Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 1
„Þér eruð sovézkur ríkisborgari, en yður er betra að gleyma því. Hér inni eruð þér ekkert. Hér eru Ameríkanar, Frakkar, ítalir og Rússar. Hér höfum við alls konar fólk, því stjórnin í Ný}a« Kína hræðist ekki Rússa eða Ameríkana eða nokkra aðra. Kínverskur fangavörður við George volskv. SBHÉnBHBHHWnPl „G-eorge Vols'ky". Smávaxni, feitlagni Kínverjinn fyrir framan mig brosti. Síðan lagði hann frá sér reykjapípuna og tók upp geysistóra sjálávirka skammbyssu, af flauelsdúkuðu borðinu. „Ein kúla úr þessari byssu, gerir trö göt á böfuð yðar“. Hann leit á mig gegnum stál- spangagleraugun, sneri sér síð an hægt á stólnum, benti á hnakkann á sér og sagði: „Eitt hér, þar sem hún fer inn“. Hann sneri sér við aftur, og benti á mitt ennið, „og annað hér, þar sem hún kemur út aftur“. Hann þagði um stund. „Kúlan kostar okkur aðeins sj'ö cent. Hugsið um það, Vol- sky. Hugsið vandiega um það, og kannski munið þér þá eftir einhfverju, sem þér mynduð vilja segja okkur frá. Hann stóð upp, gaf hinum Kínverjunum sem inni voru bendingu og gekk síðan á und- an þeim út úr herberginu. Ég heyrði hurðina skella í lás á efitir þeim. Ég var einn eftir. í fyrsta sinn fór ég að at- huga umhverfið. Ég sat í s'topp uðum stól með há-u baki, á miðju gólfi í stóru herbergi. Fyrir framan mig var langt borð og hinum megin við það röð af stólum. Á veggnum gengt mér, hékk mynd af Mao fiormanni. Allt í kringum mig voru orð Maos formanns límd á yegg- ina, klippt úr rauðu flaueii, svo að þau ættu vel við rauða flauelsdiúkinn á borðinu. í þögn herbergisins, reyndi ég að safna hugsunum mínum saman, en ég var að niðuríot- um kominn af þreytu, mér var kalt og ‘hvernig sem ég reyndi, gat ég ekki hugsað skýrt. Að- eins ein hugsun komst að. og mér varð illt í maganum af henni. Ég var í höndum leynilög- reglunnar og þetta voru hinar alræmdu N an-T ao varðha-lds og yfirheyrslustöðvar hennar, í Shanghai, sem ég var stadd ur í. Klukkustundirnar síðan ég var handtekinn virtust eins og eilífð. Ég reyndi að rifja upp atburði næturinnar, sem urðu til þess, að ég var hér í Nan-Tao. Kvöldið hafði byrjað ósköp sakleysislega. Ég hafði boðið vini Sergei, sem er rússnesk- ur og vinkonu minni May Lee, til k\'öldvorðar í íbúð minni við Avenue de Rue Albert —. Rauðu varðliðarnir breyttu nafninu í Shensi Nan Lu í Slhanghai. Þetta var klukkan 20.30 að kvöldi hins 13. janú- ar 1962. Kvöldið var ánægju- legt, góður matur, gott vín og fjörugar samræður. Þegar að því kom, að vinur minn þurfti að fara, fylgdi ég honum fram á ganginn og að útidyrunum. Kalt var úti og þegar við kvöddumst, urðu orðin að gufu í kyrru loftinu. Skyndilega urðum við varir við dökkklæddar verur, sem læddust út úr myrkrinu hand an við götuna. Þeim fjölgaði og komu úr öllum áttum, áleið is til okkar. Shanghai var undir stjórn kommúnista og það var ekki óalgengt að útlendingar væru handteknir og varpað í fang- elsi -fyrir smávægilegar sakir. — O-g ég var sovézkur ríki-s- borgari, brennimerktur af fylgismönnum Maos formanns. „Ser-gei“, hvíslaði ég. „Við skulum flýta okkur inn í íbúð ina aftur. Það er bezt, að þú takir May Lee með þér heim. Reyndu að koma henni héð- an strax.“ Ég ýtti h-onum inn í ganginn, en í sama bili slokknaði ljósið. Ég þreifaði mig áfram í m-yrkrinu og var að leita í vösum mínum að lyklinum af íbúðinni, þegar ég var gripinn aftan frá, og hand- le-ggir mínir sveigðir aftur á baik. Handjárn smullu um úln- liði mína, um leið og dyrnar opnuðust og mér var ýtt inn fyrir. May stóð á miðju gólfi, ná- föl og skjálfandi, með ske-lf- ingarsvip á andlitinu. Mér var hr-undið niður á stól og ellefu menn úr Rauðu ör yggislögre-glunni gengu inn í herbergið, einn og einn í einu. Þeir voru allir klæddir Mao- jökkum, ihnepptum upp í háls og víðum, grá-um buxum, sem er borgaraklæðnaður í Rauða- Kína. Foringi þeirra, sem var stór o-g sterklega vaxinn, var klæddur svörtum stakki, eða úlpu. Hann tók upp einhver blöð og fór að lesa. Kínversk kona kom inn og mælti til mín á ensku. Hún kvaðst vera túlk- ur frá utanríkismáladeildinni. Ég hafði átt heima í Kína alla