Morgunblaðið - 19.01.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 19.01.2001, Síða 1
Reuters Mótmælendur hengja brúður á upphækkuðum vegi í Manila, þar sem tugir þúsunda manna komu saman. UM 100.000 Filippseyingar söfnuð- ust saman í Manila í gær til að krefj- ast þess að Joseph Estrada forseti segði af sér og fámennari mótmæla- fundir voru haldnir í að minnsta kosti átján borgum. Mótmælendur héldust í hendur og mynduðu þannig 10 km keðju frá fjármálahverfinu í Manila að minn- ismerki um uppreisnina árið 1986 þegar Ferdinand Marcos einræðis- herra var steypt af stóli. Andstæðingar forsetans boðuðu allsherjarverkfall í dag og skipu- leggjendur mótmælanna sögðust vona að hundruð þúsunda myndu taka þátt í göngu í átt að forsetahöll- inni. Þeir munu þó hafa aflýst göng- unni, þar sem óttast var að komið gæti til átaka við stuðningsmenn Estrada. Stjórnarandstaðan sökuð um að bíða íhlutunar hersins Óeirðalögreglumenn voru í gær sendir til Manila til að koma í veg fyrir óeirðir í borginni. Orlando Mercado varnarmálaráðherra kvaðst þó hafa sagt lögreglunni að sýna mótmælendum „umburðar- lyndi“ og skipað hernum að skipta sér ekki af mótmælunum. Mercado sakaði stjórnarandstæð- inga um að vilja að herinn svipti Est- rada forsetaembættinu og kæmi andstæðingum hans til valda. Hann lagði áherslu á að herinn myndi ekki skipta sér af stjórnmálum landsins. „Ef stjórnarandstaðan bíður eftir íhlutun hersins er sú bið til einskis.“ Mótmælin hafa magnast smám saman frá því á þriðjudag, þegar ákveðið var að fresta réttarhöldum yfir Estrada, sem hefur verið ákærð- ur til embættismissis fyrir mútu- þægni og fleiri lögbrot. Saksóknar- arnir í málinu sögðu þá af sér, en forseti fulltrúadeildar þingsins, Arn- ulfo Fuentebella, kvaðst í gær ætla að reyna til þrautar að fá þá til að draga afsagnirnar til baka. Einn sak- sóknaranna sagði í gær að þeir kynnu að fallast á það ef Estrada vildi bera vitni í réttarhöldunum. Mótmælin magnast Manila. AP, AFP. 15. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. JANÚAR 2001 ARIEL Sharon, leiðtogi Likud- flokksins, sagði í gær að ef hann ynni sigur í forsætisráðherrakosningun- um í Ísrael, sem fara fram 6. febrúar, myndi hann ekki afhenda Palestínu- mönnum meira landsvæði. Hann kvaðst fremur myndu stefna að því að komast að tímabundnu samkomu- lagi, sem fæli meðal annars í sér að allar ísraelskar landnemabyggðir stæðu áfram. Bæði Ehud Barak, for- sætisráðherra Ísraels, og talsmenn Palestínumanna fordæmdu tillögur hans í gær. Sharon, sem hefur alla tíð verið talsmaður harðrar afstöðu gagnvart Palestínumönnum, kynnti stefnu sína í samningamálum í smáatriðum í gær, en hann hafði frá byrjun kosn- ingabaráttunnar haft fá orð þar um og meðal annars vikið sér undan því að svara spurningum um stöðu ísr- aelskra landnema á hernumdu svæð- unum. Tillögur Sharons gera meðal annars ráð fyrir að Palestínumenn fari áfram með stjórn borganna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu og hafi takmörkuð yfirráð yfir svæð- unum í kring, eins og þeir gera nú. Ekki yrði stofnað til nýrra byggða ísraelskra landnema á hernumdu svæðunum, en Sharon leggur til að þær landnemabyggðir sem fyrir eru verði stækkaðar, einkum byggðirnar í nágrenni Jerúsalem. Ehud Barak, sem er helsti keppi- nautur Sharons í kosningunum, for- dæmdi hugmyndirnar umsvifalaust. Barak sagði ljóst að friður gæti ekki komist á ef Sharon næði völdum, og að ísraelska þjóðin áttaði sig á að nauðsynlegt væri að gera sársauka- fullar tilslakanir svo friðarsamning- ar mættu takast. Saeb Erekat, að- alsamningamaður Palestínumanna, sagði tillögur Sharons vera „upp- skrift að hörmungum, uppskrift að stríði“. Arafat reiðubúinn til maraþonviðræðna Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, kvaðst