Vísir - 08.12.1978, Page 10
10
Föstudagur 8. desember 1978
M *
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Reykjaprent h/f '
Davfö Guömundsson
Þorsteinn Pálssonábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni
Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir,Edda Andrésdóttir, Gísli
Baldur Garðarsson. Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns-
son, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson.
Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón
Öskar Hafsteinsson, Magnús ölafsson.
Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Síöumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Slöumúla 14 slmi 86611 7 llnur
Askriftargjald kr. 2.500
krónur á mánuöi. Verö f
lausasölu 125 krónur ein-
takiö
Prentun Blaöaprent h/f.
Þeir bregðast
í f jármála-
stjórninni
Því er oft haldið fram að það verði vinstri mönnum
yfirleitt að fótakefli, þegar þeir fara með völd, að öll
f jármálastjórn fari þá úr böndunum. Nú er rétti tíminn
til að meta þessa kenningu í Ijósi þess, að desember-
mánuður er mánuður f jármálalegra ákvarðana opin-
berra aðila, bæði að því er varðar ríki og sveitarfélög.
Sósíalistar ráða nú alfarið Reykjavíkurborg og hafa
mest áhrif í ríkisstjórn landsins. Það vakti athygli i
sumar er leið, að meirihluti sósíalista í Reykjavík virtist
ætla að fylgja fram þeirri aðhaldsstefnu í f jármálum,
sem var eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins
meðan hann fór með stjórn borgarmála.
Sósialistar byrjuðu á því að hafa að engu kosninga-
fyrirheit sitt um að greiða f ullar verðbætur á laun. Þeir
sögðu einfaldlega að peningar væru ekki fyrir hendi. Þvi
næst var ráðist í að skera niður ýmiss konar fram-
kvæmdir. Dagvistunarstofnanir voru efst á niður-
skurðarlistanum. Einsýnt var að nýi meirihlutinn ætlaði
ekki að brenna sig á því að geta ekki stjórnað fjármál-
unum.
Fyrst í stað varð því ekki mikil breyting, þó að sjálf-
stæðismenn hefðu misst meirihlutann til sósíalista. Þessi
aðhaldsstefna hefur á hinn bóginn sætt gagnrýni í
flokkskerfi sósíalista. Niðurstaðan er sú, að við gerð
fjárhagsáætlunar hefur verið horfið frá aðhaldsstefn-
unni til f jármálalegrar glundroðastefnu (sem að vísu er
í samræmi við þá ríkisf jármálastef nu, sem nú er í mót-
un).
Talsmenn meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur
gefa að vísu enn út yfirlýsingar þess efnis að þeir ætli
ekki að láta segja um sig að þeir geti ekki haft f jármálin
i lagi. En hvernig á að ná endum saman? Það verður gert
með því að stórauka skattheimtu.
Það væri auðvelt að reka heimili, ef menn gætu sjálf ir
skammtað sér laun án nokkurs tillits til efnahagslegra
aðstæðna í þjóðfélaginu. Sósíalistar ætla að leysa þær
fjármálalegu ógöngur sem þeir hafa ratað í við út-
gjaldaákvarðanir f yrir næsta ár með því einf alda ráði að
leggja meiri skatta á borgarana.
Þetta er gert á sama tíma og stjórnvöld neyðast til
þess að skerða laun allverulega i því skyni að hamla
gegn víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags. En ekki
verður séð hvað réttlætir þær stórkostlegu skattabyrðar,
sem samtímis á að leggja á borgarana og atvinnufyrir-
tækin.
Eins og nú standa sakir verður að gera þær kröfur til
opinberra aðila, bæði ríkis og sveitarfélaga, að tak-
marka útgjöld. Þessir aðilar verða eins og launþegar og
atvinnufyrirtæki að herða sultarólina. Einsýnt er að
sósíalistar i meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur
virða þessi sjónarmið að vettugi. Fjármálalegri óstjórn
verður bjargað með skattheimtu en ekki aðhaldi.
Sama er uppi á teningnum við undirbúning f járlaga.
Ríkissjóði hefur verið stefnt í botnlausan halla á þessu
ári, eftir efnahagsaðgerðirnar í september og aftur
fyrsta desember. A næsta ári verður sama uppi á
teningnum. Að einhverju leyti verður óstjórninni mætt
með aukinni skattheimtu. En í raun og veru er þetta upp-
gjöf.
Sú skattastefna, sem sósíalistar eru að innleiða um
þessar mundir í því skyni að draga f jöður yf ir f jármála-
óstjórn, á engan hljómgrunn. Krafa dagsins lýtur þvert á
móti að minni opinberum umsvifum og lækkuðum
sköttum. En Ijóst er að þessi hefðbundni fjármála-
ákvarðanamánuður er nokkuð örugg vísbending um, að
sú kenning er góð og gild að sósíalistar geti ekki haft
opinber f jármál í lagi.
