Morgunblaðið - 19.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.2001, Blaðsíða 1
Reuters Mótmælendur hengja brúður á upphækkuðum vegi í Manila, þar sem tugir þúsunda manna komu saman. UM 100.000 Filippseyingar söfnuð- ust saman í Manila í gær til að krefj- ast þess að Joseph Estrada forseti segði af sér og fámennari mótmæla- fundir voru haldnir í að minnsta kosti átján borgum. Mótmælendur héldust í hendur og mynduðu þannig 10 km keðju frá fjármálahverfinu í Manila að minn- ismerki um uppreisnina árið 1986 þegar Ferdinand Marcos einræðis- herra var steypt af stóli. Andstæðingar forsetans boðuðu allsherjarverkfall í dag og skipu- leggjendur mótmælanna sögðust vona að hundruð þúsunda myndu taka þátt í göngu í átt að forsetahöll- inni. Þeir munu þó hafa aflýst göng- unni, þar sem óttast var að komið gæti til átaka við stuðningsmenn Estrada. Stjórnarandstaðan sökuð um að bíða íhlutunar hersins Óeirðalögreglumenn voru í gær sendir til Manila til að koma í veg fyrir óeirðir í borginni. Orlando Mercado varnarmálaráðherra kvaðst þó hafa sagt lögreglunni að sýna mótmælendum „umburðar- lyndi“ og skipað hernum að skipta sér ekki af mótmælunum. Mercado sakaði stjórnarandstæð- inga um að vilja að herinn svipti Est- rada forsetaembættinu og kæmi andstæðingum hans til valda. Hann lagði áherslu á að herinn myndi ekki skipta sér af stjórnmálum landsins. „Ef stjórnarandstaðan bíður eftir íhlutun hersins er sú bið til einskis.“ Mótmælin hafa magnast smám saman frá því á þriðjudag, þegar ákveðið var að fresta réttarhöldum yfir Estrada, sem hefur verið ákærð- ur til embættismissis fyrir mútu- þægni og fleiri lögbrot. Saksóknar- arnir í málinu sögðu þá af sér, en forseti fulltrúadeildar þingsins, Arn- ulfo Fuentebella, kvaðst í gær ætla að reyna til þrautar að fá þá til að draga afsagnirnar til baka. Einn sak- sóknaranna sagði í gær að þeir kynnu að fallast á það ef Estrada vildi bera vitni í réttarhöldunum. Mótmælin magnast Manila. AP, AFP. 15. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. JANÚAR 2001 ARIEL Sharon, leiðtogi Likud- flokksins, sagði í gær að ef hann ynni sigur í forsætisráðherrakosningun- um í Ísrael, sem fara fram 6. febrúar, myndi hann ekki afhenda Palestínu- mönnum meira landsvæði. Hann kvaðst fremur myndu stefna að því að komast að tímabundnu samkomu- lagi, sem fæli meðal annars í sér að allar ísraelskar landnemabyggðir stæðu áfram. Bæði Ehud Barak, for- sætisráðherra Ísraels, og talsmenn Palestínumanna fordæmdu tillögur hans í gær. Sharon, sem hefur alla tíð verið talsmaður harðrar afstöðu gagnvart Palestínumönnum, kynnti stefnu sína í samningamálum í smáatriðum í gær, en hann hafði frá byrjun kosn- ingabaráttunnar haft fá orð þar um og meðal annars vikið sér undan því að svara spurningum um stöðu ísr- aelskra landnema á hernumdu svæð- unum. Tillögur Sharons gera meðal annars ráð fyrir að Palestínumenn fari áfram með stjórn borganna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu og hafi takmörkuð yfirráð yfir svæð- unum í kring, eins og þeir gera nú. Ekki yrði stofnað til nýrra byggða ísraelskra landnema á hernumdu svæðunum, en Sharon leggur til að þær landnemabyggðir sem fyrir eru verði stækkaðar, einkum byggðirnar í nágrenni Jerúsalem. Ehud Barak, sem er helsti keppi- nautur Sharons í kosningunum, for- dæmdi hugmyndirnar umsvifalaust. Barak sagði ljóst að friður gæti ekki komist á ef Sharon næði völdum, og að ísraelska þjóðin áttaði sig á að nauðsynlegt væri að gera sársauka- fullar tilslakanir svo friðarsamning- ar mættu takast. Saeb Erekat, að- alsamningamaður Palestínumanna, sagði tillögur Sharons vera „upp- skrift að hörmungum, uppskrift að stríði“. Arafat reiðubúinn til maraþonviðræðna Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, kvaðst