Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 2

Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 2
2 C FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ KAUP- MANNA- HÖFN Ára- móta- uppgjör Það hefur gengið aldeilis glimrandi vel hjá Dönum í filmubransanum undan- farin ár. Síðastliðin tvö ár hefur tekjuhlufall danskra mynda gagnvart erlendum myndum á heimamarkaði aukist úr því að vera ca. 14-15% í ca. 19%. Árið 1999 munaði mestum gamanmynd Sus-anne Biers Deneneste ene, sem sóp- aði til sín yfir 850.000 áhorf- endum, sem er næstum helm- ingi fleiri áhorfendur en ameríska toppmyndin Toy Story 2 nær í dönskum kvikmynda- húsum á síðasta ári. Og á árinu 2000 munar mest um teiknimyndina Hjælp! Jeg er en fisk, danskt svar við Disney, sem hefur dregið til sín um 330.000 þúsund áhorfendur, eða svipað og Gladiator og Jam- es Bond og talsvert meira en Mission Impossible 2. Samt virðist hinn raunverulegi sig- urvegari ársins aftur ætla að vera kona, í þetta sinn leikstjór- inn Lone Scherfig, sem frum- sýndi dogma-mynd sína Itali- ensk for begyndere 8. des. sl. og nær á 10 dögum rúmlega 130.000 áhorfendum. Þetta er ein besta byrjunaraðsókn hjá danskri mynd og því bendir margt til, að hún gæti náð svip- uðum vinsældum og Den eneste ene. Þetta er jafnframt fyrsta dogma-gamanmyndin. Og á jóla- dag var frumsýnd ný gaman- mynd eftir Susanne Bier, Hånd- en på hjertet, og þótt hún fái ekki eins góða umsögn hjá gagnrýnendum og Den eneste ene, gæti hún gert það gott í miðasölunni. Það vekur athygli, að þegar staðan er gerð upp 18. des- ember er Dancer in the Dark í 3. sæti yfir danskar myndir, með „aðeins“ um 194.000 áhorf- endur, og líklegt að hún endi í 4. sæti ef Italiensk.... hefur staðið sig vel um jólin. Miðað við sig- urinn í Cannes og hið feiknalega umtal í fjölmiðlum hlýtur þessi aðsókn í heimalandinu að valda vonbrigðum. Sumir hafa velt því fyrir sér, að það hafi verið beðið of lengi með frumsýningu í Dan- mörku (8. september), en tíma- setningin var miðuð við útkomu geisladisksins með tónlist Bjarkar úr myndinni. Það vekur líka athygli, að þeg- ar kvikmyndagagnrýnendur blaðsins Politiken velja bestu dönsku myndir ársins, lendir Italiensk for begyndere í 1. sæti, Bænken eftir Per Fly í 2. sæti og Dancer ... í 3. sæti. Dancer ... hefur hins vegar selst um allan heim og yfirleitt fengið mjög góða umfjöllun, þannig að óneitanlega kallar þetta fram í hugann, að „enginn er spámaður í eigin föðurlandi“. Í dag, 5. janúar, verður loks frumsýnd hér dogmamynd nr. 4 The King is alive eftir Kristian Levring. Ný mynd eftir Bille August, En sang for Martin, verður frumsýnd 23. mars nk. og margt fleira er í vændum. Sigurður Sverrir Pálsson Cruz í endur- gerðinni Ein af jólamyndunum hér í ár var spænska myndir Opna augu þín með Penelope Cruz. Ákveðið hefur verið að endurgera hana í Hollywo- od og ætlar Cameron Crowe að leikstýra henni undir heitinu Vanilla. Með aðalhlutverkin fara Tom Cruise, Cameron Diaz og Penelope en myndin er spennutryllir eins og þeir vita sem séð hafa spænsku út- gáfuna og gerist á mörkum veru- leika og sýndarveruleika. Þess má geta að leikstjóri myndarinnar, Alej- andro Amenábar, lauk nýlega við