Morgunblaðið - 19.01.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.01.2001, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                 !"  #  $% &'( )  *   + ,%  -    .%   /0 1 *  1 1 2     340 1    , * %  $  5  $%  "" !  1  +   ,% ! .% +  . 1     %                          !" #$ %  &  '' ( )  ' *  +   , -  (    .   - %  /0 1222  /0 11      3 '  ( -  4 5     6 7   8 *  '.  *' )))9   6 7::2;1222   < ' '  %   = (   >  8  ?  8 7@ 1@ A@ B@ C@ D@ E@ F@ :@ 72@ 77@ 71@ 7A@ 7B@ 7C@ 7D@ 7E@ 7F@ 7:@ 12@ 17@ 11@ 1A@ 1B@ 1C@ 1D@ 1E@ 1F@ 1:@ A2@ 06 7 36 68 30 33 69 8: 3 4 64 3; 33 7 7 4 4 0 7 : 6 39 0 33 : : 9 3 0 38 )!<  . /    ! )!< = '' /    *  )!< /    * /    *5 *  >?  >? !& /      . )!< * * * @   2   ! * * * 2   * 3 0 6 4 9 A 7 33 34 3: 06 3; 39 38 30 37 08 : 09 60 8 0: 63 66 69 6A 6: 93 A0 B ,    C      5 '  D 'E ,       . F %     * "  % C   '   !  " '' 5     '      G   + H  H =  H $ 5   % H $ 5 #  H $ 5   H !(5  !  +  I H !(5  !  ! H *    #  H *5 #  H *5    07 7@ 1@ A@ B@ C@ D@ E@ F@ :@ 72@ 77@ 71@ 7A@ 7B@ 7C@ 7D@ 7E@ 7F@ 7:@ 12@ 17@ 11@ 1A@ 1B@ 1C@ 1D@ 1E@ 1F@ 1:@ A2@          FLESTIR hafa heyrt þann sterka lífseiga orð- róm um að hljómsveitin Coldplay ætli sér að heimsækja klakann í sumar. Það gaf vissulega orðrómnum byr undir báða vængi þegar gít- arleikari sveitarinnar staðfesti í viðtali við Morgunblaðið að heimsókn til Íslands væri á dagskránni. Hvort verður af þeirri heimsókn eður ei verður tíminn að leiða í ljós en miðað við plötusölu hér á landi ætti að þykja víst að þeir tónleikar verði vel sóttir. Íslandsvinir? ÞRÍEYKIÐ banda- ríska Blink 182 hefur vakið mikla athygli und- anfarið með eróbikrokki sínu, húðflúrum og gamansömum myndböndum en í þeim gera þeir óspart grín að svokölluðum „stráka- böndum“ á borð við Westlife og Backstreet Boys. Nýjasta útgáfa þeirra er samansafn tónleika- og sjaldgæfra upptakna frá síðastliðnum ár- um. Aðdáendur sveitarinnar ættu að vera fljót- ari en seinir að næla sér í eintak því platan er gefin út í takmörkuðu upplagi. Í takmörkuðu upplagi! NÝSTIRNIÐ Anastacia Newkirk fæddist í Chicago 1973 en fluttist til New York á unglingsárum þar sem hún var í skóla með Christian Slater og River Phoenix. Allt frá barnsaldri hefur hún átt þann draum heitastan að verða söngstjarna og amma hennar kallaði hana jafnan „Sviðið“. Fyrstu sporin í skemmt- anaiðnaðinum steig hún sem dansari og kom m.a. fram í myndbandi rappkvennanna Salt N’ Pepa. Hún var þó ekki uppgötvuð sem söng- kona fyrr en fyrir tveimur árum síðan í hæfi- leikakeppninni The Cut á MTV vestra og síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Svo virðist sem Anastacia höfði sérstaklega til sjálfra stjarn- anna sem keppast um að mæra hana og lof- syngja; sálardívan Faith Evans féll fyrir henni í fyrrnefndum MTV-þætti, Michael Jackson dáir hana og Sir Elton John fékk hana til að syngja með sér dúett á nýju tónleikaplötunni sinni One More Night. Stjarna er fædd. ÞAÐ STEFNIR allt í það að hljómsveitin At the drive nái heljartaki á íslenskum rokk- áhugamönnum, a.m.k. ef miðað er við vel- gengni sveitarinnar á Tónlistanum þessa vik- una. Plata þeirra, Relationship of command, hefur verið uppseld hér á landi frá því fyrir jól en er nú fáanleg á ný. Það er greinilegt að rokk- þyrstir hafa beðið eftir gripnum með eftirvænt- ingu því platan fer beint í níunda sæti listans. Þetta er þriðja breiðskífa sveitarinnar frá El Paso en sú fyrsta sem fær dreifingu um allan heim. Fyrir rokkþyrsta! Stjarna stjarnanna! HÚN er óneitanlega skemmtileg, hugmyndin sem laust niður í höfuð herramannanna í hljómsveitinni Í svörtum fötum seint á síðasta ári. Þeir ákváðu nefnilega að taka upp og semja heila plötu á tólf dögum, á tímabilinu 8. til 18. desember, og gefa hana út fullkláraða fyrir jólin. Fór verknaðurinn að mestu fram fyrir allra augum í verslun Skífunn- ar við Laugaveg 26. Og það stóð heima, áætlunin tókst og frumburður sveitarinnar skreið upp í rekka plötuverslana fáeinum dögum fyrir jól. Það er ómögulegt annað en að velta ákveðnum grunnspurningum fyrir sér varðandi þetta „fyrsta verkefni“ sveitarinnar: Kaffærir hugmyndafræðin listrænt gildi út- komunnar? Eða ekki? Ég hallast að því að sitt lítið af hverju sé í gangi hér. Hið hraða og hráa vinnsluferli er í sumum tilfellum að virka – en í sumum alls ekki. Fyrir það fyrsta er hugmyndafræðin ekki tandurhrein. Af átta lögum er eitt tökulag eftir James Brown og eitt lagið, „Meist- arinn“, var samið í sumar. Í upplýs- ingum meðfylgjandi disknum segir: „Öll lögin, að einu undanskildu, eru samin og tekin upp ... dagana 8. til 18 desember 2000.