Morgunblaðið - 19.01.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.01.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ S kattar eru fæstum skemmtiefni. Þeir, sem lengst ganga í andstöðu sinni við skattheimtu, leggja hana að jöfnu við ofbeldi. Fyrir þeirri skoðun má vissulega færa rök. Flestir eru þó trúlega nokkuð sáttir við að leggja sitt af mörk- um til samfélagsins svo fremi sem viðkomandi hafa fyrir því vissu að peningum þeirra sé varið til verð- ugra og þarfra verkefna. Mjög skortir á að skattgreiðendur á Ís- landi búi yfir þeirri vissu enda fer engin gæsla hagsmuna þeirra fram í lýðveldinu. Skelfilegar afleiðingarnar blasa við öllum. Ætla má að mikill meirihluti skattgreiðenda hafi um það all- skýra hugmynd hvernig verja beri peningum þeim, sem inn- heimtir eru af almenningi. Hér skal fullyrt að almenn sátt ríkir um að þeim sé varið til heil- brigðis- og menntamála og til að að- stoða þá sem sökum veikinda, fötlunar eða af öðrum ástæðum geta ekki gengið til leiks í þjóð- félaginu á sömu forsendum og flestir samborgara þeirra. Flestir hafa með öðrum orðum skýra hugmynd um forgangs- röðun – að eitt sé mikilvægara en annað. Þannig eru skattborgarar á Íslandi vísast flestir þeirrar hyggju að mikilvægara sé að tryggja ölduðum Íslendingum góð kjör en t.a.m að opna sendi- ráð í Mósambík eða að efna til kristnihátíðar á Þingvöllum. Með sama hætti eru líklegast flestir sammála um að mikilvægara sé að tryggja kennurum góð laun og reka hér á landi viðunandi menntakerfi en að tryggja stjórn- málamönnum bestu fáanlegu líf- eyrisréttindi eða að efna til svo- nefndra „land- og menningar- kynninga“ í útlöndum. Og þannig mætti áfram telja. Hugmyndin um forgangsröðun er í raun einföld og gegnsæ rétt einsog sú grunnhugsun að pen- ingum skattgreiðenda beri að verja á þann veg að þeir nýtist þeim, sem þá leggja fram. Þessi hugsun er stjórnmálamönnum og málpípum valdsins um flest fram- andi auk þess sem það krefst hugrekkis að lýsa yfir því að eitt sé mikilvægara en annað í þessu landi. Á Íslandi er því þannig farið að lítil sem engin umræða fer fram um meðferð á peningum skatt- borgaranna. Aukinheldur er hún úr hófi fram óskipuleg og tilvilj- anakennd. Þetta gerir að verkum að stjórnmálamenn á Íslandi sæta ekki sama aðhaldi í þessum efnum og starfsbræður þeirra í flestum löndum hins siðaða heims. Þar er við marga að sak- ast; fjölmiðla, almenning, sem lætur þetta yfir sig ganga og síð- ast en ekki síst samtrygginguna margfrægu, er einkennir svo mjög stjórnmálalífið í lýðveldinu. Líkt og ævinlega þegar slíkt að- hald skortir verður afleiðingin sjálfsupphafning auk virðing- arleysis og tómlætis gagnvart réttindum og hagsmunum ann- arra, í þessu tilfelli skattborg- aranna. Í tveimur síðustu greinum hafa verið færð rök fyrir því að eitt brýnasta umbótamál á Íslandi nú um stundir sé að tryggja að stjórnmálamenn komist ekki lengur upp með að hundsa skipu- lega hagsmuni skattgreiðenda. Nefnt hefur verið að alla umræðu um réttindi, hagsmuni og með- ferð fjár skattgreiðenda skorti. Að auki hefur verið minnt á að víða erlendis starfa öflug samtök skattgreiðenda, sem berjast gegn bruðli og spillingu. Loks var fullyrt að þegar til lengdar væri litið yrðu hagsmunir skattborgara á Íslandi tæpast varðir á annan veg en þann að komið