Vísir - 14.10.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 14.10.1978, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 14. október 1978 visœ Hvað segja þau um þó reynslu sem komin er á starfsemi Norrœna hússins? Halldór Laxness: „Þetta er þrifnaðar- fyrirtœki" „Þetta er þrifnaðarfyrirtæki á allan hátt. Þvf er mjög vel stjórnað og þaö hefur ágæta dagskrá,” sagði Halldór Lax- ness. Hann hefur komið talsvert við sögu Norræna hússins, hélt ræðu við stofnun þess og sat I framkvæmdanefnd hússins fyrstu árin. ,,Ég hef ekki fylgst mikiö meö starfseminni að undanförnu, en ég kem þar iðulega á skemmt- anir, málfundi og sýningar. Ég tel að rekstur hússins gangi ágætlega, alveg eftir óskum. Þær fimm rlkisstjórnir sem styðja þetta fyrirtæki viröast ekkert til spara að það sé i mikilli menningarlegri hæö.” Halldór Laxness Matthías Johannessen: „BYGGIST EKKI A GRÓÐARSJÓNARMIÐI n ,,í Norræna húsinu fer fram starfsemi, sem byggist ekki á gróðasjónarmiði eins og mikiil hluti islensks menningariönaö- ar nú um stundir”, sagöi Matthias Johannessen ritstjóri. „Þetta verkar vinalega á mig og stingur i stúf við þá háværu sölumennsku, sem er aö kæfa margt af þvi besta i islenskri samtimamenningu. Menningin vex eins og grasið. Hún er hljóðlát og tranar sér ekki fram. En þeir sem trúa ekki á það, sem þeir eru aö gera, þurfa aftur á móti á mikl- um auglýsingum að halda. Norræna húsið hefur ekki gert kröfu til slikrar auglýsinga- starfsemi og eftir þvi sem mað- ur eldist, kann maöur betur að meta það. Afi minn og alnafni var norsk- Matthias Johannessen ur og norræn afstaða er mér þvi i blóð borin. Norræna húsiö er i góðum höndum undir stjórn Eriks Sönderholms”. Nína Björk Árnadóttir: „Starfsemi hússins getur verið örvandi" „Við erum fjarska einangruö. Þess vegna er mikilvægt að Norræna húsið er staösett hér,” sagði Nina Björk Arnadóttir skáldkona. „Starfsemi þess getur verið örvandi og það er nauðsyn listum og menningu. Starfsemi hússins ræðst af stjórnanda þess hverju sinni. Hann veröur að minu viti að vera opinn fyrir nýjum straum- um og áræðinn, og hann má ekki vera of akademískur. Ég minnist með gleði þess tima, þegar Maj-Britt Imnander stjórnaði húsinu. Þá var manni ljóst að húsið var opiö islensku listafólki til að tjá sig um sina eigin list, og hún var opin fyrir ábendingum um hvaða erlendir listamenn kæmu i heimsókn. I fljótu bragði virðist mér að Nina Björk Arnadóttir fleira yngra og virkara menn- ingarfólk mætti hafa hönd I bagga með starfseminni svo hún stiröni ekki”. NORRÆNA HÚSIÐ 10 ÁRA Or bókasafninu. Indriði G. Þorsteinsson: „Getum sjálf séð um okk- ar menningararfleifð" Indriði G. Þorsteinsson „Ég hef 1 rauninni ekki haft áhuga á að komast lengra inn i starfsemi Norræna hússins en i kaffistofuna,” sagði Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. „Það er sjálfsagt ágætt að hafa svona kynningu á menningarlegu efni frá Norður- löndunum, en mér finnst niðrandi fyrir okkur Islendinga, að aðeins hefur verið talin þörf á sliku húsi hér. Norræna húsið hefur verið hugsað sem brjóstvörn samnor- rænnar menningar gegn ameriskum áhrifum. Við getum sjálf séð um okkar menningar- mál og menningararfleifð og verndað hana. 1 öðru lagi ber þess aö gæta, að tilvist Norræna hússins hefur stuðlað að eflingu ákveðinna pólitiskra afla i landinu. Starf- semi þessara aðila fellur saman við samnorræna baráttu gegn ameriskum áhrifum. Það þarf aðskilja á milli heimsvaldapóli- tikur, sem miðar að þvi aö ófrægja okkur i augum heimsins sem amerikaniseraða, og norræns ótta