Tíminn - 31.10.1969, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.10.1969, Blaðsíða 12
T BLADBURÐARFQLK óskast á Lynghaga, Star- haga, Fálkagötu. — Uppl. á afgrciðslunni og í síma 12323. Smyglaö áfengi í Ásaklúbbnum J KJ-Reykjavík, fimmtudagj Enn gerSi lögreglan „rass- íu' í hinn svonefnda Ásaklúbb sem verið Hefur til húsa í Skipholti 21, en í sömu húsa- kynnum var „Club 7", þegar næturklúbbarnir blómstruðu í höfuðborginni. Lögreglan gerði þessa „rassíu“ um hálf sjö í gær, og þá munu wn 10 gestir hafa veriö í klúbbn m Voru nöfn gestanna tekin nið ur, og forsvarsmennirnir teknir til yfirheyrslu. f húsakynnum klúbbsins fannst nokkuð magn af áfemgi, og mun sumt af því hafa terið smyglað. Klúbb-forstjórinn og starfsmað ur klúbbsins, voru í haidi í nótt, O’g í dag mættu þeir til yfirheyrslu hjó Sakadómi Reykjavíkur, en var sleppt að yfirheyrslum lokn- um. Þessi klúbbforstjóri var dæmd ur fyrir ólöglega veitimgastarf- semi og brot á áfemgislöggjöfinni, fyrr á árinu, og mun mál hans koma fyrir Hæstarétt í nóvember. Síðan hann var dæmdur, hefur Framhald á bls. 10. Varúðarmerktii vindlingar Fyrstu varúðarmerkfcu vindl ingarnir íru að koma í verzlanir um þessar mundir. Er það tegund irnar Players og Abdulla, sem koma hingað frá Englandi, en sem kunnugt er gerðu enskir engar at- hugasemdir við orðun viðvörumar innar og samþykktu að merkja pakkana. Bandarískir vindlingar fást hins vegar ekki með viðvörun armerkingu fyrr en eftir nokkrar vikur, þar eð merkingavélin er ókomin til landsins. Vólin mun líma hina margumdeildu viðvörun neðan á pakkana utan á sellofan ið, þannig að þeir, sem ekki vilja vita af skaðsemi tóbaksins, geta bara klætt pakkann úr, og ímyndað sér svo, að engin hætta sé á ferð um. (Tímamynd: GE). Er stofnun islenzks auðhrings i vændum? LL-Reykjavík, fimmtudag. Umræðu um fnunvarp um Fjár festingarfélag íslands, sem var frestað fyrr í vikuimi var haldið áfram i neðri deild Alþingis í dag. Þórarinn Þórarinsson sagði við umræðuna, að slíkt fyrirtæki væri mjög svipað fyrirtækjum, sem sett hafa verið á stofn í Bandaríkjun um undanfai’iii 10 ár og vakið mik ið umtal. og hefur jafnvel verið lalið, að um varhugaverða hringa myndun geti verið að ræða. Þórarinn Þórarinsson sagði, að vissulega leiddi það af vaxandi vélvæðingu og tækni, að fjár- mögnun fyrirtækja yrði sífellt meira vandamál. Sagði hann, að ein leið, sem farin vœri í Banda ríkjunum væri sama eðlis og þessi. Þar hefðu risið upp félög, sem annast svipaða starfsemi og þetta frumvarp gerir ráð fyrir, þ.e. að kaupa hlutabróf í félögum, en annast engan atvinnurekstur sjálf. Þessi fyrirtæki kvað Þórar inn hafa/vakið vaxandi athygli og umtal, og hefði einn aðstoðardóms málaráðherrann það meginverk- efni að fylgjast með starfsemi þeirra og athuga hivort starfsemi þeirra brýtur í bága við fyrirmæli iaga um auðhringa. Fjórfestingarfyrirtækin, sem sum hver væru orðin mjög fjár sterk, sagði Þórarinn, hafa keypt t. d. hlutafé ríkra fyrirtækja, sem hafa átt í rekstrarörðugleikum, og fengið þau á lágu verði. Sagði hann, að sér virtist, sem með þessu frumvarpi um Fjárfest ingarfélag væri gert ráð fyrir að félagið ætti að starfa á svipuð um grundvelli og hin bandarísku félög, þ. e. kaupa hluti í fyrirtækj um en annast ekki sjálf atvinnu rekstur. Kvaðst hann gjarnan vilja fá upplýsingar flutningsmanna um starfsemi slikra fyrirtækja á Norð urlönöum og í Evrópu, ef þau starfa þar að veruiegu ráði. Vék Þórarinn að nokkrum grein um frumvarpsins, sem þyrftu at- hugunar við. Á einum stað í frumvarpinu væri talað um þá aðila, sem ættu TIUNDA HVERT FRAMTAL FARI TIL RANNSÓKNAR LL-Reykjavík, fimmtudag. Halldór E. Sigurðsson, Ingvar Gíslason og Helgi Bergs, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um rannsóknir á skattfram- tölum. Miðar frumvarpið að því, að finna röng skattframtöl með útdrætti 10% allra skattframtala. Er frumvarpið svohljóðaudi: Fram skal fara ítarleg rann- sókn á framtölum 10% allra fram talsskyldra aðila. Sikulu þau fram töl valin með útdrætti úr öllum fram-tölum landsins af Hagstofu fslands, samikvæmf reglum, sem hún setur. Framtöl þau, sem tek- in eru til rannsóknar, s-kal athuga vandlega, rannsaka bókhald aðila og leita upplýsinga um hvað eina sem tnáli skiptir. f greinargerð með frumvarpinu seigir: Elkki orkar bað tvímælis, að skattframtöl eru ekki svo örugg s-em skyldi. Mikla nauðsyn ber til, að hér verði ráðin bót á, því að ekkert er fráleitara en að þeir heiðarlegu séu látnir greiða hærri gjöld en ella, vegma hinna, er svíkja undan skatti. Með þessu frv. er lagt til, að breytt verði um vinnuaðferð við úrvinnslu í framtölum. Er það skoðun flutningsmanna, að þessi aðferð muni reynast örugg í fram kvæmd, ef her.ni er fylgt svo eftir sem hér er lagt til. Auk þess mætti með því að nota þessa vinnuaðferð draga verulega úr kostnaði við endurskoðun á skatt framtölum frá því. sem nú er, fnda væri bá hætt óþörfum og «.