í gær reiðubúinn að ganga til „maraþonviðræðna“ að til- lögu Baraks, til að freista þess að komast að friðarsamkomulagi fyrir forsætisráðherrakosningarnar í Ísrael. Samningamenn Ísraela og Palestínumanna áttu þriggja klukkustunda fund í gærkvöldi, án umtalsverðs árangurs. Baráttan fyrir kosningarnar í Ísrael fer harðnandi Sharon hyggst ekki afhenda meira land Erekat segir tillögur Sharons „uppskrift að stríði“ Jerúsalem. AFP, AP. CONCORDE-þotu frá Air France- flugfélaginu var í gær flogið í ann- að sinn síðan þota af þessari tegund fórst skömmu eftir flugtak frá Charles de Gaulle-flugvelli í París í júlí á síðasta ári. Þotunni var flogið frá París til herflugvallar í Istres, nálægt Mið- jarðarhafsströnd Frakklands. Eng- ir farþegar voru um borð og ekki var flogið á hljóðhraða. Í Istres verður þotan rannsökuð gaumgæfi- lega, og gætu niðurstöður próf- ananna ráðið úrslitum um það hve- nær Concorde-þotur verða aftur teknar til notkunar í farþegaflugi. Talið er að slysið, sem varð 113 manns að bana, hafi orsakast af því að brot úr sprungnum hjólbarða hafi rifið gat á eldsneytistank á vinstri væng. Air France kyrrsetti strax allar Concorde-þotur sínar, en einni þotu var þó leyft að fljúga heim til Frakklands frá Bandaríkj- unum. British Airways kyrrsetti sínar þotur mánuði síðar. Á myndinni sést Concorde-þotan lenda á herflugvellinum í Istres. Reuters Concorde flýgur á ný París. AFP, AP. Átti barn utan hjóna- bands Washington. AP. BANDARÍSKI stjórnmálamaður- inn og baptistapresturinn Jesse Jackson sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu um að hann ætti litla dóttur utan hjónabands. Talsmaður hans sagði að móðirin ynni á skrifstofu baráttusamtaka Jacksons í Wash- ington en hann er meðal þekkt- ustu talsmanna réttinda blökku- manna í landinu. Hefðu Jackson og konan átt í ástarsambandi um hríð. „Ég tek á mig alla ábyrgðina og iðrast mjög gerða minna,“ sagði í yfirlýsingunni. „Án efa verða margir nánir vinir mínir og sam- starfsmenn fyrir miklum vonbrigð- um með mig. Ég bið þá um að fyr- irgefa, skilja og biðja fyrir mér.“ Æsifréttablaðið National Enquirer hafði þegar sagt frá framhjáhaldi stjórnmálamannsins, sem á fimm börn með eiginkonu sinni, Jackie. Jackson er 59 ára. Stóð með Clinton í Lewinsky-málinu Dóttirin er 20 mánaða gömul. Er Bill Clinton Bandaríkjaforseti stóð í stappi vegna framhjáhaldsins með Monicu Lewinsky og krafna um að honum yrði vikið frá stóð Jackson staðfastlega með forsetan- um. Í ágúst 1998 fór hann í Hvíta húsið og bað með Clinton og fjöl- skyldu hans er forsetinn hafði gengist við sambandi sínu við Lew- insky. Jesse Jackson Yfirlýsing Jesse Jacksons EMBÆTTISMENN í Lýð- veldinu Kongó staðfestu í gær- kvöldi að forseti landsins, Laurent Kabila, væri látinn, tveimur dögum eftir að hann varð fyrir skotárás í forseta- höllinni í höfuðborginni Kins- hasa. Ráðherrann Dominique Sakombi sagði í ávarpi í kong- óska ríkissjónvarpinu að Kab- ila hefði látist kl. 10 í gær- morgun að staðartíma, en skýrði ekki nánar frá málsat- vikum. Sakombi lýsti yfir 30 daga þjóðarsorg í landinu og tilkynnti að á mánudag og þriðjudag yrðu almennir frí- dagar vegna útfarar forsetans. Hvatti hann landsmenn til að halda ró sinni. Allt frá skotárásinni á þriðjudag bar fregnum ekki saman um hvort Kabila hefði látist samstundis, skömmu eft- ir árásina eða hvort hann væri enn á lífi. Þá er enn ekki ljóst hver varð honum að bana. Embættismenn sögðu í gær að flogið hefði verið með forset- ann til Simbabve til lækninga og að lík hans yrði flutt heim á laugardag. Ríkisstjórn Lýðveldisins Kongós skipaði á miðvikudag son Kabila, Joseph, í embætti forseta til bráðabirgða. Andlát Kabila staðfest Kinshasa. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.