Vísir - 07.11.1978, Blaðsíða 10
10
Þriðjudagur 7. nóvember 1978
VÍSIR
útgefandi: Reyk japrent h/f
Framkvæmdastjóri: Davfð Gu&mundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni
Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir,Edda Andrésdóttir, Glsli
Baldur Garðarsson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrfn Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns-
son, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson.
Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, AAagnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglysingar og skrifstofur:
Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611.
Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 línur
Askriftargjald er kr. 2400,-
á mánuöi innanlands.
Verö i lausasölu kr. 120 kr.
eintakið
Prentun Blaðaprent h/f.
Innlent eða
erlent
Vísír hefur undanfarna daga leitað álits ýmissa aðila
varðandi innkaup hins opinbera á margvislegum varn-
ingi, með það fyrir augum að kanna, hve mikið sé um,
að það kaupi innlenda framleiðslu.
Ljóst er að innlend innkaup opinberra aðila hér eru
margfalt minni en í nágrannalöndum okkar og með
innkaupum sínum styðja ríkissjóður og sveitarfélög
erlendan iðnrekstur og erlenda atvinnustarfsemi í stað
þess að renna styrkari stoðum undir íslenskan iðnað.
I löndum þeim, sem aðild eiga að Efnahags- og fram-
farastofnun Evrópu, nema innkaup opinberra aðila af
iðnfyrirtækjum á heimamarkaði um 90% af öllum vöru-
kaupum þeirra.
Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags
íslenskra iðnrekenda, upplýsti hins vegar í Vísi á dögun-
um, að hér væri hlutfallið alveg öf ugt, því að hér keyptu
opinberir aðilar 90% af þeim varningi sem fest væri
kaup á, frá erlendum framleiðendum.
I viðtalinu kom fram, að í flestum tilvikum væri
hugsunarleysi um að kenna. Einnig nefndi Davíð dæmi
um að þeir, sem ákvæðu hvaða vörutegund ætti að kaupa
settu þá, sem f ramkvæmdu innkaupin í klemmu. Þannig
miðuðu til dæmis arkitektar og verkf ræðingar, sem önn-
uðust byggingarframkvæmdir hins opinbera oft við
erlendan varning og hönnuðu húsnæði miðað við ákveðn-
ar vörutegundir, sem ekki væru framleiddar hér í því
ákveðna formi eða stærð. Eldhúsinnréttingar væru til
dæmis teiknaðar miðað við erlendar eldavélar en ekki
innlendar.
Sú spurning vaknar eðlilega, hvort íslenska fram-
leiðslan sé sambærileg við þá erlendu að gæðum.
Fráleitt er að gera minni kröfur til innlendrar fram-
leiðslu en þeirrar erlendu, en til þess að hægt sé að
endurbæta framleiðsluna þarf varan að seljast og
einhver að kaupa hana. Með því að kaupa innlendu
framleiðsluna geta opinberir aðilar því haft áhrif á
starfsemi f yrirtækjanna og einnig stuðlað að samkeppni
innlendra framleiðenda um gæði vörunnar.
Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi iðnaðarráðherra,
skipaði starfshóp til þess að kanna þessi mál og gera
tillögur um það, hvernig hægt væri með innkaupum ríkis
og ríkisstofnana að efla innlendan iðnað. Niðurstöður
hópsins hafa enn ekki komið fyrir almenningssjónir, en
þess er að vænta, að honum takist að f inna leiðir til þess
að ýta undir að opinberir aðilar velji fremur innlenda
framleiðslu en erlenda.
Við verðum markvisst að byggja upp íslenskan iðnað
og skapa honum starfsgrundvöll, og innkaup hins opin-
bera eru stór hluti markaðarins í ákveðnum iðngreinum.
En það er ekki nóg að beina kaupum ríkis og bæja að
þeim varningi, sem þegar er framleiddur á (slandi.
