Morgunblaðið - 19.01.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.01.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 57 FISKELDI er alls ekki kennt um allt sem aflaga fer í íslenskum laxveiðiám. Það er mis- skilningur hjá Her- manni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Vaka, sem skrifar í Mbl. 16. jan. sl. And- stæðingar eldis á norskum laxi í sjókví- um við Ísland hafa lýst rökstuddum kvíða um að óhjákvæmileg slys verði til þess að úr- kynja villta laxastofn- inn. Óheillaþróun í stangaveiðinni undan- farið, sem Hermann á hinn bóginn lýsir réttilega, á sér vafalaust ýmsar fleiri skýringar. Spurningar hans hvað það varðar eiga fyllilega rétt á sér og ég vona að hann fái svör við þeim hið fyrsta. En á meðan staða íslenska laxins er svo viðkvæm sem raun ber vitni má stofninn auðvitað engan veginn við frekari áföllum. Þrátt fyrir það verður sjókvíum með laxi af annar- legum stofni dembt niður í íslenska firði og voga, jafnvel án þess að yf- irvöld kjósi að hafa vaðið fyrir neðan sig með því að krefjast mats á um- hverfisáhrifum, sem þeim var þó í lófa lagið. Þetta offors er flestum stangveiðimönnum og áhugamönn- um um náttúruvernd óskiljanlegt. Samanburður við Noreg, sem Hermann beitir eins og flestir aðrir talsmenn sjókvíaeldis, er mjög hæp- inn, ekki síst vegna þess að þar er verið að ala lax af innlendum stofni. Þegar af þeirri ástæðu er ljóst að umhverfinu í Noregi er minni hætta búin af slysum í eldi en umhverfinu hér, þar sem eldisfiskurinn verður innfluttur. Auk þess hefur umhverfi laxins í Noregi þegar verið spillt að því marki að álitið er að strokufiskur geri lítið meiri usla en orðið er. Dæmi er um að 97% stangveiddra laxa í norskri á séu upprunnin úr sjókvíaeldi. Engu að síður munu við- bragðsáætlanir í norsku eldi, þegar slysin verða, og opinbert eftirlit standa sambærilegum íslenskum áætlunum framar. Þetta er ekki lítið öfugsnúið. Með tilliti til þess hve gríðarstór atvinnugrein laxeldið er hjá norsku þjóðinni hefur eldið auk þess vinn- inginn yfir náttúruvernd í flestum tilvikum þegar meta á umhverfis- áhrif. Önnur sjónarmið eiga við á Ís- landi, því að stangveiði í ómenguðu umhverfi er hér ábatasöm atvinnu- grein og kann að bíða óbætanlegt tjón af brölti fiskeldismanna sem eygja ekki nema vonarpening á mörkuðum sem Norðmenn hafa löngu eignað sér. Sú villa hefur vaðið uppi í um- ræðunni hér á landi að ósönnuð sé erfðablöndun strokulax úr kvíum og villts lax. Hermann hefur gleypt þessa firru hráa. Sann- anirnar fyrir úrkynjun af þessu tagi eru yfir- gnæfandi svo að ekki þarf um að þrátta frek- ar. Um þau efni vísast til málflutnings tveggja virtustu sérfræðinga heims á sviði stofn- erfðafræði sem fjölluðu nýlega um samskipti eldisstofna og villtra laxastofna á ráðstefnu hérlendis. Vitnað er til dr. Freds Allendorfs, í Morgunblaðsgrein 29. nóvember, og haft eftir honum orðrétt: „Eldis- fiskar sleppa, þeir blandast villtum laxi, hrygna með þeim og afkvæmin hafa breytta genauppbyggingu. Það leiðir af sér að stofninn missir eig- inleika sína.