Tíminn - 19.10.1969, Síða 7

Tíminn - 19.10.1969, Síða 7
SUNNUDAGUR 19. október 1969. TIMINN 19 Jackie hefur þegar keypt yf.ir hundrað flugfarmiða yfir Atlahts- hafið fyrir böm sín og vinkonur. Bandaríska þjóðin fylgist áhyggju- full með því hver áhrif allur munaðurinn hefur á börn hennar og John F. Kensedy. Snekkjan „Christina“, 560 millj. kr. virði. ið á Skorpíos, en þar ætlaði hún að breyta um stíil í húsmunum. Keypti hún frönsk hú-sgögn í bændastíl frá 18. öld. Sjálft tunglið — næsta af- mælisgjöf. Ari fettir engan veginn fing ur út í þetta. Þegar Jaokie á í hlut ,er hann ekkert nema gæð in. Og hann, maðurinn, sem sagt er að hafi aldrei tímt að eyða svo mikið sem andvirði minnsta skyrtuhnapps ti1. góð- verka, gaf Jackie demanta fyr ir 90 milljónir í morgungjöf. En hann lét ekki þar við sitja. Hann lét dýrum skartgripum rigna yfir hana. Gimsteinakaixp mennirnir, sem hið útvalda rík isfólk þotualdarinnar skiptir við, segja gimsteinaregnið hafa kostað um 32 milljónir króna. Fyrir nokkrum vikum, er fertugsafmæli Jackie var hald ið hátáðlegt í nœturklúbbi ' í Abenu, var hún með nýja skart gripasamstæðu, sem Ari hafði gefið henni, þar á meðal stór kostlegan 40 karata demants hring, eyrnarlokka kennda við „Apoillo 11“ á stærð við tennis bolta en þeir voru eins konar eftirlíking af jörðu og tungli úr gulli, rúbínum og brilljönt um. Er gríska leikkonan Katina Paxinou óskaði Jackie til ham ingju með afmælisdaginn, brosti fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna og sagði: „Ó vitið þér Ari hefur lofað mér, að ég fái Tunglið í afmælisgjöf næst ef ég verð góð.“ Síðan setti hún upp undrunar og að- dáunarsvip og lét risaeyrna lokkana dingla. Það er ekki of- sögurn sagt af því, að fiólk vill láta á sínu bera. Aðeins hringurinn nýi er um 60—80 milljóna virði, eyrna lokkarnir hafa kostað a.m.k. 12 milljónir. Þegar Jackie fékk þennan hring, skaut hún heldur en betur Liz Taylor ref fyrir rass, því demantur, sem hún á og var einu sinni í eigu Krupp ættarinnar í Ruhr í Þýzkalandi sem auðgaðist af vopnafram- leiðslu, er aðeins 33,19 karöt. 1 öðru lagi er verðgildi hans að- eins 24 milljónir og í þokkabót er hann ekki af beztu tegund og Jackie vildi þar af leiðandi ekki sjá hann. Steinn af þeirri gerð, sem prýðir þann hring, hefur efcki veriS a markaðinum síðan við lok fyrri heimsstyrj aldai' samkvæmt upplýsingum frá hinu mikilsmetna gimsteina fyrirtæki í London og New York Van Cleef & Arpels. Morgungjöfina og afmælis- gjöfina fékk Ari frá Harry Winston gimsteinasala í New York, sem segir Jakie aðeins eiga „mikilsverða sksrtgripi." En hann skýrir orðin „mikils verðir skartgripir“ á þá leið, að það séu skraiutgripir sem láti allt annað skart í tíu metra fjarlægð virðast lit- og líflaust. Þegar Ari fékk skilnað frá fyrri konu sinni, Tínu, hafði hún fengið skartgripi frá hon um fyrir 32 milljónir. En Jaokie hefur fengið skraut fyr ir 400 milljónir á 10 fyrstu hjúskaparmánuðunum. Og hún hefur ekki ein.u sinni getað sýnt vinkonum sínurn í New York allt stássið, því þótt hún sé gift