Tíminn - 22.10.1969, Side 1

Tíminn - 22.10.1969, Side 1
im. — Miðvikudagur 22. okt. 1969. — 53. árg. M INN BANKIi Framleiðsla á Fresca, Orange og Valash engin sem stendur SALA Á GERVISYKUR- DRYKKJUM STÖDVAST SB-Reykjavík, þriðjudag. & Eins og kunnugt mun af fréttum, hafa niðurstöður rannsókna á gervisykurefninu Cykla- mat valdið skelfingu víða um heim, en nú þykir víst, að efnið geti valdið krabbameini. í Sunday Times er jafnvel gengið svo langt, að líkja efni þessu við Thalidomide, en til- raunir með Cyklamat á dýrum eru sagðar hafa leitt í Ijós, að fóstur fæðist mjög van- sköpuð vegna áhrifa frá efninu, og þá á svipaðan hátt og af völdum Thalidomide á sín- um tíma. & Hér á landi hefur Cyklamat nær eingöngu verið notað í sykurlausa gosdrykki. Blaðið fékk þær upplýsingar > dag, að allir framleiðendur drykkjanna hefðu nú hætt notkun efnisins og biðu átekta. Mary Jo Kopechne Neita tveim jarðarförum NTB-Wilkes Barre, þriðjudag. Lögreglustjórinn í Edgartown í Massachusetts, sagði fyrir rétti í gær, að þegar hann hefði kafað niður að bíl Edwards Kennedys, eftir slysið í júlí s.l. hefði hann alls ekki orðið var við neina blóðflekki í fötum Mary Jo Kopechne, en fram var k haldið, að blóð hefði verið í vitum líksins og fötum. Héráðs- dómarinn, Edmund Dinis hefur farið fram á, að líkið yrði graf ið upp ,og krufið, í þvi skyni að fá svör við ýmsum spurning um í sambandi við slysið, en foreldrar Mary Jo hafa neitað því. Faðir Mary Jo Kopechne, sagði í gær í réttarhöldunum um málið, að bæði hann og kona hans væru því mótfallin, Framhald á bls. 14. Verksmiðjan VMlfell hefur nú . tæpt ár framleitt sykurlausa svala drykkinn Fresca hér á landi. Framkvæmdastjóri verksmiðjunn- ar, Pétur Björnsson, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að Vífilfell hefði í gær, mánudag hætt framleiðslunni, eftir að skeyti hefði borizt frá Ameríku, þar sem farið var fram á stöðvun. Stjórn Coca-Cola félagsins til- kynnti, að þar sem Bandaríkja stjórn hefði tekið þá ákvörðun, að banna notkun Cyklamats í gos- drykki, ósfcaði félagið eftir því að framleiðslu Fresca í núverandi mynd yrði hætt þegar í stað um allan heim. Pétur kvað þetta þó ekki þýða, að Fresea yrði ekki til ’ lengur," heldur yrði framleiðslan 1 tekin upp aftur með nýjum sykur Vormúlum. Má benda þeim á, sem ekki mega neyta sykurs í gos- drykkjum, að fyrirliggjandi birgð ir af Fresca eru mjög takmarkað ar. Þegar heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, Mr. Findh til kynnti ákvörðun stjórnarinnar, tók hann sérstaklega fram, að ekkert hefið komið fram, sem benti til þess að Cyklamat gæti valdið krabbameini í mönnum. Tilrauna dýrunum, sem þykja hins vegar sanna það, að efnið væri krabba meinsvaldur, mun hafa verið gef inn óhemju stór skammtur af Cyklamiat. í Sunday Times, er sagt, að þegar efninu hafi verið dælt í hænuegg, hafi árangurinn orðið sá, að ungarnir komu úr eggjunum með aðeins stúfa í stað vængja eða fóta, en vanþroskaðir limir voru einmitt aðaleinkenni Thalidomide-barnanna á sínum tíma. Sanitas-verksmiðjan hefur að- eins notað Cyklamat í eina af framleiðsluvörum sínum, eða Orangegosdrykk. Sigurður Waage framfcvæmdastjóri verksmiðjunn- ar, tjáði blaðinu í dag, að fram íeiðslunni hefði verið hætt hjá þeim og nú væri þess beðið, að heilbrigðisyfirvöldin létu frá sér heyra um málið. — Magnið af Cýklamat í drykknum er sáralítið til þess að gera, en okkur dettur ekki í hug, að vera með efni, sem talið er viðsjárvert. Sigurður kvað markaðinn hafa verið góðan fyrir þennan drykk, þar sem fólk, sem vildi grenna sig, drykki talsvert af hpnum, svo og sykursýkissjúklingar. Sana-verksmiðjan á Akureyri vairð fyrst tíl að framleiða sykur lausan drykk á íslamdi, þ. e. Val- ash, en þar hefur það ekki verið framleitt síðan í sumar — sem betur fer, sagði Börkur Eiríksson, sölustjóri, — eftirspurnin eftir Thule-ölinu var svo mikil að við urðum að láta Valashið þoka í bili, en við ætluðum að halda framleiðislunni á því áfrarn, nema það verði nú bannað. Við bíðum bara og sjáum, hvað gert verður f málinu af íslenzkum yfirvöldum. Við höfum enga tilkynningu feng ið frá útlöndum enniþá, sagði Börk ur að lobum. Þorkeil Jóhannesson, prólfessor, sem stafar í eiturefnanefnd Rík- isins