Nauðsynlegt er að reyna að auka f jölbreytni íslensks
iðnaðar og stuðla að þvi að innlend fyrirtæki geti hafið
framleiðslu á ákveðnum vöruflokkum, sem ríkisstofn-
anir eða bæjarfélög þurfa á að halda. Fyrirtækin þurfa
að sjálfsögðu ákveðinn aðlögunartima og með tilliti til
hans væri hægt að gera við þau samninga um fram-
leiðslu ákveðins magns af ákveðnum vörum eftir ákveð-
inn tíma.
Með þvi að gefa innlendum iðnaði þannig tækifæri til
þess að laga sig að vöruþörf um hins opinbera er hægt að
skapa nýjum iðngreinum framleiðslugrundvöll, sem
getur jafnvel orðið til þess að auka f jölbreytni þess varn-
ings, sem við getum selt á erlendum mörkuðum.
Ríkið langstœrsti
kaupandinn hér
Segir Pétur Sveinbjarnarson, framkvœmda-
stjóri Félags íslenskra iðnrekenda
„Iðnrekendur hafa
sett fram ákveðin
sjónarmið um hvað
þeir vilja i sambandi
við breytingu á opin-
berum innkaupum”
sagði Pétur Svein-
bjarnarson fram-
kvæmdastjóri Félags
islenskra iðnrekenda
þegar Visir spurði um
stefnu félagsins i þess-
um málum.
„Viö teljum I fyrsta lagi
nauösynlegt aö opinberir aðilar
noti útboö á markvissan hátt til
aö stuðla aö iön- og vöruþróun.
Meö þvl aö rikiö stýri svolltiö
slnum innkaupum I sambandi
viö islenskan iönaö getur þaö
gert þetta. Þaö getur samiö viö
aöila um aö hefja framleiöslu á
vörum sem eru framleiddar er-
lendis, gert samninga um fyrir-
fram viöskipti og þannig ftutt
inn I landiö nýjan iönaö og nýja
þekkingu.
1 ööru lagi veröi þess jafnan
gætt viö Utboö aö lengd skila-
frests og stærö Utboöseininga sé
hagaö þannig aö innlendir aöil-
ar geti boöiö I verkiö. Oft er þvl
þannig háttaö þegar veriö er aö
bjóöa Ut verk, aö skilafrestur er
svo stuttur aö Islensk fyrirtæki
geta ekki tekiö verkiö. Þau yröu
þá annaö hvort aö leggja niöur
alla aöravinnu og þjónustu sem
þau hafa haft viö sina viöskipta-
Pétur Sveinbjarnarson fram-
kvæmdastjóri Félags islenskra
iönrekenda.
viniþanntima sem þaö tekur aö
framleiöa viökomandi vöru eöa
þeir hafa ekki tlma til aö fram-
leiöa þetta á svona skömmum
tlma. En meö þvl aö nota Ut-
boðin þannig aö lengja skila-
frestinn eöa gera þetta I fleiri
einingum er hægt aö gera inn-
lendum aöilum kleift aö bjóöa I
verkiö.
1 þriöja lagi höfum viö lagt
áherslu á aö upplýsingum um
væntanlegar framkvæmdir hins
opinbera veröi komið timanlega
á framfæri og dreift meö skipu-
legum hætti til innlendra aöila.
t fjóröa lagi aö ávallt sé miöaö
viö Islenskar vörur viö opinber-
ar framkvæmdir aida standist
hiö innlenda gæöakröfur.
Ifimmta ogsiöasta lagi viljum
viö aö heimilt sé aö taka tilboöi
innlendra aöila þó upphæöin sé
allt aö 15% hærri,þvl sé varan
framleidd hér á landi kemur svo
stór hluti af verðinu aftur til
rlkisins I formi ýmissa skatta og
gjalda.
Ef borgin treystir sér
til þess getur rlkið gert
það iika.
1 þessu sambandi má minna á
þaö aö þessi mál opinber inn-
kaup hafa veriö 1 sviösljósinu I
nágrannalöndum okkar og
meöal annars sýnir finnskrann-
sókn aö þaö gæti borgaö sig aö
taka innlendu tilboöi þó verö
finnskrar vöru væri allt aö 40%
hærra.