é«**ngarlausum bréfaskriftum, arv\, sem nú eiga sér stað. að hafa forgöngu um stofnun fé- lagsins, þ. e. Verzlunarráð ís- lands og Félag ísl. iðnrekenda og þeir aðilar, sem þessir tveir aðil ar kveðja til. Sagði hann, að ef til kæmi, ætti slíkt fyrirtæki að vera stofnað á breiðari grund velli með heimild fyrir fleiri sam tök og félög. Enn miéiri athugunar þyrfti það við, að í frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að sú undanþága sé veitt frá lögum um einkabanka og lána sjóði. að þeir megi kaupa hluta bréf í félögum. Ef það yrði að lögum. gæti það dregið þann dilk á eftir sér, að undanþágur yrðu veittar fyrir önnur fyrirtæki, að fengnu fordæmi. Slíkt mundi ekki verða til að auka fjármagn fyrir tækja. þar sem lánveitingar einka banka og lánasjóða minnkuðu að sama skapi. Við frunwarpið mætti einnig gera þá athugasemd, að þar væri gert ráð fyrir samskonar skatt- frelsi og Landsbanki: fslands nýt ur, til ársloka 1977. Kvað hann það varhugavert að veita einstök um fyrirtækjum skattfríðindi og skapa með því fordæmi. Hins vegar þyrfti að endurskoða skatta greiðsiur fyrirtækja almennt, Taldi hann það og vafasamt að veita ríkisfyrirtækjum skattfríð indi, þau ættu að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Sama mætti einnig segja um#banka. Björn Pálsson sagði allt þetta frumr.arp all furðulegt, miklu nær væri að styrkja fyrirtækin beint og ættu þau að ráða sínum mál um sjáli, en ekki láta eitt stórt fyrirræki sjá um slíkt. Eyiclfur Konráð Jónsson, sem, Framihald á bls 10. Deila á leiðakerf- ið og vilja fá fresf FB-Reykjaivík, fimmtudag. Vagnstjórar SVR hafa nú látið uppi opinberlega skoðanir sínar á hinu nýja leiðakerfi SVR. Héldu þeir fjölmennan næturfund aðfaranótt miðviku dagsins. Þar deildu þeir á ým is atriði í leiðakerfinu, m. a. sögðu þeir að sumar þeirra gatna, sem ætlunin væri að aka um væru bæði of þröngar og varhugaverðar. í alla staði, t. d. Vesturgata — Hafnarstræti — Aðalstræti og Garðastræti — Öldugata og Túngata í báð ar áttir. Vagnstjóramir bentu einnig á þá hættu, sem skapast við tilkomu áætlunarleiða um sumar af þeím nýju götum, sem þeim er ætlað að aka um „og eru þekktar sem fjölmenrtar barnagötur (og sleðagötur) naag ir þar að nefna Langagerði og Breiðagerði.“ Á fundi vagnstjóra SVR, sem eru nú um 120 talsins vorn gerð ar margar ályktanir og sam- þykktir, og telja vagnstjórar rétt að þær helztu séu birtar borgarbúum. „Vagnstjórar álíta, að margir vankantar séu á hinu nýja leiðakerfi SVR, og í því marg ir veikir hlekkir, sem eigi eftir að bresta, og valda farþegum og vagnstjörum miklum vand- ræðum, þegar á reyni. Þá álíta þeir, að hinu nýja leiðakerfi hefði verið betur borgið, ef forráðamenn breytmg arinnar hefðu haft nánara sam starf við þá. Harma þeir þau vinnubrögð nefnd’arinnar og telja að betur hafi mátt fara, • ef svo hefði verið. Vagnstjórar álíta að þeir viti betur eftir margra ára; starfsreynslu en tölur og klukk j ur, hvar vagnanna sé mest þörf , — á hivaða tímum — hvar séu í hentugar biðstöðvar fyrir þá og i farþega — svo og þær götur, sem teljist megi ökuhæfar fyr. ir stóra vagna. En sumar afs þeim götum, sem þeim er ætli að að aka eftir, eru bæði þröng ; ar og varhugaverðar í alla staði, samanber Vesturgata — , Hainarstræti — Aðalstræti og Garðastr. — Öldugata og Tún- gata í báðar áttir. Þá vilja 1 vagnstjórar benda á þá hættu, er skapast við sumar af þeim 1 hý.iu götum, sem þeim er ætl að að aka eftir, og eru þekktar sieða(o Fi-amhald á b!s. 10- Kefiavík Aðalfundur Framsóknarféiags ’ Keflavíkur verður haldinn í Að aiveri, sunnudaginn 2. nóv., kl. 2 síðdegis. V7enjuleg aðalfundar störf. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.