Vísir - 14.10.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 14.10.1978, Blaðsíða 13
13 VISIR Laugardagur 14. október 1978 fERA LEIÐINLEGl_ „ÞETTA FÓIK FR ÞAKKLÁTARA" ■■■ Nemendur i fyrsta tima á kvöldnámskeiði Myndiista>og handiða- skólans. ,,Ég hef haft mjög gaman af þvi að vinna með þessum hóp- um. Það rikir öðruvisi andrúmsloft en i dagskólanum. Þetta fólk er þakklátara”, sagði örn Þorsteinsson, kennari við Myndlista- og handiðaskólann þegar Visir spurði hann um námskeiðin sem skólinn heldur á kvöldin. „Þarna eru margir sem hafa haft i huga nám af þessu tagi en hafa ekki haft sig i það. Enn- fremur eru margir að undirbtia sig undir dagskólann. Raunar er þaö býsna stór hópur sem er með þaði huga að reyna viðinn- tökupróf. Það er á stefnuskrá okkar að þetta verði eins konar öldungaeild, þannigað fólk sem sækir skólann á kvöldin öölist réttindi.” — Hvað kostarað sækja svona námskeið og hvernig fólk er þarna i meiri hluta? ,,Gjaldiðer26.000krónur fyrir 25-28kvöld. Konur eru yfirleitt i meirihluta. Þær virðast eiga auðveldara með að mæta. Námskeiðin skiptast i byrj- endanámskeið og framhalds- námskeið. I byrjunarhópunum er kennd undirstaða i teiknun og málun, grunnform, hlutateikn- ingar, og svo eru módeltimar. Þá er teiknað eftir lifandi módeli. Það er að meðaltali þriðja hvern tima. Siöan er kennd einföld litafræði, blöndun lita, vinna i grafik og einföld mótun úr leir eða pappa. A framhaldsnámskeiðunum er fariö hratt yfir undirstöðu- atriði og kennslan er fjálsari — örn Þorsteinsson, kennari i Myndlista» og handiðaskólanum.ieiðbeinir hér áhugasömum nemanda. segir Örn Þorsteinsson um nemendur ó kvöldnómskeiði Myndlisto- og hondiðoskólons meiri einstaklingskennsla. Seinni hluta námskeiðsins er auðveldara að leyfa einstakl- ingum að vinna frjálst, þá geta þeir lika orðið unnið meira sjálfstætt. Ég hef farið út i það að gefa nemendum kost á vali eftir þvi hverju þeir hafa mestan áhuga á; málun, mótun eða grafik. En þetta kallar á miklu meiri vinnu fyrir timana af hálfu kennarans.” „Jæja, hvernig finnst þér?” gæti teiknarinn á myndinni veriö að segja við örn Þorsteinsson. — „Hafið þið ekki lika veriö með unglinganámskeið við skól- ann?” „Jú, og ég hef alveg sérstak- lega gaman af þvi að kenna krökkum. Þeir eru afar áhuga- samir og ekki eins gagnrýnir á eigin verk. Maður þarf að beita sér meira við krakkana til að ná upp vinnugleði, en ef maður nær sambandi við þau, þá er þetta miklu skemmtilegra. Þau eru áræðnari og ekki eins bundin af rikjandi viðhorfúm, og það er hægt að ná meiri stemningu meö þeim ”, sagði örn Þor- steinsson. Helgi Tryggvason bókbindari leiðbeinir hér nemanda á vinnustofu sinni sem er upp i kvisti I húsakynnum Myndlista-og handiðaskólans Þegar ég kom heim byrjaði ég að vinna sjálfstætt en komst fljótlega til Gutenberg. Það var mikið um það þá að menn ynnu við bókband og þeir sem skör- uöu fram úr höfðu nóg að gera.” — Ég minnist þess aö hafa lesiö grein eftir Snæbjörn Jóns- son þar sem hann kvartar mjög yfirþvihvaöbókbandi hafi farið aftur og sé almennt illa unnið hérlendis. Ert þú á sama máli? „Já, þetta er alveg rétt hjá Snæbirni, það er vélbandiö. Eins meö prentarana, þeir lögðusig fram hér áður fyrr. Nú 'ERA LEIÐINLEGZ er ég hundóánægður með prent- ara. Það er allt lagt upp úr flýti. Við sjáum ekki eins fallega unn- ar bækur nú orðið og þá”. — Hvaðafólk er það helst sem sækir þessi námskeið? „Þetta eru dásamlegir hópar sem ég er með. Þetta er fólk sem hefur áhuga fyrir að safna bókum og varöveita þær. Marg- ir koma aftur ár eftir ár. Það er sótt um þessi námskeið á vorin og margir skipta þeim á milli sin. Svo kemur fólk hingað annaö slagið til að fá ráðlegg- ingar við einhverjum vanda og til að skera. í fyrsta tímann koma menn með fimm til tiu bækur san þeir byrja á að rifa aftur örk fyrir örk, sniða saurblað og binda þær inn á ný. Menn byrja með ódýrar bækur, siðan heldur þetta áfram stig af stigi. Ég læt fólk alltaf binda kápuna meö. Bókband er svo skemmtilegt að þvi leyti tíl, að þegar maður er búinn aö ná tökumá þvi, er hægt að fara út i allskonar afbrigöi” — Hvaö standa þessi nám- skeið lengi? ,,Frá 1. október og fram til 21. janúar, þá byrjar annað nám- skeið sem stendur fram á vor. Verðið er 26.000 krónur og er efni innifalið i þvi. Fólkið sem sækir þau er á öllum aldri. Frá tólf ára og upp úr. Konur eru i meirihluta og ég hef nú veriö aö segja þeim, aö þegar börnin séu komin af hendi, vilji karlarnir hafa sem mest upp úr þeim og sendi þær þá hingað. Annars er þetta samvaliö fólk og gaman að vinna með þvi. Það er svo ánægjulegt vegna þess að allir koma meö brennandi áhuga og allir eru svo ánægðir. Þetta er skemmtileg iðn og svo er húnlika arðvænleg, þvi þegar bækur eru bundnar inn, er vinn- an dýrust. Þarna nýtist lika timi sem annars færi i ekki neitt. Eldra fólk sem er það gamalt að þvi er bannað að vinna, fær þarna eitthvað sem þaö hefur virki- lega áhuga á og fer þá að hlúa að bókunum sinum.” — Þetta er orðinn langur starfsdagur hjá þér. Ertu ekkert tekinn að þreytast á þessu? „Nei, nei, nei, þetta er komið inn í mig. Ég er alltaf jafn vel upplagður. Besti nemandi sem ég hef haft og sá afkastamesti var kominn yfirsjötugt. Þaö var Freysteinn Gunnarsson fyrrum skólastjóri. Hann batt um það bil hundrað bækur á ári. Ég hef verið að leika mér við það að binda inn i selskinn og pergament upp á siðkastiö. Eins hef ég bundið inn i sútað roð af steinbit og hlfra, og hákarls- skráp, en siðastnefnda efniö er alsterkast af öllu. Næstum þvi óslitandi. Þetta er sútað i Dan- mörku þvi einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að gera þaö nógu vel hér. Þetta gengur allt mjög vel. Nemendum minum þykir vænt um mig, ég geri þaö sem ég get fyrir þá og er afar ánægöur” sagði Helgi Tryggvason. Þessa árituðu mynd fékk Helgi senda frá þakklátum ÍKrisveini* Framhald ó nœstu siðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.