yrði á fót embætti umboðs- manns skattgreiðenda. Þar sem allir Íslendingar eru lögspek- ingar, líkt og „öryrkjadómurinn“ margfrægi sannar og þar sem hefð er fyrir því að lagafrumvörp séu send um bréfsíma frá hags- munaaðilum beint til ráðuneyta viðkomandi málaflokks verður hér birt frumvarp til laga um stofnun embættis umboðsmanns skattgreiðenda: 1. gr. Setja skal á stofn embætti umboðsmanns skattgreiðenda. Hlutverk umboðsmanns skatt- greiðenda er að fylgjast með því að ríkið misfari ekki með opinbert fé og lánstraust hins opinbera. 2. gr. Í fjárlögum skal embættinu ætlað hæfilegt fé til að ráða nægi- legan fjölda af sérmenntuðu starfsfólki. 3. gr. Umboðsmaður skattgreið- enda skal kjörinn til fimm ára í senn af Alþingi. Hann þarf að njóta stuðnings 2/3 hluta þing- manna. Sama fjölda þingmanna þarf til að setja umboðsmann af áður en kjörtímabili hans lýkur. 4. gr. Hverju stjórnvaldi er skylt að láta umboðsmanni í té þær upplýsingar, sem hann biður um. Umboðsmaður er bundinn trún- aði um persónuupplýsingar, sem kunna að leynast í þeim gögnum, sem hann fær afhent. 5. gr. Óheimilt er að beita rík- isstarfsmann viðurlögum, sem lætur umboðsmanni í té upplýs- ingar að eigin frumkvæði. 6. gr. Brot á 4. og 5. gr. varða sektum eða fangelsi allt að tveim- ur árum ef sakir eru miklar. 7. gr. Umboðsmaður styðst í störfum sínum við ábendingar frá almenningi og félagasamtökum. 8. gr. Umboðsmaður nýtur sömu launakjara og hæstaréttardóm- arar. 9. gr. Umboðsmaður skattgreið- enda skal árlega birta skýrslu um störf sín. Hann skal einnig stuðla að rannsóknum á opinberri fjár- stjórn og opinberum umræðum um það efni. Í ársskýrslunni skal vera greinargott yfirlit um þróun op- inberra útgjalda milli ára og op- inberra skulda. Þar skulu einnig birtir kynslóðareikningar. Með hæfilegum fyrirvara fyrir reglu- legar Alþingiskosningar skal um- boðsmaður einnig birta rækilega skýrslu um frammistöðu fráfar- andi ríkisstjórnar á því sviði, sem hann varðar. 10. gr. Fjárlaganefnd Alþingis veitir umboðsmanni skattgreið- enda fulltingi í störfum hans. 11. gr. Lög þessi skulu endur- skoðuð innan fimm ára frá setn- ingu þeirra og þá metið hvort setja eigi sveitarfélög undir lög- sögu umboðsmanns skattgreið- enda eða stofna sérstök embætti í því sama skyni. Jafnframt verði þá metið hvort kjósa beri um- boðsmann/-menn skattgreiðenda beinni almennri kosningu. Umbi óskast II Frumvarp til laga um stofnun embættis umboðsmanns skattgreiðenda. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson ✝ Kristín Jakobs-dóttir fæddist í Hafnarfirði 16. apríl 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 15. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Sigurðsson, f. 29.8. 1901, d. 20.9. 1969, og Margrét Krist- jánsdóttir, f. 12.2. 1899, d. 15.10. 1968. Eftirlifandi eigin- maður Kristínar er Rico Guidice, f. 12.12. 1921, og giftust þau hinn 5.8. 1950. Saman eignuðust þau fimm börn: 1) Maddy, f. 24.1. 1950, gift Bob Mitchell, f. 13.10. 1945, þau eru búsett í Bandaríkj- unum og eiga þau tvö börn. 2) María, f. 28.11. 1951, bú- sett í Skaftholti. 3) Díana, f. 27.3. 1957, búsett í Keflavík og á hún þrjú börn. 4) Albert, f. 14.12. 1959, kvæntur Eygló Jónatansdótt- ur, f. 21.4. 1965, þau eru búsett í Keflavík og eiga eitt barn. 5) Kristín, f. 1.10. 