Vísir - 27.10.1978, Page 10
10
Föstudagur 27. október 1978 visra
VÍSIR
útgelandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davlö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ölafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snaeland Jónsson,
Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, 01 i Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: C^unnar V. Andrésson,Jens
Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2«o kr.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Verð i lausasölu kr. 120 kr.
Símar Siótl og 82260 eintakiö.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-^é simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f.
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Sígildu sérfrœðingarnir
og sama gamla sagan
Þegar menn huga að möguleikum á lausn efnahags-
vandans verða þeir auðvitað að athuga allar leiðir, sem
fyrir hendi eru og taka síðan ákvarðanir í samræmi við
niðurstöður sinar. Þetta þýðir af tur á móti ekki, að rétt-
kjörin stjórnvöld geti velt þessum vanda yf ir á alls konar
málamyndanefndir, sem sitja á rökstólum mánuðum og
árum saman án þess að komast að niðurstöðum. Við höf-
um ekki efni á að ýta vandamálunum þannig á undan
okkur. Stjórnvöld verða að vinna og hugsa hratt og ef
vandamálin magnast sífellt þrátt fyrir einhverjar ráð-
stafanir, verða menn að viðurkenna, að þær duga ekki,
hvað sem þeir segja hinir vísu sérf ræðingar stjórnvalda
sem orðnir eru sígildir.
Ekkert er því til fyrirstöðu að litið sé til nágranna-
landa okkar varðandi hugmyndir og leiðir til lausnar
efnahagsvandanum, jafnvel þótt Ijóst sé, að hér sé við
ýmis séríslensk vandamál að glíma.
Eitt af því, sem þörf væri á að vega og meta á ríkis-
stjórnarf undum hér eru hugmyndir, sem danska vinnu-
veitendasambandið hefur nýlega sett fram.
Þar er talað um að laun verði lækkuð og siðan komi
þriggja ára stöðvunartímabil á allar launahækkanir.
Þetta telja sérfræðingar danska vinnuveitendasam-
bandsins eina raunhæfa ráðið til þess að tryggja sam-
keppnishæfni danskrar framleiðslu, minnka verðbólg-
una þar í landi og draga úr atvinnuleysi.
I umræðum í dönskum dagblöðum undanfarið hafa
sérf ræðingar á sviði ef nahagsmála talið að ef þessi leið
væri fær, yrði hún mun heppilegri til þess að gera dansk-
ar vörur samkeppnishæfar á erlendum mörkuðum
heldur en gengisfelling dönsku krónunnar. Með því að
koma í veg f yrir gengisfellingu yrði hægt að komast hjá
annars sjálfvirkum hækkunum erlendra skulda og af-
borgana og vaxta af þeim. Verðbólgan myndi svo lækka
vegna þess að ekki þyrfti að beita gengisfellingu og
þannig yrði komist hjá hækkun á vöruverði og vísitölu
f ramfærslukostnaðar.
Ef laust munu ýmsir launþegahópar telja þetta ófram-
kvæmanlega hugmynd hér á landi, en hún er þó verð
athugunar, ef stjórnvöld vilja í alvöru leggja niður fyrir
sér leiðir til þess að stuðla að raunverulegri hjöðnun
verðbólgunnar.
Það virðist sama hvaða f lokkar eiga sæti í ríkisstjórn-
um landsins, jaær feta ávallt hver í annarrar fótspor og
beita sömu gömlu úrræðunum, sem sömu gömlu sér-
fræðingarnir leggja til og niðurstaðan verður sama
gamla sagan: Aukin verðbólga. Þessar leiðir eru nefnd-
ar mismunandi nöfnum, eftir því hver í hlut á og til
hvaða þjóðfélagshópa er verið að höfða hverju sinni.
Gengisfelling er eitt tækjanna, sem allar stjórnir leika
sér með, og alltaf eru þær jafn lítill og skammgóður
vermir fyrir útflutningsatvinnuvegina.