í gær reiðubúinn að ganga til „maraþonviðræðna“ að til- lögu Baraks, til að freista þess að komast að friðarsamkomulagi fyrir forsætisráðherrakosningarnar í Ísrael. Samningamenn Ísraela og Palestínumanna áttu þriggja klukkustunda fund í gærkvöldi, án umtalsverðs árangurs. Baráttan fyrir kosningarnar í Ísrael fer harðnandi Sharon hyggst ekki afhenda meira land Erekat segir tillögur Sharons „uppskrift að stríði“ Jerúsalem. AFP, AP. CONCORDE-þotu frá Air France- flugfélaginu var í gær flogið í ann- að sinn síðan þota af þessari tegund fórst skömmu eftir flugtak frá Charles de Gaulle-flugvelli í París í júlí á síðasta ári. Þotunni var flogið frá París til herflugvallar í Istres, nálægt Mið- jarðarhafsströnd Frakklands. Eng- ir farþegar voru um borð og ekki var flogið á hljóðhraða. Í Istres verður þotan rannsökuð gaumgæfi- lega, og gætu niðurstöður próf- ananna ráðið úrslitum um það hve- nær Concorde-þotur verða aftur teknar til notkunar í farþegaflugi. Talið er að slysið, sem varð 113 manns að bana, hafi orsakast af því að brot úr sprungnum hjólbarða hafi rifið gat á eldsneytistank á vinstri væng. Air France kyrrsetti strax allar Concorde-þotur sínar, en einni þotu var þó leyft að fljúga heim til Frakklands frá Bandaríkj- unum. British Airways kyrrsetti sínar þotur mánuði síðar. Á myndinni sést Concorde-þotan lenda á herflugvellinum í Istres. Reuters Concorde flýgur á ný París. AFP, AP. Átti barn utan hjóna- bands Washington. AP. BANDARÍSKI stjórnmálamaður- inn og baptistapresturinn Jesse Jackson sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu um að hann ætti litla dóttur utan hjónabands. Talsmaður hans sagði að móðirin ynni á skrifstofu baráttusamtaka Jacksons í Wash- ington en hann er meðal þekkt- ustu talsmanna réttinda blökku- manna í landinu. Hefðu Jackson og konan átt í ástarsambandi um hríð. „Ég tek á mig alla ábyrgðina og iðrast mjög gerða minna,“ sagði í yfirlýsingunni. „Án efa verða margir nánir vinir mínir og sam- starfsmenn fyrir miklum vonbrigð- um með mig. Ég bið þá um að fyr- irgefa, skilja og biðja fyrir mér.“ Æsifréttablaðið National Enquirer hafði þegar sagt frá framhjáhaldi stjórnmálamannsins, sem á fimm börn með eiginkonu sinni, Jackie. Jackson er 59 ára. Stóð með Clinton í Lewinsky-málinu Dóttirin er 20 mánaða gömul. Er Bill Clinton Bandaríkjaforseti stóð í stappi vegna framhjáhaldsins með Monicu Lewinsky og krafna um að honum yrði vikið frá stóð Jackson staðfastlega með forsetan- um. Í ágúst 1998 fór hann í Hvíta húsið og bað með Clinton og fjöl- skyldu hans er forsetinn hafði gengist við sambandi sínu við Lew- insky. Jesse Jackson Yfirlýsing Jesse Jacksons EMBÆTTISMENN í Lýð- veldinu Kongó staðfestu í gær- kvöldi að forseti landsins, Laurent Kabila, væri látinn, tveimur dögum eftir að hann varð fyrir skotárás í forseta- höllinni í höfuðborginni Kins- hasa. Ráðherrann Dominique Sakombi sagði í ávarpi í kong- óska ríkissjónvarpinu að Kab- ila hefði látist kl. 10 í gær- morgun að staðartíma, en skýrði ekki nánar frá málsat- vikum. Sakombi lýsti yfir 30 daga þjóðarsorg í landinu og tilkynnti að á mánudag og þriðjudag yrðu almennir frí- dagar vegna útfarar forsetans. Hvatti hann landsmenn til að halda ró sinni. Allt frá skotárásinni á þriðjudag bar fregnum ekki saman um hvort Kabila hefði látist samstundis, skömmu eft- ir árásina eða hvort hann væri enn á lífi. Þá er enn ekki ljóst hver varð honum að bana. Embættismenn sögðu í gær að flogið hefði verið með forset- ann til Simbabve til lækninga og að lík hans yrði flutt heim á laugardag. Ríkisstjórn Lýðveldisins Kongós skipaði á miðvikudag son Kabila, Joseph, í embætti forseta til bráðabirgða. Andlát Kabila staðfest Kinshasa. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.