mína ævi og talaði fjór- ar mállýzkur fullkomlega. Þar að auki er ég Rússi. En kon- an krafðist þess, að hvert orð, sem sagt var, yrði túlkað á ens-ku, sem ég tala líka. Svartstakkur hóf nú mál sitt H-ugur minn var allur á ring ulreið og é-g vissi naumast, hivað ég sagði, eða hverju ég svaraði. Þetta líktist mest mar tröð. Loks heyrði ég og skildi orðin: „í varðhald“, sögð á kínv-ersku og end-urtekin á ensku. Einn af öry-ggisvörðunum gekk til mín og potaði skamm- byssu í magann á mér, annar gekk að dyninum, hallaði sér upp að dyrastafnum og dró upp byssu sína, sem hann beindi svo að mér. Svartstakk-ur tók gríðarstóra skammbyssu úr belti sér og sló skeftinu fra-m og aftur i and-litið á mér, um leið og hann sagði hvað eíftir annað: „Þú ert. tekinn fastur". . . „Þú ert tekinn fastur", bevngmálaði túlkurinn. Tveir mannanna fóru með May út í gegnum baðherberg ið og ég heyrði að jeppi var settur í gang og ekið á brott. Þeir, sem efitir voru, rann- sökuðu n-ú íbúðina skipulega. Þeir rifu bækurnar niður úr hillunum, tættu þær í s-undur ög hentu síðan í hnúgu á gólf- ið. Húsgögnunum var velt um koll, skúffurnar dregnar út og inniha-ldinu he-llt á gólfið. Einn fór inn í svefnherbergið og kom aftur m-eð rú-mdýnuna og skar hana í tætlur. Annar svipti í sundur púðum og sess- r.um o.g hræv?Si, í innih-aldinu. Þeir tók-u persónujskilríki mín og bréf og tróðu því í tösku, samkvæmt fyrirmælum Svartstakks og fóru síðan með töskuna út. Þeir, sem eít- ir voru, f-óru nú hamtförum um íbúðina. Þeir rif-u upp gólf- dúkinn, gerðu göt á veggina og jafnvel loftið. Eigur min ■ar lágu eins og hráviði um allt. É-g hélt áfram að hugsa um, að þetta hlyti að vera hræðileg martröð og ég myndi bráðum vakna. Ljósmyndari kom inn og fór að mynda mig í bak og fyr- ir. Síðan tók hann myndir af eigum mínum, hús’gögnunum og fötun-um. íbúðin líktist mest af öllu orrustuvelli. Þegar klukkan nálgaðist sex um morguninn, var ég dreg- inn á fætur og út. Þar var mér ýtt inn í aftursætið á svartri, stórri lúxusbifreið. Tveir menn í bláum Mao-jökk- um se-ttust kyrfilega sinn við hvora hlið mína. Báðir ýttu byssuihlaupum inn á milli rifja minna o-g svo var ekið af stað. Meðan ekið var um auð strætin í morgunskímunni, sá -ég bregða fyrir kunnugum byggingum úti fyrir og ég gerði mér grein fyrir því, mér til skelfingar, að við vorum á leið til NanTa-o. Ég hef aldrei álitið sjálfan mig neina hetju, og ég verð að játa, að aðeins hugsunin um Nan-Tao kom blóðinu til að frjósa í æðum mínu-m. í Shan-ghai fóru margar ljót- ar. s-ögur af óhugnanlegri grimmd og ólýsanlegum pynt. ingum bak við múra Nan-Tao. Þegar bifreiðin var komin inn fyrir yztu múrana, sá ég vopnaða verði standa og veifa byssunum meðfram veginum heim að húsinu. Bifreiðm stanzaði áð lokum bak við hús- ið. É-g var leiddur út og vísað inn í lítið herbergi. Handjárn- in vor-u tekin og mér var sagt að afklæðast. Öryggisverðirnir fóru, en NanTao-verðir komu í staðinn. Þeir rifu hælana undan skónum mínum, sprettu tölunum úr buxunum o-g renni lásnum úr peysunni, sem ég hafði verið í. Þeir tók belt- ið mitt, hálsbindið og jafnvel skóreimarnar, áður en þeir leyfðu mér að klæðast aftur. Síðan fóru þeir með mig inn í þetta herbergi með Mao- myndinni. Litli, feiti Kínverjinn fékk sér sæti og á hvora hlið hon- um sátu sjö aðrir. Þetta voru þeir, sem áttu að yfirhevra •mig. Þeir breiddu pappíra sína á borðið, meðan sá litli. feiti kveilkti sér í pípu. „Hvað heitið þér“? spurði hann. „George Volsky“. „Þjóð- erni?“ . . . „Rússneskur“. Hann fór yfir allar upplýs- ingar um mig. Sonur Georgs Leonid’oyich Volski hershöfð ingja. Ég fæd'dist í Molin í Mansjúríu, 29. maí 1911. Fað- ir minn var myrtur í Moskvu í byltingunni og móðir mln flúði með mig og bræður mina tvo til Kína, þar sem ég hafði búið síðan. Ég rak veitingahús í Shanghai. Móðir mín fluttist til Sviss, en bræður mínir féllu báðir í Japan. Ég gerðist rússneskur ríkisbor-gari undir yfirskini föðuriand’sástar, þeg- ar Þjóðverjar réðust inn í land mitt. Þessi mynd af Volsky ásamt þrem vinkonum hans, er tekin inn 1949.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.