Tíminn - 19.10.1969, Síða 4

Tíminn - 19.10.1969, Síða 4
16 TIMINN SUNNUDAGUR 12. október 1969 Hópstarf lækna - bætt heilbrigðisþjonusta Aliir hafa komið á læknabiðstofur hér í borginni. Þær ern venjulega þéttskipaðar og þar situr fólk og bíð- ’ir lon og don eftir að fá viðtal við lækni. Flest sæmilega heilbrigt fólk er löngu hætt að leita læknis þótt það finni fyrir einhverjum smákvilla. Og verði það raunverulega veikt kostar það mikinn tíma og gremju að ná sambandi við réttan lækni og ef til vill fara til rannsókna hingað og þangað um borgina. Það er áreiðanlega ekki of rúmt reiknað að hálf önnur milljón króna fari í súginn mán- aðarlega ef einungis er miðað við það vinnutap, sem verður af því að fólk situr og bíður í biðstofum lækna hér í Reykjavík. — En það er fleirum en almenningi, sem finnst farið illa með tíma sinn í sambandi við lækna- þjónustuna. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á nær öllum sviðum heilbrigðismála á undanfömum árum nema almennri læknisþjónustu. Aðstaða heimilislækna í Reykjavík til starfa er mjög ófullnægjandi og úrelt, og þarf að ráða bót á því. T. d. er sjálfsagt mál að skipta borginni í læknisþjónustuhverfi. Það er fáránlegt að hugsa sér alla ,,praktíserandi“ lækna í borginni i sjúkra- vitjunum uppi í Breiðholtshverfi á sama tima, en það er fræðilegur möguleiki við núverandi skipulag. VTfirvöld heilbrigðismála borgarinnar hafa þegar komizt að niðurstöðu um að breytinga sé þörf í þessum málum og ákveðnar hugmyndir um þær verði settar fram, sem miða að því að komið verði á hverfa- skiptingu og læknamiðstöðv- um. Nefnd hefur verið skipuð til að sjá um að hrinda þess- um áætlunum í framkvæmd, og ríður nú á að það dragist ekki alltof lengi. Og hvað segja læknar um þessi mái? Um það fengum við nokkra hugmynd er við ræddum nýiega við ung- an lækni, ísak G. Hallgríms- son, sem starfar sem heimilis læknir í Reykjavík. En hann flutti erindi um þetta efni á læknaþingi fyrir skömmu. — Hvernig er heimilislækna þjónustu hér í borginni háttað nú? —í samnimgi Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur um skyldur heim ilislækna segir svo m.a.: ,,Þeir læknar, sem hafa yfir 500 númer sem heimilislækn- ar, skulu hafa lækningastofu og vera til viðtals a.m.k. 1% kJst. 4 daga í viku á tíman- um frá kl. 9—17. Á laugardög- um a.m.k. 1 klst. og sjötta daig vikunnar a.m.k. 1 klst. á tím anum frá kl. 17—19.“ Hér er átt við lágmarkstíma og segir því ekkert um vinnutíma heim ilislækna. Hugsum okkur heimilislækni með fullan númarafjölda. Hann hefur starfað nokkur ár og er farinn að kynnast sínum skjólstæðingum. Daglega koma á stofu til hans um 20 manns stundum færri, oft miklu fleiri. Sumir eru stuttan tíma, aðrir lengri eins og gengur, en ég held, að hver sjúklingur dvelji að jafnaði ekki minna en 15 mín., og á ég þá við, að sjúkl- ingur fái viðtal og þá skoðun, sem hann þarfnast hverju sinni. Læknar í Voss í Noregi, sem unnið hafa í hópstarfi eitt ár, athuguðu eina vikuna hve mikill tími færi f hvert viðtai á stofu, og kom í ljós, að tveir þeirra, sem enga hjálp höfðu af hjúkrunarkonu og rit urum, þurftu 28 mín, að jafn- að'i. en það gerir rúmar 9 klst. á stofu á dag. ef miðað er við, að 20 sjúklingar komi. Hinir sem hjáíp höfðu, þurftu helm- ingi styttri tíma, eða 14 mín. Það má skjóta því hiér inn í að algert lágmark er að hver læknir hafi að meðaltali 1 að- stoðarstúlku. Norðmenn telja raunar nauðsynlegt að 1% að- stoðarstúlka sé á móti hverjum lækni. Þessa hjálp vantar nær alveg hér. Það er því ekki fjarri lagi að áætla að 15 mín. fari í hvert viðtal að jafnaði. en það þýðir, að heimilis- læknir þarf að vera ótruflaður á stofu a.rn.k. 5 klst. á dag Þessi sami læknir fer að jafn- aði í 5—10 vitjanir daglega. Þessi tala er trúlega nær 10 ef samvizkusamlega er umnið, en vitjunum sínum getur lækmr- inn fækkað með því t.d. að gefa lyfseðla símleiðis, sem of oft er léleg læknisfræði og þarí ekki að ræða. Læknir, sem um árabil stundaði heimilislækn ingar í Reykjavik og hafði að jafnaði 700 númer, sagði mér, að hann hefði sjaldan farið j færri vitjanir á dag en 7. Lágmarksvinnutími lækna 8y2 klst. Ef heimilislæknir fer nú t.d. í 7 vitjanir á dag, dreifðar um borgina, tel ég 2—3 vitjanir á klst. það mesta, sem hann annar, því hér verður hann