“ Einnig er haft eftir dr. Ian Fleming í RÚV, hljóðvarpi, 28. nóv. að nýjar norskar rannsóknir sýni að erfðablöndun villtra og rækt- aðra stofna hefur alvarleg áhrif á viðkomu villta laxins og getur dregið úr henni um allt að þriðjung. Íslenskir fiskeldismenn blása á rök vísindamannanna um erfða- blöndun og halda því einnig staðfast- lega fram að lax sleppi varla lengur úr sjókvíum. Hins vegar bárust fréttir af því nýverið að um 20.000 laxar hefðu sloppið úr sjókvíum hjá Nord-Senja-fiskeldisfyrirtækinu í Noregi á jóladag. Það munar ekki miklu að það samsvari öllum þeim löxum sem veiddust á stöng á Íslandi sumarið 2000. Tvennt er alveg víst þegar sjókvíaeldið á norskum laxi hefst hér við strendur fyrir alvöru: Eldisfisk- urinn strýkur í hættulegu magni og blandast íslenska laxinum. Þessar fórnir eru fiskeldismenn reiðubúnir að færa, en stangveiðimenn og veiði- réttareigendur ekki. Úrkynjun íslenska laxins Ragnar Hólm Ragnarsson Höfundur er formaður Lands- sambands stangaveiðifélaga. Fiskeldi Eldisfiskurinn strýkur í hættulegu magni og blandast íslenska lax- inum, segir Ragnar Hólm Ragnarsson. Þessar fórnir eru fisk- eldismenn reiðubúnir að færa, en stangveiði- menn og veiðiréttareig- endur ekki. GILDUR maður sagði eitt sinn að sjúkraskrár lægju á glámbekk á deildum sjúkrahúsa. Hann hafði nokkuð til síns máls þótt of djúpt væri tekið í árinni. Við meðferð sjúkraskráa á deildum þar sem sjúklingar eru til meðferðar ber að hafa í huga að sjúkling- ur hefur andstæða hagsmuni sem þarf að vega hverja á móti öðr- um. Annars vegar er um að ræða friðhelgi heilsufarsupplýsinga hans og hins vegar nauðsyn þess að heilbrigðisstarfs- menn, sem meðhöndla sjúklinginn, hafi sem greiðastan aðgang að upp- lýsingum um hann. Þess er nýlegt dæmi að sjúklingur hafi látist vegna þess að heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki vitneskju um veigamikil atriði sem skráð voru í sjúkraskrá. Það ber einnig að hafa í huga að í flestum til- vikum þar sem sjúkraskár eru að- gengilegar á deildum geyma þær engar viðkvæmar upplýsingar. Jón eða Gunna eru t.d. lögð inn á sjúkra- hús til þess að láta fjarlægja gall- blöðru eða til annarra slíkra aðgerða og þau hafa sagt öllum vinum og kunningjum það sem stendur í sjúkraskránni. Jafnframt er vert að hafa í huga að lög vernda sjúkraskrár fyrir hnýsni löghlýðins fólks. Það er óheimilt að skyggnast í sjúkraskrár nema viðkomandi hafi bæði rétt til og þörf fyrir upplýsingarnar vegna starfa í þágu sjúklingsins. Ef sjúkra- skrárgeymsla er skilin eftir ólæst (eins og nýleg dæmi eru um) er um vítavert gáleysi að ræða sem getur varðað við lög. Ef borgari sem ekki hefur rétt til aðgangs að sjúkraskrán- um (t.d. fréttamaður í fréttaleit) notar tækifærið og les sjúkraskrá brýtur hann vísvitandi lög. Ef talið er að sjúkraskrá innihaldi viðkvæmar upplýsingar breytast áherslur og aðgangur að skránni eða hluta hennar er takmarkaður. Að- gangur að sjúkraskrám er t.d. mun takmarkaðri á geðdeildum en öðrum sjúkradeildum. Niðurstöður úr kyn- sjúkdómarannsóknum eru ekki skráðar í aðaltölvukerfi rannsóknar- deilda sjúkrahúsanna heldur eru þær skráðar í sérstakar tölvur sem ekki tengjast öðrum kerfum, svo annað dæmi sé tekið. Enginn vafi er þó á að hér er vandratað meðalhófið. Nú er horft til rafrænna upplýsingkerfa sem ættu að geta aukið öryggi slíkra upplýsinga til muna ef rétt er á hald- ið. Friðhelgi einkalífs telst til grund- vallarmannréttinda. En öryggi heilsufarsupplýsinga hefur einkum tvenns konar „praktíska“ þýðingu fyrir sjúklinga. Annars vegar er um að ræða hættu á að upplýsingar úr sjúkraskrá komist í hendur