Vísir - 22.09.1978, Blaðsíða 3
vism Föstudagur 22. september 1978
3
Snœfellinu sökkt í gœrdag
— var lengi
stœrsta skipið í
fiskveiðiflotanum
Snæfell.sem lengi vel
var stærsta skipið i
fiskveiðif lota ís-
lendinga liggur nú á
hafsbotni á Grims-
eyjarsundi. Þar var þvi
sökkt i gærdag.
Skipið var byggt árið 1943 og
fór til sildveiða sama ár. Það er
165 tonn og hefur alla tiö verið i
eigu Útgerðarfélags Kaupfélags
Eyfiröin ga.
„Skipið hefur legið i Akur-
eyrarhöfn undanfarin ár, eöa
frá þvi áriö 1975. Þaö sökk hér i
höfnina fyrir nokkrum dögum
og þvi var ákveðiö að sökkva
þvi”, sagði Baldvin Þorsteins-
son hafnarstjóri á Akureyri, i
samtali við Visi.
Það var flóabáturinn Drangur
sem dró skipið út úr höfninni og
á þann staö sem þvi var sökkt.
—KP.
Snæfell hafði legið nokkur ár I Akureyrarhöfn, en sökk fyrir nokkrum dögum.
— Vfsismynd Gsal
Togveiði-
bann í
Djúpál
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefið út reglugerð um bann viö
togveiöum i Djúpál. Samkvæmt
reglugerð þessari eru veiðar með
botn- og flotvörpu bannaðar á
svæði sem markast af lfnum
dregnum milli eftirgreindra
punkta:
1. 66 gr. 42.5 N 24 gr. 23 V
2. 66 gr. 43.5 N 24.gr. 10 V
3. 66 gr. 39.5 N 24 gr. 03 V
4. 66 gr. 38.0 N 24 gr. 15 V
Svæði þetta er hið sama og Haf-
rannsóknastofnunin lokaði hmn
14. september s.l. i vikutima
vegna þess að vart hafði orðið
smáþorsks i afla skuttogara á
þessu svæði. Athuganir sem hafa
verið gerðar á svæðinu siðan,
leiddu i ljós, aö hlutfall smá-
þorsks á svæðinu er enn mjög hátt
og er þvi gripið til þessa ráðs að
loka svæðinu fyrir togveiðum um
óákveðinn tima.
Krabbameinsfélagið
eflir starf sitt í
skólum borgarinnar
Á stjórnarfundi Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur
var þvi fagnaö hve reyk-
ingar hafa minnkaö meöal
grunnskólanemenda í
Reykjavík samkvæmt
könnun borgarlæknis.
Jafnframt var ákveðiö að
efla enn reykingavarna-
starf félagsins i skólum
landsins.
I þvi skyni hefur félagið ráöið
nýjan starfsmann, Birgi Finn-
bogasonkennara viö Lækjarskóla i
Hafnarfirði og landskunnan
iþróttamann. Mun hann ásamt
Þorvarði örnólfssyni fram-
kvæmdastjóra félagsins, fara i
heimsóknir i skóla, bæöi á höfuð-
borgarsvæöinu og úti um land.
Haldið veröur áfram útgáfu
blaðsins Takmark sem Krabba-
meinsfélagið hefur gefið út um
tveggja ára skeið og helgað er
barátta æskufólks gegn reyking-
um. I vetur verður blaðið sent öll-
um nemendum i 5.-8. bekk grunn-
skóla um land allt.
BREYTINGAR Á REYKINGUM
NEMENDA 10-16 ÁRA
•OOCARlCKNiniNN I REVKJAVIK
Hjólmar
formaður
IMCO-
nefndar
ófram
Þessa viku er i aðalstöðvum
Alþjóöasiglingamálastofn-
unarinnar (IMCO) i London
haldinn 21. fundur i nefnd
IMCO um öryggi fiskiskipa.
t upphafi fundarins var
Hjálmar Báröarson, siglinga-
málastjóri, einróma éndur-
kjörinn formaður nefndarinn-
ar til eins árs.
Meginverkefni þessa fund-
ar er að fjalla um ýmis atriði
er varða framkvæmd alþjóða-
samþykktarinnar um öryggi
fiskiskipa, sem gerð var á al-
þjóðaráðstefnu á Spáni vorið
1977, og semja alþjóðleg
ákvæði um öryggi fiskiskipa
minni en 24 metra aö lengd
eða um þaö bil lOObrúttó rúm-
lesta, en til þeirra nær al-
þjóðasamþykktin frá 1977
ekki.
Philip gisti
Reykjahiíð
Þegar Philip drottningar-
maður gisti á Loftleiðahótel-
inu fyrir skömmu sagði i
myndatexta i Visi að þetta
væri i fyrsta sinn sem prinsinn
gisti á islensku hóteli.
Hér var fulldjúpt tekið i ár-
inni og hefur blaðinu veriö
bent á, að Philip gisti i Hótel
Reykjahlið i Mývatnssveit
þegar hann kom hingað i opin-
bera heimsókn fyrir allmörg-
um árum.
Frœðslu- og leiðbeiningarstöð
Ráðgefandi þjónusta fyrir:
Alkóhólista,
aðstandendur alkóhólista
og vinnuveitendur alkóhólista.
.e*ÍíAlí
SAMTOK AHUGAFOLKS '
r UM ÁFEIIGISVANOA MÁL /0 í
> Fræöslu- og lciftbeiningarstöð ✓
1 l.agmula 9. simi H2399.
HEFUR ÞÚ SMAKKAÐ ÍSINN FRÁ
RJÓMAÍSGERÐINNI?