við að við eigum i vök að verjast i þvi efni.” Gylfi Þ. Gislason: Þannigvarð hugmyndin að Norrœna húsinu til Ég efast um, að það sé nokkurs staðar skráð, hvernig og hvenær hugmyndin að bygg- ingu Norræna hússins varð til. En svo er mál meö vexti, að sumariö 1960 var haidinn hér I Reykjavlk fulltrúaráðsfundur Norrænu félaganna. A þeim fundi var sænskur prófessor I hagfræði, Ingvar Svennilson. A fundinum varpaði hann fram þeirri hugmynd, að Norður- löndin byggðu hér i Reykjavik hús, sem vera skyldi miöstöö samskipta islands og hinna Norðuriandanna og annast kynningu á menningu Norður- landaþjóöanna. Svo vildi til, aö Menningar- málanefndin, sem var sam- starfsnefnd Norðurlandanna um menningarmál og fyrir- rennari þeirrar menningar- málanefndar Noröurlandaráðs sem nú starfar, hélt einmitt fund hér i Reykjavik um sama leyti, en Invar Svennilson var einnig i henni. Menntamálaráöuneytiö bauð Menningarmálanefndinni til kvöldverðar 1 Ráðherra- bústaönum. Ég var litils háttar kunnugur Svennilson, og sagði hann mér frá þessari hugmynd. Þaö féll i hans hlut aö þakka fyrir matinn, og lét hann þá þessarar hugmyndar frá full- trúaráðsfundinum getið. Ari sföar hafði verið samin álitsgerð um máliö á vegum Norrænu félaganna, og var hún send Menningarmálanefndinni. Hún skipaði sérfræðinganefnd i máliö.og var formaður hennar Bent A. Koch, sem nú er for- Gylfi Þ. Gislason. stjóri Ritzau-fréttastofnunnar i Danmörku, mikill áhugamaður um norræna samvinnu og islensk málefni. Bráðabirgðaskýrsla þeirrar nefndar var lögð fyrir þing Norðurlandaráðs i Helsingfors i mars 1962 og samþykkti ráðiö ályktun, þar sem lýst var stuðn- ingi viö málið. Endanlega skýrslu sendi nefndin frá sér um haustið og var hún lögð fyrir rikisstjórnirnar á Norðurlönd- unum öllum. í janúar 1963 var mennta- má1aráðherrafundur i Stokkhólmi. A þeim fundi var tekin ákvörðun um byggingu hússins og ákveðiö að skipa byggingarnefnd. Formaður hennar varð Eigil Thrane, deildarstjóri i menntamála- ráðuneytinu danska. Frægasti húsameistari á Noröurlöndum Alvar Aalto, tók að sér að teikna bygginguna. Hann kom hingað til þess aö athuga aðstæður, en Háskólinn haföi veitt kost á lóð undir húsiö á háskólasvæðinu. Mér er það minnisstætt, hversu fljótur Aalto var aö velja húsinu stað og ákveða i meginatriðum, hvernig það skyldi vera. Fram- kvæmdir hófust 1965, og kom Aalto hingað tvisvar sinnum sjálfur til þess að fylgjast með þeim, en hægri hönd hans viö verkið allt var Ilone Lehtinen, og kom hún hér margsinnis. Húsið var vigt 1968 að við- stöddum norrænum ráðherrum og fleiri gestum. Einu atviki frá vigsluhátíðinni gleymi ég ekki. Peter Mohr Dam, lögmaður Færeyinga, var meöal boðs- gesta. Þegar fánar voru dregn- ir að húni fyrir framan húsið komst ég ekki hjá þvl aö veita þvi athygli, að Dam, sem var orðinn nokkuð aldraður maður, varö mjög hræröur. Mér sýndisthann tárast. Um kvöldið' sagöi hann mér, að þetta hafi verið i fyrsta skipti sem hann hafi séö fána Færeyja dreginn að húni erlendis viö hlið fána allra Norðurlandanna. Sonur hans, Atli Dam, sem nú er lög- maður Færeyinga, hefur sagt mér, að faöir sinn hafi oft minnst þessa atviks. Nú, á tiu ára afmæli Norræna hússins, er ánægjulegt að geta sagt með sanni, að björt ustu vonir, sem tengdar vorú húsinu i upphafi, hafa ræst. Það hefur verið ómetanlegur aflvaki i samskiptum Islands og hinna Noröurlandanna. Sjálfter húsið stórkostleg bæjarprýöi. Enn mikilvægara er þó allt það menningarstarf, sem þar fer fram innan veggja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.