sína fyrstu mynd sem leikin er á ensku. Kobbi kvið- ristir og Hug- hesbræður Leikstjórabræður kvikmyndanna eru nokkrir; Warchowskí og Coen og Hughes þeirra helstir. Hughes- bræður, Albert og Allen, eru kunnir fyrir myndirnar Menace II Society og Dead Presid- ents, sem fjölluðu um vandamál svertingja en í nýju myndinni þeirra er umfjöllunarefnið allt ann- að. Hún heitir From Hell eða Frá helvíti og er með Heather Graham og Johnny Depp í aðalhlutverkum, gerist í London á nítjándu öldinni og segir frá eltingarleik lögreglunnar við fjöldamorðingjann Kobba kvið- risti. Sagt er að þeir bræður hafi unnið að myndinni í fimm ár, fyrst hjá Disney-fyrirtækinu, síðar New Line og loks hjá Fox. Myndin er byggð á sögu Alan Moores og Ed- die Campbell með sama nafni og rekur söguna af Kobba, sem enginn veit hver var. Depp leikur lögreglu- manninn sem stjórnaði rannsókn málsins en Graham er götumella, sem býr yfir vitneskju um Kobba. Daldry í Hollywood Breski leikstjórinn Stephen Daldry vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann sendi frá sér mynd- ina Billy Elliot en hún fjallaði um ungan dreng sem fremur vildi læra ballett en box og var faðir hans ekki par ánægður með það val drengs- ins. Síðan myndin var frumsýnd hef- ur Hollywood-vélin sýnt áhuga á Daldry og boðið honum verkefni og svo gæti farið að hann gerði næstu mynd sína vestra fyrir framleiðand- ann Scott Rudin. Rudin er að setja The Hours í framleiðslu en hún byggir á Pulitzerverðlaunasögu eftir Michael Cunningham og fjallar um Virginia Woolf. Helgeland gerir riddara- mynd Brian Helgeland, sem gerði handrit L. A. Confidential og stýrði Payback, er líka kominn á allt aðr- ar slóðir í nýju myndinni sinni sem heitir A Knight’s Tale eða Riddarasaga. Hún er ævintýramynd sem gerist á mið- öldum og fara ástralski leikarinn Heath Ledger, Mark Addy úr Með fullri reisn og Paul Bettany með helstu hlut- verkin. Ledger lék síðast í Frelsis- hetjunni eða The Patriot á móti landa sínum Mel Gibson og þykir efnilegur ungur leikari. Í myndinni leikur hann bónda sem dreymir um betra líf og gerist riddari og vonast til þess að vinna ástir ungrar prins- essu. Myndin er tekin í Tékklandi. Fólk Depp: Löggan. Cruz í Opnaðu augun: Endurgerð vestra. Heath Ledger: Bóndi gerist riddari. Að vísu getur maður ekki saknað þeirra í beinni merkingu vegna þess að með því að leita vel á myndbandaleigunum er hægt að hafa uppi á almennilegum vestrum þótt ekki séu þeir margir. Ég sakna þess að þeir skuli ekki vera gerðir lengur. Síðasti vestrinn sem kom hingað í kvikmyndahús var Hinir vægðarlausu eða Unforgiven og það eru mörg ár síðan. Hinir vægðarlausu var verulega góður, gamaldags vestri eftir Clint Eastwood, sem haldið hefur merki vestrans á lofti lengur en nokkur ann- ar. Hann naut mikilla vinsælda í kvikmyndahúsunum og sýndi að enn var líf með vestranum þrátt fyrir stopula framleiðslu. En hann dugði ekki til þess að ýta við framleiðendunum. Mógúlarnir í Hollywood eru hættir að gera vestra. Markaðurinn hefur ekki pláss fyrir þá lengur. Vestrinn varð til um leið og kvikmyndagerðin. Fyrir nokkrum áratugum var helmingur allrar kvikmyndaframleiðslu í draumaverksmiðjunni vestrar og áhuginn á