Morgunblaðið - 19.01.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 33 tamið sér svo ópersónulegan tjáning- armáta að leitun er að listamanninum í þessum þurrausna kúbisma hvers svanasöng má rekja tvær eða þrjár kynslóðir aftur fyrir fæðingu lista- mannsins. Það er sömuleiðis eitthvað þreytt og endurtekið í annars tæknilega vel útfærðum vatnslitamyndum Karó- línu Lárusdóttur; líkast því að ekkert vefjist lengur fyrir henni og mynd- skreytingin hafi sigrað málverkið. Þá má segja að aðferðarfræði Þorgerðar Sigurðardóttur og áhersla á tækni- brögð beri tréristur hennar eilítið um of ofurliði og hamli því að einfaldleiki þeirra fái notið sín sem skyldi. Að því leytinu hafa þau vinninginn Guðrún Kristjánsdóttir og Tryggvi Ólafsson því tjáningarmáti þeirra er sýnu hreinni og beinni og öldungis laus við þá sýndarmennsku sem FJÁRSJÓÐUR nútímans – Mod- ern Treasures – var táknrænn und- irtitill samsýningar sem Elínbjört Jónsdóttir hjá Gallerí Fold gaf ís- lenskri sýningu sem hún setti saman í salarkynnum Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins í Washington DC í liðnum október. Sýningin sem annars hét Icelandic Art 2000 var samvinnu- verkefni íslenska sendiráðsins í Bandaríkjunum, Landafundanefnd- ar, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Gallerís Foldar. Ekki verður beinlínis sagt að sýn- ingin sé gæðin uppmáluð, til þess eru listamennirnir of misjafnir. Frá kempum á besta aldri á borð við Braga Ásgeirsson, Karólínu Lárus- dóttur og Tryggva Ólafsson má feta aldurinn niður á við til Þorgerðar Sigurðardóttur, Guðrúnar Kristjáns- dóttur og Daða Guðbjörnssonar. Þá eru þær einnig mættar til leiks Guð- björg Lind Jónsdóttir og Soffía Sæ- mundsdóttir. Yngstur rekur Pétur Gautur Svavarsson lestina, trúlega okkar einhæfasti málari eins og sakir standa, ef frá er talinn nafni hans Þór, sem fylgir honum í kyrralífinu eins og skugginn. Ég er ekki viss um hvar Guðrún Halldórsdóttir, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir og Magnús Þorgrímsson standa í tengslum við sýninguna í Gallerí Fold, því verka- og verðlistinn nær ekki yfir þau og verk þeirra eru ekki í sjálfu sýningarrýminu. En hvað um það, þau voru alltént með í sýning- unni í Washington svo það er sjálf- sagt lítill skaði skeður þótt þau séu eilítið utan við innsta hringinn á Rauðarárstígnum. Segja má að Bragi sé í góðum gír á sýningunni. Að vísu eru verkin hans fjögur – fleiri en nokkurra hinna – æði misjöfn, að gerð, inntaki og gæð- um. Víðbláinn II ber af þessum verk- um og mætti hann að ósekju gera mun meira í þeim dúr. Þótt Ást- þrungna rauðsokkan sé mun skreyti- kenndari er hún alls ekki eins galin og heitið bendir til. Það er því synd að draga niður þessa rauðleitu tót- emfígúru með áðurnefndum hallær- istitli, sér í lagi þar sem gerð hennar er berlega ætlað að miðla dulúð en hvorki húmor né galsa. Víðbláinn II sannar þó enn og aftur að Bragi þarf síst að leita á náðir skreytikenndra bragða til að vekja upp andrúmsloft dulúðar. Að ofansögðu mætti ætla að skreytilist væri bagaleg í hvívetna, en Daði Guðbjörnsson sannar að svo er ekki. Þótt Daði virðist ætíð vera að fást við sama myndmálið og sömu skreytigildin er dulin þróun í flétt- unum og litavalinu sem