1963, gift Kristjáni Daníels- syni, f. 17.5. 1964, þau eru búsett í Njarðvík og eiga þrjá syni. Kristín verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveð ég þig, elsku mamma mín. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um móður sem hefur verið stoð mín og stytta í lífinu. Þakka þér, mamma mín, allt sem þú hefur gert fyrir mig og dætur mínar. Ég sendi þér ljóð sem segir allt sem mér býr í brjósti. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur en segja vil ég með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð, hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Ég sakna þín, mamma mín, og geymi minningu þína í hjarta mínu. Elsku pabbi minn, Guð gefi okkur öllum styrk í sorginni og vaki yfir okkur öllum. Þín elskandi dóttir, Díana. Elsku mamma, amma og tengda- mamma. Við trúum ekki að þú sért farin, við vorum svo langt í burtu frá þér þar sem við búum í Arizona, en við hittumst þegar við komum í heim- sókn til íslands. Þá gistum við hjá ykkur á Kirkjuteig 11. Það var svo gaman að koma heim og vera með þér, því þú varst svo stríðin og skemmtileg, alltaf hress og kát. Það var gaman þegar við fórum í bíltúr til Sandgerðis, Garðs eða Voga, geng- um saman út á að vita, töluðum sam- an, hlógum eða grétum. Allt var svo notalegt með þér, elsku mamma mín, og vildi ég að samverustundirnar hefðu verið fleiri. Þú varst búin að vera veik síðastliðin tvö ár og legið á Sjúkrahúsi Keflavíkur, þar sem vel var hugsað um þig og þér leið vel. Við þökkum starfsfólki a Sjúkrahúsi Keflavíkur af alhug, góða umönnun og hlýju. Elsku mamma, við söknum þín svo mikið. Minning þín er ljós í lífi okkar. Guð geymi þig. Þín dóttir, Maddý og fjölskylda. Ég þakka þér fyrir allt, mamma mín. Ég kveð þig með þessum línum og býð þér góða nótt: Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir María. Hún mamma dáin! Það hugði ég að aldrei yrði, þótt sólin hrapaði af himni! Þar brustu þau blíðustu augu, sem horft hafa á ástkæran einkason! Opnast aldrei framar! Hún hefði fót minn faðmað og kysst, þótt líkama hennar hefði troðið. Að koma heim til hennar, það var að vera hjá Guði. Móðir mín var minnisgóð kona; en eitt mátti hún aldrei muna, það illa, sem ég olli henni; því gleymdi hún óðara aftur. En safnaði hinu, sem ég gerði henni gott allt frá ævinnar byrjun; því safnaði hún saman og lumaði á eins og erfðasilfri og sýndi það vinum og vinkonum sem gull og gersemar. Móðurhjartað hætt að slá! Klukkan í kirkjunni er sprungin; fyrir mig verður hvorki messað né hringt. Rótin í veru minni er visnuð, og barr mitt og blöð fara að deyja. Héðan af verður mín helzta líkn að hugsa um orðin, sem hún sagði síðast: „Guð signi þig, son minn, og launi, þegar ég er liðin, að þú varst mér svo gegninn og góður. Ef ég átti í hlut, þú horfðir í ekkert. Ætíð og ævinlega varstu mitt æðsta og ljúfasta yndi. Elski þig nú eilífur Guð, sem ég hef þig elskað í útlegð minni. Láti hann þær bænir, sem ég bað, þegar ég er liðin undir lok.