ÞEIRRA EIGIN VI
MorgunblaðiB er sennilega
ábyrgðarlausasta stjórmarand-
stöðudagblað noröan Alpafjalla.
Og þótt viöar væri leitað. Þaö
svifst einskis. Undir yfirskini
óháðrar fréttamennsku flytur það
fréttir sem hafa aðeins einn til-
gang: Aö koma höggi á rikis-
stjómina. í landinu sat „vinstri”
stjórn árin 1971 til 1974. Hiin tók
viö tiltölulega blómlegu búi.
ógæfa efnahagsmála byrjaöi
þegar nokkuð var liðið á feril
hennar. Morgunblaðið hamaðist
miskunnar- og purkunarlaust
gegn stefnu þeirrar stjórnar i
utanrikismálum.
Nú situr önnur „vinstri” stjórn.
Morgunblaðið, undir yfirskini
óháörar fréttamennsku, hikar
ekki við að rangfæra og beinlinis
falsa fréttir. Þaö er hvergi
ágreiningur nema i stjórnar-
flokkunum, þó allir viti að nær
daglega er verið að sparka i
Albert Guömundsson, 1. þing-
mann Reykvikinga, i þingflokki
Sjálfstæöisflokksins. Morgun-
blaðið falsar frásagnir frá Alþingi
og breytir öllum áherzlum. Þeir
ýkja fréttir um yfirvofandi at-
vinnuleysi. Blaðið er tryllt.
Þeir rangfæra fréttir um orö og
athafnir fyrir og eftir kosningar.
Morgunblaðiö er dragbitur á
heilbrigt streymi upplýsinga i
þjóöfélaginu.
Reykjavíkurbréf
Enginn veit, hver er höfundur
Reykjavikurbréfs. Kannske er
þaö sá kálgaröur tilfinninga sem
heitir Matthias Jóhannessen.
Kannske er þaö sá kálhaus
stjórnmálaskoðana sem heitir
Styrmir Gunnarsson. Kannske
einhver annar. Enginn veit.
A sunnudag ritar höfundur
Reykjavikurbréfs kokhraustan
pistil. Þar er Ólafi Jóhannessyni
gefin súeinkunn að hann sé „lik-
lega ábyrgðarlausasti
stjórnmálaforingisem setiö hefur
á valdastóli á Islandi a.m.k. frá
lýöveldisstofnun”. Það munar
ekki um þaö. Þetta væri mark-
tæktef ekkivildi svotil að i fjögur
ár stjórnaði Morgunblaðiö meö
Ólafi Jóhannessyni. Þeir hættu
ekki sjálfviljugir. Fólkið tók af
þeim ráöin.
Morgunblaöið þvældist meö
Ólafi Jóhannessyni I gegn um
gruggug vötn Klúbbs og Kröflu.
Og allt hitt. Þeir skildu eftir efna-
hagslegan refil fimmtiu prósent
verðbólgu. Samfélagið á kafi i
alls kyns spillingu. Atvinnuveg-
irnir að stöövast. Og nú, nokkrum
mánuðum siöar þykjast þeir geta
gefið einkunnir. Já, miklir menn
erum við, Hrólfur minn.
Meirihlutastjórn
Auövitað var það nokkurt siö-
feröilegt áfall fyrir Alþýöuflokk-
inn aö ganga til stjórnarsam-
starfs undir forustu Ólafs
Jóhannessonar og litla spillta
miðflokksins. Samningar i pólitik
eru siðspilltir. En þá ber þess aö
gæta aö þar sem kommúnistar
höfðu lýst þvl yfir aö þeir ynnu
ekki með Sjálfstæðisflokki, þá er
enginn meirihluti til án
Framsóknarflokks, nema sam-
stjórn Alþýöuflokks og Sjálf-
stæðisflokks. Meirihluti Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
flokks var og er sennilega ekki
mögulegur vegna Alberts
Guömundssonar.
En hvað með Sjálfstæðisflokk
og Alþýðuflokk? Alþýöuflokkur-
inn hefur Itrekað lagt fram út-
færðar tillögur um skynsamlega
hagstjórn. Eitt lykilatriöi er
stjórnun peningamála, ogþá það,
að endurgreiöslukjör lána séu
með þeim hætti, aö lánin séu
borguð til baka. Þetta hefur veriö
kallað raunvaxtastefna og þetta
er skýrt. Morgunblaðið hefur aö
vísu ekki skýrt rækilega frá þvi,
en Sjálfstæðisflokkurinn er þver-
klofinn I þessu máli. Fram-
sóknarmennskan á sér sennilega
hvergi harðari talsmenn en i
þingflokki Sjálfstæöisflokksins.