að vinna af sömu alúð og sam vizkusemi, sem endranær. Vitj anir vaktlæknis, sem ekur um RÆJl VIÐ ÍSAK G. HALLGRÍMSSON, LÆKNI borgina með vönum bflstjóra verða í mesta lagi 4 á klst., enda þótt hann gefi sér ekki nemá minnsta hugsanlegan tíma við beð hvers sjúklings. Heimilislæknirinn þarf því að verja a.m.k. 2—3 klst. í vitj- anir á dag. Hann hefur síma- viðtalstíma 1 klst. og að flestra dómi þarf hann J/a—l klst. í viðbót. enda símaiviðtöl allt frá 20—50. Síðan fer* 1 klst. í að hringja símaiyfseðla. Sem sagt, lágmarksvinnutími er sem áður er getið a. m. k. 8% klst. á dag, og þá er ótalið margt fleira, er þarf að gera á stofu auk venjulegs viðtals tíma, og nægir í því samhandi að geta nauðsynjar til faglest- urs í a.m.k. 1 klst. á dag. Hvort heimilislæknar í Reykjavík vinni eitthvað líkt þessu, get ég ekki sa-gt með vissu, en miðað við þá aðstöðu, sem þeir almennt hafa, álit ég, að þeir skili starfi sínu sam- vizkusamlega, ef vinnudagur þeirra er eitthvað líkur því, sem áður er getið. Á öðrum stað segir í samn- inigum: „Gegn föstu árlegu gjaldi, skal almennur heimilis- lœknir veita þeim samlags mönnum, sem hafa valið hann, svo og börnum þeirra, alla þá læknishjálp, sem telst til heim ilislæknisstarfa, en þau eru vitj anir til heimilis sjúkliniga og venjuleg sjúkraviðtöl og skoð- anir, rannsóknir og aðgerðir á lækningastofu.“ Hver er þá sú aðstaða, sem hann hefur, og sú þjónusta, sem hann getur veitt? Heimilislæknirinn flytur venjuiega inn á stofu, sem aldrei var hugsuð sem slík með tilliti tM stærðar, innrétt- ingar og hvers konar útbún- aðar. og því til daemis skulum við nefna Domus Medica, sem er eina húsið á íslandi, sem byggt var með það fyrst og fremst í huga, að þar störf uðu læknar, m.a. heimMislækn- ar. Ég hef ekki komið auga á það, að aðstaða heimilislækn- is í þessu húsi sé á nokkum bátt betri en víðast annars staðar hjá heimilislæknum nema hér mun líklega eitthvað betra að fá bílastæði. Ekki dettur mér í hug að draga úr ágæti og nauðsyn bMastæða, en ef fjölgun þeiiTa er það eina, sem hefur verið bætt í heimilislæknaþjónustunni í Reykjavík. þá er eitthvað að. Ég veit ekki um neinn heimil islækni í Reykjaivík, sem hef- ur aðstöðu til þess að gera að gagni einföldustu rannsókriir á Móði, þvagi og saur, sem ég tel sjálfsagt, að hann geti gert. Fullkomin spjaldskrá með heilsufars- og sjúkrasögu. Ég veit engin dæmi til þess, að heimilislæknar í Reykjavík haldi spjaldskrá, sem eitthvað vit er í, enda hafa þeir engan tíma tM þess, þar á ég við spjaldskrá. sem í er að finna góða heilsufars- og sjúkrasö^u. þar sem í er að finna hvert það vik, sem gert er fyrir sjúkl inginn, hvort heldur er á stofu eða í heimahúsi. Það gagnar mér ekkert, þegar ég leysi aí starifsbræður mína, að þeir vití aUt um sjúfclinginn, ég veit ekkert um hann. Flestir, ebki nærri allir al- mennir læknar munu hafa ein- hverja símaþjónustu, um aðra hjálp er ekki að ræða, og sýn ist mér þvi áðstoð þeirra vera í algeru lágmarki. Ég veit ekk: um neinn heimilislækni i Reykjavík, sem vinnur við þá aðstöðu varðandi húsnæði, tækjaútbúnað og aðstoð a stwfu, ^ sem honum er sæni- andi. Ég er ekki að segja. a? sérfræðingar geri það frem- ur. Nú verð ég að játa, að é? hef ekki gengið á milli koUega iminna og kynnt mér þet.éa nema að mjög litlu leyti. en ég veit, að með því að sinna sjúklingum sínum eins og és gat um áðan, þá er ekkJ til neins að hafa þá aðstöðu. sero honum sæmir. þvd hann kemst efcki yfir að færa sér hana í nyt við núverandi skipulag. Heimilislæknirinn í dag vinnur að minum dómi vel að svo mikhx leyti sem hann get ur, hann vinnur hins vegar við fcerfi. sem er að öllu leyti úr- elt og óviðunandi. Harm vinn- ur skipulagslaust án nokkurr ar hagræðingar, hann vinnur einn og í litlu samstarfi við starfsbræður sína. Hinn fa? lega einangrun, sem flestum héraðslæknum er sem þyrmr > augum af skiljínlegum ástæð- um. virðist sannarlega einnig vera fyrir hendi meðal lækna í Reykjavík. Aðstöðu- og skipu lagsleysi, sem heimilislæknir- inn vinnur við, kemur í veg fyrir að hann nái þeim árangn í starfi, sem menntun hans leyf ir og útilokar þá gleði og full nægingu í starfi, sem honum er nauðsynleg. Óþarfi er að segja frá bvi hvert óhaigræði núverandi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.