Vísir - 24.11.1978, Side 3

Vísir - 24.11.1978, Side 3
VISIR Föstudagur 24. nóvember 1978 3 Fjölhæfur miðill Eileen Roberts er mjög fjölhæf- ur miöill og dulrænir hæfileikar hennar ná yfir mjög vitt sviö. Auk þess aö hafa skyggnigáfu hefur hún svokallaöa dulheyrn þannig aö hún getur heyrt hvaö hinir látnu segja. Hún er ekki transmiöill þannig aö hún veit af sér allan timann sem hún er i sambandi viö þá látnu. Hins vegar var hún trans- miöill um tlma og gat þá talaö ókunn tungumál sem hún haföi aldrei lært þegar hún féll i trans. „Eg er einnig hlutskyggn og get komist I samband viö persónu eöa lýst persónuleika þeirra manna, sem ég hef aldrei séö, eingöngu meö þvi aö handfjatla hlut sem tilheyrir þeim. Ég annast ekki lækningar reglulega en stundum er ég notuö sem farvegur fyrir lækningamátt”, sagöi Eileen. Hugskeyti um rjómaköku Eileen sagöi aö þaö kæmi fyrir aö hún gæti lesiö hugsanir fólks. Einnig heföi hún reynt aö senda hugsanir til fjarlægra staöa. Þaö ylti þó mikiö á þvi hverjir væru til aö taka á móti slikum skilaboö- um. Viö hugsanaflutning væri einn maöur ef til vill góöur sendir en annar betri móttakari. Þaö væri lika mikilvægt aö náiö per- sónulegt samband væri á milli þeirra. „Eg man eftir einu atviki þegar ég var krakki. Faöir minn haföi fariö til næsta bæjar. Móöir min og ég vorum aö tala um hvaö þaö væri gaman ef hann kæmi heim meö rjómaköku. Viö ákváöum aö hugsa mjög sterkt um þetta og senda honum hugskeyti saman. Þaö stóö heima. Hann kom meö rjómaköku úr feröalaginu. Skömmu siöar lékum viö sama leikinn I annaö sinn og þaö brást ekki aö faöir minn kom heim meö rjómakökuna. 1 þriöja skiptiö þegar hann var i burtu reyndum við aö senda honum hugskeyti en þegar hann kom heim haföi hann enga köku meöferðis. „Eg fékk skilaboöin frá ykkur”, sagöi hann, „en i þetta skiptiö ætla ég ekki aö láta þetta eftir ykkur””. Sálnaflakk til Kanada Eileen var spurö aö þvi hvort hún gæti fært hluti úr staö meö hugarorkunni einni saman. „Nei, þaö get ég ekki”„sagöi hún, „en hins vegar var ég i hópi nokkurra miöla sem meö sameiginlegum kröftum tókst aö lyfta ákveönum hlut upp frá gólfi meö hugarork- unni. Þetta var árangur af 7 ára þrotlausri þjálfun þannig aö okk- ur er ekki allt gefiö. Eflaust gæti Eileen Roberts forseti atkvæöamesta miðlasambands I Bretlandi. „Framliönir hafa þörf fyrir aö láta vita af sér”. ég meö mikilli æfingu náö ein- hverjum árangri I þessari grein.” Eileen Roberts hefur gengist undir athugun til að sann- prófa hæfileika hennar. Hún átti aö fara úr llkamanum og sálin átti aö feröast til Vancouver I Kanada og athuga hvaö ákveöinn kunningi hennnar væri aö aöhaf- ast þar. Frá Englandi til Vancouver eru um þaö bil 6 þús- und milur og leysti hún þetta verkefni fljótt og vel af hendi. Hún hefur alveg fullkomna stjórn á þvi sjálf hvenær hún yfir- gefur likamann hvort sem þaö er á nóttu eöa degi. Og er þaö ekkert bundiö viö þaö hvort hún er sof- andi eöa hvort hún situr eöa ligg- ur. Drekka í gegn um kunningjana En hvers vegna vilja hinir framliönu ná sambandi viö okkur sem eftir lifum? „Þaö er sama þörfin hjá þeim og okkur þegar viö feröumst á milli staöa viljum viö láta okkar nánustu vita af okkur, hvernig okkur liöi og aö feröin hafi gengib vel. Viö erum andlegar lifverur fyrstog fremst og öll reynsla okk- ar er andleg. Eftir dauöann lifum viö á andlegu sviöi og hinir fram- liðnu vilja hafa samband viö okk- ur til aö segja okkur frá þessu þannig aö viö getum búiö okkur undir dauöann og annaö lif. Þeir fyrir handan reyna aö hafa góö áhrif á okkur sem lifum. Þó geta menn tekiö meö sér yfir um vandamál sin og ástfiöur. Ef viö tökum sem dæmi drykkjumenn. Þeir geta skiptst i tvö horn. Ann- ars vegar eru þeir sem sjá aö þeir hafa gengiö villtir vegar i lifanda lifi og reyna aö hjálpa eftirlifandi drykkjumönnum úr sollnum. Hins vegar getur ástriöa drykkjumannsins haldiö áfram eftir dauöann. Til aö svala henni getur hann lagst á einhvern lif- andi kunnigja og drukkið I gegn um hann”. I leit að miðli í stað Haf- > steins Eileen Roberts kemur