“ Þessi setning er því ekki alveg rétt en ég kenni klúðurs- legu orðalagi um frekar en að setið sé að svikráðum við neytendur. Auk þess er þetta rifrildi um keis- arans skegg – sveitin hnoðaði saman plötu á tólf dögum, það nægir mér og er líka bara nokkuð vel af sér vik- ið. Í svörtum fötum er ballsveit sem sver sig í ætt við nöfn eins og Skíta- mórall, Land og synir, Sóldögg o.s.frv. Heildarbragurinn er sálar- tónlistarvænn fremur en að hann sé rokkaður, eins og hann var t.a.m. hjá hinum sáluga Skítamóral. Lagasmíðarnar eru einfalt þriggja gripa popp sem í allflestum tilfellum ristir heldur grunnt. Lögin eru þó fjölbreytt að gerð og er það kostur. Sem dæmi gengur fyrsta lagið vel upp, hressilega fluttur og kraftmikill rokkari. Gríp- andi smíð sem býr yfir nógu miklum sér- kennum til að verða eitthvað meira en einnar nætur dægur- fluga – eða þannig. Næsta lag kemur hins vegar strax upp um sig í ofurófrumlegum titlinum. „Ég og þú“ er hræðilega einfalt lag sem ber þess glögglega merki að vera samið undir pressu í hljóðveri. Arfaslappt ástarlag og textinn algert klastur – mig grunar helst að menn séu að spauga í þessu lagi. Textagerðin al- mennt er líka heldur fátækleg og andlaus. Aðrar ballöður eins og „Hvar ertu nú?“ og „Koma“ eru fremur ófrumlegar og tilfinninga- snauðar. Og á þennan háttinn er platan. Annars vegar lög sem eru yfir meðallagi, slarkfærir slagarar og síðan lagasmíð- ar sem eru vart fugl né fisk- ur. Í svörtum fötum eru t.d. hvað bestir þegar þeir rokka; þá eru þeir öruggir með sig – kapplæddir alveg. Dæmi um ágæt lög að því leytinu til eru „Þú skilur ekki“, „Meistarinn“ og opnunarlagið sem ég nefndi hérna áðan. Í svörtum fötum eru hins vegar lakastir þegar þeir leggja fyrir sig sálartónlist; þá eru þeir eins og belj- ur á svelli – og í engum fötum. Skýrt dæmi um þetta er afskaplega dauf- leg útgáfa af sálarfunastykkinu „I feel good“ eftir sjálfan guðföðurinn James Brown. Slæmt. Svo ekki sé nú meira sagt. Hraðsuðan hefur ýmsar skemmti- legar hliðarverkanir. Umslagið er til að mynda afar flott og svalt. Einfalt, svart/hvítt og prentað á þynnsta pappír sem ég hef séð á „pappírs- hulstri“ (e. digipack). Hér vinnur hraðinn með piltunum. Á hinn bóginn er og greinilegt að hraðinn hefur stundum leitt af sér hroðvirkni, sjá t.d. slæma „klipp- ingu“ (e. edit) í laginu „Hvar ertu nú“ (á 0.51 mín.) sem á alveg örugg- lega ekki að vera þar þrátt fyrir yf- irlýsingar um að mistökum hafi ver- ið leyft að fljóta með. Einnig hefði mátt eyða ögn meiri tíma í að finna lagaheiti. „Ég veit“, „Ég og þú“, „Þú skilur ekki“ og „Hvar ertu nú?“. Svei mér þá alla daga! Söngurinn er veikasti punktur plötunnar. Raddsvið söngvarans er auðheyrilega fremur takmarkað og greinilegt að oft ræður hann ekki við það sem hann er að reyna að gera. Allt gerir hann þó af stakri einlægni og það ber að meta að verðleikum. Einnig er hljómborðshljómurinn býsna gamaldags og slappur. Taka skal tillit til þess að þetta er fyrsta plata sveitarinnar enda ber hún þess glögglega merki. Hitt er svo á að líta að hljóðfæraleikurinn er iðulega með miklum ágætum, menn greinilega búnir að spila sig saman í ballbransanum. Og áhuginn og gleðin leyna sér alls ekki hjá þeim félögum þrátt fyrir alla þessa van- kanta sem ég hef verið að tiltaka og það skilar sér alltaf. Á heildina litið fremur brösugur en þó á einhvern undarlegan hátt sjarmerarandi frumburður. Tólf dagar TÓNLIST G e i s l a d i s k u r Verkefni 1, geisladiskur hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Sveitina skipa Áki (bassi), Doddi (trommur), Einar (hljómborð), Hrafnkell (gítar) og Jónsi (söngur). Lög og texta eiga meðlimir hljómsveitarinnar fyrir utan lagið „I Feel Good“ sem er eftir J. Brown. Hljóðmaður var Daði Georgsson. 35,26 mín. Skífan dreifir. VERKEFNI 1 Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Golli Fyrsta plata hljómsveitarinnar Í svörtum fötum er: „Á heildina litið fremur brösugur en þó á ein- hvern undarlegan hátt sjarmerandi frumburður,“ að mati Arnars Eggerts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.