtudaginn 19. október... —klp- Sigurður strax ■ aðallið 1901 Uanski þjálfarinn Bosse Hakonson var mættur d landsleik tslands og HoUands i Nijmegen, enþangað var hann kominn til aö fylgjast með leiknum og sækja Sigurð Björg- vinsson, sem mun leika með liöi hans B-1901 i Danmörku ásamt Einari A. Ólafssyni næstu vikurnar. Hann sagðist örugglega myndu nota Sigurð i næsta leik B-1901, sem verður nú um helgina, en Einar ætlaði hann fyrst aö sjá og heilsa áður en hann tæki ákvörðun um hvort hann yröi mcö þá cða sföar. Er viö spurðum hann dlits á landsleiknum, svaraöi hann, aö ! hollenska liðið heföi verið greinUega betra, en islenska Böið heföi kontiö sér mjög á óvart — sérstaklega þó varnar- leikurinn sem hafi verið öruggur og sterkur... gk/-klp- —klp— NÚ BYRJAR BOLTA- KASTIÐ Á FULLU! Reykjavíkurmótin í körfu- og handknattleik hefjast ó morgun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.