Glöggt dæmi um það, er að síðasta gengisfelling, sem
nam fimmtán prósentum, reyndist ekki megna að bæta
stöðu sjávarútvegsins um meira en 0,4%. Aftur á móti
hefur hún hækkað verðlag á innf luttum vörum, magnað
upp afborganir okkar af erlendum lánum og blásið upp
verðbólguna.
Ölafur Jóhannesson, forsætisráðherra sagði fyrir
skömmu að hann vonaðist til þess að hagfræðingar
Vinnuveitendasambandsins reyndust falsspámenn, þeg-
ar þeir gerðu spár sínar um vísitöluhækkanir og launa-
breytingar næstu mánuði. Þar á meðal var reiknað með
10% launahækkun 1. desember.
Nú hafa sigildir sérfræðingar ráðherranna hjá Þjóð-
hagsstofnun og Hagstofu komist að ívið skuggalegri
niðurstöðu og búast við 10-12% launahækkunum 1. des-
ember þrátt fyrir efnahagsaðgerðir stjórnarinnar. Það
eru helmingi meiri hækkanir en stjórnarherrarnir töluðu
sjálfir um fyrir mánuði.
Spárnar reyndust engar falsspár, enda gilda sömu lög-
mál í efnahagsmálunum og áður og þróunin er öll á
sama veg og verið hefur síðustu þrjá áratugina, þrátt
fyrir öll kosningaloforð og fyrirheit um að leysa efna-
hagsvandann.
Vfsir kannar mólefni Fríhafnarinnar
Var Vodka selt með aukaálagi i Fríhöfninni?
Bentu á „óeðlilega
mikla rýrnun"
þegar fyrir 4 árum
AkveOinn grunur leikur á aö
vörurýrnun I Frlhöfninni i Kefla-
vik hafi veriö talsvert meiri en
komiö hefur fram opinberiega,
samkvæmt heimildum sem Visir
hefur aflaö sér.
Var sú rýrnun meöal annars
falin meö þvi, samkvæmt uppiýs-
ingum Visis, aö iagt var tuttugu
og fimm centa aukagjaid á hiö
skráöa verö á Vodka flöskum.
Þaö fé, sem þannig fékkst, fór i
kassann og var notaö til aö
„greiöa niöur” rýrnunina.
Aöilar, sem Visir hefur haft
samband viö, og sem eru mjög
kunnugir rekstri Frihafnarinnar,
halda þvi ákveöiö fram aö þetta
hafi veriö gert. Þaö sé hinsvegar
erfitt aö sanna þetta þar sem
þessi „viöskipti” hafi eölilega
ekki veriö færö I bókhald.
Viö athugun opinberra aöila á
rekstrinum fundust enda engin
gögn um þetta. Þetta atriöi var
raunar ekki rannsakaö sérstak-
lega og ekki minnst á þaö I skýrsl-
um þeirra sem könnuöu rekstur
Frihafnarinnar, þótt um þaö hafi
veriö rætt.
Vodka ekki verðmerkt
Ekki er hægt aö fullyröa neitt
um hversu miklar fjárhæöir er
hér um aö ræöa, en þess má geta
aö i fyrra seldust i Frlhöfninni
fimmtlu og sex þúsund flöskur af
einni tegund af Vodka.
Þess má einnig geta aö Þóröur
Magnússon, hinn nýskipaöi
fjármálastjóri Frihafnarinnar
hefur staöfest viö Visi aö þegar
hann tók viö starfi slnu hafi allar
vlntegundir veriö verömerktar
nema Vodka. Hann gaf þegar
fyrirmæli um aö úr þessu yröi
bætt.
Fyrstu fréttir um aö ekki væri
allt meö felldu I rekstri
Fríhafnarinnar birtust i VIsi 6.
april slöastliöinn. Þá staöfesti
Halldór V. Sigurösson, rlkis-
endurskoöandi, aö veriö væri aö
rannsaka rýrnun þar.
I viötali viö VIsi sama dag sagöi
Páll Asgeir Tryggvason, deildar-
stjóri Varnarmáladeildar, aö
óeölileg rýrnun heföi komiö fram,
einkum I einni deild. Þar væru til
sölu úr, myndavélar og skart-
gripir.