“ (M. Joch.) Elsku mamma mín. Ég kveð þig nú með söknuði. Megi góður Guð fylgja þér um vegi himna ríkis. Þinn elskandi sonur Albert. Elsku mamma mín. Það er komið að kveðjustund Dauðinn er sársaukafullur og það er erfitt að sleppa þeim sem manni þykir vænt um. Þú varst búin að vera svo veik síðastliðin ár og ég veit að þú varst orðin þreytt, en það er svo erfitt að sleppa þér. Ég vil segja svo margt en það er svo sárt að sitja hér og skrifa, svo ég geymi allar minn- ingar mínar um þig í hjarta mínu. Ég kveð þig nú með miklum söknuði og bið guð að taka vel á móti þér. Sofðu vært, elsku mamma mín, og guð geymi þig. Ég var lítið barn Og ég spurði móður mína hver munur væri á gleði og sorg Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina (Þórunn Magnea) Þín dóttir Kristín. Við vorum sjö systkinin, nú eru tvö farin, fyrst María tvíburasystir Kristínar og nú hún. Við erum marglit systkin fædd á rúmlega 23 árum. En öll miklir vinir. Kristín systir mín var glæsileg kona, góð, glettin og skemmtileg. Ég man þegar ég ellefu ára var barn- fóstra þeirra hjóna að gæta elsta barns þeirra, Maddýar. Hvað þið veittuð mér mikla ást sem ávallt hélst. Mér fannst næstum eins og ég væri dóttir ykkar. Þið hjónin voruð alltaf að gleðja mig sem litla systur og ekki dró Rico úr. Á unglingsárum mínum átti ég alltaf fínustu pennana í skólanum og fínustu úlpuna, þökk sé ykkur. Svo þegar ég vildi flytja frá mömmu og pabba með mann og lít- inn dreng þá höfðuð þið innréttað efri hæðina hjá ykkur. Þangað flutti ég inn. Ekki man ég hvort ég borgaði leigu þetta eina og hálfa ár sem ég bjó hjá ykkur, alla vega hefur hún ekki verið há. Svo er eitt – svo samstiga vorum við systurnar að við áttum börn með fjögurra daga millibili, 1. og 5. okt. ’63 og vorum saman á stofu. Kittý systir mín eignaðist fyrra barnið, og hún grét og grét í fæðingu minni, ég held að hún hafi helst viljað ganga í gegnum hana fyrir mig. Þetta var hún stóra systir mín. Hún hafði svo stórt hjarta. Börnin sín bar hún á höndum sér og gleymdi of oft sjálfri sér. Ég er viss um að það eru margir sem minnast hennar vegna gjafmildi, hún var svo mörgum góð, sérstaklega þeim sem minna máttu sín. Síðustu árin hefur hún verið mikið veik og dvalið langdvölum á sjúkra- húsi og trúi ég því að hún hafi orðið hvíldinni fegin. Elsku Rico minn, Maddý, María, Diana, Albert og Kristín og öll barnabörnin. Megi Guð styrkja ykk- ur öll. Margrét Jakobsdóttir. Elsku amma mín. Það er svo skrýtið að þú sért farin. Ég man svo vel eftir því þegar þú sast á rúminu þínu, hlustaðir á útvarpið og klipptir út myndir af okkur öllum og safnaðir í ramma. Mér fannst langbest þegar ég var búin að vera úti að leika mér, að koma til þín og fá marmaraköku og mjólk. Ég sakna þess svo. Þetta er svo skrýtið, það er eins og þetta hafi gerst í gær. Það er svo gott að vita af þér á góðum stað. Ég elska þig, amma mín. Kristín Margrét. Ó hve heitt ég unni þér – allt hið bezta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor og traust þitt var það athvarf sem mér aldrei brást. (Tómas Guðm.) Elsku amma mín. Nú ert þú hjá Guði. Það er gott að vita að þér líður vel núna. Ég mun alltaf hugsa til þín. Bless, elsku amma mín. Megi Guð geyma þig Ester Anna. Elsku besta amma mín. Ég trúi ekki að þú sért virkilega farin. Þetta gerðist allt svo fljótt. En ég man að þegar ég var lítil og þú varst oft að passa mig, áttum við margar góðar stundir saman, og þeim mun ég aldrei gleyma. Þú varst mér alltaf svo góð. Einu sinni reynd- ir þú að kenna mér að prjóna með fjórum prjónum, en það gekk hálf KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.