Geir Hallgrimsson lýsir að visu
yfir efnislegu samþykki sinu, en
hann virðist ekki ráöa neinu.
Morgunblaðið hjalar i forustu-
grein. Það skiptir óvart ekki máli
lengur.
Sjálfstæöisflokkurinn virðist
þverklofinn og liöónýtur. Þarna
sitja aðstöðubraskarar, sem hafa
ekki áhuga á heilbrigðri efna-
hagsstjórn, hafa ekki áhyggjur af
ogskiljaekki móraliseringu okk-
ar jafnaöarmanna vegna
verðbólgunnar. Eða af hverju
skildu þeir eftir sig fimmtiu
prósent veröbólgu? Og af hver ju
settist Sverrir Hermannsson,
andstæöingur raunvaxta, I Fram-
kvæmdastofnun, þrátt fyrir f jálg-
legar yfirlýsingar puntudrpngja
eins og EllertSchram ogFriðriks
Sofussonar — og æviráðinn að
auki! Og af hverju sátu þeir i
KYNSLÓÐASKIPT-
IN I ISLENSKUM
STJÓRNMÁLUM
Kannski liönum tima I Islensk-
um stjórnmálum verði best lýst
með oröunum: Nú dugar for-
maöurinn ekki og skal þá hengja
varaformanninn. Hefur þessi
þanki einkum orðið áberandi viö
vaxandi áföll flokka i nær óvið-
ráöanlegu stéttastriði og lang-
vinnri baráttu við verðbólgu.
Margir stjórnmálamenn eru
hreinlega ekki til þess fallnir að
flytja glóandi ræður um efna-
hagsmál, kaup og kjör og vöru-
prlsa.
Margir nýir menn í næstu
kosningum
Eittaf þvl, sem getur
haft úrslitaáhrif á þróun stjórn-
mála á næstu árum er kynslóöa-
skiptin á Alþingi og innan flokk-
anna, og hve bratt þau geta
gengiö fyrir sig. Þessi kynslóða-
skipti eru þegar hafin að hluta, og
I næstu kosningum munu fleiri
nýir menn koma fram á sjónar-
sviðið I landsmálum, sem munu
varla lúta þvl i byrjun að gerast
sporgöngumenn uppgefinna og
úrræöalltilla manna, sem halda
að eitt og allt séu tveir eða þrlr
ráðherrastólar, hringaöir um svo
lauslegan stjórnarsamning aö
lesa má úr honum um veröurlag á
Júpiter með sama rétti og lesin
verður stjórnarstefna.
Þagnarskýlin gisin og fúin
Það getur veriö seinlegt og
Neðanmóls
Y Indriöi G7Þorstéinssonn
skrifar: Eitt af því
sem getur haft úrslita-
| áhrif á þróun stjórn-
mála á næstu árum er
kynslóðaskiptin á
Alþingi og innan flokk-
anna, og hve hratt þau
bgeta gengið fyrir sig..
sorglegt verk aö koma á heppi-
legum kynslóöaskiptum I stjórn-
málum, séu þeir sem fyrir sitja
ákveönir að tefja fyrir þeim eftir
mætti meö þaö fyrir augum að
geta enn um sinn staðið til hlés
við hin gömlu vandamál á meðan
góður tlmi úrlausna fer til ónýtis I
lagagerö um fjárbaöanir og
rjúpu.
Við höfum til skamms tlma
verið lokað þjóðfélag, þar sem
ákvarðanataka I stjónmálum var
á svo háu plani, aö engir voru til
frásagnar um aödragandann.
Þingumræöa i meiriháttar mál-
um fór oftast fram yfir gerðum
hlut, en á undan og eftir fóru fram
langar umræður um hin lltils-
veröari mál eins og friðun fugla,
refaveiðar og samræmingu rit-
vélaborða.
Fjöldi þeirra, sem alin var upp
við hina gömlu þagnarhefö
stjórnmálanna sitja enn á þingi
og hafa verið eöa eru I valdastöð-
um, og mega nú berjast móti
straumi almennra skoðana, sem
mótast eftir þvl hvernig mál
hreyfast, meö fyrirlitningu á fjöl-
miðlum og upplýsingamiðlun
falda I brjóstinu. Klókindin fyrr-
um þóttu góð af þvl þau komu
yfirleitt sem boðskapur af himn-
um. En nú gerast þagnarskýlin
gisin og fúin. Við þessar aðstæður
hljóta kynslóðaskiptin að verða
skarpari en ella, einfaldlega
vegna þess aö hinir eldri og lang-
sætnu duga ekki lengur I þóf fyrir
opnum tjöldum.
Þola ekki menn úr sam-
starfsf lokkunum
Eftir mikil átök að undanförnu
stöndum við enn I sömu sporum