Grikkja, er hún bandarísk ur ríkisborgari. Hún yrði að greiða innflutningstoll af skart gripunum ef hún færi með þá til Bandaríkjanna — nákvæm lega 96 milljónir, að því er hátt settur toHstarfsimaður vestra tjáði mér. Jackie — hungruð þjóð. En Jackie hefur ekki aðeins fúslega þegið dýrar gjafir af maka sínum. Sjálf hefur hún við og við keypt skartgripi, og hún sparar ekki að nýta starfs krafta hins unga, dýra og snjalla skartgripateiknara, David Webb. En oft er erfitt að komast í námunda við vinnu stofu hans á Manhattan fyrir Rolls-Royce bifreiðum. Hann hrósaði nýlega mjög smekk frú Onassis fyrir dýrum skart gripum. Hann ætlaði raunar senn að senda henni dágóðan reikning að upphæð 5 milljónir fsl. kr. Ari gefur konu sinni svo mikið fé að ætla mætti að hún væri heil þjóð í neyð. En hann lætur sér detta ólíklegustu uppátæki í hug til að tjá henni ást sína. svo að í samanburði við hann virðast allir aðrir eig inmenn ekki aðeins nízkupúkar heldur einnig tilfinningasnauðir fiúllyndisseggir. Sem dæani um þetta mó nefna: Fyrir fáum vikum kom send ill út úr skartgripaverzluninni Zolotas í Aþenu. Hann hélt á btómvendi, .sem hann kom síð- an varlega fyrir inni í sendi- ferðabíl og ðk því nœst 30 km leið til útborgarinnar Glyphada þar sem hús þeirra hjóna er og afhenti litskrúðugan vöndinn við dyr vinnufólksins. Þjónarnir tóku við vendinum og settu hann í þungan silfur- vasa, sem ásamt lostætum morg unverði var borinn á dýrmæt um bafcka í eitt af svefnher- bergjum húsráðenda. Þar hvíldi frú Jackie Onassis. Hún greip hendinni full eftirvæntingar inn í blómskrúðið, því hún hafði hugboð um að sín biði óvænt ánægja. Með æfðum handtök um fann hún armband þakið demöntum. Enn eitt. Slikir atburðir eiga sér oft stað í húsi þeirra hjóna Eða nánar tiltekið á hálfsmánaðar fresti. Skartgripateiknari Zotola verzlunarinnar þekir ástæðuna: „I maí 1968“ segir hann „hringdi Onassis til okkar og bað um í eitt skipti fyrir öll að fá heimsendan blómvönd með gullarmbandi eða demants armbandi á hálfismánaðarfresti.' Og hann reiknax í huganum og verður sj'álfur undrandi: „Hún hefur fengið a.mk. 30 arm- bönd, sem kosta 184.000 kr. hvert.“ . Tvö svefnherbergi. Enska blaðakonan Eve Poll ard sem skrifað hefur fróðlega bók um Jackie, kann skil á því hvers vegna Ari tók upp á því í maí í fyrra þegar þau voru í tilihugalífi að tjá ást sína til Jackie með dýrum gjöfum. Um þetta leyti ákváðu Ari og Jackie að eigast. Jackie talaði þá við mág sinn Robert Kenne dy, sem þá stóð í kosningabar áttunni fyrir væntanlegar for- setakosningar. Hann varð sem skelfingu lostinn. Hann óttaðist að samband Jackie við hinn grísk-argentíska Onassis, sem ebki nýtur sérlcga mikils álits í Bandaríkjiunum, gæti minnkað möguleika hans á að ná kjöri. Og hann sárbað Jaekie að fresta brúðkaupinu a.m.k. þangað til eftir bosningarnar. Nú, Jackie þurfti ebki að bíða. Robert Kennedy var skot inn til bana. Hún losnaði við að taka tillit til stjórnmálaferils mágs síns, og giftist nokkrum vikum fyrir kosningarnar, sem Robert hafði vonazt til að