þeim var gríðarlegur, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur um allan heim. Allar helstu stjörnurnar léku kúreka í vestrum. Allir helstu leikstjórarnir stýrðu vestrum. Nú eru þeir ekki lengur gerðir. Áhrifin frá kúrekamyndunum er að finna í líklega annarri hverri hasar- mynd sem gerð er vestra og miklu víðar, m.a. í íslenskri kvikmyndagerð svosem kunnugt er. Vestrinn naut gríðarlegra vinsælda á sinni tíð jafnt í sjónvarpi (síðasti góði sjónvarpsvestrinn var Lonesome Dove, sællar minningar) sem kvikmyndum. Þegar Hollywood ákvað að endurgera Sjö samuræja eftir Kurosawa var vestrinn það form sem varð fyrir valinu. Kom ekkert annað til greina. Fólk var farið að hlæja að stirðleika John Waynes undir það síðasta en það er varla til langlífari eða meiri hetja á kvikmynda- öld. Kannski var vestrinn orðinn að tímaskekkju á geimöld. Annað eins hef- ur orðið úreldingu að bráð eftir því sem tímar líða. Heilu kynslóðirnar eru vaxnar úr grasi sem vita ekki hvað vestri er og kæra sig líklega lítið um að vita það. Hafa aldrei séð kúreka ríða yfir sléttuna nema kannski Lukku Láka í myndabókum. Vita ekki hver John Wayne var. Núna er Lara Croft hetjan góða (einskonar kúreki samt). Þær hafa aldrei séð vestra eins og The Searchers þar sem Wayne og John Ford, líklega mesti vestraleikstjóri allra tíma, leiddu saman hesta sína og gerðu sígilt meistaraverk. Eða The Man Who Shot Liberty Valence, sem eins og margir Ford-vestrar fjallar um innreið siðmenningar í hið villta vestur. Þær hafa aldrei séð vestra í sinni einföldustu mynd eins og bara mynd- irnar um Roy Rogers þar sem hvítir hattar og svartir gerðu manngerðunum skil sem báru þá. Eða Shane sem var Roy Rogers í meðförum skálds. Þrjúbíóin í gamla daga voru að miklu leyti vestrar og við héldum öll með indjánunum. Stöppuðum niður fótunum þegar hestarnir þeystu yfir tjaldið. Peckinpah tók sakleysið úr þeim. Leone gerði úr þeim spagettí. East- wood fylgdi þeim til grafar. Hann hefur aldrei hætt að leika kúreka; Dirty Harry er aðeins enn einn einmana kúreki og búgarður hans er stórborgin. Það var talsvert ánægjuefni fyrir vestraunnanda, sem sjálfsagt fer fækk- andi með degi hverjum, að lesa um það í Morgunblaðinu undir aldalokin að myndbandaleiga í Reykjavík bauð upp á vestraveislu, eins og það var kallað. Það var löngu tímabært að draga athyglina að vestranum en eig- andi leigunnar sagði veisluna haldna til þess að minna á hina sígildu kvik- myndagrein. Það sýnir að enn eru áhugamenn til um þessa gömlu og allt að því gleymdu kvikmyndategund sem áður lék svo stórt hlutverk í kvikmynda- húsunum. Því miður verða líklega allar greinar um vestra minningagreinar héðan af og það er slæmt. En á meðan við þó nennum að minnast þeirra er kannski von að þeir vakni einhverntíman aftur til lífsins. Og kannski sé tímabært að taka veisluna úr myndbandaleigunum og halda hana í kvik- myndahúsi með nokkrum bitastæðum vestrum. Vegna þess að ég held að það séu miklu fleiri en bara ég sem sakna vestranna. Sjónarhorn Ég sakna vestranna Eftir Arnald Indriðason „Ég hef gengið lengi með þetta verk- efni í maganum,“ segir Viðar um til- urð myndarinnar. „Það byrjaði með því að ég fékk styrk úr