Þann 11. aprll fjallaöi Vlsir aft-
ur um máliö og þá upplýsti Páll
Asgeir aö rýrnunin heföi numiö
1,89 prósentum af veltu I fyrra.
Þaö mun vera um tuttugu
milljónir króna.
Lækkaðir og hækkaðir
I kjölfar rannsóknar rlkis-
endurskoöunar voru geröar mikl-
ar skipulagsbreytingar og menn
fluttir til I störfum. Lækkuöu viö
þaö sumir og var nokkur hiti I
Nœsf heyrðist af
varanlegum vegum
nú fyrir kosning-
arnar í sumar
Um nokkurn tlma hafa staöiö
yfir umræöur um ástand vega I
landinu. Hefur stjórn Félags is-
lenskra bifreiöaeigenda löngum
haft uppi áróöur og upplýsingar
um skiptingu vegafjár, og hvern-
ig þaö hefur veriö nýtt á undan-
förnum árum. Einstaklingar hafa
einnig lagt liö þeirri kröfu, aö
vegakerfiö yröi lagt slitlagi og á
' Aiþingi hefur þetta mál veriö til
umræöu ööru hverju. Þrátt fyrir
þetta hefur sáralitiö oröiö úr
framkvæmdum, nema hvaö sú
„leynistarfsemi” Vegageröar
rikisins hefur lengi viögengizt aö
undirbúa vegi fyrir siitlag I bland
viö þann malarburö, sem þar á
sér staö ár hvert, en aö mestu er
horfinn af vegunum á haustdög-
um. Geta þvi hinar stórfelldu æf-
ingar viö keyrslu meö möl og
mold hafizt aö nýju á hverju vori,
þegar vegir landsins eru búnir
undir sumarakstur. En akstur á
möl og mold fyrir vegageröina
þykir mörgum I dreifbýlinu hin
ákjósanlegasta aukabúgrein,
enda hafa þeir þá fjárfest f bllum
sem mundi svara til verös á vold-
ugu hænsnabúi eöa meöalstórri
eldisstöö fyrir ferskfisk.
Neðanmóls
/■
Litli bíllinn og sparnaður-
inn
Allar götur siöan Ingólfsbraut
var lögö austur yfir Hellisheiöi
/ V
Indriði G. Þorsteinsson
skrifar:
Langvarandi umræður
virðast þó hafa opnað
augu ráðamanna fyrir
því, að gerð varan-
legra vega verður
okkur mikil búbót
komist hún i fram-
kvæmd, þannig að sem
mest af landsfólkinu
fái notið hennar.
hafa menn haft fyrir augunum
hvert hagræöi er aö varanlegu
slitlagi á vegum. Er þetta þó
einkum þýöingarmikiö I landi,
þar sem velflestir eiga litla blla,
sem þykja hagkvæmir m.a.
vegna benzinverösins. Þessir litlu
bllar eru alls ekki geröir fyrir þaö
ástand vega, sem viö erum vön-
ust, og endast illa á' holóttum
malarbrautum. Sparnaöurinn
getur þvi orkaö tvlmælis, eigi aö
nota þessar tegundir til einhverra
feröalaga. Aftur á móti er sparn-
aöurinn af þessum litlu bilum
óvéfengjanlegur séu þeir aöeins
notaöir I nágrenni Reykjavíkur
og svo langt frá höfuöborginni
sem slitlag leyfir. Ekki eru horfur
á þvl aö benzlnverö lækki á næst-
unni, og þvi mun enn keppzt viö
aö kaupa sparneytna blla I staö
þeirra sem svelgja I sig brennslu-
efniö. Af þessum sökum og fleir-
um er slitlag á vegi aö veröa stórt
spursmál fyrir hvern blleiganda.
Frá Ingólfsbraut til hug-
myndar Eyjólfs Konráðs
Eftir aö Ingólfsbraut haföi
veriö lögö slitlagi austur yfir
Hellisheiöi var um tima næsta
hljótt um varanlega vegagerö.
Ingólfsbrautinni var haldiö áfram