Vísir - 14.10.1978, Blaðsíða 31

Vísir - 14.10.1978, Blaðsíða 31
vism Laugardagur 14. október 1978 31 Aksjó maður stingut f'. Barbie* Rœtt við Sigurð Bjólu um nýjustu plötu Spilverksins Stokumaðurinn James Kay. legasta plata Spilverksins. Hitt er svo annað mál að maður er aldrei 100% ánægður með útkomuna. Það er alltaf eitthvað sem kemur i ljós eftirá sem maður vildi gera öðruvisi. Ef það væri ekki svo þá mundum við bara labba niður i bæ og tala um hvað þetta væri nú gott og síðan ekki söguna meir. Við tökum hér upp þráðinn þar sem við hættum á „Sturlu" og reynum að bæta úr þeim göllum sem okkur urðu ljósir eftir hana. Þessi nýja plata er þvi um margt ólik henni. A „Sturlu” voru t.d. of mörg lög sem voru ekki fullunnin. Mér finnst við vera búnir að nota þetta form þ.e. pianó, bassa og trommur, til fullnustu og ættum þvi að gera eitthvað allt annað næst. En það veltur þó nokkuð á þeim viðtökum sem „ISLAND” fær. Ef þær verða góðar, þá ligg- ur i augum uppi að þetta form er vænlegast til að koma boðskap okkar á framfæri og við ættum þvi að halda áfram á sömu braut. Ég get annars ekkert sagt um það á þessu stigbþað verður bara að koma i ljós.” Gengið féll. Hvernig er það. stóð ekki til að þessi plata yrði tekin upp i Bandarikjunum? „Jú, það er alveg rétt. Við ætluðum fyrst að taka hana upp i Los Angeles. En svo féll gengið þannig að við ákváðum að gera hana hér en fá þá um leið lengri tima i stúdióinu. Við gerðum svo ráð fyrir að þetta mundi taka okkur 230 tima en það stóðst nú ekki alveg og við lukum henni á 270 timum. En það má geta þess svona rétt til gamans að þetta þykir nú ekki mikill timi i plötuupptöku sum- staðar, þó svo að hér séu plötur yfirleitt gerðar á ca. 150 timum. Þegar við i Stuðmönnum vorum i Island Studios i London að vinna að plötunni „Tivoli” þá voru þar lika staddir hinir gamalkunnu Hollies i sömu erindagjörðum og viö. Við kynntumst þeim litillega Magnús Einarsson var sérlegur aðstoðarmaður Spilverksins i forföllum Egils og ræddum við þá um stúdióvinnu meðal annars. Þá kom i ljós að planið hjá þeim var að eyða 900 timum i prufuupptökur og siðan guðmávita hve mörgum i loka- vinnsluna. Þetta sýnir að það er ákaflega hæpið að bera saman is- lenska og erlenda hljómplötu- gerð. Þaðeru gjörólik fyrirbrigði. En þetta stafar nú fyrst og fremst af þvi hve markaðurinn er litill og stúdótiminndýr. Að takaplötu hér upp á 900timum væri pottþétt leið til að fara á hausinn fyrir fullt og allt.” Strokumaðurinn Segðu mér eitt af hverju not- uðuð þið tvo upptökumenn? Er það eitthvað betra. „Nei, það kom nú ekki til af góðu. Kanadamaðurinn James Kay strauk hreinlega þegar hilla tOK undir lokasprettinn og við vissum ekki okkar rjúkandi ráð. Svo fékk Valgeir einn daginn upp- hringingu frá Sviþjóð og þá var James kominn þangað. Hann kvað sér þykja þetta afskaplega leitt að hafa svikið okkur svona en bar við illum aðbúnaði og kven- mannsleysi. Siðan er hann úr sög- unni. Þetta þótti okkur súrt i broti þvi hann er langbesti upptöku- maðurinn sem við höfum unnið með. Það varð svo okkur til bjargar að Sigurjón fram- kvæmdastjóri Hljóðrita (blessuð sé minning hans) brá við af al- kunnri snilld og skaffaði ame- rikanann Ralp Moss sem er mjög frægur upptökumaður úti hinum stóra heimi og hefur unnið fyrir Eric Clapton, Arethu Frank- lin Glayds Knight og fleiri súper- stirni. Hann sigldi plötunni i höfn en fækkaði um leið kvenkosti Is- lendinga. Egill verður með næst — Er Spilverkið með aðra plötu i bigerð? „Já, við töiuðum um að hittast núna um jólin og athuga okkar gang. Við stefnum aö þvi að gera plötu næsta sumar. Og þá verður Egill alveg örugglega með.” Og með þessum orðum Bjól- unnar kveður Helgarblaðið Spil- verk þjóðanna að sinni og við ósk- um þeim til hamingju með nýju plötuna „ISLAND” og við erum sannfærð um að hún á eftir að lyfta merki þess enn hærra. Og það er gott að vera sannfærður eða einsog Valgeir syngur i laginu um Aksjónmanninn: Undirritaður er sannfærður um gildi þess að vera sannfærður um gildi þess að vera sannfærður. —PP FYRR MÁ NÚ PLATA EN HLJÓMPLATA Pjetur &Úlfarnir „PLATAÐIR” Stjáni saxófóninn þenur sig um landið. Þessi þrumugóða plata var að koma út, og er rifin út. Láttu plata þig með ánœgju. Fœst vonandi enn í nœstu plötubúð. Pöntunarsímar 92-8389 og 92-8255 mam SL. . -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.