Menningar- sjóði útvarpsstöðva og hugðist þá gera tveggja þátta sjónvarpsseríu í þeim stíl sem Ameríkanar hafa mikið beitt í leiknum myndum sem byggja á sannsögulegum atburðum. Mér finnst slíkar myndir oft skemmtilegri en þær sem eru eingöngu skáldskap- ur. Lífið er oft miklu ófyrirsjáanlegra en skáldskapurinn, þegar menn skrifa glæpasögur er yfirleitt einhver lógík í spilinu og lesendinn glímir við að finna hana að baki þess að glæp- urinn er framinn. En í lífinu gerir fólk stundum hluti sem eru svo ótrúlegir að væru þeir settir fram sem skáld- skapur þætti mönnum höfundurinn fara rækilega yfir strikið. Það var svo Friðrik Þór Friðriksson sem ráðlagði mér að gera þetta að mynd fyrir hvíta tjaldið. Honum þótti efnið eiga erindi þangað og það finnst mér reyndar líka – það er stærra en lífið.“ Viðar hóf tökur síðastliðið vor og stefnir að því að ljúka þeim á næstu mánuðum. Hann leggur mikla áherslu á að myndin sé skáldskapur. „Ég hef alls ekki í hyggju að reyna að upplýsa Geirfinnsmálið, ég veit ekk- ert um það frekar en aðrir. Það sem freistar mín fyrst og fremst er að lýsa andrúmsloftinu í þjóðfélaginu. Þetta tiltekna sakamál situr svo fast í fólki af því það var eins og íslenska þjóðfé- lagið missti sakleysi sitt þegar þetta gerðist árið 1974. Menn höfðu fram að því talið sér trú um að við værum óhult fyrir þeim óhæfuverkum sem eiga sér stað úti í hinum stóra heimi. Hér fremdu menn ekki morð af ásettu ráði, heldur gerðist það í fyll- eríi eða eitthvað svoleiðis. En skyndi- lega rann upp fyrir fólki að þarna benti allt til þess að morð hefði verið framið af ásettu ráði og þá snerist þetta yfir í algert ofsóknarbrjálæði og menn fóru að sjá morðingja í hverju horni. Þetta er það sem ég leitast við að skýra í myndinni, sem er þannig þjóðfélagslýsing fremur en persónusaga. Þess vegna er varla hægt að segja að einhver ein aðalper- sóna sé í myndinni, og þótt ýmsar fyrirmyndir séu að persónum er þeim iðulega steypt saman og einnig koma fram persónur sem eiga sér engar fyrirmyndir. Myndin slær sem sagt engu föstu um það sem raunverulega gerðist, en hins vegar eru viðraðar ýmsar hugmyndir sem voru í gangi á sínum tíma.“ Hlutverk unga fólksins sem flæk- ist í málið eru í höndum Atla Rafns Sigurðssonar, Álfrúnar Örnólfsdóttur og Þórhalls Sverrissonar og Erlingur Gíslason leikur þýskan sakamálasér- fræðing. Frumsýning Leirburðar er áætluð næsta vetur. er 49 ára gamall og lærði kvikmyndaleikstjórn í franska ríkiskvikmynda- skólanum sem þá hét ID- HEC en heitir núna FEM- IS. Hann hefur gert margar sjónvarpsmyndir, bæði leiknar s.s. Draugasögu og Tilbury, og heimildarmyndir s.s. SÍS – ris, veldi og fall sem tilnefnd var til fyrstu Eddu- verðlaunanna. Um þessar mundir vinnur Viðar að sjón- varpsþáttum um könnun geimsins, tengir það landafund- unum miklu í minningu Leifs heppna Eiríkssonar og þeir verða frumsýndir á þessu ári. Viðar Víkingsson Þegar íslenska þjóðin glataði sakleysi sínu Leirburður: Atli Rafn Sigurðsson íhlutverki sínu. Leirburður er heiti kvikmyndar í vinnslu sem byggist á Geir- finnsmálinu illræmda. Páll Kristinn Pálsson ræddi við leikstjór- ann Viðar Víkingsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.