sýnir sig þeg- ar nær er gáð. Myndir hans breytast og þroskast og sá galdur er fólginn í næmri meðferð hans á litum og lita- samböndum. Það er einnig gaman að sjá Soffíu Sæmundsdóttur bregða fyrir sig rómantísku litavali í landslagi sínu með eftirtektarverðum árangri, en myndin var fyrir skömmu á sýningu í Gerðubergi. Það er að vísu spurning hvað fígúrurnar tvær – klæddar í ein- hvers konar þjóðbúning – eiga að fyr- irstilla. Þær virðast mega missa sín án tjóns fyrir verkið enda eru þær ekki annað en vafasöm frásagnar- minni – þjóðlegur uppspuni – til þess gerð að snúa sjálfstæðu málverki upp í óþarflega maleríska myndskreyt- ingu. Guðbjörg Lind sækir einnig til heims myndskreytinga. Líkt og hjá Soffíu væri auðvelt að sjá fyrir sér myndir hennar sem skreytingar í fagurri barnabók í stóru broti, með stórskornu letri og hörðum glansandi pappasíðum. Spurning er hvort tími sé til kominn að Guðbjörg Lind finni sér annað myndefni en eyjarnar. Stundum virðist sem þær séu orðnar of átakalítið myndefni fyrir þessa sjóuðu listakonu. Ef til vill er það einmitt átakaleys- ið sem veldur verstu hremmingunum meðal sýnendanna. Hvergi er það augljósara en í list Péturs Gauts – yngsta þátttakandans – og veldur því að hann virkar eldri en allir hinir sýn- endurnir til samans. Hann hefur tæknibrelluiðnaðurinn í myndlistinni hefur ávallt haldið á lofti. Segja má að verk þeirra Guðrúnar og Tryggva séu það sem þau eru – skínandi lita- spil – án þess að vera þjökuð af dul- inni þörf höfundanna fyrir að virka flinkir eða flottir. En eins og áður sagði hrjáir mis- vægi – og stefnuleysi – þessa sýningu þótt einstakir sýnendur séu góðra gjalda verðir og þar með verðugir fulltrúar íslenskrar listar í þeirri pa- radís stjórnmála- og peningavalds sem höfuðborg Bandaríkjanna verð- ur að teljast. Hitt er erfiðara að botna; hvers vegna Guðrúnu Hall- dórsdóttur, Ingibjörgu Styrgerði, Kristínu Guðjónsdóttur og Magnúsi Þorgrímssyni var ekki fundinn stað- ur með hinum. MARGRÉT Bóasdóttir, sópran og Miklós Dalmay, píanóleikari, halda tónleika í safnaðarsal Selfosskirkju, sunnudaginn 21. janúar kl. 17. Efnisskrá þeirra ber heitið Söngv- ar frá sjónarhóli barna og eru það ís- lenskir og erlendir ljóðasöngvar sem allir fjalla um börn eða eru lagðir börnum í munn. Það eru lögin Lög handa litlu fólki eftir Þorkel Sigur- björnsson, Barnalög í gamni og al- vöru eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, I hate music eftir Leonard Bernstein og Barnaherbergið eftir Modest Mussorgsky ásamt söngvum eftir Max Reger og Robert Schumann. Margrét og Miklós eru bæði kenn- arar við Tónlistarskóla Árnesinga og Margrét stjórnar Unglingakór Sel- fosskirkju. Þau munu einnig flytja þessa efnisskrá í Tíbrá, tónleikaröð- inni í Salnum í Kópavogi, 29. janúar. Aðgangseyrir 1.000 kr. Söngtón- leikar í Sel- fosskirkju Margrét Bóasóttir Miklos Dalmay Gjaldeyris- sjóðssýningin MYNDLIST G a l l e r í F o l d , R a u ð a r á r s t í g Til 28. janúar. Opið daglega frá kl. 10-17. MÁLVERK & GRAFÍK NÍU ÍSLENSKIR LISTAMENN Halldór Björn Runólfsson Lífsins fljót eftir Soffíu Sæmundsdóttur. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Víðbláinn II eftir Braga Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.