sagði, að hann teldi þetta efni, Cyklamat mrjög lítið eitrað og ekki væri ástæða til að óttast neitt. Hér á landi hefur þetta efni verið tiltöMega mjög lítið notað, en Bandarífcjamenn hafa neytt mjög mikils af Cyklamat í matvælum, enda er mikið um of- fitu þar í landi. Þetta er allt annað mál í Bandarfkjunum, en hér heima, sagði Þorkell og bvaðst að lokum vilja benda fólki á, að 1. janúar n. k. ganga í gilai á íslandi ný lög, sem kveða á um, hvaða efni skulu leyfð til matvælaframleiðislu hér á landi og þar mun verða séð fýrir þess um málum. Stjórn Landsvirkjunar birtir yfirlýsingu um verö Búrfellsorku Fátt um svör við ákæru um „fjármálahneyksli" EJ-Reykjavík, þriðjudag. ic I umræðum á Alþingi í gærkvöldi ræddi Magnús Kjartansson um Búrfellsvirkjun og það, sem hann nefndi „eitt stórfelldasta stjórn- mála- og fjármálahneyksli, sem gerzt hefur hér á landi“. Fullyrti hann að í júní í sumar hefði byggingarkostnaður farið 25% fram úr áætlun, reiknað í Bandaríkjadölum, að framleiðslukostnaður í kílóvattstund væri sem stendur 45 aurar — eða um helmingi hærri en söluverðið til álbræðslunnar í Straumsvík. Sagði hann, að samkvæmt þessu væri greiðsla álbræðslunnar fyrir raforkuna á ári „um 120 milljónum króna undir kostnaðarverði.“ Einnig sagði hann ,að þegar Búrfellsvirkjun næði fullum afskriftum yrði söluverðið til álbræðslunnar á ári 45 milljónum króna undir framleiðsluverði. ■k í dag barst blaðinu síðan yfirlýsing frá Jóhannesi Nordal, stjórnarformanni Landsvirkjunar, og Eiríki Briem, framkvæmdastjóra hennar, þar sem fjallað er um mál þetta. Þessi yfirlýsing fer hér á eftir, en athygli vekur í sambandi við hana, að í öllum tölum er míðað við virkjunina fullgerða — en það verður hún fyrst á árunum 1973—’74. Er því í rauninni ekki svarað með tölum þeirri fullvrðingu Magnúsar, að framleiðslukostnaður á kílóvattstund sé nú sem stendur 45 aurar. ★ Þó er þetta óbeint játað, því í yfirlýsingunni stendur að fyrr eu virkjunin sé fullgerð, „mun virkjunin að sjálfsögðu ekki geta staðið undir fullum afskriftum, því að fyrst í stað er virkjunin ekki nema hálfnýtt en langmestur hluti kostnaðarins áfallinn. Þetta var að sjálfsögðu ávallt vitað og er síður en svo nýtt fyrirbr.igði um vatns- aflsstöðvar“. Og svo er enn áfram haldið: „Að sjálfsögðu hefðu byrjunarörðugleikarnir orðið miklu meiri, ef stækkun álbræðslunnar og virkjunarinnar hefði ekki verið flýtt“. Þetta segja forráðamenn Landsvirkjunar mi um hinn „fullkomna“ samning, sem gerður var upphaflega um álbræðsluna og raforkusöluna til hennar. •Ar Ingólfur Jónsson ræddi þetta mál í umræðum um raforkumál á Alþingi i dag. Vitnaði Ingólfur í þessa yfirlýsingu Eiríks Briem og Jóhannesar Nordal, og urðu um það nokkrar orðahnippingar milli hans og Magnúsar Kjartanssonar. f sambandi við þær umræður vakti Þórarinn Þórarinsson athygli á því, að samkvæmt samningum við álbræðsluna, fengi Búrfellsv,irkjun 2,5 niilis, en Norðmenn hefðu samið á sama tíma um 3,2 mills. Norðmenn hefðu þannig fengið 28% meira verð fyrir raforkuna. Samkvæmt upplýsingum, sem nýlega birtust í Morgunblaðinu myndi Búrfellsvirkjun fá 270 millj. króna á ári fyrir raforkuna eftir 1974, eða þegar orkusamningurinn kemur til fullra framkvæmda, og mætti sjá á því að Búrfellsvirkjun myndi fá 75 milijónuni króna meira á ár.i, ef náðsl liefðu jafn hagstæðir samningar og Norðmenn uáðu á sínum tíma, Framhald á bls. 14 Aðsf o8a r ba n kast j óra- staSa við Landsbank- ann veitt 30. okt. SEYTJÁN SÆKJA UM STÖÐUNA EJ-Reykjaivík, þriðjudag. Deila virðist í uppsiglingu um veitingu í stöðu aðstoðar- bankastjóra við Landsbanka fs lands. Er það staða sú, sem losnaði þegar Björgvin Vilmund arson varð bankastjóri í stað Jóns Axels Péturssonar. Þegar umsóknarfrestur rann út, höfðu 17 rnenn sótt um starfið — allt reyndir bankastarfsmenn nema einn, Björgivin Guðmunds son, viðskiptafræðimgur. Óttast starfsmenn bankans, að um pólitísfca embættisveit- ingu verði að ræða og Björgvin því valinn, þótt meðal annarra umsækjenda séu reyndustu starfsmenn bankans. Hafa starfsmenn bankans í huga að knýja á um það, að bankastarfsmður verði fyrir val inu. Embætti þetta verður að öllu óbreyttu veitt fyrir mánaðamót in.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.