Vísir - 14.10.1978, Blaðsíða 19
vism Laugardagur 14. október 1978
19
í kaffistofu Norrœna hússins:
„Að horfa
yfír bminn"
,,Þa& er ósköp notalegt hérna
og þægilegt umhvcrfi sagöi
Aöalsteinn Ingólfsson listfræð-
ingur, þegar hann var inntur
eftir þvi hvers vegna hann væri
aö drekka kaffi i Norræna hús-
inu.
„Mér finnst afslappandi að
sitja hér og horfa yfir bæinn. Og
svo er gott aö geta i leiðinni
skellt sér á sýningu og inn á
bókasafn.”
—Kemurðu oft hingað?
„Já, yfirleitt á hverjum
degi.”
—Sækirðu kannski allar dag-
skrár hússins?
„Nei, ekki allt. Aðeins það
sem snertir min áhugamál,
myndlist og bókmenntir. Tón-
listin dregur mig minna hing-
að.”
—Heldurðu að Reykjavik væri
fátækari án Norræna hússins?
„Tvimælalaust. Húsið hefur
verið griðarleg lyftistöng fyrir
menningarlifið i borginni. Það
hefur allt að þvi skipt sköpum.”
—Nú kemur hingað mikið til
sama fólkið dag eftir dag. Hefur
það orðið til þess að hér myndist
klikur?
„Ég hef enga trú á þvi. Ég hef
það til dæmis ekki á tilfinning-
unni að ég sé i neinni kliku. Ég
held aö allar fullyrðingar um
pólitiskar klikur i Norræna hús-
inu eigi við litil rök að styöjast.
Fólki likar einfaldlega vel að
Aðalsteinn Ingólfsson: „Fullyrð-
ingar um pólitiskar klikur hafa
við litil rök að styöjast”.
koma hingað og kemur þvi aftur
og aftur.”
Sigriður og Kjartan segjast alltaf koma i Norræna húsið þegar eitthvað áhugavekjandi sé að gerast.
f f Ódíýr 09 góður
„Það hittist nú svo á, a& staö-
urinn er nálægt bækistöö okkar
hér I bænum,” sögðu þau
Sigrlður Pétursdóttir og Kjart-
an Georgsson frá Ólafsvöllum á
Skeiðum, þegar Helgarblaðiö
spurði þau hvers vegna þau
kæmu i kaffi i Norræna húsinu.
„Auk þess er afgreiðslan fljót
og góð, staðurinn hreinlegur og
maturinn ódýr og oft góöur,”
bættu þau viö. „Þess vegna
komum við oft hingað •
hádeginu. Þó teljum við okkur
ekki til fastagesta og við
þekkjum ekkert af þvi fólki sem
kemur hér.”
— Komið þið i Norræna húsið
matur"
i öörum erindagjörðum en aö fá
ykkur kaffi og meö þvi?
,,Já, við komum hingað á
málverkasýningar. Eins litum
við inn þegar Grænlenska vikan
var og reyndar komum við
alltaf hingað, þegar eitthvað
það er um að vera I húsinu sem
vekur áhuga okkar.”
„Losnum
1 hádeginu er kaffistofa Nor-
rænahússins yfirleitt troöfull af
háskólastúdentum, sem kjósa
frekar aö skreppa þangað i súpu,
tartalettur og kaffi en að snæða i
mötuneyti stúdenta. t þeim hópi
eru viöskiptafræðinemarnir Hel-
ena Pálsdóttir og Liney Arnadótt-
ir. Viö spurðum þær hver væri
ástæðan.
„Okkur finnst fólkið skemmti-
legt hérna og andrúmsloftið
reyndar lika,” sögðu þær. „Við
erum nýkomnar i bæinn frá Akur-
eyri, svo það er stutt siðan að við
fórum að venja komur okkar
hingað i hádegishléinu.
Við erum léttar á fóðrum, svo
þaðerekkidýrarafyrirokkur að
borða hér en i mötuneytinu og þaö
er gott að komast i nýtt umhverfi
til að slappa af frá náminu. Hér
losnar maður við bókalyktina um
stund.
við bókalygtina"
Helena Pálsdóttir og Liney Arnadóttir i matarhléi frá bókalykt.
Texti:
Sigurveig
Jónsdóttir
Myndir:
Jens
Alexandersson
nlife i |ÉÉ I- • KáiSfcí ■■ ■;■ PR 1 dkMijimi* L
NORRÆNA HÚSIÐ 10 ÁRA 7
Á hjóli um island.
Erindreki sunnu-
dagsblaösins
h j ó 1 a r u m
Konnaktir og
reynir að taka
eftir þvi sem fyrir
augun ber.
í helgarviðtalinu
rekur Jón Sigurðs-
son ritstjóri
Timans m.a.
pólitiska ævisögu
sina
sunnudag
Efni m.a.
Fé til fram-
kvæmda i borginni
fer stöðugt minnk-
andi — Sigurjón
Pétursson skrifar
um borgarmál.
í sunnudagspistli
segir frá danska
blaðinu Informa-
tion sem starfs-
fólkið á og rekur
með sérstæðum
hætti
Sagt er frá sænskri reynslu af þvi,að feður
eiga þess kost að vera heima yfir ungum
börnum engu siður en mæður.
Rikharður ö. Pálsson stjórnar hring-
borðsumræðum við kennara um
tónmenntakennslu i grunnskólum lands-
ins.