óvilhallra og valdi sjúklingnum skaða. Um þetta eru fjöldamörg dæmi þótt undirritaður þekki ekki slík tilvik hér á landi. Hins vegar er um að ræða traust sjúklinga til heilbrigðiskerfisins og starfsmanna þess. Trúnaðartraust sjúk- linga er forsenda þess að þeir veiti heilbrigðis- starfsfólki nauðsynleg- ar upplýsingar um við- kvæm atriði. Á síðari árum virðist vantraust almennings á öryggi heilsufarsupplýsinga stöðugt hafa aukist. Í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum 1999 kom í ljós að fimmti hver maður, sem spurður var, taldi að heilsufarsupplýsingar væru misnotaðar. Enn meira áhyggjuefni var að sjötti hver sjúklingur hafði gripið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir misnotkun, svo sem að segja ósatt, skipta um lækna eða jafnvel neita sér um læknisaðstoð. Í umsögn um nýlega löggjöf í Bandaríkjunum kom fram hjá samtökum lækna að 78% meðlimanna höfðu látið hjá líða að skrá upplýsingar í sjúkraskrá af ótta við misnotkun og 87% sögðust hafa fengið beiðnir frá sjúklingum um að skrá ekki tilteknar upplýsingar í sjúkraskrá. Ein ástæða til aukinnar tortryggni almennings er vitneskja um það að rafræn upplýsingakerfi veita ekki aðeins aukna möguleika á að bæta öyggi heilsufarsupplýsing- anna heldur auka þau einnig hættu á misnotkun. Í nágrannalöndum okkar, bæði í austri og vestri, hafa menn brugðist við með því að herða veru- lega reglur og eftirlit með meðferð heilsufarsupplýsinga. Nýleg reglu- gerðarsetning í Bandaríkjunum herð- ir mjög slíkar reglur og viðurlög við brotum eru þung. Margt bendir til þess að almenn- ingur á Íslandi sé ekki eins tortrygg- inn og borgarar nágrannalandanna. Líklegt er þó að sama þróun muni eiga sér stað hér á landi og annars staðar. Andvaraleysi heilbrigðisyfir- valda hér á landi í þessu efni sést vel af tiltölulega nýlegum lögum um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Lögin eru meingölluð. Einn galli þeirra er að í þeim og reglugerð með þeim eru ófullnægjandi tryggingar gegn misnotkun heilbrigðisupplýs- inga. Í veigamiklum atriðum er ein- faldlega vísað til eftirlitsnefnda og þeim falið að gæta hagsmuna sjúk- linga. Sú aðferð er óviðunandi, ekki síst þegar tillit er tekið til þess að lög- in gera eftirlitsnefndunum nánast ókleift að gæta viðtekinna grundvall- aratriða við reglusetningu og eftirlit. Það er því brýnt að lög og reglugerðir sem varða þessi mikilvægu atriði verði endurskoðuð hið fyrsta. Ólafur Steingrímsson Sjúkraskrár Lögin eru meingölluð, segir Ólafur Steingrímsson. Einn galli þeirra er að í þeim og reglugerð með þeim eru ófullnægjandi tryggingar gegn misnotkun heil- brigðisupplýsinga. Höfundur er læknir og forstöðu- maður Rannsóknarstofu Landspítala – háskólasjúkrahúss. Öryggi heilsu- farsupplýsinga ÚTSALA 50% afsláttur af öllum skóm VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 SUÐURLANDSBRAUT 54,(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY). SÍMI 533 3109  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun   Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Borgartún ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Húsnæði Sindra er til leigu. Skiptist í verslunar- húsnæði á jarðhæð, lager í kjallara og tvær skrif- stofuhæðir. Mögul. að skipta í smærri einingar. Laust 01.02 nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.