Fyrrverandi meirihluti
borgarstjórnar beitti sér fyrir
þvi aö þessi stefna væri tekin
upp hjá Reykjavlkurborg. Þaö
var samþykkt á fundi borgar-
stjórnar sföastliöiö vor aö
heimilt væri aö taka innlendu
tilboöi þó þaö væri 15% hærra en
erlent, enda stæöist þaö gæöa-
kröfur.
Aftur á móti hefur rikið ekki
markaö neina stefnu I þessum
málum og Innkaupastofnun
rlkisins hefur engin slík fyrir-
mæli frá rlkisstjórninni.
Reykjavlkurborghefur semsagt
markaö þá stefnu, aö kaupa af
innlendum aöilum en rlkiö ekki
Þaösem viö höfum viljaö leggja
rika áherslu á er aö Ur þvf borg-
in treystir sér til aö gera þetta
þá eigi rfkiö hiklaust aö gera
þaö likaþvi rikiö er langstærsti
kaupandi á okkar markaöi”
sagöi Pétur Sveinbjarnarson.
—J.M
Kostnaður við heilbrigðisþjónustu í Reykjavík:
Um 12 milljarðar á
síðasta árí
Heilbrigðismálaráð
Reykjavikurhéraðs
sem skipað er sam-
kvæmt lögum um heil-
brigðisþjónustu tók ný-
lega til starfa.
Skipun heilbrigöismálaráöa
er I tengslum viö nýja skiptingu
landsins i' læknishéruö sem nú
samsvarar kjördæmaskipan-
inni.
Heilbrigöismálaráö Reykja-
vikurhéraös er þannig skipaö aö
borgarstjórn kýs 7 fulltrUa en
stjórnir heilbrigöisstofnana
rlkisins og einkaaöila tilnefna
fulltrúa frá hverri stofnun.
Ráöiö skipa:
Davíö A. Gunnarsson fyrir
Landspitala, Logi Guðbrands-
son fyrir Landakotsspltala,
Tómas Helgason fyrir Klepps-
spltala, GIsli Sigurbjörnsson
fyrir HjUkrunardeild Grundar,
Pétur Sigurösson fyrir
hjúkrunardeild Hrafnistu,
Kjartan Jóhannsson fyrir gisti-
heiwiili RKI. Fyrir borgarstjórn
Reykjavikur eru I ráðinu: Adda
Bára SigfUsdóttir, Margrét
Guönadóttir, Siguröur Guö-
mundsson, Jón ABalsteinn
Jónasson, Páll Gíslason,
MarkUs Orn Antonsson, Mar-
grét S. Einarsdóttir. Formaöur
-ráösins er héraöslæknir
Reykjavfkurhéraös. Skúli G.
Johnsen.
Helstu verkefni hins nýja ráös
eru: aöhafameö höndumstjórn
heilbrigöismála I héraöinu.
Gera tillögur og áætlanir um
framgang og forgang verkefna
á sviöi heilbrigöismála. Einnig
aöannastskipulagninguá starfi
heilbrigöisstofnana héraðsins.
Reksturkostnaöur vegna heil-
brigöisþjónustu I Reykjavíkur-
héraöi áriö 1977 voru rúmir 12
milljaröar króna. —KP
Stöðvast rekstur
Félagsstofnunar?
Stúdentaráð Háskóla
Islands samþykkti ný-
lega á fundi að beina
áskorun til mennta-
málaráðuneytisins,
fjármálaráðuneytisins
og fjárveitingarnefnd-
ar Alþingis um að
hækka fjárframlag til
Félagsstofnunar
Stúdenta.
StUdentaráö vill minna á þau
fyrirheit sem gefin voru viö
stofnun Félagsstofnunar áriö
1968 um aö rikisvaldiö skyldi
greiöa til hennar þrefalt hærra
framlag en stúdentar.
Félagsstofnun á nú I meiri
fjárhagsvanda en nokkru sinni
fyrr. Veröi þessi fyrirheit ekki
efndhið fyrsta veröur ekki ann-
aö séö en viö blasi rekstrar-
stöövun eöa sala á eignum
stofnunarinnar.
—KP