sigra í með hennar hjálp. Síðan hefur margt breytzt til batnaðar í lífi Jackie. Hún held ur þó enn sem fyrr þeim vana að hafa sitt eigið svefnher- bergi. Og enn hugsar hún mikið um útlit sitt. Hún leyfir t. d. ekkj að nokkrum sé heimilað að hitta hana að móli, hafi hún ebki áður gert ráðstafanir til að geta látið sjá sig. Onassis, sem er jafn umhyggjusamur og h;ann er örlátur, skilur þetta ekki aðeins vel, heldur gerir allt hann kann til að létta henni morgunverkin dag hyem með umhyggju 6ÍnnL Það er þó ekki armband á hverjlum morgni, það yrði fljótt leiðigjarnt að fá nýtt armband á hverjum degi. Til tilbreyting ar sendir Ari henni stundum rómantískar ástarvísur efitir sjálfan sig og segja Ijóðaunn endur að nær ógerlegt sé að klúðra saman verra hnoði. Eða þá að Ari sendir sinni elskuðu forláta perlufesti með hrað- pósti frá Tókíó þegar hann er þar en hún í New York. Slík um gjöfum fylgja nákvæmar leiðbeiningar til þjónanna um að vefja stouli festinni um brauðsnúðinn á morgunverðar bakkanum. Þegar Ari er ekki á ferða lagi heldur í svefnherberginu við hliðina, sér hann alltaf um að eitthvað óvænt fylgi morg unverðinum. Einn dag fyrir skömenu var það, að s’ögn eins af áhöfninni, kort með óletrun- inni: „Aristoteles Onassis biður um að verða þeirrar ánægju að- njótandi að fá að leika tennis við þig á þilfari vélskipsins „Christinu". Allar konur yrðu hrifnar. Þetta er kjánalegt? Auðvitað er það kjánalegt, en hvaða kona einkum hvaða bandarísk kona, hrifist ekki af svo mikilli og úthaldsgóðri hugmyndaauðgi? Jackie er hrifin, og Onassis hefur sagt vinum sínum hvers vegna. í fyrsta sinn á ævinni getur hún eytt eins miklum peningum og haea langar til, og þarf ekki að hafa neinar á- hyggjur ekki einu sinni af óvar legri ávísunarundirskrift Au'k þess segir Onassis: „Jackie er lítill fiugil, sem þarf frelsi, en einnig öryggi. Hjá mér fær hún bvort tveggja." Við þurfum ekki að hafa á- hygjur af því að Ari ofigeri sér í bráð, þótt hann veiti litla fiugfeuniganum sínutn öryggi fyrir 1600 millj'ónir á ári. Hann hefur 4000 millj'ónir í tekjur aðeins af skipum sín- um á ári. Verðbréfasalar og bankastjiórar í New York, sem ávaxta hiluta af auðæfum skipafcóngsins, segja, að hann eigi svo fpfurlega mikið af verðbréfum, að Wall Street myndi riða til falls ef hann seldi þau öll í einu. Verðbréfa eign hans netnur 40 milljörð- um ísl. kr. Og setti hann þetta fé í venjuilegan banka, fengi hann samt meira fé í vexti áriega — 2000 milljónir ísl. kr. — en hann eyddi á síðasta ári í litta fuglinn sinn. Þótt skartgripaverzlanir seiði enn um sinn Ara til sín með óviðráðanlegu afli, og fornverzlanir, tízku-, skó-, hatta- Oig skartgripaverzlanir frú Jackie, — þá þurfum við eagar áhyggjur að bafa. Þau hjón eru vel stæð. <§nlinenía! Önnumst allar viðgerðir á dráttarvélahjólbörðum Sendum um allt land Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Roykjavfk Sími 31055 Hver sér það á Jacquline Onassis, að hún hafi keypt sér ný föt fyrir 24 milljónir ísl. kl.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.