hingaö til lands I tilefni 60 ára afmælis Sálarrannsóknarfélags íslands. Hún heldur hér einkafundi og skyggnilýsingar og sýningu á ýmsum hæfileikum sinum. Al- mennir fundir meö henni veröa haldnir n.k. mánudagskvöld og fimmtudagskvöld aö Hallveigar- stig 3 kl. 8,30. Hún er gædd þeim fágæta hæfi- leika aö geta fundið út hverjir búa yfir dulrænum hæfileikum jafnvel þó aö viökomandi hafi ekki fundiö nein merki þess sjálfir. Ævar R. Kvaran formaöur Sálarrannsóknarfélagsins sagöi i samtali við VIsi aö Eileen Rob- erts heföi i og meö veriö fengin hingaö til lands til þess aö freista þe.ss aö finna hér efni I miöil. SIÖ- an Hafsteinn miöill lést I fyrra heföu spiritistar ekki aögang aö neinum islenskum miöli og væri þaö mjög bagalegt. „Ég sé áruna hjá fólki og skynja þá orku sem streymir frá þvi”, sagöi Eileen. „Ég er meö um 25 manna hóp I athugun og nú þegar hef ég fundiö 5 — 6 manns sem hafa mjög mikiö innsæi. Einn eöa tveir þeirra gætu haft frekari dulræna hæfileika en þaö á eftir aö athuga þaö betur.” Hún sagöi aö ef einhverjir efni- legir fyndust yröi aö taka þá i þjálfun. Hún myndi kenna þeim aöferöir vib aö halda miöilsfundi, hvernig eigi aö velja fólk hvaö bæri aö varast o.fl. Til þess aö vera mibill eöa spiritisti yfirleitt þyrfti mikla fórnfýsi og sjálfsög- un. Þegar menn væru búnir aö læra rétta tækni og heföu hæfi- leikana kæmi þaö aö sjálfu sér ab fólkið fyrir handan myndi hafa samband viö þá. Hlutlaust afl „Þetta er hlutlaust afl sem bæöi er hægt aö nota til góös og ills. Þaö veröur aö kenna mönnum aö umgangast þaö á réttan hátt. Engum dytti i hug aö láta óvita leika sér meö rafmagn”, sagöi Eileen. Hvaðan kemur þetta afl, er þetta I tengslum viö trúarbrögö? „Ekki viö þau trúarbrögö sem viö þekkjum I skipulögöum kirkj- um”, sagöi Eileen. „En þetta er trúarlegt. Alheimsafliö eöa frum- krafturinn kemur frá Guöi. Þræö- ir þess liggja viöa og þaöan fáum viö hugarorkuna sem viö beit- um”. —KS Nú beinist othyglin að gang- brautunum Umferöarvika Slysavarnafél- ags tslands stendur enn yfir, og i dag beinist athyglin aö gang- brautunum ogöryggi viö þær. Um gangbrautina skerast ieiöir gang- andi og akandi vegfarenda, þar sem hvorugur hefur einhliöa rétt gagnvart hinum. 1 tilkynningu frá SVFl segir m.a.: „Gáleysi, eins og þaö aö aka fram úr bilum, sem e.t.v. hafa stöövaö til þess að hleypa vegfarenda yfir akbrautina, veld- ur oft slysi. Oft lætur nærri aö illa fari og margir sleppa meö skrekkinn, en afleiöingar augna- bliks óaögæslu birtast þvi miöur sorglega oft i hinum alvarlegustu slysum.” „Viö kippumst viö þegar viö heyrum frqgnir af sliku slysi og hugurinn hvarflar með hluttekn- ingu til þeirra san eiga um sárt aö binda. Siöan gleymist þaö flestum, en þeir sem uröu fórnar- lömb slyssins, þeim gleymist þaö aldrei. Við heyrum oft nefndar tölur um umferöarslys og þær eru iskyggilega háar. Þannig slösuö- ust 122 gangandi vegfarendur i umferöarslysum á sl. ári, 12 manns létust. í mjög mörgum til- vikum var um að ræöa slys viö eöa á gangbrautum, flest meö al- varlegum meiöslum.” „Viö megum heldur ekki gleyma ökumönnunum, sem hér koma viö sögu. Þeir eru einnig fórnarlömb slikra umferöarslysa. Hjá þeim skilja slysin eftir sig sár, sem oft grær seint eöa aldrei. Slysavarnafélagiöhefur nú sent frá sér leiðbeiningar til gangandi vegfarenda, og beina I dag m.a. þessum tilmælum til gangandi vegfarenda: Notiö gangbrautirn- ar. Notiö þær rétt og án þess aö slaka á varúöarskyldu ykkar. - Gleymiö ekki ábyrgö ykkar I um- ferðinni. Og til ökumanna: A ykkur hvil- ir sérstök varúöarskylda viö gangbrautir. Sú skylda má ekki bregðast. Framúrakstur viö gangbraut er vitavert gáleysi, sem oft hefur valdið stórslysum. Látiö slikt aldrei henda ykkur. —EA FLORIDA KANARÍEYJAR LONDON GLASGOW KAUPMANNA- HÖFN Norðurveri v/Nóatún - Simi 29930 næg bilastæði KYNNING Á ENSKUM GÓLFTEPPUM Sýnwm á morgun, laugardag f teppadeild, ensk gólfteppi frá Gilt-Edge og C.M.C. Ný mynsfur og litir Opið frá kl. 9-4 Vorlð volkomin ^(dki____________

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.